1896

Ísafold, 14. nóv. 1896, 23. árg., 79. tbl., bls. 514:

Rastamörk.
Vegaleysinu hér á landi hefir eðlilega fylgt vitneskjuleysi um vegalengdir, öðruvísi en eftir ágiskun. Jafnvel eftir að farið var að gera almennilega vegi og mæla þá nákvæmlega, var ekkert hugsað um að afmarka á þeim tilteknar vegalengdir og auðkenna með marksteinum, að dæmi siðaðra þjóða. Má vera, að það hafi verið með fram því að kenna, að vér höfum lengi átt í vændum breytingu á lengdarmáli voru, og því ekki þótt hlýða að leggja kostnað í mílu marksteina, er ónýttust innan skamms vegna þess, að lögleitt yrði tugamálið frakkneska: rastir og stikur, - eða kílómetrar og metrar, ef mönnum þykir útlenskan bragðbetri. Þetta nýja lengdarmál væri að öllum líkindum löngu komið í lög hjá oss, ef það atriðið lægi ekki undir alríkis-löggjafarvaldið, þ. e. ríkisþingið danska með konungi. En, eins og kunnugt er, hafa Danir allt til þessa með engu móti getað hleypt í sig því framfaráræði, að taka upp slíkt nýmæli, þótt löngu sé búið að því á næstu grösum við þá, á Þýskalandi, í Svíþjóð og Noregi o. s. frv.
Af því að það voru Norðmenn, sem hér hófu fyrstir nýtilega vegagjörð, komst sú venja á meðal vegaverkmanna hér, að mæla vegakafla í stikum, en ekki í föðmum eða álnum. Nú hefir landshöfðingi stigið það spor til að löghelga þá venju, og bæta úr hinu leiðinlega og jafnvel bagalega vitneskjuleysi um vegalengdir, að hann hefir nýlega látið stika hinn nýja veg héðan austur í Flóa, í því skyni að afmarka hann með rasta-marksteinum. Hann hefir látið Erlend Zakaríasson, vegaverkstjóra, gera það nú í vikunni sem leið, og mun hann eiga að setja marksteinana í vetur eða vor. Þeir eiga að vera 30-36 þumlungar á hæð, og höggvin á rastatalan, frá Reykjavík austur. En til þess að eyða sem minnstu í þetta á að láta duga að sinni að hafa markstein við 5. hver rastamót (>5 km. frá Rvík< , > 10 km. frá Rvk<, o.s. frv.).
Vegurinn er talinn byrja við lækinn í Reykjavík, neðri endann á Bankastræti, og skulu hér til nefndar ýmsar vegalengdir þaðan eftir þjóðveginum austur, samkvæmt mælingu herra Erlendar (stærri tölurnar rastir, hinar stikur):
að Fúlutjarnarlæk ¿¿¿. 2,330
- Laugavegamótum ¿¿ 2,610
- Markalæk ¿¿¿¿¿ 5,000
- Elliðaám ¿¿¿¿¿.. 5,492
- Árbæjartröðum ¿¿¿ 6,700
- Rauðavatns-viki ¿¿.. 9,800
- Hólmi ¿¿¿¿¿¿.. 12,900
- Mosfellsheiðarvegi ¿. 13,610
- Lækjarbotnum ¿¿¿. 16,400
- Vatna-sæluhúsi ¿¿¿ 20,720
á Sandskeiði efst ¿¿¿.. 22,200
að Svínahrauni ¿¿¿¿. 24,495
upp fyrir Svínahraun ¿¿. 30,155
að Kolviðarhól
(móts við hann) ¿¿¿¿. 31,000
að Hengladalsá á Hellisheiði 40,220
- Varmá í Ölfusi ¿. nál. 47,000
- Kagaðarhól ¿¿¿¿.. 53,100
- Ölfusárbrúarveginum
(upp að Ingólfsfjalli) ¿¿ 56,705
á Ölfusárbrúna miðja ¿¿ 58,705
að Kúhólum ¿¿¿¿¿.. 60,000
hér um bil sama sem 8 mílur danskar; það er sem sé rúmlega 7 ½ röst í hverri danskri mílu. Stikan er rúmlega ½ faðmur (38 ¼ þumlungur), og 1000 stikur í röstinni.
Þessir rastamarksteinar geta orðið eins og dálítið stöfnunarkver almenningi til undirbúnings undir hið franska lengdarmál, sem naumast getur nú verið langt að bíða úr þessu, að lögleitt verði hér beinlínis.
það er nógu fróðlegt að taka eftir því, að með 6 klukkustundar reið austur fyrir Ölfusárbrú, sem þykir hæfilegt með tvo til reiðar, eru farnar 10 rastir á klukkustundunni, eða röstin (531 faðm.) á 6 mínútum, að viðstöðum meðtöldum. - -
Af því að oft er minnst á enskar mílur, á vel við að geta þess um leið, að ensk míla er rúml. 1609 stikur eða nær 855 faðmar. En dönsk míla er, eins og flestir vita, 4000 faðmar. Fyrstu mílnamót frá Reykjavík (læknum) eru rétt fyrir neðan Lækjarbotna, þriðju örskammt fyrir ofan Sandskeiði og fjórðu við efri jaðar Svínahrauns; þingmannaleiðin full (5 mílur) hér um bil á miðri Hellisheiði.


Ísafold, 14. nóv. 1896, 23. árg., 79. tbl., bls. 514:

Rastamörk.
Vegaleysinu hér á landi hefir eðlilega fylgt vitneskjuleysi um vegalengdir, öðruvísi en eftir ágiskun. Jafnvel eftir að farið var að gera almennilega vegi og mæla þá nákvæmlega, var ekkert hugsað um að afmarka á þeim tilteknar vegalengdir og auðkenna með marksteinum, að dæmi siðaðra þjóða. Má vera, að það hafi verið með fram því að kenna, að vér höfum lengi átt í vændum breytingu á lengdarmáli voru, og því ekki þótt hlýða að leggja kostnað í mílu marksteina, er ónýttust innan skamms vegna þess, að lögleitt yrði tugamálið frakkneska: rastir og stikur, - eða kílómetrar og metrar, ef mönnum þykir útlenskan bragðbetri. Þetta nýja lengdarmál væri að öllum líkindum löngu komið í lög hjá oss, ef það atriðið lægi ekki undir alríkis-löggjafarvaldið, þ. e. ríkisþingið danska með konungi. En, eins og kunnugt er, hafa Danir allt til þessa með engu móti getað hleypt í sig því framfaráræði, að taka upp slíkt nýmæli, þótt löngu sé búið að því á næstu grösum við þá, á Þýskalandi, í Svíþjóð og Noregi o. s. frv.
Af því að það voru Norðmenn, sem hér hófu fyrstir nýtilega vegagjörð, komst sú venja á meðal vegaverkmanna hér, að mæla vegakafla í stikum, en ekki í föðmum eða álnum. Nú hefir landshöfðingi stigið það spor til að löghelga þá venju, og bæta úr hinu leiðinlega og jafnvel bagalega vitneskjuleysi um vegalengdir, að hann hefir nýlega látið stika hinn nýja veg héðan austur í Flóa, í því skyni að afmarka hann með rasta-marksteinum. Hann hefir látið Erlend Zakaríasson, vegaverkstjóra, gera það nú í vikunni sem leið, og mun hann eiga að setja marksteinana í vetur eða vor. Þeir eiga að vera 30-36 þumlungar á hæð, og höggvin á rastatalan, frá Reykjavík austur. En til þess að eyða sem minnstu í þetta á að láta duga að sinni að hafa markstein við 5. hver rastamót (>5 km. frá Rvík< , > 10 km. frá Rvk<, o.s. frv.).
Vegurinn er talinn byrja við lækinn í Reykjavík, neðri endann á Bankastræti, og skulu hér til nefndar ýmsar vegalengdir þaðan eftir þjóðveginum austur, samkvæmt mælingu herra Erlendar (stærri tölurnar rastir, hinar stikur):
að Fúlutjarnarlæk ¿¿¿. 2,330
- Laugavegamótum ¿¿ 2,610
- Markalæk ¿¿¿¿¿ 5,000
- Elliðaám ¿¿¿¿¿.. 5,492
- Árbæjartröðum ¿¿¿ 6,700
- Rauðavatns-viki ¿¿.. 9,800
- Hólmi ¿¿¿¿¿¿.. 12,900
- Mosfellsheiðarvegi ¿. 13,610
- Lækjarbotnum ¿¿¿. 16,400
- Vatna-sæluhúsi ¿¿¿ 20,720
á Sandskeiði efst ¿¿¿.. 22,200
að Svínahrauni ¿¿¿¿. 24,495
upp fyrir Svínahraun ¿¿. 30,155
að Kolviðarhól
(móts við hann) ¿¿¿¿. 31,000
að Hengladalsá á Hellisheiði 40,220
- Varmá í Ölfusi ¿. nál. 47,000
- Kagaðarhól ¿¿¿¿.. 53,100
- Ölfusárbrúarveginum
(upp að Ingólfsfjalli) ¿¿ 56,705
á Ölfusárbrúna miðja ¿¿ 58,705
að Kúhólum ¿¿¿¿¿.. 60,000
hér um bil sama sem 8 mílur danskar; það er sem sé rúmlega 7 ½ röst í hverri danskri mílu. Stikan er rúmlega ½ faðmur (38 ¼ þumlungur), og 1000 stikur í röstinni.
Þessir rastamarksteinar geta orðið eins og dálítið stöfnunarkver almenningi til undirbúnings undir hið franska lengdarmál, sem naumast getur nú verið langt að bíða úr þessu, að lögleitt verði hér beinlínis.
það er nógu fróðlegt að taka eftir því, að með 6 klukkustundar reið austur fyrir Ölfusárbrú, sem þykir hæfilegt með tvo til reiðar, eru farnar 10 rastir á klukkustundunni, eða röstin (531 faðm.) á 6 mínútum, að viðstöðum meðtöldum. - -
Af því að oft er minnst á enskar mílur, á vel við að geta þess um leið, að ensk míla er rúml. 1609 stikur eða nær 855 faðmar. En dönsk míla er, eins og flestir vita, 4000 faðmar. Fyrstu mílnamót frá Reykjavík (læknum) eru rétt fyrir neðan Lækjarbotna, þriðju örskammt fyrir ofan Sandskeiði og fjórðu við efri jaðar Svínahrauns; þingmannaleiðin full (5 mílur) hér um bil á miðri Hellisheiði.