1897

Ísafold, 11. sept. 1897, 24. árg., 65. tbl., forsíða:

Blöndubrúin vígð
Brúin á Blöndu var vígð miðvikudaginn 25. ágúst. Veður var ljómandi gott, logn og blíða. Fjöldi fólks kom um morguninn úr öllum áttum. Aðalhátíðarhaldið fór fram að norðanverðu við ána. Var þar reistur skrautklæddur ræðustóll, danspallur og veitingaskáli. Kl. 12 á hádegi kom Páll Briem amtmaður, Jóh. Jóhannesson sýslumaður, Sig. Thoroddsen verkfræðingur og nokkrir heldri menn sýslunnar.
Hátíðin hófst með því, að söngflokkur, er Böðvar Þorláksson organisti stýrði, söng vígslukvæði, er Páll bóndi Ólafsson á Akri hafði ort. Þá steig amtmaður í stólinn og hélt vígsluræðuna. Þegar hann hafði lokið máli sínu, var gengið í prósessíu til brúarinnar. Amtmannsfrúin klippti í sundur silkiband, er bundið var yfir brúna. Og svo gekk allur flokkurinn suður yfir ána, rúm 600 manns. Söngflokkurinn skemmti við og við um daginn með söng. Svo var dansað. Síðara hlutu dagsins fór fram fjörugt samsæti, er um 40 helstu Húnvetningar héldu amtmanni, frú hans og Sig. Thoroddsen. Sýslumaðurinn mælti fyrir minni Húnvetninga, og ýms fleiri minni voru drukkin. Fór samsæti þetta hið besta fram.
Brúin var skreytt blómsveigum og flöggum. Aðalbrúin er úr járni og um 60 álnir á lengd. Auk þess er tré- og grjótbrú að norðanverðu, og mun vera um 30-40 álnir. Allt verkið virðist vera vel og vandlega af hendi leyst. Nú er byrjað að leggja nýjan veg frá syðri enda brúarinnar yfir Blönduósmýrina og vestur á aðalveginn.


Ísafold, 11. sept. 1897, 24. árg., 65. tbl., forsíða:

Blöndubrúin vígð
Brúin á Blöndu var vígð miðvikudaginn 25. ágúst. Veður var ljómandi gott, logn og blíða. Fjöldi fólks kom um morguninn úr öllum áttum. Aðalhátíðarhaldið fór fram að norðanverðu við ána. Var þar reistur skrautklæddur ræðustóll, danspallur og veitingaskáli. Kl. 12 á hádegi kom Páll Briem amtmaður, Jóh. Jóhannesson sýslumaður, Sig. Thoroddsen verkfræðingur og nokkrir heldri menn sýslunnar.
Hátíðin hófst með því, að söngflokkur, er Böðvar Þorláksson organisti stýrði, söng vígslukvæði, er Páll bóndi Ólafsson á Akri hafði ort. Þá steig amtmaður í stólinn og hélt vígsluræðuna. Þegar hann hafði lokið máli sínu, var gengið í prósessíu til brúarinnar. Amtmannsfrúin klippti í sundur silkiband, er bundið var yfir brúna. Og svo gekk allur flokkurinn suður yfir ána, rúm 600 manns. Söngflokkurinn skemmti við og við um daginn með söng. Svo var dansað. Síðara hlutu dagsins fór fram fjörugt samsæti, er um 40 helstu Húnvetningar héldu amtmanni, frú hans og Sig. Thoroddsen. Sýslumaðurinn mælti fyrir minni Húnvetninga, og ýms fleiri minni voru drukkin. Fór samsæti þetta hið besta fram.
Brúin var skreytt blómsveigum og flöggum. Aðalbrúin er úr járni og um 60 álnir á lengd. Auk þess er tré- og grjótbrú að norðanverðu, og mun vera um 30-40 álnir. Allt verkið virðist vera vel og vandlega af hendi leyst. Nú er byrjað að leggja nýjan veg frá syðri enda brúarinnar yfir Blönduósmýrina og vestur á aðalveginn.