1894

Ísafold, 28. apríl 1894, 21. árg., 22. tbl., bls. 86:

Þjórsárbrúin og flutningsvegur þangað.
Ég vildi leyfa mér að bera upp ráð, sem mér hefir hugkvæmst til að greiða fyrir flutningi brúarinnar eða brárefnisins að brúarstæðinu. Eins og alkunnugt er, var efnið í Ölfusárbrúna dregið á sleðum af Eyrarbakka á hjarni. Og svo mun til ætlað, að efnið í Þjórsárbrúna verði flutt á sama hátt, sem líka er ómissandi, að því leyti sem þess er kostur. En hér er þess að gæta, að dragfærið getur ekki náð alla leið að brúarstaðnum, því þar er hraunland, sem varla nokkurn tíma leggur hjarn yfir, og nær það yfir talsverðan spotta af leiðinni. Það kynni raunar að mega ryðja þar braut, er hjarn legði í ef heppilega viðraði, og mætti svo draga eftir henni. En þó það tækist, sem efasamt er, þá yrði það allmikið verk og ærinn aukakostnaður, sem aldrei kæmi aftur að notum. Torvelt, ef ekki ómögulegt, mun líka að nota hesta til að færa brúarefnið yfir þennan spotta. Mun undir hvorugu þessu eigandi.
Til allrar hamingju er hér samt ekki um þau vandræði að ræða, sem ekki sé hægt úr að bæta. Eitt ráð er til þess, sem er ekki einungis óyggjandi, heldur og auðvelt og kostnaðarlaust í sjálfu sér, þar eð það liggur ekki í öðru en því, að gjöra fyr það, sem annars yrði gjört síðar, og þó ekki löngu síðar.
Ráðið er það, að leggja nú í sumar er kemur veginn milli brúanna, að minnsta kosti austurhluta hans, svo langt vestureftir, að hann nái þangað, sem ísalög taka við á vetrum. Þangað má svo draga brúarefnið á sleðum að vetri, en aka því þaðan á vagni eftir veginum að brúarstaðnum.
Það gæti orðið byrjun meiri vagnflutninga.
Vegarkaflann milli brúnna þarf að leggja bráðum hvort sem er, því ekki getur komið til áls, að póstvegurinn liggi annarsstaðar á því svæði. Og ef vegalögin frá síðasta þingi verða staðfest, þá virðist ekki vafamál, að þessi vegarkafli, allur eða mestallur, verði miðkafli flutningabrautarinnar. Hún verður án efa lögð upp að Ölfusárbrú og svo þaðan eftir meginbyggð héraðsins, til Laxár eða Reykjarétta. Þó hún verði þannig ekki bein, er það bæði héraðinu hagnaður og landssjóði sparnaður.
En hér á ekki við að fara út í vegaskipunina í sýslunni. Tilgangurinn er aðeins, að benda á ofantalið ráð, og að sé það tekið, eru gjörð tvö, ef ekki þrjú verk í einu.
Br. J.
---
Ráð þetta virðist vel hugsað, en mun því miður mikils til of seint upp borið. Það hefði þurft að koma með það fyrir þing eða á þingi í fyrra að minnsta kosti. Þingið samþykkti þá nefnilega ákveðið vegagerðaráform fyrir fjárhagstímabilið, hér um bil; að ljúka við akveg bæði fyrir Hellisheiði og yfir Mosfellsheiði. Afganginum af vegabótafénu þ. á. mun að vísu eigi hafa verið ráðstafað með neinni þingsályktun; en skammt hefði hann enst í veginn milli Ölfusár og Þjórsár eða austurkafla hans, sem höf. talar um, auk nauðsynlegs viðhalds á eldri vegum hingað og þangað, og þá hefði líka orðið enn að bíða eftir vegi að Kláffossbrúnni í Borgarfirði, er lögð var í fyrra, og hún þar með hálf-gagnslaus eitt árið enn.
Ritstj.


Ísafold, 28. apríl 1894, 21. árg., 22. tbl., bls. 86:

Þjórsárbrúin og flutningsvegur þangað.
Ég vildi leyfa mér að bera upp ráð, sem mér hefir hugkvæmst til að greiða fyrir flutningi brúarinnar eða brárefnisins að brúarstæðinu. Eins og alkunnugt er, var efnið í Ölfusárbrúna dregið á sleðum af Eyrarbakka á hjarni. Og svo mun til ætlað, að efnið í Þjórsárbrúna verði flutt á sama hátt, sem líka er ómissandi, að því leyti sem þess er kostur. En hér er þess að gæta, að dragfærið getur ekki náð alla leið að brúarstaðnum, því þar er hraunland, sem varla nokkurn tíma leggur hjarn yfir, og nær það yfir talsverðan spotta af leiðinni. Það kynni raunar að mega ryðja þar braut, er hjarn legði í ef heppilega viðraði, og mætti svo draga eftir henni. En þó það tækist, sem efasamt er, þá yrði það allmikið verk og ærinn aukakostnaður, sem aldrei kæmi aftur að notum. Torvelt, ef ekki ómögulegt, mun líka að nota hesta til að færa brúarefnið yfir þennan spotta. Mun undir hvorugu þessu eigandi.
Til allrar hamingju er hér samt ekki um þau vandræði að ræða, sem ekki sé hægt úr að bæta. Eitt ráð er til þess, sem er ekki einungis óyggjandi, heldur og auðvelt og kostnaðarlaust í sjálfu sér, þar eð það liggur ekki í öðru en því, að gjöra fyr það, sem annars yrði gjört síðar, og þó ekki löngu síðar.
Ráðið er það, að leggja nú í sumar er kemur veginn milli brúanna, að minnsta kosti austurhluta hans, svo langt vestureftir, að hann nái þangað, sem ísalög taka við á vetrum. Þangað má svo draga brúarefnið á sleðum að vetri, en aka því þaðan á vagni eftir veginum að brúarstaðnum.
Það gæti orðið byrjun meiri vagnflutninga.
Vegarkaflann milli brúnna þarf að leggja bráðum hvort sem er, því ekki getur komið til áls, að póstvegurinn liggi annarsstaðar á því svæði. Og ef vegalögin frá síðasta þingi verða staðfest, þá virðist ekki vafamál, að þessi vegarkafli, allur eða mestallur, verði miðkafli flutningabrautarinnar. Hún verður án efa lögð upp að Ölfusárbrú og svo þaðan eftir meginbyggð héraðsins, til Laxár eða Reykjarétta. Þó hún verði þannig ekki bein, er það bæði héraðinu hagnaður og landssjóði sparnaður.
En hér á ekki við að fara út í vegaskipunina í sýslunni. Tilgangurinn er aðeins, að benda á ofantalið ráð, og að sé það tekið, eru gjörð tvö, ef ekki þrjú verk í einu.
Br. J.
---
Ráð þetta virðist vel hugsað, en mun því miður mikils til of seint upp borið. Það hefði þurft að koma með það fyrir þing eða á þingi í fyrra að minnsta kosti. Þingið samþykkti þá nefnilega ákveðið vegagerðaráform fyrir fjárhagstímabilið, hér um bil; að ljúka við akveg bæði fyrir Hellisheiði og yfir Mosfellsheiði. Afganginum af vegabótafénu þ. á. mun að vísu eigi hafa verið ráðstafað með neinni þingsályktun; en skammt hefði hann enst í veginn milli Ölfusár og Þjórsár eða austurkafla hans, sem höf. talar um, auk nauðsynlegs viðhalds á eldri vegum hingað og þangað, og þá hefði líka orðið enn að bíða eftir vegi að Kláffossbrúnni í Borgarfirði, er lögð var í fyrra, og hún þar með hálf-gagnslaus eitt árið enn.
Ritstj.