1896

Ísafold, 1. feb. 1896, 23. árg., 6. tbl., bls. 22:

Enn um veginn yfir Flóann.
Mínir kæru vinir Einar Einarsson á Urriðafossi og Jakob Jónsson í Kampholti, hafa fundið köllun hjá sér til að rita hvað eftir annað í blöðin um veginn yfir Flóann. Hingað til hefir enginn svarað þeim, og því ætla ég nú að gera það. En þeir mega ekki misvirða, þó ég geti ekki fallist á skoðun þeirra. Ég hefi lengi verið á annarri skoðun; og greinir þeirra hafa einmitt styrkt mig í henni með því, að vekja mig til nákvæmari yfirvegunar á málinu en áður. Það er hér sem oftar að menn mega vera þakklátir hver öðrum fyrir mismun skoðananna. Málin verða þá betur rædd.
Þeir telja sinni vegarstefnu, - er nefna má hina syrðir, - fimm kosti til gildis fram yfir syðri, - fimm kosti til gildis fram yfir hina stefnuna, er vegfræðingurinn valdi, - er nefna má hina nyrðri, nefnilega:
1., að hún sé bein, og því styttri;
2., að hún kosti þess vegna minna;
3., að hún spari kostnað við Ásaveginn, er hún liggi eftir parti af honum;
4., að hún sé hagkvæmari ferðamönnum; og
5., að henni sé alveg óhætt fyrir ár flóðum.
Þessir kostir líta í fljótu bragði glæsilega út. En sjáum nú, hvað úr þeim verður við nákvæmari athugan.
1. Bein er syðri stefnan yfir að líta; það er satt. Því hún á að fylgja sjónhendingunni milli brúanna; en á hinni nyrðri verður bugur til útnorðurs frá Þjórsárbrúnni að Flatholti fyrir ofan Bitru. Sá bugur mundi nema hér um bil ½ kl. tíma lestaferð, ef hann lægi þvert úr beinni stefnu. En nú er enginn efi á því, að frá Flatholti út að Ölfusárbrú er skemmra en bein leið milli brúanna. Krókurinn munar því ekki mílu. Þó væri sjálfsagt að taka tillit til hans að öllu öðru jöfnu. En nú er sá munur á, að nyrðri leiðin er nálega hallalaus, en hin syðri liggur yfir talsverða hæð (Ásana) og verður þar ekki gjörður vagnvegur, nema leggja hann í talsverða króka. Það er því óvíst, að sá vegur verði hóti styttri en hinn í raun og veru. Svo mikið er víst að munurinn verður næsta lítill.
2. Kostnaðarléttirinn getur því eigi orðið teljandi, enda þó jafn-hægt væri að leggja veginn hvora leiðina sem er. En hér er um fleira að ræða. Á nyrðri leiðinni er alstaðar við höndina nóg hraungrjót, sem hægt er að mylja; má því "púkkleggja" þann veg allan, og auk þess er nægð af ágætum ofaníburði rétt við veginn skammt frá Bitru. Á syðri leiðinni er ekki annað grjót að fá en blágrýti, sem ekki er hægt að mylja í veg; og ókunnugt er um, að þar fáist annar nýtilegur ofaníburður. Yrði því að flytja grjót til "púkklagningar" frá báðum endum: austan fyrir Fosslæk og vestan fyrir Hróarsholtslæk. Gerum nú ráð fyrir, að sá kafli sé ekki nema 6000 faðma langur, og ætlum teningsfaðm af grjóti í hverja 6 faðma; gerum og ráð fyrir, að flutningur hvers teningsfaðmsins á sinn stað við veginn kosti ekki nema 15 kr. að meðaltali. Það er þá 15.000 kr. kostnaðarauki, sem syðri leiðin hefir fram yfir hina nyrðri. Mun hér þá heldur lágt til tekið. - Aftur er það satt, að fleiri smábrýr þarf á nyrðri leiðinni; en enga mjög stóra eða dýra. Stærsta brú þarf á Mókelduna fyrir framan Hjálmholt, en þó hvergi nærri eins stóra eins og þarf á Hróarholtslæk á syðri leiðinni, - hún yrðir milli Lækjar og Vola. - En sá er munurinn mestur, að Mókeldubrúna mætti gjöra trygga, því þar er fast berg undir báða stöpla, en Hróarsholtslækjarbrúna efast ég um að unnt væri að gjöra trygga; því lækurinn hefir, á hinu nefnda svæði, að eins blauta mold í vesturbakkanum, og yrði víst dýrt að ganga svo frá, að vatn græfi sig þar ekki kring um stöpulinn, þegar klaka er að leysa á vorin. Enginn nema verkfræðingur getur borið um það, hvað kosta muni að gera við þessu, eða enda hvort það muni takast, svo óhætt sé.
3. Ekki yrði það sparnaður fyrir vegasjóð Árnessýslu, þó syðri leiðin yrði valin og félli saman við Ásaveginn um nokkurn spöl, því þá yrði óhjákvæmilegt að leggja sýsluveg eftir endilöngum Hraungerðishreppi, og það yrði vegasjóðnum, og ofaná allt annað öldungis ofvaxið. Það væri heldur ekki æskilegt, að missa af verulegum hagsmunum vegna Ásavegarins, sem í framtíðinni, þegar vagnflutningar eru komnir á, mun verða margfalt minna notaður en áður. Það gera þá aðeins uppsveitamenn, sem sækja til Baugstaða eða Loftstaða . Rangæingar, sem þangað sækja munu oftast fara Partaveg; vegna þeirra mun verða að halda honum í sýsluvegatölu, þó Parta-búum sjálfum nægi hreppsvegur. Fyrir þá Rangæinga, sem fara um Þjórsárbrú til Eyrarbakka eða Stokkseyrar, sýnist í fljótu áliti Ásavegur liggja beinna við en flutningsbrautin, ef hún verður lögð hjá Ölfusárbrú, sem líklegast er. En þegar þeir komast að raun um, að styttri tíma tekur þó að fara hana, þá er auðvitað, hvaða leið þeir kjósa. Þrátt fyrir þetta er ég ekki á því, að Ásavegur megi bráðum falla úr sýsluvegatölu; en ýmsir halda því fram, og ef það skyldi nú verða ofaná, þá væri lítil bót í, að partur af honum félli saman við þjóðveginn.
4. Hagkvæmari ferðamönnum sýnist mér einmitt nyrðri leiðin. Það er auðvitað, að hvar sem vegur er lagður, getur hann aldrei orðið jafn-hagkvæmur fyrir alla. Og ég skal játa, að fyrir vissa nágrannabæi getur syðri leiðin verið hagkvæmari; þó ekki svo, að þar standi á mílu. En allir Hreppamenn og allflestir Skeiðamenn fara beint fram að Bitru og svo þaðan eftir þjóðveginum til Ölfusárbrúar, þá er þeir ferðast til Reykjavíkur, eða yfir höfðu "suður fyrir fjall". Og sömu leið fara þeir óefað til Eyrarbakka og Stokkseyrar, þegar flutningsbraut er komin þaðan að Ölfusárbrú; - og þess verður ekki svo langt að bíða, að nokkurt vit sé í að taka ekki tillit til þess. Og þá má líka telja marga af Biskupstungnamönnum með, því Eystritunumenn eiga sömu leið og Hreppamenn til Eyrarbakka. Allir þessir uppsveitamenn lifa nú í góðri von um að fá vagnveg frá þjóðveginum hjá Bitru, er liggi upp eftir miðjum Skeiðum, þar sem skemmst er og flestir geta haft hans not. En með því að leggja krók á halann suður eftir Þjórsárbökkum fram að Þjórsárbrú. En það er svo mikill krókur, að hinn áðurtaldi bugur hjá Flatholti er hverfandi í samanburði við hann. Veit ég, að sumir fara þennan krók þegar bleytur eru, af því þar er þurrara; en aldrei samt þeir, sem fara "suður yfir Fjall"; krókurinn er svo stór, að þeim þykir það ekki tilvinnandi. Og varla kemur til mála að leggja vagnveg eftir þeim krók; enda mætti þá tala um kostnaðarauka, bæði vegna vegalengdar og vantandi ofaníburðar. Hann lægi þá á jaðri Skeiðahrepps, svo hann hefði hans svo sem engin not. Og hann yrði fyr eða síðar í hættu fyrir Þjórsá: hún brýtur þar bakka sína á löngum parti og er bágt að segja, hvort vegur getur verið þar eftir nokkra áratugi. - Þó til orða kæmi, að leggja vagnveginn fram hjá Blesastöðum og Skálmholti, þá er þess að gæta - að króknum slepptum - að þar hlyti mikið af veginum að liggja eftir engjum. Og það svæði er einkum fram frá Blesastöðum alsett djúpum dælum, sem fyllast vatni vor og haust. Mér sýnist því syðri leiðin óhagkvæm fyrir fjölda sýslubúa, og fyrir sýsluna í heild sinni.
5. Þá eru árflóðin, sem þeir telja aðalástæðu sína. Þó er nú búið að hlaða fyrir skarðið, sem þau runnu um. Síðan hefur eitt flóð komið; en ekki varð meira af því en svo, að lítil gusa komst uppá bakkann fyrir austan fyrirhleðsluna. Og fyrst það komst svo hátt, þá er auðráðið, að ef skarðið hefði verið opið, þá hefði þetta flóð verið eitt af hinum mestu. Þarf því naumast að óttast árflóð meðan fyrirhleðslan stendur; og enginn skyldi efa, að sér verði um viðhald hennar. En gerum samt ráð fyrir miklum árflóðum. Þau koma þó aldrei nema þegar jörð er frosin og þá vegurinn líka, enda hafa aldrei sakað brýr, þó þau hafi farið yfir þær. Gerum samt ráð fyrir, að árflóð spilli vegi, ef hann verður á leið þess. Á hvorri leiðinni er hættan þá meiri? Gætum að, hvernig mestu árflóðin haga sér: Fyrir ofan Hrygg skiptist flóðið í 3 kvíslar. Hin vestasta fer fyrir vestan Ölvisholt, fram á Sorta, út í Laugardælavatn og svo í Hvítá aftur; er ekkert um hana að segja. Hin austasta fer fram úr Mókeldunni í Hróarsholtslæk. En þar hagar svo vel til, að hægt er að ætla vatninu nóg rúm undir brúnni, án þess það nái henni nokkurn tíma. Miðkvíslin fer fram milli Ölvisholts og Miklaholts, dreifir sér svo út og fer sumt vatnið út í Laugardælavatn, en sumt rennur til Hróarsholdslækjar um Krakalæk og ýms önnur dæladrög; fer það gegn um veginn undir brýr, sem þar verða. Þó má vera, að sumt vatnið renni aldrei gegn um veginn, heldur langs vestur með honum; því þar verður skurður; en vegurinn liggur beint undan hallanum. Sé ég ekki, að af þessu standi nein hætta. Það er nú satt, sem þeir segja, að vestur yfir Ásana er syðri leiðin laus við þetta vatn að öllu leyti. En vegurinn þarf að halda áfram, þó Áunum sleppi. Um Hróarsholtslæk skilur syðri leiðin við Ásana, og liggur þá út yfir lágar mýrar að Uppsalaholti þvert fyrir hallanum. Hér er árflóðið nú komið saman aftur, og er miklu meira en svo, að lækurinn rúmi það. Flæðir það fram yfir mýrarnar, og liggur vegurinn þá þvert fyrir því. Það er einmitt á þessum slóðum, sem ég hygg að vegurinn sé í mestri hættu fyrir árflóði, ef hann er það nokkursstaðar.
Sumt sýnist mér öfgakennt hjá þeim, svo sem um leysinga-vatnið fyrir framan Skálmholt. Að vísu þarf þar að brúa þurar lautir; en þær eru grasivaxnar og hallalausar að kalla, og því alls ólíkar Sandskeiðinu, þar sem leysingavatnið beljar ofan úr háfjöllum niður álausan sandinn. Fleira er það í greinum þeirra, sem ég álít óþarfa að svara. En ég þykist nú hafa sýnt, að þeir hafi aðeins litið á málið frá einni hlið, og ekki hinni þýðingarmestu. Vona ég að þessar athugasemdir bæti nokkuð úr því.
Br. J.


Ísafold, 1. feb. 1896, 23. árg., 6. tbl., bls. 22:

Enn um veginn yfir Flóann.
Mínir kæru vinir Einar Einarsson á Urriðafossi og Jakob Jónsson í Kampholti, hafa fundið köllun hjá sér til að rita hvað eftir annað í blöðin um veginn yfir Flóann. Hingað til hefir enginn svarað þeim, og því ætla ég nú að gera það. En þeir mega ekki misvirða, þó ég geti ekki fallist á skoðun þeirra. Ég hefi lengi verið á annarri skoðun; og greinir þeirra hafa einmitt styrkt mig í henni með því, að vekja mig til nákvæmari yfirvegunar á málinu en áður. Það er hér sem oftar að menn mega vera þakklátir hver öðrum fyrir mismun skoðananna. Málin verða þá betur rædd.
Þeir telja sinni vegarstefnu, - er nefna má hina syrðir, - fimm kosti til gildis fram yfir syðri, - fimm kosti til gildis fram yfir hina stefnuna, er vegfræðingurinn valdi, - er nefna má hina nyrðri, nefnilega:
1., að hún sé bein, og því styttri;
2., að hún kosti þess vegna minna;
3., að hún spari kostnað við Ásaveginn, er hún liggi eftir parti af honum;
4., að hún sé hagkvæmari ferðamönnum; og
5., að henni sé alveg óhætt fyrir ár flóðum.
Þessir kostir líta í fljótu bragði glæsilega út. En sjáum nú, hvað úr þeim verður við nákvæmari athugan.
1. Bein er syðri stefnan yfir að líta; það er satt. Því hún á að fylgja sjónhendingunni milli brúanna; en á hinni nyrðri verður bugur til útnorðurs frá Þjórsárbrúnni að Flatholti fyrir ofan Bitru. Sá bugur mundi nema hér um bil ½ kl. tíma lestaferð, ef hann lægi þvert úr beinni stefnu. En nú er enginn efi á því, að frá Flatholti út að Ölfusárbrú er skemmra en bein leið milli brúanna. Krókurinn munar því ekki mílu. Þó væri sjálfsagt að taka tillit til hans að öllu öðru jöfnu. En nú er sá munur á, að nyrðri leiðin er nálega hallalaus, en hin syðri liggur yfir talsverða hæð (Ásana) og verður þar ekki gjörður vagnvegur, nema leggja hann í talsverða króka. Það er því óvíst, að sá vegur verði hóti styttri en hinn í raun og veru. Svo mikið er víst að munurinn verður næsta lítill.
2. Kostnaðarléttirinn getur því eigi orðið teljandi, enda þó jafn-hægt væri að leggja veginn hvora leiðina sem er. En hér er um fleira að ræða. Á nyrðri leiðinni er alstaðar við höndina nóg hraungrjót, sem hægt er að mylja; má því "púkkleggja" þann veg allan, og auk þess er nægð af ágætum ofaníburði rétt við veginn skammt frá Bitru. Á syðri leiðinni er ekki annað grjót að fá en blágrýti, sem ekki er hægt að mylja í veg; og ókunnugt er um, að þar fáist annar nýtilegur ofaníburður. Yrði því að flytja grjót til "púkklagningar" frá báðum endum: austan fyrir Fosslæk og vestan fyrir Hróarsholtslæk. Gerum nú ráð fyrir, að sá kafli sé ekki nema 6000 faðma langur, og ætlum teningsfaðm af grjóti í hverja 6 faðma; gerum og ráð fyrir, að flutningur hvers teningsfaðmsins á sinn stað við veginn kosti ekki nema 15 kr. að meðaltali. Það er þá 15.000 kr. kostnaðarauki, sem syðri leiðin hefir fram yfir hina nyrðri. Mun hér þá heldur lágt til tekið. - Aftur er það satt, að fleiri smábrýr þarf á nyrðri leiðinni; en enga mjög stóra eða dýra. Stærsta brú þarf á Mókelduna fyrir framan Hjálmholt, en þó hvergi nærri eins stóra eins og þarf á Hróarholtslæk á syðri leiðinni, - hún yrðir milli Lækjar og Vola. - En sá er munurinn mestur, að Mókeldubrúna mætti gjöra trygga, því þar er fast berg undir báða stöpla, en Hróarsholtslækjarbrúna efast ég um að unnt væri að gjöra trygga; því lækurinn hefir, á hinu nefnda svæði, að eins blauta mold í vesturbakkanum, og yrði víst dýrt að ganga svo frá, að vatn græfi sig þar ekki kring um stöpulinn, þegar klaka er að leysa á vorin. Enginn nema verkfræðingur getur borið um það, hvað kosta muni að gera við þessu, eða enda hvort það muni takast, svo óhætt sé.
3. Ekki yrði það sparnaður fyrir vegasjóð Árnessýslu, þó syðri leiðin yrði valin og félli saman við Ásaveginn um nokkurn spöl, því þá yrði óhjákvæmilegt að leggja sýsluveg eftir endilöngum Hraungerðishreppi, og það yrði vegasjóðnum, og ofaná allt annað öldungis ofvaxið. Það væri heldur ekki æskilegt, að missa af verulegum hagsmunum vegna Ásavegarins, sem í framtíðinni, þegar vagnflutningar eru komnir á, mun verða margfalt minna notaður en áður. Það gera þá aðeins uppsveitamenn, sem sækja til Baugstaða eða Loftstaða . Rangæingar, sem þangað sækja munu oftast fara Partaveg; vegna þeirra mun verða að halda honum í sýsluvegatölu, þó Parta-búum sjálfum nægi hreppsvegur. Fyrir þá Rangæinga, sem fara um Þjórsárbrú til Eyrarbakka eða Stokkseyrar, sýnist í fljótu áliti Ásavegur liggja beinna við en flutningsbrautin, ef hún verður lögð hjá Ölfusárbrú, sem líklegast er. En þegar þeir komast að raun um, að styttri tíma tekur þó að fara hana, þá er auðvitað, hvaða leið þeir kjósa. Þrátt fyrir þetta er ég ekki á því, að Ásavegur megi bráðum falla úr sýsluvegatölu; en ýmsir halda því fram, og ef það skyldi nú verða ofaná, þá væri lítil bót í, að partur af honum félli saman við þjóðveginn.
4. Hagkvæmari ferðamönnum sýnist mér einmitt nyrðri leiðin. Það er auðvitað, að hvar sem vegur er lagður, getur hann aldrei orðið jafn-hagkvæmur fyrir alla. Og ég skal játa, að fyrir vissa nágrannabæi getur syðri leiðin verið hagkvæmari; þó ekki svo, að þar standi á mílu. En allir Hreppamenn og allflestir Skeiðamenn fara beint fram að Bitru og svo þaðan eftir þjóðveginum til Ölfusárbrúar, þá er þeir ferðast til Reykjavíkur, eða yfir höfðu "suður fyrir fjall". Og sömu leið fara þeir óefað til Eyrarbakka og Stokkseyrar, þegar flutningsbraut er komin þaðan að Ölfusárbrú; - og þess verður ekki svo langt að bíða, að nokkurt vit sé í að taka ekki tillit til þess. Og þá má líka telja marga af Biskupstungnamönnum með, því Eystritunumenn eiga sömu leið og Hreppamenn til Eyrarbakka. Allir þessir uppsveitamenn lifa nú í góðri von um að fá vagnveg frá þjóðveginum hjá Bitru, er liggi upp eftir miðjum Skeiðum, þar sem skemmst er og flestir geta haft hans not. En með því að leggja krók á halann suður eftir Þjórsárbökkum fram að Þjórsárbrú. En það er svo mikill krókur, að hinn áðurtaldi bugur hjá Flatholti er hverfandi í samanburði við hann. Veit ég, að sumir fara þennan krók þegar bleytur eru, af því þar er þurrara; en aldrei samt þeir, sem fara "suður yfir Fjall"; krókurinn er svo stór, að þeim þykir það ekki tilvinnandi. Og varla kemur til mála að leggja vagnveg eftir þeim krók; enda mætti þá tala um kostnaðarauka, bæði vegna vegalengdar og vantandi ofaníburðar. Hann lægi þá á jaðri Skeiðahrepps, svo hann hefði hans svo sem engin not. Og hann yrði fyr eða síðar í hættu fyrir Þjórsá: hún brýtur þar bakka sína á löngum parti og er bágt að segja, hvort vegur getur verið þar eftir nokkra áratugi. - Þó til orða kæmi, að leggja vagnveginn fram hjá Blesastöðum og Skálmholti, þá er þess að gæta - að króknum slepptum - að þar hlyti mikið af veginum að liggja eftir engjum. Og það svæði er einkum fram frá Blesastöðum alsett djúpum dælum, sem fyllast vatni vor og haust. Mér sýnist því syðri leiðin óhagkvæm fyrir fjölda sýslubúa, og fyrir sýsluna í heild sinni.
5. Þá eru árflóðin, sem þeir telja aðalástæðu sína. Þó er nú búið að hlaða fyrir skarðið, sem þau runnu um. Síðan hefur eitt flóð komið; en ekki varð meira af því en svo, að lítil gusa komst uppá bakkann fyrir austan fyrirhleðsluna. Og fyrst það komst svo hátt, þá er auðráðið, að ef skarðið hefði verið opið, þá hefði þetta flóð verið eitt af hinum mestu. Þarf því naumast að óttast árflóð meðan fyrirhleðslan stendur; og enginn skyldi efa, að sér verði um viðhald hennar. En gerum samt ráð fyrir miklum árflóðum. Þau koma þó aldrei nema þegar jörð er frosin og þá vegurinn líka, enda hafa aldrei sakað brýr, þó þau hafi farið yfir þær. Gerum samt ráð fyrir, að árflóð spilli vegi, ef hann verður á leið þess. Á hvorri leiðinni er hættan þá meiri? Gætum að, hvernig mestu árflóðin haga sér: Fyrir ofan Hrygg skiptist flóðið í 3 kvíslar. Hin vestasta fer fyrir vestan Ölvisholt, fram á Sorta, út í Laugardælavatn og svo í Hvítá aftur; er ekkert um hana að segja. Hin austasta fer fram úr Mókeldunni í Hróarsholtslæk. En þar hagar svo vel til, að hægt er að ætla vatninu nóg rúm undir brúnni, án þess það nái henni nokkurn tíma. Miðkvíslin fer fram milli Ölvisholts og Miklaholts, dreifir sér svo út og fer sumt vatnið út í Laugardælavatn, en sumt rennur til Hróarsholdslækjar um Krakalæk og ýms önnur dæladrög; fer það gegn um veginn undir brýr, sem þar verða. Þó má vera, að sumt vatnið renni aldrei gegn um veginn, heldur langs vestur með honum; því þar verður skurður; en vegurinn liggur beint undan hallanum. Sé ég ekki, að af þessu standi nein hætta. Það er nú satt, sem þeir segja, að vestur yfir Ásana er syðri leiðin laus við þetta vatn að öllu leyti. En vegurinn þarf að halda áfram, þó Áunum sleppi. Um Hróarsholtslæk skilur syðri leiðin við Ásana, og liggur þá út yfir lágar mýrar að Uppsalaholti þvert fyrir hallanum. Hér er árflóðið nú komið saman aftur, og er miklu meira en svo, að lækurinn rúmi það. Flæðir það fram yfir mýrarnar, og liggur vegurinn þá þvert fyrir því. Það er einmitt á þessum slóðum, sem ég hygg að vegurinn sé í mestri hættu fyrir árflóði, ef hann er það nokkursstaðar.
Sumt sýnist mér öfgakennt hjá þeim, svo sem um leysinga-vatnið fyrir framan Skálmholt. Að vísu þarf þar að brúa þurar lautir; en þær eru grasivaxnar og hallalausar að kalla, og því alls ólíkar Sandskeiðinu, þar sem leysingavatnið beljar ofan úr háfjöllum niður álausan sandinn. Fleira er það í greinum þeirra, sem ég álít óþarfa að svara. En ég þykist nú hafa sýnt, að þeir hafi aðeins litið á málið frá einni hlið, og ekki hinni þýðingarmestu. Vona ég að þessar athugasemdir bæti nokkuð úr því.
Br. J.