1897

Ísafold, 2. júní 1897, 24. árg., 37. tbl., bls. 146:

Melabrúin og flutningsbraut upp Flóann
Það er einmæli manna hér, að fátt hafi verið gert af meiri fáfræði og vanhugsun en Melabrúin, eða Nesbrúin, er sumir nefna hana, sem liggur upp yfir Breiðumýri frá Eyrarbakka.
Það er ekki svo að skilja, að vegarspotti þessi væri ekki í sjálfu sér nauðsynlegur; en hann er að frágangi öllum og gerð eitt af lakari axarsköftunum í sunnlenskri vegagerð, engu síður en Kambavegurinn gamli og ýmsir aðrir vegakaflar frá þeim tíma.
Fyrir eitthvað nálægt 20 árum var byrjað á þessari Melabrú; gáfu þá sumir all-mikið fé til hennar, t. d. Þorleifur heitinn á Háeyri um 1000 kr., að því er sagt var. Margir gáfu vinnu til brúarinnar, sumir mörg dagsverk, o.s. frv. Síðan byrjað var að leggja þessa "brú", hefir verið varið til hennar allmiklu af almannafé að kalla má árlega, því að einlægt hefir hún þurft aðgjörðar við og er þó mesta ómynd enn sem komið er. - Enginn veit að líkindum, hve miklu fé er búið að berja til hennar, en það hlýtur að vera mjög mikið, sjálfsagt annað eins og flutningsbrautin kemur til að kosta upp yfir Breiðumýri eða jafnvel upp að Ölfusárbrú.
Í vor, þegar rigningarnar gengu um miðjan maí, og eftir það, var "brúin" ófær hverri skepnu, og þannig hefir hún oft verið áður tímunum saman, þrátt fyrir allt viðgerðarkákið sem oftast hefir verið handónýtt og þýðingarlaust. Bæði er það, að féð, sem veitt hefir verið í hvert sinn, hefir nú upp á síðkastið verið allt of lítið til þess, að "brúin" yrði bætt að verulegum mun, og svo hefir tíðast verið unnið að þessum endurbótum af lítilli þekkingu og enn minni verkhyggni.
En er þá ekki von að mönnum sárni þessi meðferð á almannafé? Er það nokkur furða, þó að mönnum sárni, að jafndýr vegur, og þessi Melabrú er, skuli eftir allt saman vera ófær yfirferðar, nema ef til vill rétt um hásumarið eða í þurrkatíð?
Á síðasta sýslufundi Árnesinga voru veittar 400 kr. til viðgerðar brúnni, en að mínum dómi er það hér um bil sama og að kasta þeim í sjóinn. Öll smá-viðgerð á "brúnni" er ónóg og verri en ekki neitt. Brúin er þannig á sig komin, að óhugsanlegt er, að geta gert svo við hana, að vel megi við það una. Ef viðgerðin ætti að vera í nokkurri mynd og til frambúðar, mundi hún kosta stórfé. En að kosta svo miklu til Melabrúarinnar er ógjörandi, mér liggur við að segja heimskulegt, og mun ég bráðum sýna fram á það.
Hvernig sýslunefndin hefir hugsað sér þessa viðgerð á brúnni, veit ég ekki, en einhver hefir sagt mér, að það eiga að mylja grjót ofan í hana. Þetta grjót er nú reyndar hvergi nærri, og ég hefi hreyt, að ráðgert væri, að flytja það á hestum austan úr Breiðumýri að brúnni. Mér varð orðfall, þegar ég heyrði þetta, en ábyrgist ekki, að saga þessi sé sönn. En hvað sem öðru líður, tel ég réttast að láta "brúna" eiga sig, því að öll viðgerð á henni hlýtur að verða kák og annað ekki, er enga staði sér stundu lengur, nema þá með því meiri fjárframlögum.
Það hefir nú fyrir löngu verið talað um að leggja flutningsbraut af Eyrarbakka upp að Ölfusárbrú, og víst er um það, að þessi braut er bráðnauðsynleg. Flutningsbrautin er ætlast til að liggi nokkru austar en Melabrúin yfir Breiðumýri upp hjá Sandvíkum að Ölfusárbrú. Þegar þessi brú er komin, verður Melabrúin alveg óþörf, sem sýsluvegur. Nú hefir sýslunefndin hér í sýslu á síðasta fundi sínum heitið til þessarar flutningsbrautar 12.000 kr. eða allt að helmingi kostnaðarins, móti því, hvort þessi áætlun sýslunefndarinnar muni nærri sanni, en ekki þætti mér ólíklegt, að flutningsbrautin yrði nokkru dýrari en 24.000 kr. Ég er reyndar enginn vegfræðingur og get því fátt um þetta sagt, en miklu munar það að líkindum ekki. En hvað sem því líður, er þetta tilboð sýslunefndarinnar mjög virðingarvert, því fremur, sem vegalögin gefa ekkert tilefni til þess. Það er því fyllsta ástæða til að vonast eftir að alþingi í sumar líti á þetta drengilega tilboð Árnesinga og veiti fé til flutningsbrautarinnar. Ef þingið gerði þetta, yrði það sterk hvöt fyrir önnur héruð, að gera líkt tilboð, og er vert að líta á það. Það er óhætt að fullyrða, að Árnesingum kæmi fátt betur nú, en að fá góðan veg frá Ölfusárbrúnni ofan á Eyrarbakka, enda sýnir tilboð sýslunefndarinnar það best, hvílíkt áhugamál þessi flutningsbraut er héraðsbúum. Ef þingið veitir féð, ætti að vinna að brúargjörðinni næsta sumar, enda verður eigi annað sagt en að brýn nauðsyn reki á eftir. En þótt þingið leiði hjá sér þessa sanngjörnu fjárveitingu, má ganga að því vísu, að málið verði haft á prjónunum, uns sigurinn vinnst um síðir.
Það væri því fráleitt, eins og búið er að benda á, að fara nú að veita stórfé til Melabrúarinnar, því að aldrei líða mörg ár, þangað til flutningsbrúin kemst á, þó að hún verði að bíða um sinn. En að öllu óreyndu virðist mér ástæðulaust, að kvíða ókomna tímanum í þessu efni, en treysta heldur þinginu til hins besta.


Ísafold, 2. júní 1897, 24. árg., 37. tbl., bls. 146:

Melabrúin og flutningsbraut upp Flóann
Það er einmæli manna hér, að fátt hafi verið gert af meiri fáfræði og vanhugsun en Melabrúin, eða Nesbrúin, er sumir nefna hana, sem liggur upp yfir Breiðumýri frá Eyrarbakka.
Það er ekki svo að skilja, að vegarspotti þessi væri ekki í sjálfu sér nauðsynlegur; en hann er að frágangi öllum og gerð eitt af lakari axarsköftunum í sunnlenskri vegagerð, engu síður en Kambavegurinn gamli og ýmsir aðrir vegakaflar frá þeim tíma.
Fyrir eitthvað nálægt 20 árum var byrjað á þessari Melabrú; gáfu þá sumir all-mikið fé til hennar, t. d. Þorleifur heitinn á Háeyri um 1000 kr., að því er sagt var. Margir gáfu vinnu til brúarinnar, sumir mörg dagsverk, o.s. frv. Síðan byrjað var að leggja þessa "brú", hefir verið varið til hennar allmiklu af almannafé að kalla má árlega, því að einlægt hefir hún þurft aðgjörðar við og er þó mesta ómynd enn sem komið er. - Enginn veit að líkindum, hve miklu fé er búið að berja til hennar, en það hlýtur að vera mjög mikið, sjálfsagt annað eins og flutningsbrautin kemur til að kosta upp yfir Breiðumýri eða jafnvel upp að Ölfusárbrú.
Í vor, þegar rigningarnar gengu um miðjan maí, og eftir það, var "brúin" ófær hverri skepnu, og þannig hefir hún oft verið áður tímunum saman, þrátt fyrir allt viðgerðarkákið sem oftast hefir verið handónýtt og þýðingarlaust. Bæði er það, að féð, sem veitt hefir verið í hvert sinn, hefir nú upp á síðkastið verið allt of lítið til þess, að "brúin" yrði bætt að verulegum mun, og svo hefir tíðast verið unnið að þessum endurbótum af lítilli þekkingu og enn minni verkhyggni.
En er þá ekki von að mönnum sárni þessi meðferð á almannafé? Er það nokkur furða, þó að mönnum sárni, að jafndýr vegur, og þessi Melabrú er, skuli eftir allt saman vera ófær yfirferðar, nema ef til vill rétt um hásumarið eða í þurrkatíð?
Á síðasta sýslufundi Árnesinga voru veittar 400 kr. til viðgerðar brúnni, en að mínum dómi er það hér um bil sama og að kasta þeim í sjóinn. Öll smá-viðgerð á "brúnni" er ónóg og verri en ekki neitt. Brúin er þannig á sig komin, að óhugsanlegt er, að geta gert svo við hana, að vel megi við það una. Ef viðgerðin ætti að vera í nokkurri mynd og til frambúðar, mundi hún kosta stórfé. En að kosta svo miklu til Melabrúarinnar er ógjörandi, mér liggur við að segja heimskulegt, og mun ég bráðum sýna fram á það.
Hvernig sýslunefndin hefir hugsað sér þessa viðgerð á brúnni, veit ég ekki, en einhver hefir sagt mér, að það eiga að mylja grjót ofan í hana. Þetta grjót er nú reyndar hvergi nærri, og ég hefi hreyt, að ráðgert væri, að flytja það á hestum austan úr Breiðumýri að brúnni. Mér varð orðfall, þegar ég heyrði þetta, en ábyrgist ekki, að saga þessi sé sönn. En hvað sem öðru líður, tel ég réttast að láta "brúna" eiga sig, því að öll viðgerð á henni hlýtur að verða kák og annað ekki, er enga staði sér stundu lengur, nema þá með því meiri fjárframlögum.
Það hefir nú fyrir löngu verið talað um að leggja flutningsbraut af Eyrarbakka upp að Ölfusárbrú, og víst er um það, að þessi braut er bráðnauðsynleg. Flutningsbrautin er ætlast til að liggi nokkru austar en Melabrúin yfir Breiðumýri upp hjá Sandvíkum að Ölfusárbrú. Þegar þessi brú er komin, verður Melabrúin alveg óþörf, sem sýsluvegur. Nú hefir sýslunefndin hér í sýslu á síðasta fundi sínum heitið til þessarar flutningsbrautar 12.000 kr. eða allt að helmingi kostnaðarins, móti því, hvort þessi áætlun sýslunefndarinnar muni nærri sanni, en ekki þætti mér ólíklegt, að flutningsbrautin yrði nokkru dýrari en 24.000 kr. Ég er reyndar enginn vegfræðingur og get því fátt um þetta sagt, en miklu munar það að líkindum ekki. En hvað sem því líður, er þetta tilboð sýslunefndarinnar mjög virðingarvert, því fremur, sem vegalögin gefa ekkert tilefni til þess. Það er því fyllsta ástæða til að vonast eftir að alþingi í sumar líti á þetta drengilega tilboð Árnesinga og veiti fé til flutningsbrautarinnar. Ef þingið gerði þetta, yrði það sterk hvöt fyrir önnur héruð, að gera líkt tilboð, og er vert að líta á það. Það er óhætt að fullyrða, að Árnesingum kæmi fátt betur nú, en að fá góðan veg frá Ölfusárbrúnni ofan á Eyrarbakka, enda sýnir tilboð sýslunefndarinnar það best, hvílíkt áhugamál þessi flutningsbraut er héraðsbúum. Ef þingið veitir féð, ætti að vinna að brúargjörðinni næsta sumar, enda verður eigi annað sagt en að brýn nauðsyn reki á eftir. En þótt þingið leiði hjá sér þessa sanngjörnu fjárveitingu, má ganga að því vísu, að málið verði haft á prjónunum, uns sigurinn vinnst um síðir.
Það væri því fráleitt, eins og búið er að benda á, að fara nú að veita stórfé til Melabrúarinnar, því að aldrei líða mörg ár, þangað til flutningsbrúin kemst á, þó að hún verði að bíða um sinn. En að öllu óreyndu virðist mér ástæðulaust, að kvíða ókomna tímanum í þessu efni, en treysta heldur þinginu til hins besta.