1895

Ísafold, 12. okt. 1895, 22. árg., 83. tbl., bls. 330:

Um veginn yfir Flóann.
Eftir Jakob Jónsson í Kampholti.
Ég hef áður opinberlega farið nokkrum orðum um væntanlega vegarlagningu milli Þjórsárbrúarinnar og Ölfusárbrúarinnar, og bjóst ég við að vegfræðingur sá, sem annast útmælingu vegar þessa, mundi gera einhverja athugasemd út af því eða taka bendingar mínar til greina. Sömuleiðis hefir Einar Einarsson á Urriðafossi ritað um þetta mál, í líka átt og ég, en það virðist heldur ekki hafa borið neinn ávöxt.
En þó vegfræðingurinn sé nú búinn að ákveða veginn án tillits til bendinga þeirra, sem honum hafa verið gefnar, þá vil ég þó enn fara fáum orðum um þetta þýðingarmikla mál.
Ég hef bent á, að veginn mætti leggja beinan á milli brúnna, sem hefði þá kosti í för með sér, að vegur þessi yrði miklu skemmri en efri leiðin, og nemur það að líkindum milli ¼ og 1/3 mílu, og þá lægi hann á óhultum stað fyrir vatnságangi úr Hvítá, sem hinn fyrirhugaði vegur ekki mun gera. Ef vegurinn væri lagður beinn, þá yrði auðvitað að brúa Hróarholtslæk; en ekki mundi sú brú kosta mikið í samanburði við það, hvað vegurinn yrði lengri, ef hann verður lagður þar sem vegfræðingurinn, vegna ókunnugleika, hefur nú ákveðið hann, og brýr þær, sem þeim vegi hlytu að verða samfara.
Þegar athuguð er stefna hins ný útmælda vegar, upp undir Skálmholtsholt og upp fyrir svo nefnt Flatholt, sem er meiri hlutinn af veginum milli brúnna, þá mætti ætla, að sá vegur stefni upp í Biskupstungur, en alls ekki austur að Þjórsárbrú. Á þessari leið, þar sem vegurinn á að liggja, er tíður vatnságangur úr Hvítá á vetrum af Brúnavallaflötum, sem enginn vegur getur staðið fyrir, og er auðséð, að vegfræðingurinn hefir ekki mælt hann út enn, né lagt trúnað á það, sem honum kunnugri menn hafa bent honum á viðvíkandi þessu atriðið.
Vegfræðingurinn mun treysta á lærdóm sinn, eins og vegfræðingur sá, sem lagði veginn um Sandskeiðið hjá Vífilsfelli, þrátt fyrirkunnugra manna aðvörun. En hvernig fór? Vegurinn varð ónýtur, sem enn sýnir sig.
Vegfræðingurinn munnú halda sínu striki, að leggja veginn þar sem hann hefir ákveðið , hvar sem nákunnugir menn gera til þess að aðvara hann um, að vegurinn geti ekki staðið þar, og hefir hann þá líka ánægjuna af að líta á verk sitt áður en langt um líður, og sannfærast um, hve hyggilega hann hefir þar ráðið.


Ísafold, 12. okt. 1895, 22. árg., 83. tbl., bls. 330:

Um veginn yfir Flóann.
Eftir Jakob Jónsson í Kampholti.
Ég hef áður opinberlega farið nokkrum orðum um væntanlega vegarlagningu milli Þjórsárbrúarinnar og Ölfusárbrúarinnar, og bjóst ég við að vegfræðingur sá, sem annast útmælingu vegar þessa, mundi gera einhverja athugasemd út af því eða taka bendingar mínar til greina. Sömuleiðis hefir Einar Einarsson á Urriðafossi ritað um þetta mál, í líka átt og ég, en það virðist heldur ekki hafa borið neinn ávöxt.
En þó vegfræðingurinn sé nú búinn að ákveða veginn án tillits til bendinga þeirra, sem honum hafa verið gefnar, þá vil ég þó enn fara fáum orðum um þetta þýðingarmikla mál.
Ég hef bent á, að veginn mætti leggja beinan á milli brúnna, sem hefði þá kosti í för með sér, að vegur þessi yrði miklu skemmri en efri leiðin, og nemur það að líkindum milli ¼ og 1/3 mílu, og þá lægi hann á óhultum stað fyrir vatnságangi úr Hvítá, sem hinn fyrirhugaði vegur ekki mun gera. Ef vegurinn væri lagður beinn, þá yrði auðvitað að brúa Hróarholtslæk; en ekki mundi sú brú kosta mikið í samanburði við það, hvað vegurinn yrði lengri, ef hann verður lagður þar sem vegfræðingurinn, vegna ókunnugleika, hefur nú ákveðið hann, og brýr þær, sem þeim vegi hlytu að verða samfara.
Þegar athuguð er stefna hins ný útmælda vegar, upp undir Skálmholtsholt og upp fyrir svo nefnt Flatholt, sem er meiri hlutinn af veginum milli brúnna, þá mætti ætla, að sá vegur stefni upp í Biskupstungur, en alls ekki austur að Þjórsárbrú. Á þessari leið, þar sem vegurinn á að liggja, er tíður vatnságangur úr Hvítá á vetrum af Brúnavallaflötum, sem enginn vegur getur staðið fyrir, og er auðséð, að vegfræðingurinn hefir ekki mælt hann út enn, né lagt trúnað á það, sem honum kunnugri menn hafa bent honum á viðvíkandi þessu atriðið.
Vegfræðingurinn mun treysta á lærdóm sinn, eins og vegfræðingur sá, sem lagði veginn um Sandskeiðið hjá Vífilsfelli, þrátt fyrirkunnugra manna aðvörun. En hvernig fór? Vegurinn varð ónýtur, sem enn sýnir sig.
Vegfræðingurinn munnú halda sínu striki, að leggja veginn þar sem hann hefir ákveðið , hvar sem nákunnugir menn gera til þess að aðvara hann um, að vegurinn geti ekki staðið þar, og hefir hann þá líka ánægjuna af að líta á verk sitt áður en langt um líður, og sannfærast um, hve hyggilega hann hefir þar ráðið.