1896

Þjóðólfur, 28. febrúar 1896, 48. árg., 10. tbl., forsíða:

Pistill af Rangárvöllum
Mér dettur nú í hug, Þjóðólfur minn, að hripa þér fáeinar línur, þótt fátt beri til titla eða tíðinda.
¿¿..
Þá má telja til framfara vegabætur þær, er unnar hafa verið í sýslunni, helst hin síðari ár. Mun nú lokið brúargerð og vegabótum austast í sýslunni, í Eyjafjallahreppum, sem nú um undanfarin ár hafa að mestu dregið til sín vegapeningana, og Dufþekjubrú, sem liggur í Hvolhreppnum, mun einnig fullger á næsta sumri, auk þess sem þarf að lengja hana að Þverá um 3-400 faðma. Um Rangárvellina er lítið að tala, er að vegabótum lítur, þar eru góðir vegir og þurfa lítillar viðgerðar við. Svo tekur við Holtahreppur, og þær miklu ófærur, er liggur að Þjórsárbrúnni, þeirri brú, er vér Rangæingar höfum þráð um langan tíma. Erum vér því mjög þakklátir þingi og stjórn fyrir þá stóru vegabót, þótt vegleysan og ófærurnar, er að brúnni liggja í Holtunum, sé sá þröskuldur í vegi fyrst um sinn, að hún getur ekki orðið að tilætluðum notum, fyr en búið er að leggja saman hangandi akveg frá brúnni og að Ytri-Rangá, sem vér höfum fyllstu ástæðu til að vona, að þingið veiti fé til árið 1897, því þá fyrst er þingið búið að greiða svo fyrir samgöngum vorum, sem í þess valdi stendur, enda þykjumst vér að minnsta kosti hafa sanngirniskröfu til þess, þá er vér erum á annað borð þau olbogabörn náttúrunnar, að hér er engin höfn og enginn kaupstaður, og verðum því að sækja allar nauðsynjar vorar til annarra sýslna, svo sem Eyrarbakka eða Reykjavíkur, er oss kostar ærið fé, miðað við önnur sýslufélög, er hafa fleiri kauptún innan héraðs.


Þjóðólfur, 28. febrúar 1896, 48. árg., 10. tbl., forsíða:

Pistill af Rangárvöllum
Mér dettur nú í hug, Þjóðólfur minn, að hripa þér fáeinar línur, þótt fátt beri til titla eða tíðinda.
¿¿..
Þá má telja til framfara vegabætur þær, er unnar hafa verið í sýslunni, helst hin síðari ár. Mun nú lokið brúargerð og vegabótum austast í sýslunni, í Eyjafjallahreppum, sem nú um undanfarin ár hafa að mestu dregið til sín vegapeningana, og Dufþekjubrú, sem liggur í Hvolhreppnum, mun einnig fullger á næsta sumri, auk þess sem þarf að lengja hana að Þverá um 3-400 faðma. Um Rangárvellina er lítið að tala, er að vegabótum lítur, þar eru góðir vegir og þurfa lítillar viðgerðar við. Svo tekur við Holtahreppur, og þær miklu ófærur, er liggur að Þjórsárbrúnni, þeirri brú, er vér Rangæingar höfum þráð um langan tíma. Erum vér því mjög þakklátir þingi og stjórn fyrir þá stóru vegabót, þótt vegleysan og ófærurnar, er að brúnni liggja í Holtunum, sé sá þröskuldur í vegi fyrst um sinn, að hún getur ekki orðið að tilætluðum notum, fyr en búið er að leggja saman hangandi akveg frá brúnni og að Ytri-Rangá, sem vér höfum fyllstu ástæðu til að vona, að þingið veiti fé til árið 1897, því þá fyrst er þingið búið að greiða svo fyrir samgöngum vorum, sem í þess valdi stendur, enda þykjumst vér að minnsta kosti hafa sanngirniskröfu til þess, þá er vér erum á annað borð þau olbogabörn náttúrunnar, að hér er engin höfn og enginn kaupstaður, og verðum því að sækja allar nauðsynjar vorar til annarra sýslna, svo sem Eyrarbakka eða Reykjavíkur, er oss kostar ærið fé, miðað við önnur sýslufélög, er hafa fleiri kauptún innan héraðs.