1897

Ísafold, 28. ágúst 1897, 24. árg., 62. tbl., bls. 241:

Frá alþingi
Fjárveitingar
Hér eru taldar flestar fjárveitingar í fjárlögunum, eins og þingið skildi við þau (sameinað þing), þær er nýmælum sæta.
¿¿..
Til vegabóta ætlaðar 185.000 kr. á fjárhagstímabilinu. Þar af til þjóðvega 100.000 (af því 30.000 kr. fyrra árið til akfærs þjóðvegar yfir Holtin í Rangárvallasýslu), til flutningabrauta 45.000 kr. (fram Eyjafjörð 14.000 kr.), til fjallvega 10.000 kr., til sýsluvegagjörðar í Strandasýslu 5.000 kr., í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 2.000 kr., í Austur-Skaftafellssýslu (milli Hóla og Hafnar) 2.000 kr., til að brúa Bakkaá í Dölum 250 kr., og Hörgá 7.500 kr. Þá eru ætlaðar 3.500 kr. til að ráða æfðan norskan verkfræðing til að kanna sumarið 1898 brúarstæði og gjöra uppdrætti og áætlun um kostnað við brúargjörð á Jökulsá í Axarfirði og Héraðsvötnum hjá Ökrum, og 1.500 kr. hvort árið til verkfróðra manna til aðstoðar við vandaminni samgöngubætur.


Ísafold, 28. ágúst 1897, 24. árg., 62. tbl., bls. 241:

Frá alþingi
Fjárveitingar
Hér eru taldar flestar fjárveitingar í fjárlögunum, eins og þingið skildi við þau (sameinað þing), þær er nýmælum sæta.
¿¿..
Til vegabóta ætlaðar 185.000 kr. á fjárhagstímabilinu. Þar af til þjóðvega 100.000 (af því 30.000 kr. fyrra árið til akfærs þjóðvegar yfir Holtin í Rangárvallasýslu), til flutningabrauta 45.000 kr. (fram Eyjafjörð 14.000 kr.), til fjallvega 10.000 kr., til sýsluvegagjörðar í Strandasýslu 5.000 kr., í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 2.000 kr., í Austur-Skaftafellssýslu (milli Hóla og Hafnar) 2.000 kr., til að brúa Bakkaá í Dölum 250 kr., og Hörgá 7.500 kr. Þá eru ætlaðar 3.500 kr. til að ráða æfðan norskan verkfræðing til að kanna sumarið 1898 brúarstæði og gjöra uppdrætti og áætlun um kostnað við brúargjörð á Jökulsá í Axarfirði og Héraðsvötnum hjá Ökrum, og 1.500 kr. hvort árið til verkfróðra manna til aðstoðar við vandaminni samgöngubætur.