1895

Þjóðólfur, 11. janúar 1895, 47. árg., 2. tbl., bls. 6:

Þjórsárbrúin.
Úr Árnessýslu er Þjóðólfi ritað 6. þ. m.:
"Efnið í Þjórsárbrúna er nú mestallt komið að brúarstæðum vestan megin árinnar. Það hefur tekist mjög vel með aksturinn á því; eru þó sum stykkin allþung í meðförum, t. d. tveir aðaluppihaldsstrengirnir allt að 5000 pd. Leiðinni upp að brúarstæðinu var skipti í tvo áfanga, nfl. frá Eyrarbakka að Önundarholti. Fyrir akstrinum á þeirri leið stóðu: Ólafur Ólafsson söðlasmiður og Jón Jóhannesson á Eyrarbakka, en frá Önundarholti að brúarstæðinu: Sveinbjörn Ólafsson búfræðingur frá Hjálmholti. Mjög gott fylgi sýndu menn við vinnu þessa, því svo mátti segja, að brúarefnið kæmist á 5-6 dögum, enda suma daga allt að 100 manns í vinnu og kaupið 20 aurar um klukkutímann. - Allt brúarefnið sýnist mjög vel vandað og traust, sum stykkin, einkum uppihöld og bitar þeir, sem eiga að vera undir brúnni, eru talsvert gildari en samskonar járn í Ölfusárbrúnni, og þykir hún þó sterk, enda verður Þjórsárbrúin 1 alin breiðari (hin er 4 álnir). Eins og sást í blöðunum var síðastl. sumar lokið við stöpla þá, sem brúin á að liggja á, en verki við akkersstöpla verðu ekki lokið fyr en á næsta sumri. Talið er víst að hlaða þurfi ofan á stöpla þessa, austan megin árinnar, með því að þeir eru 5 fetum lægri þeim megin, enda ekkert það sjáanlegt með brúarefninu, er halla þann, sem af þessu hlýtur að leiða, geti lagað. Kunnugir menn segjast og hafa séð ís á ánni álíka hátt og efri brún áðursagðra stöpla er nú, og af því einu hljóta menn að sjá, hve afar nauðsynlegt er, að stöplarnir verði hækkaðir í tíma".


Þjóðólfur, 11. janúar 1895, 47. árg., 2. tbl., bls. 6:

Þjórsárbrúin.
Úr Árnessýslu er Þjóðólfi ritað 6. þ. m.:
"Efnið í Þjórsárbrúna er nú mestallt komið að brúarstæðum vestan megin árinnar. Það hefur tekist mjög vel með aksturinn á því; eru þó sum stykkin allþung í meðförum, t. d. tveir aðaluppihaldsstrengirnir allt að 5000 pd. Leiðinni upp að brúarstæðinu var skipti í tvo áfanga, nfl. frá Eyrarbakka að Önundarholti. Fyrir akstrinum á þeirri leið stóðu: Ólafur Ólafsson söðlasmiður og Jón Jóhannesson á Eyrarbakka, en frá Önundarholti að brúarstæðinu: Sveinbjörn Ólafsson búfræðingur frá Hjálmholti. Mjög gott fylgi sýndu menn við vinnu þessa, því svo mátti segja, að brúarefnið kæmist á 5-6 dögum, enda suma daga allt að 100 manns í vinnu og kaupið 20 aurar um klukkutímann. - Allt brúarefnið sýnist mjög vel vandað og traust, sum stykkin, einkum uppihöld og bitar þeir, sem eiga að vera undir brúnni, eru talsvert gildari en samskonar járn í Ölfusárbrúnni, og þykir hún þó sterk, enda verður Þjórsárbrúin 1 alin breiðari (hin er 4 álnir). Eins og sást í blöðunum var síðastl. sumar lokið við stöpla þá, sem brúin á að liggja á, en verki við akkersstöpla verðu ekki lokið fyr en á næsta sumri. Talið er víst að hlaða þurfi ofan á stöpla þessa, austan megin árinnar, með því að þeir eru 5 fetum lægri þeim megin, enda ekkert það sjáanlegt með brúarefninu, er halla þann, sem af þessu hlýtur að leiða, geti lagað. Kunnugir menn segjast og hafa séð ís á ánni álíka hátt og efri brún áðursagðra stöpla er nú, og af því einu hljóta menn að sjá, hve afar nauðsynlegt er, að stöplarnir verði hækkaðir í tíma".