1895

Ísafold, 23. nóv. 1895, 22. árg., 89. tbl., bls. 354:

Póstleiðin
milli Ísafjarðar og Hjarðarholts í Dölum.
Það er alþingi hefir í sumar veitt 2.000 kr. styrk til þjóðvega hér á landi, er óskandi að nokkru af fé þessu verði varið til að gjöra við landveginn á póstleiðinni frá Ísafirði til Hjarðarholts. Það mun óhætt að telja póstleið þessa eina hina tafasömustu á landinu með því að hér um bil fjórða hluta allrar leiðarinnar verður að fara sjóveg, eða 6-7 mílur og hann slæman og hættulegan, er illa viðrar. Og þegar á land er komið, tekur við illur fjallvegur, Þorskafjarðarheiði. Hún er að sumrinu torsótt sökum stórgrýtis; ¾ hluta heiðarinnar er ekki hægt að fara greitt, ef ekki á að fara því ómiskunnsamlegar með hesta sína. Aftur á móti er ¼ hluti heiðarinnar góður vegur, sem Jón Magnússon póstur gerði fyrir nokkrum árum. Að vetrinum til tel ég Þorskafjarðarheiði mjög voðalega í slæmri tíð, með því að ekki er nokkur vegvísir (varða) á allri þeirri leið, sem er alfaravegur pósta og annarra, er leið eiga um. Sæluhús er að vísu nýuppbyggt á heiðinni, en á því er stór galli. Að vetrinum rennur í það vatn úr læk, sem er skammt frá húsinu, og þegar vatnið frýs, er ekki hægt að ljúka upp neðra helmingi hurðanna, svo að ekki verður þar komið inn hestum hvað mikið sem á liggur. Menn geta að vísu lokið upp efra helmingi hurðanna, og skriðið inn í húsið á fjórum fótum, og komist upp á loftið í því, en hrossin verða að híma úti hvað sem á dynur. Þetta þarf bráðrar endurbótar.
Af sveitavegum á þessari póstleið er verstur vegur yfir Tindabakka og Svarfhólsbakka í Geirdalshreppi. Tindabakkar eru að sönnu færir þegar miklir þurrkar ganga að sumrinu, en því nær ófærir í vætutíðum. Svarfhólsbakkar alveg ófærir nær sem er að sumrinu, þó að þurrkar séu. Ég hef í sumar orðið að fara selflutning með hesta mína langt fyrir ofan hinn svonefnda veg, til þess að hleypa ekki á kaf í foræðið, sem ekki er neinum hesti fært, þótt farið sé. Að vísu er fleira athugavert við þessa leið en hér er talið, t. d. vegurinn kringum Gilsfjörð, einkanlega að vestanverðu og víðar, en ég ætla ekki að fara fleiri orðum um það að svo stöddu.
Jóhannes Þórðarson.
(póstur).


Ísafold, 23. nóv. 1895, 22. árg., 89. tbl., bls. 354:

Póstleiðin
milli Ísafjarðar og Hjarðarholts í Dölum.
Það er alþingi hefir í sumar veitt 2.000 kr. styrk til þjóðvega hér á landi, er óskandi að nokkru af fé þessu verði varið til að gjöra við landveginn á póstleiðinni frá Ísafirði til Hjarðarholts. Það mun óhætt að telja póstleið þessa eina hina tafasömustu á landinu með því að hér um bil fjórða hluta allrar leiðarinnar verður að fara sjóveg, eða 6-7 mílur og hann slæman og hættulegan, er illa viðrar. Og þegar á land er komið, tekur við illur fjallvegur, Þorskafjarðarheiði. Hún er að sumrinu torsótt sökum stórgrýtis; ¾ hluta heiðarinnar er ekki hægt að fara greitt, ef ekki á að fara því ómiskunnsamlegar með hesta sína. Aftur á móti er ¼ hluti heiðarinnar góður vegur, sem Jón Magnússon póstur gerði fyrir nokkrum árum. Að vetrinum til tel ég Þorskafjarðarheiði mjög voðalega í slæmri tíð, með því að ekki er nokkur vegvísir (varða) á allri þeirri leið, sem er alfaravegur pósta og annarra, er leið eiga um. Sæluhús er að vísu nýuppbyggt á heiðinni, en á því er stór galli. Að vetrinum rennur í það vatn úr læk, sem er skammt frá húsinu, og þegar vatnið frýs, er ekki hægt að ljúka upp neðra helmingi hurðanna, svo að ekki verður þar komið inn hestum hvað mikið sem á liggur. Menn geta að vísu lokið upp efra helmingi hurðanna, og skriðið inn í húsið á fjórum fótum, og komist upp á loftið í því, en hrossin verða að híma úti hvað sem á dynur. Þetta þarf bráðrar endurbótar.
Af sveitavegum á þessari póstleið er verstur vegur yfir Tindabakka og Svarfhólsbakka í Geirdalshreppi. Tindabakkar eru að sönnu færir þegar miklir þurrkar ganga að sumrinu, en því nær ófærir í vætutíðum. Svarfhólsbakkar alveg ófærir nær sem er að sumrinu, þó að þurrkar séu. Ég hef í sumar orðið að fara selflutning með hesta mína langt fyrir ofan hinn svonefnda veg, til þess að hleypa ekki á kaf í foræðið, sem ekki er neinum hesti fært, þótt farið sé. Að vísu er fleira athugavert við þessa leið en hér er talið, t. d. vegurinn kringum Gilsfjörð, einkanlega að vestanverðu og víðar, en ég ætla ekki að fara fleiri orðum um það að svo stöddu.
Jóhannes Þórðarson.
(póstur).