1894

Ísafold, 13. jan. 1894, 21. árg., 2. tbl., forsíða:

Landsreikningurinn 1892.
Hér eru nokkur fróðlegustu atriðin úr þeim reikningi, er landshöfðingi hefir gert svo vel að gefa kost á að yfirfara í því skyni, þótt ekki sé endurskoðaður.
Af vegabótafénu hefir verið varið nál. 32.300 kr. til vegagerðar á 5 stöðum:
a) Ölfusvegurinn: frá Varmá að Kögunarhól og austur með Ingólfsfjalli kr. 11.622
b) Í Húnavatnssýslu: á Miðfjarðarhálsi, í Vatnsdalshólum og víðar ¿.. kr. 11.480
c) Í Norðurárdal frá Selöxl að Hvammsmúla ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿. kr. 1.245
d) Milli Akureyrar og Oddeyrar ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿. kr. 4.000
e) Frá Gilsferju að Vaðlaheiði í Eyjafirði ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿... kr. 4.000
Ísafold, 13. janúar 1894, 21. árg., 2. tbl., bls. 6:
Þorlákur Guðmundsson útskýrir andstöðu sína við brúartoll á Ölfusárbrú og Þjórsárbrú.

Brúarflugan.
Á söguöldinni sendu menn flugumenn til höfuðs óvinum sínum, þegar þeir af einhverjum ástæðum ekki treystust að ganga beint framan að þeim og ráða þannig niðurlögum þeirra.
Samt voru það vanalega ekki mestu menn sinnar tíðar eða bestu, sem það gerðu. Nú senda menn blaðaflugur til höfuðs mönnum. En eins og flugumönnum misheppnaðist að geta unnið á mönnum, þannig fer og fyrir blaðaflugunum. Ein af þessum flugum er brúarflugan, sem send er út í "Þjóðólfi". Sumri hafa getið þess til, að hún væri mér send; um það skal ég engum getum leiða; en það er víst, að hún ekki tollir í hárinu á mér, hvað þá meira. Hitt er nú orðið ljóst, að hún er send til höfuðs Árnesingum í heild sinni, þeim til óvirðingar og vissum framtíðar- og framfaramálum héraðs þess til stórtjóns; að því skal ég leiða rök á öðrum stað og tíma, ef ég endist til.
"Sveitabóndinn" og "Grímsnesingurinn" hafa nú rækilega vængbrotið flugu þessa, og kann ég þeim báðum bestu þakkir fyrir, einkum vegna sóma og gagns Árnesinga.
Samt vil ég nokkrum athugasemdum við það bæta, er þeir hafa sagt. -
"Þjóðólfur" segir, að þessu gæslugjaldi hafi verið dembt á tvö sýslufélög að þeim óvörum.
Þetta er með öllu ranghermt.
Jafnskjótt og frumvarpið um brúargjörð á Ölfusá var samþykkt af þinginu 1887, þá var þetta toll- og gæslumál þar með komið á dagskrá, því að þar stendur: "Um kostnað brúnni til viðhalds skal síðar ákveða með lögum", og í næstu grein á undan: "Þegar brúin væri komin á, þá yrði með lögum fyrirskipað um gæsluna og viðhaldið, en aldrei við að búast, að héruðin mundu með öllu sleppa, og þau hafa sloppið betur en nokkur gat við búist á þeim tíma. Samt tekur enginn til máls af hlutaðeigendum. Það er fyrst að herra Tryggvi Gunnarsson skrifar um þetta og heldur fram tolli og brúarverði, og ég er sá eini, sem þá svara og hefi á móti tolli og brúarverði, en held fram lausagæslu og enginn af hlutaðeigendum leggur orð í belg, með eða mót hvorugum.
Á þinginu 1889 var borið upp frumvarp í neðri deild um, að brúa báðar árnar, og jafnframt að tolla þær, en að nema úr gildi lög um brú á Ölfusá 3. maí s. á. Frumvarp þetta var jafnharðan fellt, og þar með hafði neðri deild Alþingis sagt: Brúartoll vil ég ekki.
Það, sem ég hefi á bent, hefði átt að geta vakið hlutaðeigendur til að taka til máls.
Mál þetta hefir því verið 6 ár á dagskrá. Þetta er því allt saman á eftir tímanum. Þegar ég lýsti því yfir á síðasta kjörþingi Árnessýslu, að ég væri á móti brúartolli, þá var það af þeirri ástæðu, að ég vildi ekki leyna kjósendur því, að ég hefði í engu breytt skoðun minni á þessu máli. Bera mundu menn vopn á mig, ef ég væri hlífarlaus. Það má eins vel segja, að brúnni hafi verið dembt á Ölfusá að sýslufélögum þessum óvörum. Það var eins með það frumvarp og gæslufrumvarpið, að það var samið á sama þinginu og það gekk fram á, og aldrei gengið fyrir hvers manns dyr með það og aldrei borið upp á neinum fundi, enda eru þetta beinar afleiðingar af því, að Ölfusá var brúuð; ef hún væri óbrúuð enn, þá hefði ekki þurft að kveikja þessa flugu og senda hana út. Að segja, að gjald þetta sé héruðunum ofvaxið, er sama sem að segja, að íbúar þessara héraða annað tveggja ekki geti eða vilji neitt af mörkum leggja til þess að fá aðra eins samgöngubót og Ölfusárbrúin er, og ætla ég, að hinum betri mönnum í þessum héruðum þyki sér lítill sómi gjör.
Eins og þetta er á eftir tímanum, eins er það á undan tímanum. Lög þessi eru enn ekki staðfest og því ekki komin til framkvæmda. Verður því ekki sagt, hvað þetta gjald verður hátt. Ég ætla, að því megi treysta, að landshöfðingi geri ekki sýslunum það dýrara en þörf krefur, því hann hefir sýnt lofsverðan áhuga á þessum brúarmálum og vegabótum í heild sinni, og hans ljósu rökfærslu var það með fram að þakka, að tollinum varð afstýrt.
Það er annars sorglegt, þegar menn hafa eftir margra ára stríð fengið annan eins dýrgrip, aðra eins samgöngubót, sem Ölfusárbrúin er, að brúka hana þá til að uppkveikja hreppapólitík til að sá þessu öðru versta illgresi í þjóðakurinn sem gengur næst trúleysi og guðleysi. Þetta gæslugjald ætti að vera það gjald, sem menn greiddu með mestri ánægju, jafnvel sá, sem minnst not hefir af brúnum. Menn vita þó, til hvers því er verið, og að því er ekki fleygt í einhverja bitlingsvömbina. Og það er sannarlegt gleðiefni fyrir Árnesinga og Rangæinga, að geta nú sýnt þá miklu gestrisni, að bjóða öllum, fjáðum sem févana, innlendum og útlendum, að fara toll laust og tafarlaust yfir þessar stórár.
Það er ekki líklegt, að þessi fluga muni vel þrífast í Rangárvallasýslu, enda er nú farið að hreifa því, að það hérað megi vel við una, því að flestir hreppar Rangárvallasýslu noti báðar brýrnar. (Svari þeir því).
Það skyldi þá vera eitt hið mest þarfaverk nú, að vekja upp ríg á milli héraðsmanna út úr þessu gjaldi, sem frá því fyrsta hafa fylgst að í þessu brúarmáli sem ein héraðsheild. Á síðasta þingmálafundi Árnesinga var þess óskað, að Þjórsá yrði brúuð með vægustum kjörum fyrir sýslurnar, og það sýndi, að fundurinn hafði báðar sýslurnar fyrir augum sem eina heild, eins og jafnan hefir verið í þessu máli.
Þeir, sem þessa flugu hafa út sent vita líklega ekki, eða þá vilja ekki á loft halda, að þingið 1893 hafi nett gert fyrir þessi héruð annað en að leggja á þetta hróplega gæslugjald. Það er þó þess vert, að á það sé minnst. Þó að frumvarpið um brú á Þjórsá hefði verið sniðið eftir lögum um brú á Ölfusá, mundi ekki hafa þótt hyggilegt að hafna því. En hvað verður? Stjórnin leggur það til, að landssjóður leggi út 75.000 kr. endurgjaldslaust, og þingið samþykkir það í einu hljóði. Var það ekki meira? Lítið er það. Til að laga Hellisheiði er gert ráð fyrir að þurfa muni 50.000 kr., og mun verða byrjað á því verki á næsta sumri, og líklega lokið við það á öðru sumri (1895). Er þá þar með búið? Nei. Vér eigum von á nýjum vegalögum; eftir þeim á að leggja akbraut austur í Rangárvallasýslu og akbraut af Eyrarbakka upp Árnessýslu, og þess mun ekki verða langt að bíða, að sú braut verði lögð upp að brúnni hjá Selfossi. Skyldi ekki líka þurfa að kvarta undan því, ef landssjóður tekur Melabrúna af vegasjóði Árnessýslu? Og eftir sömu lögum á að lagfæra veginn og gera akfæran til Þingvalla og áleiðis til Geysis.
Það er annars ekki svo þægilegt, að skjóta á einstaka fugla, þó að menn hafi sérstaklega hug á þeim, þegar þeir eru í þéttum hópum; það er óvíst, að hinir sleppi óskemmdir. Það er ekki svo hægt, að ámæla einstökum þingmönnum fyrir sérstök lög svo, að ekki sé gengið inn á þingið allt, þegar lögin eru samþykkt nálega í einu hljóði.
Ég skrifa ekki þessa athugasemd til að verja mig sem þingmann í brúarmálinu, hvorki fyr né síðar.
Um hinn nýja skatt, sem "Þjóðólfur" stingur upp á, hefir þegar verið nóg sagt til að benda þjóðinni á, hvað aðgengilegur hann er. Það er ekki ólíklegt, að sú tillaga lognist út af og verði aldrei á þing borin, en komi hún þar, segir þingsagan frá því, hvaða viðtökur hún fær.
Það er eins og það sé um að gera, að fá einhvern nýjan skatt á þjóðina, til að bæta úr peningaskortinum og verslunarvandræðunum! En landssjóður mun ekki vera í féþurð, svo að neinar brýnar þarfir til bera að íþyngja búnaðinum.
Það dylst engum, að ritstjóri "Þjóðólfs" hefir ýmislegt að athuga við mig fremur en aðra menn. Það er auðséð, að honum hefir ekki verið orðið vel við, þegar hann rak sig á nafn mitt hjá sveitabóndanum, því í stað þess að hrekja "Sveitabóndann" með ástæðum, þá veitir hann sér með sínum alþekkta hógværa og netta rithætti inn á ritstjóra Ísafoldar, og lætur mig svo njóta af góðréttunum. Honum hefði vart orðið meira um þótt það slys hefði til viljað, að hann hefði sest á heitan broddnagla og í sama bili gleypt í sig óafvitandi megnustu ólyfjan, og haft ástæðu til að kenna mér um, að ég hefði með töfrum glapið honum gætni og sýn. Það má annars vera gleðilegt fyrir hans merkilegu kennara við prestaskólann, að lesa eða heyra lesið sumt af því, sem hann prenta lætur úr sínum penna. Hann byrjaði að athuga mig á "almannafriðnum" og endar líklega á almanna-ófriðnum.
Ritað á gamlársdag 1893.
Þorlákur Guðmundsson.


Ísafold, 13. jan. 1894, 21. árg., 2. tbl., forsíða:

Landsreikningurinn 1892.
Hér eru nokkur fróðlegustu atriðin úr þeim reikningi, er landshöfðingi hefir gert svo vel að gefa kost á að yfirfara í því skyni, þótt ekki sé endurskoðaður.
Af vegabótafénu hefir verið varið nál. 32.300 kr. til vegagerðar á 5 stöðum:
a) Ölfusvegurinn: frá Varmá að Kögunarhól og austur með Ingólfsfjalli kr. 11.622
b) Í Húnavatnssýslu: á Miðfjarðarhálsi, í Vatnsdalshólum og víðar ¿.. kr. 11.480
c) Í Norðurárdal frá Selöxl að Hvammsmúla ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿. kr. 1.245
d) Milli Akureyrar og Oddeyrar ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿. kr. 4.000
e) Frá Gilsferju að Vaðlaheiði í Eyjafirði ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿... kr. 4.000
Ísafold, 13. janúar 1894, 21. árg., 2. tbl., bls. 6:
Þorlákur Guðmundsson útskýrir andstöðu sína við brúartoll á Ölfusárbrú og Þjórsárbrú.

Brúarflugan.
Á söguöldinni sendu menn flugumenn til höfuðs óvinum sínum, þegar þeir af einhverjum ástæðum ekki treystust að ganga beint framan að þeim og ráða þannig niðurlögum þeirra.
Samt voru það vanalega ekki mestu menn sinnar tíðar eða bestu, sem það gerðu. Nú senda menn blaðaflugur til höfuðs mönnum. En eins og flugumönnum misheppnaðist að geta unnið á mönnum, þannig fer og fyrir blaðaflugunum. Ein af þessum flugum er brúarflugan, sem send er út í "Þjóðólfi". Sumri hafa getið þess til, að hún væri mér send; um það skal ég engum getum leiða; en það er víst, að hún ekki tollir í hárinu á mér, hvað þá meira. Hitt er nú orðið ljóst, að hún er send til höfuðs Árnesingum í heild sinni, þeim til óvirðingar og vissum framtíðar- og framfaramálum héraðs þess til stórtjóns; að því skal ég leiða rök á öðrum stað og tíma, ef ég endist til.
"Sveitabóndinn" og "Grímsnesingurinn" hafa nú rækilega vængbrotið flugu þessa, og kann ég þeim báðum bestu þakkir fyrir, einkum vegna sóma og gagns Árnesinga.
Samt vil ég nokkrum athugasemdum við það bæta, er þeir hafa sagt. -
"Þjóðólfur" segir, að þessu gæslugjaldi hafi verið dembt á tvö sýslufélög að þeim óvörum.
Þetta er með öllu ranghermt.
Jafnskjótt og frumvarpið um brúargjörð á Ölfusá var samþykkt af þinginu 1887, þá var þetta toll- og gæslumál þar með komið á dagskrá, því að þar stendur: "Um kostnað brúnni til viðhalds skal síðar ákveða með lögum", og í næstu grein á undan: "Þegar brúin væri komin á, þá yrði með lögum fyrirskipað um gæsluna og viðhaldið, en aldrei við að búast, að héruðin mundu með öllu sleppa, og þau hafa sloppið betur en nokkur gat við búist á þeim tíma. Samt tekur enginn til máls af hlutaðeigendum. Það er fyrst að herra Tryggvi Gunnarsson skrifar um þetta og heldur fram tolli og brúarverði, og ég er sá eini, sem þá svara og hefi á móti tolli og brúarverði, en held fram lausagæslu og enginn af hlutaðeigendum leggur orð í belg, með eða mót hvorugum.
Á þinginu 1889 var borið upp frumvarp í neðri deild um, að brúa báðar árnar, og jafnframt að tolla þær, en að nema úr gildi lög um brú á Ölfusá 3. maí s. á. Frumvarp þetta var jafnharðan fellt, og þar með hafði neðri deild Alþingis sagt: Brúartoll vil ég ekki.
Það, sem ég hefi á bent, hefði átt að geta vakið hlutaðeigendur til að taka til máls.
Mál þetta hefir því verið 6 ár á dagskrá. Þetta er því allt saman á eftir tímanum. Þegar ég lýsti því yfir á síðasta kjörþingi Árnessýslu, að ég væri á móti brúartolli, þá var það af þeirri ástæðu, að ég vildi ekki leyna kjósendur því, að ég hefði í engu breytt skoðun minni á þessu máli. Bera mundu menn vopn á mig, ef ég væri hlífarlaus. Það má eins vel segja, að brúnni hafi verið dembt á Ölfusá að sýslufélögum þessum óvörum. Það var eins með það frumvarp og gæslufrumvarpið, að það var samið á sama þinginu og það gekk fram á, og aldrei gengið fyrir hvers manns dyr með það og aldrei borið upp á neinum fundi, enda eru þetta beinar afleiðingar af því, að Ölfusá var brúuð; ef hún væri óbrúuð enn, þá hefði ekki þurft að kveikja þessa flugu og senda hana út. Að segja, að gjald þetta sé héruðunum ofvaxið, er sama sem að segja, að íbúar þessara héraða annað tveggja ekki geti eða vilji neitt af mörkum leggja til þess að fá aðra eins samgöngubót og Ölfusárbrúin er, og ætla ég, að hinum betri mönnum í þessum héruðum þyki sér lítill sómi gjör.
Eins og þetta er á eftir tímanum, eins er það á undan tímanum. Lög þessi eru enn ekki staðfest og því ekki komin til framkvæmda. Verður því ekki sagt, hvað þetta gjald verður hátt. Ég ætla, að því megi treysta, að landshöfðingi geri ekki sýslunum það dýrara en þörf krefur, því hann hefir sýnt lofsverðan áhuga á þessum brúarmálum og vegabótum í heild sinni, og hans ljósu rökfærslu var það með fram að þakka, að tollinum varð afstýrt.
Það er annars sorglegt, þegar menn hafa eftir margra ára stríð fengið annan eins dýrgrip, aðra eins samgöngubót, sem Ölfusárbrúin er, að brúka hana þá til að uppkveikja hreppapólitík til að sá þessu öðru versta illgresi í þjóðakurinn sem gengur næst trúleysi og guðleysi. Þetta gæslugjald ætti að vera það gjald, sem menn greiddu með mestri ánægju, jafnvel sá, sem minnst not hefir af brúnum. Menn vita þó, til hvers því er verið, og að því er ekki fleygt í einhverja bitlingsvömbina. Og það er sannarlegt gleðiefni fyrir Árnesinga og Rangæinga, að geta nú sýnt þá miklu gestrisni, að bjóða öllum, fjáðum sem févana, innlendum og útlendum, að fara toll laust og tafarlaust yfir þessar stórár.
Það er ekki líklegt, að þessi fluga muni vel þrífast í Rangárvallasýslu, enda er nú farið að hreifa því, að það hérað megi vel við una, því að flestir hreppar Rangárvallasýslu noti báðar brýrnar. (Svari þeir því).
Það skyldi þá vera eitt hið mest þarfaverk nú, að vekja upp ríg á milli héraðsmanna út úr þessu gjaldi, sem frá því fyrsta hafa fylgst að í þessu brúarmáli sem ein héraðsheild. Á síðasta þingmálafundi Árnesinga var þess óskað, að Þjórsá yrði brúuð með vægustum kjörum fyrir sýslurnar, og það sýndi, að fundurinn hafði báðar sýslurnar fyrir augum sem eina heild, eins og jafnan hefir verið í þessu máli.
Þeir, sem þessa flugu hafa út sent vita líklega ekki, eða þá vilja ekki á loft halda, að þingið 1893 hafi nett gert fyrir þessi héruð annað en að leggja á þetta hróplega gæslugjald. Það er þó þess vert, að á það sé minnst. Þó að frumvarpið um brú á Þjórsá hefði verið sniðið eftir lögum um brú á Ölfusá, mundi ekki hafa þótt hyggilegt að hafna því. En hvað verður? Stjórnin leggur það til, að landssjóður leggi út 75.000 kr. endurgjaldslaust, og þingið samþykkir það í einu hljóði. Var það ekki meira? Lítið er það. Til að laga Hellisheiði er gert ráð fyrir að þurfa muni 50.000 kr., og mun verða byrjað á því verki á næsta sumri, og líklega lokið við það á öðru sumri (1895). Er þá þar með búið? Nei. Vér eigum von á nýjum vegalögum; eftir þeim á að leggja akbraut austur í Rangárvallasýslu og akbraut af Eyrarbakka upp Árnessýslu, og þess mun ekki verða langt að bíða, að sú braut verði lögð upp að brúnni hjá Selfossi. Skyldi ekki líka þurfa að kvarta undan því, ef landssjóður tekur Melabrúna af vegasjóði Árnessýslu? Og eftir sömu lögum á að lagfæra veginn og gera akfæran til Þingvalla og áleiðis til Geysis.
Það er annars ekki svo þægilegt, að skjóta á einstaka fugla, þó að menn hafi sérstaklega hug á þeim, þegar þeir eru í þéttum hópum; það er óvíst, að hinir sleppi óskemmdir. Það er ekki svo hægt, að ámæla einstökum þingmönnum fyrir sérstök lög svo, að ekki sé gengið inn á þingið allt, þegar lögin eru samþykkt nálega í einu hljóði.
Ég skrifa ekki þessa athugasemd til að verja mig sem þingmann í brúarmálinu, hvorki fyr né síðar.
Um hinn nýja skatt, sem "Þjóðólfur" stingur upp á, hefir þegar verið nóg sagt til að benda þjóðinni á, hvað aðgengilegur hann er. Það er ekki ólíklegt, að sú tillaga lognist út af og verði aldrei á þing borin, en komi hún þar, segir þingsagan frá því, hvaða viðtökur hún fær.
Það er eins og það sé um að gera, að fá einhvern nýjan skatt á þjóðina, til að bæta úr peningaskortinum og verslunarvandræðunum! En landssjóður mun ekki vera í féþurð, svo að neinar brýnar þarfir til bera að íþyngja búnaðinum.
Það dylst engum, að ritstjóri "Þjóðólfs" hefir ýmislegt að athuga við mig fremur en aðra menn. Það er auðséð, að honum hefir ekki verið orðið vel við, þegar hann rak sig á nafn mitt hjá sveitabóndanum, því í stað þess að hrekja "Sveitabóndann" með ástæðum, þá veitir hann sér með sínum alþekkta hógværa og netta rithætti inn á ritstjóra Ísafoldar, og lætur mig svo njóta af góðréttunum. Honum hefði vart orðið meira um þótt það slys hefði til viljað, að hann hefði sest á heitan broddnagla og í sama bili gleypt í sig óafvitandi megnustu ólyfjan, og haft ástæðu til að kenna mér um, að ég hefði með töfrum glapið honum gætni og sýn. Það má annars vera gleðilegt fyrir hans merkilegu kennara við prestaskólann, að lesa eða heyra lesið sumt af því, sem hann prenta lætur úr sínum penna. Hann byrjaði að athuga mig á "almannafriðnum" og endar líklega á almanna-ófriðnum.
Ritað á gamlársdag 1893.
Þorlákur Guðmundsson.