1895

Austri, 30. janúar 1895, 5. árg., 22. tbl., forsíða:

Skipaferðir um Lagarfljót.
Gufubátsferðir á Austfjörðum.
Í 65. tölubl. Ísafoldar hefir "gamall Héraðsbúi" "fundið sér skylt" að mótmæla fréttagrein í 7. tölubl. Fjallk., er skýrði frá uppsiglingunni í Lagarfljótsós.
Fróðir menn segja að Ísafoldar grein þessi sé eftir sama "Austurlandsvininn", sem mest lagði sig í framkróka að spilla því að Seyðisfjörður fengi bæjarréttindi. Þessi höf. virðist helst vilja reyna að vera Þrándur í götu allra áhugamála vor Austfirðinga, reyna að lýsa framfarviðleitni vorri með sem svörtustum litum og gjöra oss tortryggilega í augum þeirra er ekki þekkja til. Nafn sitt dylur hann, vitanlega í þeim tilgangi að ókunnugir ætli að greinar hans væru frá einhverjum merkum manni, sem öðrum fremur sæi hvað best hagaði oss Austfirðingum. En sem betur fer hafa allir hlutaðeigendur fundið skottulæknisþefinn af þessum greinum hans, séð að þær voru ekki af góðum toga spunnar og virt þær að vettugi. Svo var það í bæjarréttindamáli Seyðisfjarðar, og eins vona ég verði í því máli er hér er um að ræða.
Höf. byrjar grein sína á því, að það muni satt vera að nú hafi tekist að komast að landi í Lagarfljótsós með nokkuð að vörum og timbri, eftir margar atrennur, og með miklum örðugleikum, enda hafi hér verið til mikils að vinna, þar sem ánafnað hafi verið fyrir þetta 7000 kr. úr landsjóði og sýslusjóðum Múlasýsla. Höf byrjar því grein sína á þann hátt að lýsa því yfir að það sem hann ætlar að mótmæla "mun satt vera". En svo bætir hann við frá sjálfum sér dylgjum og ósannindum, um hvernig uppsiglingin hafi gengið. Hið sanna er, að vitni allra sem viðstaddir voru, að herra O. Wathne fór tafarlaust, ekki eftir margar atraunir, inní Ósinn þegar er hann kom að honum, og ekki einungis "að landi" í Ósnum eins og höf. vil gefa í skyn, heldur inn úr Ósnum, og lagði gufubátnum þar að landi í Fljótinu innan við Ósinn og setti þar upp vörurnar í bráð, til þess að flýta fyrir skipinu er vörurnar flutti, svo það gæti komist sem fljótast af stað aftur, að sækja fleiri vörur Þetta gekk bæði fljótt og vel (ekki "með miklum erfiðleikum"), svo herra O. Wathne var talsvert fljótari að koma vörunum úr skipinu og inn fyrir Ósinn, heldur en verið er að skipa upp jafn miklu vörumagni í kaupstöðum. Á þessu sést, að frásögn höf. er öll miður góðgjarnlegar dylgjur til að blekkja ókunnuga. Auk þess sem herra O. W. flutti vörurnar þannig allar inn úr Ósnum, flutti hann líka það af þeim er ekki var þegar tekið, inn Fljótið allt inn á móts við Húsey.
Síðast endar höf. þessa frásögn sína, með því, að segja að fyrir þetta hafi 2000 kr. verið borgaðar úr sýslusjóðum Norður-Múlasýslna. Hið sanna er, að herra O. Wathne voru borgaðar úr sýslusjóði Norður-Múlasýslu kr. 1167,00 og úr sýslusjóði Suður-Múlasýslu kr. 500, eða samtals kr. 1667,00. Þetta má sjá á fundargjörðum sýslunefndanna sem prentaður voru í Austra, svo og á fundargjörðum Amtsráðsins í Austuramtinu (Stjórnart. 1894 B bls. 151.). Hvað haldið þér lesendur góðir að þessi höf. sé vandur að dómum sínum um almenn mál, sem ekki hikar sér við að segja svona ósatt, þvert ofan í það sem hann veit að opinberir reikningar muni sýna.
Því næst kastar höf. fram þeirri órökstuddu fullyrðing, að til þess að grafa skurði fram hjá torfærunum í Fljótinu mundi ekki hrökkva allt það fé sem ætlað sé á fjárlögunum til brúa og vegagjörða á öllu landinu í 2 ár.
Hver hefir komið með þá tillögu að grafa skurð fram hjá fossinum hjá Kirkjubæ? Mér vitanlega hefir enginn gjört það. Hitt munmörgum hafa sýnst ekki mikið þrekvirki, að leggja sporvagnsbraut framhjá fossinum, þegar búið væri að byggja vörugeymsluhús við Fljótið fyrir neðan fossinn. Herra O. Wathne hefir í bréfi til síra Einars Jónssonar á Kirkjubæ, sem er formaður nefndar þeirrar er kosin var af Héraðsbúum til að hafa á hendi framkvæmd þessa máls, boðist til að koma á gufubátaferðum eftir endilöngu Lagarljóti á næstkomandi 2 árum, ef hann fengi til þess 13 til 15 þús. króna styrk, og fengi helminginn af því borgaðan, þegar hann hefði komið á gufubátsferðum upp að Kirkjubæjarfossinum, og byggt þar vörugeymsluhús, en hinn helminginn, þegar hann hefði komið á gufubátsferðum upp í Fljótsdal svo langt sem Fljótið nær. Herra O. W. ætlar því auðsjáanlega að bera sjálfur alla ábyrgð af því hvort hann yfirvinnur torfærurnar við Steinbogann og ekki heimta borgun nema hann geti unnið verkið. Er slíkt drengilega gjört og sýnir óbifanlega trú á gott málefni. Mundi Héraðsbúinn gamli vilja taka að sér allar brúargjörðir og vegabætur sem áformað verður að gjöra á næstkomandi 2 árum fyrir sömu borgun?
Þessi fullyrðing höf. um kostnaðinn er því eins og annað í grein hans órökstuddur sleggjudómur, sem hann kastar fram, til að gjöra málefnið sem tortryggilegast í augum ókunnugra, án þess hann hafi leitað sér nokkurra upplýsinga um efni það er um er að ræða.
Að Fljótið geti orðið grunnt á Einhleypingi og víðar á haustin, þurfti víst hvorki herra O. Wathne eða aðrir Austfirðingar að spyrja höf. um. Það hefir engum formælenda þessa máls dottið í huga að vöruflutningar eftir Fljótinu færu fram á haustin, heldur fyrrihluta sumars, og það vita allir kunnugir, að framundir haust er nóg dýpi í Fljótinu fyrir gufubát, bæði á Einhleypingi og annarstaðar. Það hefir svo oft verið tekið fram bæði í ræðum og ritum, að hentugast væri að vöruflutningar eftir Fljótinu færu fram fyrri hluta sumars, að óþarft var fyrir höf,. að fara að vekja tal um það.
Að farvegur Fljótsins geti breyst í Ósnum, þegar það rífur sig fram á vorin, dettur heldur engum í hug að neita en það mun heldur engum sem til þekkir, sýnast ókleyft að mæla árlega dýpið á nokkur hundruð föðmum yst í Fljótinu. En svo bætir höf. því við "að ár og ár í bili, komi svo miklar grynningar í ósinn, að alls ekki verði komist upp í hann". Hér fer höf. með algjör ósannindi, enda þekkir hann alls ekkert til þess, því mér er víst óhætt að fullyrða það að hann hefir aldrei komið að Lagarfljótsós. Allir sem þekkja vatnsmagnið í Lagarfljóti munu líka geta skilið það, að það hlýtur að rífa sér djúpan farveg, þegar það vex á vorin, og fellur til sjávar gegnum mjóan ós.
Svo kemur nú síðast þessi makalausa tillaga höf.: "Góður akvegur beggja megin Fljótsins, meðfram bæjum mundi verða hentugastur fyrir flestar sveitirnar og kostnaðurinn við það svo sem enginn, í samanburði við skurðina og gufubátana". - Ó hvað landsstjórnin og þingið, má vera makalaust grunnhyggið, ef það lætur hann Sigurð Thoroddsen lengur vera að káka við vegagjörðir hér landi, þó nokkur hundruð krónum væri kostað til að fullkona hann í námi sínu erlendis, en eiga aðra eins perlu af vegfræðingi, eins og þennan "gamla héraðsbúa", sem sprottið hefir upp alveg kostnaðarlaust hér innanlands!! Ég held við Austfirðingar ættum skilið að fá nokkur þúsund krónur úr landsjóði fyrir að hafa framleitt slíkt undra-barn! Að hafa tvo akvegi, eftir endilöngu Fljótsdalshéraði, sinn hvoru megin Fljótsins; og alltaf "meðfram bæjum", það væri svo makalaust praktiskt og ódýrt, einkum af því mjög víða yrði ákaflega erfitt að fá góðan ofaníburð í veginn. Og þessa 2 akvegi ætti að leggja frá Fljótsósnum, sem höf. segir þó að stundum sé ekki hægt að koma vörum uppí í heilt ár. Og þessi grundvallaregla í vegabótum, hún væri svo makalaust praktisk fyrir þjóðfélagið, því eftir sömu reglu ætti eflaust að setja 2 brýr á Ölfusá og Þjórsá og aðrar stór ár landsins og leggja svo sinn veg að hverri brú, "með fram bæjum".
Niðurlagi greinar gamla Héraðsbúans er óþarfi að svara. Það var óþarft ómak fyrir hann, að fara að minna á "flautir" og "ofurmagn heimskunnar", því öllum sem nokkuð þekkja til þess sem greinin ræðir, mun ósjálfrátt hafa dottið þetta hvorttveggja í hug er þeir lásu grein höf, því hún ber það svo ljóslega með sér að hún er eftir ofur grunnhygginn flautaþyril. Það er að eins vegna ókunnugra, að ég hef tekið að mér það leiðindaverk að sýna fram á vitleysur og ósannindi þessa "gamla Héraðsbúa".
Málefnið, um skipaferðir eftir Lagarfljóti, er eflaust langmesta framfaraspursmál vor Héraðsbúa, og það er vonandi, að bæði herra O. Wathne, sem nú er orðinn svo mikið við mál þetta riðinn, og Héraðsbúar, sem eiga hér svo mikið í húfi, svari bæði gamla Héraðsbúanum, og örðum sem vilja spilla máli þessu, með því að hrinda því sem drengilegast og fljótast áfram. Hér er í veði hið gagnsamlegasta fyrirtæki fyrir Héraðsbúum, og sæmd og Orðstýr herra O. W. ef nú er ei haldið sköruglega áfram.
Herra O. Wathne hefir lofað að halda áfram vöruflutningum inní Fljótið eins og næsta sumar, án þess að fá nokkurn styrk. Hann hefir í því skyni skilið eftir flutningspramma sinn við Fljótið, og ráðið vélarstjórann á gufubátnum, til þess að fara á bátnum upp í Lagarfljót næsta sumar. Sýnir þetta hvorttveggja að herra O. W. er full alvara. - Vér Héraðsbúar munum aldrei sjá eftir fé því er lagt var fram af vorri hálfu til að sýna og sanna að það væri hægt að flytja vörur upp í Fljótið. Vér finnum svo vel hvar skórinn kreppir, að því er snertir aðflutningana, kostnaðinn við þá, hve óbærilegur hann er, farartálma þann er þeir valda oss í öllum efnalegum framförum, voða þann er búinn er í hörðum árum, af því að hvergi eru vörubyrgðir innanhéraðs, á jafn stóru og fjölbyggðu héraði, og öll þau skaðlegu áhrif sem þetta hefir á auðsæld og þroska Héraðsins.
Sú tilfinning er nú að vakna hjá þjóðinni, og vonandi hún vakni æ betur, með ári hverju, að almannafé sé til einskis betur varið, en til að bæta samgöngurnar, gjöra verslunina sem hagfelldasta og léttasta, hjálpa þjóðinni áfram til auðs og framfara í atvinnuvegum, gjöra lífskjör einstaklingsins hér á landi sem líkust því sem þau eru í öðrum löngum, að því leyti sem unnt er. Væri þessi tilfinning orðin nógu rótgróin í meðvitund þjóðarinnar á löggjöf vorri og fjármálastefnu, þá mundu framfarirnar fljótt aukast, kjarkurinn vakna hjá þjóðinni og traust hennar á sjálfa sig, trúin á framför lands og lýðs verða sterkari. Þessi trú sem er svo sorglega dauf hjá mörgum af oss enn þá, að fjöldi manna eins og hrekkur upp af svefni með andfælum, ef talað er um að framkvæma eitthvað hér á almennan kostnað sem ekki hefir verið gjört áður, þótt það mundi talið sjálfsagt skylduverk þjóðfélagsins í öllum siðuðum löndum. - Það er þetta trúleysi á allt nýtt sem hefir verið þröskuldur á vegi vorum sem viljað öfum koma fram skipaferðum eftir Lagarfljóti. Nokkurn andbyr hefir og þetta málefni haft hjá Fjarðarbúum sumum, sem ekki hefir getað skilist, að það væri til neinna hagsmuna fyrir sínar sveitir. En slíkt er misskilningur, sem vonandi er að hverfi er þeir hugsa málið nákvæmar, því bæði mundu skipaferðir eftir Lagarfljóti efla mikið viðskipti milli Héraðsbúa og Fjarðabúa, báðum til stórra hagsmuna, þegar fram líða stundir, og svo er þess að gæta, að þegar einhver hluti af stóru sýslufélagi eykst og eflist að mun, þá er það hagur alls sýslufélagsins, og þó Múlasýslurnar séu tvö sýslufélög, þá er hagur þeirra í svo mörgu sameiginlegur, að þær ættu að fylgjast að sem eitt félag í öllum hinum stærri málum.
Nú ráðgjörir herra O. Wathne að koma sér upp gufubát, sem fari með öllum ströndum hér Austanlands. Væntanlega sækir hann um styrk úr landsjóði, til að halda áfram ferðum þessum, þótt hann verði að byrja þær styrklaust þetta árið, og það er ótrúlegt að honum, og oss Austfirðingum verði neitað um þann styrk þar sem samkyns styrkur er veittur Sunnlendingum og Vestfirðingum, en líklega verður það gjört að skilyrði að sýslufélögin leggi til ¼ hluta móts við landssjóðsstyrkinn. Hér væri nú ágætt tækifæri til að sameina krafta sína fyrir Héraðsbúa og Fjarðabúa. Þessar gufubátsferðir mundu eflaust verða til ákaflega mikils hagræðis fyrir Fjarðabúa, og mundu líka styðja mjög að vöruflutningum í Lagarfljótsós, því þessi strandferðabátur herra O. Wathne þyrfti ekki að taka til þeirra flutninga gufuskip sín, sem hann þarf alltaf að hafa í sem hröðustum ferðum milli landa. Þetta mundi gjöra ferðir O.W. miklu hagfeldari til flutninga hér á Austfjörðum heldur en nú er; og miklu reglubundnari, þegar hann hefði sérstakt skip til þerra ferða. - Þetta mál ætti að vera eitt hið mesta áhugamál vor Austfirðinga, og vér ættum að leggja sem mesta alúð við að búa undir alþingi í sumar komandi, væri oss það meiri sæmd að vinna í eindrægni saman að sameiginlegum framfaramálum og vekja úlfúð og hreppríg meðal vor. Það á að líkindum enginn landsfjórðungurinn meiri framtíð fyrir höndum, en Austfirðingafjórðungur, ef oss skortir ei dug og samheldi, því hér fylgjast að víðlendar landkosta sveitir og afbragðs veiðistöðvar. En til þess að oss verði framfara auðið, þeirra sem hægt er, megum vér ekki liggja á liði voru, heldur taka höndum saman, og beita sameiginlega kröftum vorum, til að hrinda þeim málum áfram, sem miða til að efla atvinnuvegi vora og auðsæld. Vér höfum hingað til baukað allt of mikið hver útaf fyrir sig, hér sem annarstaðar á landinu, og ekki skilist það, að til þess að koma af stað miklum og varanlegum framförum, þurfum vér að sameina krafta vora. Sundrungarandinn, þetta rótgróna þjóðarmein vort, þarf að eyðast, en samheldnin að eflast. Allir sem vilja þjóðinni vel þurfa að vinna að því með áhuga og þoli að efla félagsanda, drengskap og atorku umhverfis sig, því fljótar sem þetta þrennt dafnar hjá þjóð vorri, því skemur þarf að bíða eftir að hjá oss spretti upp búsettir kaupmenn, innlendur háskóli og endurbætt stjórnarskrá.


Austri, 30. janúar 1895, 5. árg., 22. tbl., forsíða:

Skipaferðir um Lagarfljót.
Gufubátsferðir á Austfjörðum.
Í 65. tölubl. Ísafoldar hefir "gamall Héraðsbúi" "fundið sér skylt" að mótmæla fréttagrein í 7. tölubl. Fjallk., er skýrði frá uppsiglingunni í Lagarfljótsós.
Fróðir menn segja að Ísafoldar grein þessi sé eftir sama "Austurlandsvininn", sem mest lagði sig í framkróka að spilla því að Seyðisfjörður fengi bæjarréttindi. Þessi höf. virðist helst vilja reyna að vera Þrándur í götu allra áhugamála vor Austfirðinga, reyna að lýsa framfarviðleitni vorri með sem svörtustum litum og gjöra oss tortryggilega í augum þeirra er ekki þekkja til. Nafn sitt dylur hann, vitanlega í þeim tilgangi að ókunnugir ætli að greinar hans væru frá einhverjum merkum manni, sem öðrum fremur sæi hvað best hagaði oss Austfirðingum. En sem betur fer hafa allir hlutaðeigendur fundið skottulæknisþefinn af þessum greinum hans, séð að þær voru ekki af góðum toga spunnar og virt þær að vettugi. Svo var það í bæjarréttindamáli Seyðisfjarðar, og eins vona ég verði í því máli er hér er um að ræða.
Höf. byrjar grein sína á því, að það muni satt vera að nú hafi tekist að komast að landi í Lagarfljótsós með nokkuð að vörum og timbri, eftir margar atrennur, og með miklum örðugleikum, enda hafi hér verið til mikils að vinna, þar sem ánafnað hafi verið fyrir þetta 7000 kr. úr landsjóði og sýslusjóðum Múlasýsla. Höf byrjar því grein sína á þann hátt að lýsa því yfir að það sem hann ætlar að mótmæla "mun satt vera". En svo bætir hann við frá sjálfum sér dylgjum og ósannindum, um hvernig uppsiglingin hafi gengið. Hið sanna er, að vitni allra sem viðstaddir voru, að herra O. Wathne fór tafarlaust, ekki eftir margar atraunir, inní Ósinn þegar er hann kom að honum, og ekki einungis "að landi" í Ósnum eins og höf. vil gefa í skyn, heldur inn úr Ósnum, og lagði gufubátnum þar að landi í Fljótinu innan við Ósinn og setti þar upp vörurnar í bráð, til þess að flýta fyrir skipinu er vörurnar flutti, svo það gæti komist sem fljótast af stað aftur, að sækja fleiri vörur Þetta gekk bæði fljótt og vel (ekki "með miklum erfiðleikum"), svo herra O. Wathne var talsvert fljótari að koma vörunum úr skipinu og inn fyrir Ósinn, heldur en verið er að skipa upp jafn miklu vörumagni í kaupstöðum. Á þessu sést, að frásögn höf. er öll miður góðgjarnlegar dylgjur til að blekkja ókunnuga. Auk þess sem herra O. W. flutti vörurnar þannig allar inn úr Ósnum, flutti hann líka það af þeim er ekki var þegar tekið, inn Fljótið allt inn á móts við Húsey.
Síðast endar höf. þessa frásögn sína, með því, að segja að fyrir þetta hafi 2000 kr. verið borgaðar úr sýslusjóðum Norður-Múlasýslna. Hið sanna er, að herra O. Wathne voru borgaðar úr sýslusjóði Norður-Múlasýslu kr. 1167,00 og úr sýslusjóði Suður-Múlasýslu kr. 500, eða samtals kr. 1667,00. Þetta má sjá á fundargjörðum sýslunefndanna sem prentaður voru í Austra, svo og á fundargjörðum Amtsráðsins í Austuramtinu (Stjórnart. 1894 B bls. 151.). Hvað haldið þér lesendur góðir að þessi höf. sé vandur að dómum sínum um almenn mál, sem ekki hikar sér við að segja svona ósatt, þvert ofan í það sem hann veit að opinberir reikningar muni sýna.
Því næst kastar höf. fram þeirri órökstuddu fullyrðing, að til þess að grafa skurði fram hjá torfærunum í Fljótinu mundi ekki hrökkva allt það fé sem ætlað sé á fjárlögunum til brúa og vegagjörða á öllu landinu í 2 ár.
Hver hefir komið með þá tillögu að grafa skurð fram hjá fossinum hjá Kirkjubæ? Mér vitanlega hefir enginn gjört það. Hitt munmörgum hafa sýnst ekki mikið þrekvirki, að leggja sporvagnsbraut framhjá fossinum, þegar búið væri að byggja vörugeymsluhús við Fljótið fyrir neðan fossinn. Herra O. Wathne hefir í bréfi til síra Einars Jónssonar á Kirkjubæ, sem er formaður nefndar þeirrar er kosin var af Héraðsbúum til að hafa á hendi framkvæmd þessa máls, boðist til að koma á gufubátaferðum eftir endilöngu Lagarljóti á næstkomandi 2 árum, ef hann fengi til þess 13 til 15 þús. króna styrk, og fengi helminginn af því borgaðan, þegar hann hefði komið á gufubátsferðum upp að Kirkjubæjarfossinum, og byggt þar vörugeymsluhús, en hinn helminginn, þegar hann hefði komið á gufubátsferðum upp í Fljótsdal svo langt sem Fljótið nær. Herra O. W. ætlar því auðsjáanlega að bera sjálfur alla ábyrgð af því hvort hann yfirvinnur torfærurnar við Steinbogann og ekki heimta borgun nema hann geti unnið verkið. Er slíkt drengilega gjört og sýnir óbifanlega trú á gott málefni. Mundi Héraðsbúinn gamli vilja taka að sér allar brúargjörðir og vegabætur sem áformað verður að gjöra á næstkomandi 2 árum fyrir sömu borgun?
Þessi fullyrðing höf. um kostnaðinn er því eins og annað í grein hans órökstuddur sleggjudómur, sem hann kastar fram, til að gjöra málefnið sem tortryggilegast í augum ókunnugra, án þess hann hafi leitað sér nokkurra upplýsinga um efni það er um er að ræða.
Að Fljótið geti orðið grunnt á Einhleypingi og víðar á haustin, þurfti víst hvorki herra O. Wathne eða aðrir Austfirðingar að spyrja höf. um. Það hefir engum formælenda þessa máls dottið í huga að vöruflutningar eftir Fljótinu færu fram á haustin, heldur fyrrihluta sumars, og það vita allir kunnugir, að framundir haust er nóg dýpi í Fljótinu fyrir gufubát, bæði á Einhleypingi og annarstaðar. Það hefir svo oft verið tekið fram bæði í ræðum og ritum, að hentugast væri að vöruflutningar eftir Fljótinu færu fram fyrri hluta sumars, að óþarft var fyrir höf,. að fara að vekja tal um það.
Að farvegur Fljótsins geti breyst í Ósnum, þegar það rífur sig fram á vorin, dettur heldur engum í hug að neita en það mun heldur engum sem til þekkir, sýnast ókleyft að mæla árlega dýpið á nokkur hundruð föðmum yst í Fljótinu. En svo bætir höf. því við "að ár og ár í bili, komi svo miklar grynningar í ósinn, að alls ekki verði komist upp í hann". Hér fer höf. með algjör ósannindi, enda þekkir hann alls ekkert til þess, því mér er víst óhætt að fullyrða það að hann hefir aldrei komið að Lagarfljótsós. Allir sem þekkja vatnsmagnið í Lagarfljóti munu líka geta skilið það, að það hlýtur að rífa sér djúpan farveg, þegar það vex á vorin, og fellur til sjávar gegnum mjóan ós.
Svo kemur nú síðast þessi makalausa tillaga höf.: "Góður akvegur beggja megin Fljótsins, meðfram bæjum mundi verða hentugastur fyrir flestar sveitirnar og kostnaðurinn við það svo sem enginn, í samanburði við skurðina og gufubátana". - Ó hvað landsstjórnin og þingið, má vera makalaust grunnhyggið, ef það lætur hann Sigurð Thoroddsen lengur vera að káka við vegagjörðir hér landi, þó nokkur hundruð krónum væri kostað til að fullkona hann í námi sínu erlendis, en eiga aðra eins perlu af vegfræðingi, eins og þennan "gamla héraðsbúa", sem sprottið hefir upp alveg kostnaðarlaust hér innanlands!! Ég held við Austfirðingar ættum skilið að fá nokkur þúsund krónur úr landsjóði fyrir að hafa framleitt slíkt undra-barn! Að hafa tvo akvegi, eftir endilöngu Fljótsdalshéraði, sinn hvoru megin Fljótsins; og alltaf "meðfram bæjum", það væri svo makalaust praktiskt og ódýrt, einkum af því mjög víða yrði ákaflega erfitt að fá góðan ofaníburð í veginn. Og þessa 2 akvegi ætti að leggja frá Fljótsósnum, sem höf. segir þó að stundum sé ekki hægt að koma vörum uppí í heilt ár. Og þessi grundvallaregla í vegabótum, hún væri svo makalaust praktisk fyrir þjóðfélagið, því eftir sömu reglu ætti eflaust að setja 2 brýr á Ölfusá og Þjórsá og aðrar stór ár landsins og leggja svo sinn veg að hverri brú, "með fram bæjum".
Niðurlagi greinar gamla Héraðsbúans er óþarfi að svara. Það var óþarft ómak fyrir hann, að fara að minna á "flautir" og "ofurmagn heimskunnar", því öllum sem nokkuð þekkja til þess sem greinin ræðir, mun ósjálfrátt hafa dottið þetta hvorttveggja í hug er þeir lásu grein höf, því hún ber það svo ljóslega með sér að hún er eftir ofur grunnhygginn flautaþyril. Það er að eins vegna ókunnugra, að ég hef tekið að mér það leiðindaverk að sýna fram á vitleysur og ósannindi þessa "gamla Héraðsbúa".
Málefnið, um skipaferðir eftir Lagarfljóti, er eflaust langmesta framfaraspursmál vor Héraðsbúa, og það er vonandi, að bæði herra O. Wathne, sem nú er orðinn svo mikið við mál þetta riðinn, og Héraðsbúar, sem eiga hér svo mikið í húfi, svari bæði gamla Héraðsbúanum, og örðum sem vilja spilla máli þessu, með því að hrinda því sem drengilegast og fljótast áfram. Hér er í veði hið gagnsamlegasta fyrirtæki fyrir Héraðsbúum, og sæmd og Orðstýr herra O. W. ef nú er ei haldið sköruglega áfram.
Herra O. Wathne hefir lofað að halda áfram vöruflutningum inní Fljótið eins og næsta sumar, án þess að fá nokkurn styrk. Hann hefir í því skyni skilið eftir flutningspramma sinn við Fljótið, og ráðið vélarstjórann á gufubátnum, til þess að fara á bátnum upp í Lagarfljót næsta sumar. Sýnir þetta hvorttveggja að herra O. W. er full alvara. - Vér Héraðsbúar munum aldrei sjá eftir fé því er lagt var fram af vorri hálfu til að sýna og sanna að það væri hægt að flytja vörur upp í Fljótið. Vér finnum svo vel hvar skórinn kreppir, að því er snertir aðflutningana, kostnaðinn við þá, hve óbærilegur hann er, farartálma þann er þeir valda oss í öllum efnalegum framförum, voða þann er búinn er í hörðum árum, af því að hvergi eru vörubyrgðir innanhéraðs, á jafn stóru og fjölbyggðu héraði, og öll þau skaðlegu áhrif sem þetta hefir á auðsæld og þroska Héraðsins.
Sú tilfinning er nú að vakna hjá þjóðinni, og vonandi hún vakni æ betur, með ári hverju, að almannafé sé til einskis betur varið, en til að bæta samgöngurnar, gjöra verslunina sem hagfelldasta og léttasta, hjálpa þjóðinni áfram til auðs og framfara í atvinnuvegum, gjöra lífskjör einstaklingsins hér á landi sem líkust því sem þau eru í öðrum löngum, að því leyti sem unnt er. Væri þessi tilfinning orðin nógu rótgróin í meðvitund þjóðarinnar á löggjöf vorri og fjármálastefnu, þá mundu framfarirnar fljótt aukast, kjarkurinn vakna hjá þjóðinni og traust hennar á sjálfa sig, trúin á framför lands og lýðs verða sterkari. Þessi trú sem er svo sorglega dauf hjá mörgum af oss enn þá, að fjöldi manna eins og hrekkur upp af svefni með andfælum, ef talað er um að framkvæma eitthvað hér á almennan kostnað sem ekki hefir verið gjört áður, þótt það mundi talið sjálfsagt skylduverk þjóðfélagsins í öllum siðuðum löndum. - Það er þetta trúleysi á allt nýtt sem hefir verið þröskuldur á vegi vorum sem viljað öfum koma fram skipaferðum eftir Lagarfljóti. Nokkurn andbyr hefir og þetta málefni haft hjá Fjarðarbúum sumum, sem ekki hefir getað skilist, að það væri til neinna hagsmuna fyrir sínar sveitir. En slíkt er misskilningur, sem vonandi er að hverfi er þeir hugsa málið nákvæmar, því bæði mundu skipaferðir eftir Lagarfljóti efla mikið viðskipti milli Héraðsbúa og Fjarðabúa, báðum til stórra hagsmuna, þegar fram líða stundir, og svo er þess að gæta, að þegar einhver hluti af stóru sýslufélagi eykst og eflist að mun, þá er það hagur alls sýslufélagsins, og þó Múlasýslurnar séu tvö sýslufélög, þá er hagur þeirra í svo mörgu sameiginlegur, að þær ættu að fylgjast að sem eitt félag í öllum hinum stærri málum.
Nú ráðgjörir herra O. Wathne að koma sér upp gufubát, sem fari með öllum ströndum hér Austanlands. Væntanlega sækir hann um styrk úr landsjóði, til að halda áfram ferðum þessum, þótt hann verði að byrja þær styrklaust þetta árið, og það er ótrúlegt að honum, og oss Austfirðingum verði neitað um þann styrk þar sem samkyns styrkur er veittur Sunnlendingum og Vestfirðingum, en líklega verður það gjört að skilyrði að sýslufélögin leggi til ¼ hluta móts við landssjóðsstyrkinn. Hér væri nú ágætt tækifæri til að sameina krafta sína fyrir Héraðsbúa og Fjarðabúa. Þessar gufubátsferðir mundu eflaust verða til ákaflega mikils hagræðis fyrir Fjarðabúa, og mundu líka styðja mjög að vöruflutningum í Lagarfljótsós, því þessi strandferðabátur herra O. Wathne þyrfti ekki að taka til þeirra flutninga gufuskip sín, sem hann þarf alltaf að hafa í sem hröðustum ferðum milli landa. Þetta mundi gjöra ferðir O.W. miklu hagfeldari til flutninga hér á Austfjörðum heldur en nú er; og miklu reglubundnari, þegar hann hefði sérstakt skip til þerra ferða. - Þetta mál ætti að vera eitt hið mesta áhugamál vor Austfirðinga, og vér ættum að leggja sem mesta alúð við að búa undir alþingi í sumar komandi, væri oss það meiri sæmd að vinna í eindrægni saman að sameiginlegum framfaramálum og vekja úlfúð og hreppríg meðal vor. Það á að líkindum enginn landsfjórðungurinn meiri framtíð fyrir höndum, en Austfirðingafjórðungur, ef oss skortir ei dug og samheldi, því hér fylgjast að víðlendar landkosta sveitir og afbragðs veiðistöðvar. En til þess að oss verði framfara auðið, þeirra sem hægt er, megum vér ekki liggja á liði voru, heldur taka höndum saman, og beita sameiginlega kröftum vorum, til að hrinda þeim málum áfram, sem miða til að efla atvinnuvegi vora og auðsæld. Vér höfum hingað til baukað allt of mikið hver útaf fyrir sig, hér sem annarstaðar á landinu, og ekki skilist það, að til þess að koma af stað miklum og varanlegum framförum, þurfum vér að sameina krafta vora. Sundrungarandinn, þetta rótgróna þjóðarmein vort, þarf að eyðast, en samheldnin að eflast. Allir sem vilja þjóðinni vel þurfa að vinna að því með áhuga og þoli að efla félagsanda, drengskap og atorku umhverfis sig, því fljótar sem þetta þrennt dafnar hjá þjóð vorri, því skemur þarf að bíða eftir að hjá oss spretti upp búsettir kaupmenn, innlendur háskóli og endurbætt stjórnarskrá.