1897

Ísafold, 21. apríl 1897, 24. árg., 25. tbl., forsíða:

Héraða-vegabætur
Hrapalegt er til þess að vita, að enn skuli dafna víðast um land sama vankunnáttu-kákið í héraðavegagerð eins og áður var drottnandi við alla vegagerð á landinu, áður en Norðmenn komu og kenndu oss vegasmíð siðaðra þjóða að því er snertir landssjóðsvegi.
Það er þó ekki miður áríðandi, að þessum fáu tugum króna, sem lagðir eru til vegagerðar úr sýslusjóðum og hreppssjóðum, sé ekki fleygt út í sjóinn, heldur en því fé, sem fjárlögin leggja til landsvegagerðar. En það gerum vér enn, og hættum því aldrei, meðan haft er gamla lagið: að láta þá, sem ekki kunna, standa fyrir vegasmíð, t. d. sýslunefndarmenn hvern í sínum hreppi fyrir sýslusjóðsfé, eða hreppsnefndarmenn, ef gert er á sveitarsjóðs kostnað.
Vitaskuld er það, að mikið af héraðsvegafé fer víðast til smáviðgerðar og viðhalds á eldri "vegum" svo nefndum, og lítið til þess að gera nýja vegarspotta. En hvort sem þeir eru miklir eða litlir, þessir nýju vegaspottar, þá þarf að gera þá svo, að lið sé í og einhver frambúð, en skilyrðið fyrir því er kunnátta; og eins er misskilningur, að á sama standi, hvort umbætur og viðhald á eldri vegum, þótt vegaómynd sé, er af kunnáttu gert eða ekki.
Það eru sýslumennirnir, sem ábyrgðin leggst þyngst á fyrir þessa ómynd, þessa hneykslanlegu fjársóun. Þeim ætti þó að vera og er sem menntuðum mönnum hinum fremur tiltrúandi að sjá og skilja, hvað hér er í húfi. Nema svo sé, að þeir fái engu við ráðið fyrir sýslufulltrúunum, sem búnir eru að fá hefð á hitt fyrirkomulagið og amast við aðfengnum verkstjórum. En því skyldi þó ekki ráð fyrir gera.
Stöku sýslumenn hafa og þegar fyrir löngu nokkuð komið fram með undantekning frá því´, almennt gerist í þessu atriði. T. d. hinn núverandi sýslumaður Skaftfellinga. Hinn ungi, ötuli sýslumaður Barðstrendinga hefir og útvegað sér eða fær í vor sunnlenskan vegaverkstjóra vel færan, ásamt nokkrum vönum vegagerðarmönnum. Það ver og við um suma aðra endrum og sinnum, að þeir eru sér í útvegum um almennilega vegagerðarverkstjóra eða einhverja aðstoð manna með nýtilegri verklegri þekkingu. En algengast mun hitt vera, gamla lagið, eða ólagið, réttara sagt.
Framan af, fyrir mörgum árum, var auðvitað mikill hörgull á vegagerðarmönnum með kunnáttu. En nú er sá þröskuldur að miklu horfinn.
Það er vonandi, að ekki líði mörg ár úr þessu án þess, að kunnáttulaus vegagerð á landinu leggist alveg niður, jafnvel á ómerkilegustu hreppavegum.


Ísafold, 21. apríl 1897, 24. árg., 25. tbl., forsíða:

Héraða-vegabætur
Hrapalegt er til þess að vita, að enn skuli dafna víðast um land sama vankunnáttu-kákið í héraðavegagerð eins og áður var drottnandi við alla vegagerð á landinu, áður en Norðmenn komu og kenndu oss vegasmíð siðaðra þjóða að því er snertir landssjóðsvegi.
Það er þó ekki miður áríðandi, að þessum fáu tugum króna, sem lagðir eru til vegagerðar úr sýslusjóðum og hreppssjóðum, sé ekki fleygt út í sjóinn, heldur en því fé, sem fjárlögin leggja til landsvegagerðar. En það gerum vér enn, og hættum því aldrei, meðan haft er gamla lagið: að láta þá, sem ekki kunna, standa fyrir vegasmíð, t. d. sýslunefndarmenn hvern í sínum hreppi fyrir sýslusjóðsfé, eða hreppsnefndarmenn, ef gert er á sveitarsjóðs kostnað.
Vitaskuld er það, að mikið af héraðsvegafé fer víðast til smáviðgerðar og viðhalds á eldri "vegum" svo nefndum, og lítið til þess að gera nýja vegarspotta. En hvort sem þeir eru miklir eða litlir, þessir nýju vegaspottar, þá þarf að gera þá svo, að lið sé í og einhver frambúð, en skilyrðið fyrir því er kunnátta; og eins er misskilningur, að á sama standi, hvort umbætur og viðhald á eldri vegum, þótt vegaómynd sé, er af kunnáttu gert eða ekki.
Það eru sýslumennirnir, sem ábyrgðin leggst þyngst á fyrir þessa ómynd, þessa hneykslanlegu fjársóun. Þeim ætti þó að vera og er sem menntuðum mönnum hinum fremur tiltrúandi að sjá og skilja, hvað hér er í húfi. Nema svo sé, að þeir fái engu við ráðið fyrir sýslufulltrúunum, sem búnir eru að fá hefð á hitt fyrirkomulagið og amast við aðfengnum verkstjórum. En því skyldi þó ekki ráð fyrir gera.
Stöku sýslumenn hafa og þegar fyrir löngu nokkuð komið fram með undantekning frá því´, almennt gerist í þessu atriði. T. d. hinn núverandi sýslumaður Skaftfellinga. Hinn ungi, ötuli sýslumaður Barðstrendinga hefir og útvegað sér eða fær í vor sunnlenskan vegaverkstjóra vel færan, ásamt nokkrum vönum vegagerðarmönnum. Það ver og við um suma aðra endrum og sinnum, að þeir eru sér í útvegum um almennilega vegagerðarverkstjóra eða einhverja aðstoð manna með nýtilegri verklegri þekkingu. En algengast mun hitt vera, gamla lagið, eða ólagið, réttara sagt.
Framan af, fyrir mörgum árum, var auðvitað mikill hörgull á vegagerðarmönnum með kunnáttu. En nú er sá þröskuldur að miklu horfinn.
Það er vonandi, að ekki líði mörg ár úr þessu án þess, að kunnáttulaus vegagerð á landinu leggist alveg niður, jafnvel á ómerkilegustu hreppavegum.