1894

Austri, 22. júní 1894, 4. árg., 18. tbl., bls. 70:

Sýslufundur Suðurmúlasýslu.
Árið 1894, miðvikudaginn 11. apríl hélt sýslunefnd Suðurmúlasýslu aðalfund sinn á Búðareyri.
Mættir voru allir sýslunefndarmenn, nema úr Geithella-, Beruness, Fáskrúðsfjarðar-, Norðfjarðar- og Mjóafjarðarhreppum.
Var þá rætt um:
5. Var borin fram uppástunga frá síra Einari Jónssyni í Kirkjubæ, fyrir hönd Héraðsmanna, og var farið fram á, að Suðurmúlasýsla legði í ár 500 krónur, og var samþykkt með 3 atkvæðum móti 2 að sýslan legði í ár 500 kr. til siglingar á Lagarfljótsós, þannig, að peningarnir útborguðust fyrst þegar O. Wathne hefir farið þrjár ferðir gegnum ósinn og flutt inn í ósinn upp að Steinboga það, sem þeir þurfa, minnst 3000 Tons.
8. Var borin fram fundargjörð, frá Vallahrepp dags. 7. apríl, þar á meðal það, að Vallahreppur óskar keypta Þuríðarstaði, svo framarlega sem Eiðahreppur vill vera með í því. Sýslunefndarmaður Reyðarfjarðar biður bókað, að þessi umrædda jörð, sé byggð vegna ferðamanna, sem eigi langan og slæman fjallveg fyrir hendi, nl. Eskifjarðarheiði, en langt til byggða, ef jörðin verður lögð í eyði, enda mundi þurfa að leggja aðalpóstleiðina, allt aðra leið, og mál þetta ótímabært, þar sem núverandi ábúandi hafi ekki nema tveggja ára ábúð á jörðinni. - Sýslunefndin vill ekki útkljá um þetta núna, og vill hún að það sé borið upp á sameiginlegum fundi, og skýtur málinu á frest.
14. Var þá lagt fram bréf síra Magnúsar Bl. Jónssonar í Vallanesi til amtsins um mótmæli hans gegn lögferju yfir Lagarfljót undan Vallanesi og var ákveðið að fresta þessu máli þangað til að maður veit, hvar læknirinn sest að, sá er næst fer með embættið.
19. Aukavegareikninga frá 1892 og 93 vantar frá nokkrum hreppum, og er sýslumanni uppálagt að innkalla þá tafarlaust með næsta pósti, að viðlögðum dagsektum og Hans Bekk falið á hendur að endurskoða þá fyrir 10 kr. þóknun.
23. Sýsluvegagjald 1894 er í sjóði ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿ kr. 15.00
Árgjald 1894 ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿ - 700.00
Áætlaðar vegabætur 1894 til Eiðahrepps ¿¿¿¿¿¿¿. 100.00
til Hallormstaðaása ¿¿¿¿¿ 100.00
til Þórudals ¿¿¿¿¿¿¿¿. 150.00
til Innsveitar ¿¿¿¿¿¿¿... 200.00
til Reyndalsheiðar ¿¿¿¿¿.. 150.00
Alls kr. 700.00
Var sýslumanni og Fr. Möller falið á hendur að sjá um veginn á Innsveit; um Eiðahrepp sýslunefndarmanni Jónasi Eiríkssyni, um Hallormsstaðaása Guttormi Vigfússyni, um Þórudal Jóni Ísleifssyni á Arnhólsstöðum; og Jóni Finnbogasyni um Reyndalsheiði; á að gjöra þessa vegi og úttektir á þeim, fyrir áætlaðar upphæðir.
24. Póstvegagjald 1894 er í sjóði ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿.. kr. 246.94
Árgjald 1894 ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿. 700.00
Sýslunefndin samþykkir þessa
Áætlun:
Til Haugatorfa ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿. kr. 150.00
til Vallahrepps ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿.¿¿¿ 400.00
til Breiðdalsheiðar, Víðigrófar og til að koma bjarginu úr Kerlingarskeiðinu ¿ 350.00
til að bæta brýrnar fyrir framan Arnhólsstaði og þar um kring ¿¿¿¿¿¿... 46.94
Á Haugstorfu og fyrir neðan Hallbjarnarstaði framkvæmir Jón Ísleifsson verkið, og á Völlum Guttormur Vigfússon; á Breiðdalsheiði, Víðigróf og til að koma bjarginu burt af Kerlingaskeiðinu, Jón Finnbogason; en Jón Ísleifsson kringum Arnhólsstaði.
Ísafold, 30. júní 1894, 21. árg., 40. tbl., bls. 158:
Þingmálafundur fyrir niðurhluta Borgarfjarðarsýslu áleit að leggja beri væntanlega flutningabraut alla leið niður á hinn fjölmenna Skipaskaga.

Þingmálafundir.
Þingmálafund fyrir niðurhluta Borgarfjarðarsýslu hélt þingmaðurinn, lektor Þórh. Bjarnarson, á Akranesi 25. þ. m., og voru um 80 á fundi. Fundarstjóri var kosinn formaður Sveinn Guðmundsson og skrifari kaupmaður Snæbjörn Þorvaldsson.
Samþykkt var, að taka þau mál ein til umræðu, er eigi höfðu komið til tals á kjörfundinum.
2. Flutningabrautina væntanlegu, um Borgarfjörð, áleit fund. að bæri að leggja alla leið niður á hinn fjölmenna Skipaskaga, er öll sýslan hefir svo mikil og margs konar skipti við, og treysti fund. landstjórninni til, að líta á þá nauðsyn á sínum tíma.


Austri, 22. júní 1894, 4. árg., 18. tbl., bls. 70:

Sýslufundur Suðurmúlasýslu.
Árið 1894, miðvikudaginn 11. apríl hélt sýslunefnd Suðurmúlasýslu aðalfund sinn á Búðareyri.
Mættir voru allir sýslunefndarmenn, nema úr Geithella-, Beruness, Fáskrúðsfjarðar-, Norðfjarðar- og Mjóafjarðarhreppum.
Var þá rætt um:
5. Var borin fram uppástunga frá síra Einari Jónssyni í Kirkjubæ, fyrir hönd Héraðsmanna, og var farið fram á, að Suðurmúlasýsla legði í ár 500 krónur, og var samþykkt með 3 atkvæðum móti 2 að sýslan legði í ár 500 kr. til siglingar á Lagarfljótsós, þannig, að peningarnir útborguðust fyrst þegar O. Wathne hefir farið þrjár ferðir gegnum ósinn og flutt inn í ósinn upp að Steinboga það, sem þeir þurfa, minnst 3000 Tons.
8. Var borin fram fundargjörð, frá Vallahrepp dags. 7. apríl, þar á meðal það, að Vallahreppur óskar keypta Þuríðarstaði, svo framarlega sem Eiðahreppur vill vera með í því. Sýslunefndarmaður Reyðarfjarðar biður bókað, að þessi umrædda jörð, sé byggð vegna ferðamanna, sem eigi langan og slæman fjallveg fyrir hendi, nl. Eskifjarðarheiði, en langt til byggða, ef jörðin verður lögð í eyði, enda mundi þurfa að leggja aðalpóstleiðina, allt aðra leið, og mál þetta ótímabært, þar sem núverandi ábúandi hafi ekki nema tveggja ára ábúð á jörðinni. - Sýslunefndin vill ekki útkljá um þetta núna, og vill hún að það sé borið upp á sameiginlegum fundi, og skýtur málinu á frest.
14. Var þá lagt fram bréf síra Magnúsar Bl. Jónssonar í Vallanesi til amtsins um mótmæli hans gegn lögferju yfir Lagarfljót undan Vallanesi og var ákveðið að fresta þessu máli þangað til að maður veit, hvar læknirinn sest að, sá er næst fer með embættið.
19. Aukavegareikninga frá 1892 og 93 vantar frá nokkrum hreppum, og er sýslumanni uppálagt að innkalla þá tafarlaust með næsta pósti, að viðlögðum dagsektum og Hans Bekk falið á hendur að endurskoða þá fyrir 10 kr. þóknun.
23. Sýsluvegagjald 1894 er í sjóði ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿ kr. 15.00
Árgjald 1894 ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿ - 700.00
Áætlaðar vegabætur 1894 til Eiðahrepps ¿¿¿¿¿¿¿. 100.00
til Hallormstaðaása ¿¿¿¿¿ 100.00
til Þórudals ¿¿¿¿¿¿¿¿. 150.00
til Innsveitar ¿¿¿¿¿¿¿... 200.00
til Reyndalsheiðar ¿¿¿¿¿.. 150.00
Alls kr. 700.00
Var sýslumanni og Fr. Möller falið á hendur að sjá um veginn á Innsveit; um Eiðahrepp sýslunefndarmanni Jónasi Eiríkssyni, um Hallormsstaðaása Guttormi Vigfússyni, um Þórudal Jóni Ísleifssyni á Arnhólsstöðum; og Jóni Finnbogasyni um Reyndalsheiði; á að gjöra þessa vegi og úttektir á þeim, fyrir áætlaðar upphæðir.
24. Póstvegagjald 1894 er í sjóði ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿.. kr. 246.94
Árgjald 1894 ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿. 700.00
Sýslunefndin samþykkir þessa
Áætlun:
Til Haugatorfa ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿. kr. 150.00
til Vallahrepps ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿.¿¿¿ 400.00
til Breiðdalsheiðar, Víðigrófar og til að koma bjarginu úr Kerlingarskeiðinu ¿ 350.00
til að bæta brýrnar fyrir framan Arnhólsstaði og þar um kring ¿¿¿¿¿¿... 46.94
Á Haugstorfu og fyrir neðan Hallbjarnarstaði framkvæmir Jón Ísleifsson verkið, og á Völlum Guttormur Vigfússon; á Breiðdalsheiði, Víðigróf og til að koma bjarginu burt af Kerlingaskeiðinu, Jón Finnbogason; en Jón Ísleifsson kringum Arnhólsstaði.
Ísafold, 30. júní 1894, 21. árg., 40. tbl., bls. 158:
Þingmálafundur fyrir niðurhluta Borgarfjarðarsýslu áleit að leggja beri væntanlega flutningabraut alla leið niður á hinn fjölmenna Skipaskaga.

Þingmálafundir.
Þingmálafund fyrir niðurhluta Borgarfjarðarsýslu hélt þingmaðurinn, lektor Þórh. Bjarnarson, á Akranesi 25. þ. m., og voru um 80 á fundi. Fundarstjóri var kosinn formaður Sveinn Guðmundsson og skrifari kaupmaður Snæbjörn Þorvaldsson.
Samþykkt var, að taka þau mál ein til umræðu, er eigi höfðu komið til tals á kjörfundinum.
2. Flutningabrautina væntanlegu, um Borgarfjörð, áleit fund. að bæri að leggja alla leið niður á hinn fjölmenna Skipaskaga, er öll sýslan hefir svo mikil og margs konar skipti við, og treysti fund. landstjórninni til, að líta á þá nauðsyn á sínum tíma.