1894

Ísafold, 4. júlí 1894, 21. árg., 41. tbl., forsíða:

Þjórsárbrúin.
Það meiri háttar mannvirki hefir nú tekið að sér að öllu leyti Englendingur sá, er Ölfusárbrúna smíðaði, Mr. Vaughan frá Newcastle, fyrir 67.500 kr. Er þar í fólgið allt sem þar að lýtur, þar á meðal flutningur á brúarefni, stöplahleðsla m. m. Mr. Vaughan kom hér um daginn (12. f.m.) með Laura og fór austur til þess að gera nánari mæling á brúarstæðinu, undirbúa stöplahleðslu m. m. Ætlar hann að láta brúarsporðana ná nokkuð upp á land beggja vegna, og kemst þannig af með minni stöpla en ella, en lengri verður brúin sjálf og meira hafið jafnvel en á Ölfusárbrúnni. Öll stöplahleðsla á að vera búin 1. sept. í sumar, og brúin á komin og fullger til umferðar 1. sept. að ári, (1895), eftir nýlega gerðum samningi við ráðgjafann. Skip kemur með brúna sjálfa, járnbrú, nú á áliðnu sumri, til þess að veturinn megi nota til að koma henni að brúarstæðinu. Eins og kunnugt er, voru veittar allt að 75.000 kr. og sparast þá 7 ½ þús. kr. af þeirri fjárveitingu, nema ef einhverju þarf að kosta til umsjónar verkfræðings með brúarsmíðinu.


Ísafold, 4. júlí 1894, 21. árg., 41. tbl., forsíða:

Þjórsárbrúin.
Það meiri háttar mannvirki hefir nú tekið að sér að öllu leyti Englendingur sá, er Ölfusárbrúna smíðaði, Mr. Vaughan frá Newcastle, fyrir 67.500 kr. Er þar í fólgið allt sem þar að lýtur, þar á meðal flutningur á brúarefni, stöplahleðsla m. m. Mr. Vaughan kom hér um daginn (12. f.m.) með Laura og fór austur til þess að gera nánari mæling á brúarstæðinu, undirbúa stöplahleðslu m. m. Ætlar hann að láta brúarsporðana ná nokkuð upp á land beggja vegna, og kemst þannig af með minni stöpla en ella, en lengri verður brúin sjálf og meira hafið jafnvel en á Ölfusárbrúnni. Öll stöplahleðsla á að vera búin 1. sept. í sumar, og brúin á komin og fullger til umferðar 1. sept. að ári, (1895), eftir nýlega gerðum samningi við ráðgjafann. Skip kemur með brúna sjálfa, járnbrú, nú á áliðnu sumri, til þess að veturinn megi nota til að koma henni að brúarstæðinu. Eins og kunnugt er, voru veittar allt að 75.000 kr. og sparast þá 7 ½ þús. kr. af þeirri fjárveitingu, nema ef einhverju þarf að kosta til umsjónar verkfræðings með brúarsmíðinu.