1894

Austri, 13. júlí 1894, 4. árg., 20. tbl., forsíða:

Uppsiglingin í Lagarfljótsós.
Uppsiglingin í Lagarfljótsós er nú á komin í góðu lagi fyrir dugnað og úthald Otto Wathne, og einhuga fylgi alþingismanna vorra Múlasýslubúa, bæði á alþingi og heima í héraði.
Otto Wathne hefir nú gjört 3 tilraunir til þess að komast í Lagarfljósós, og kostað til þess miklu fé, því þessi uppsigling hefir verið honum mikið áhugamál frá því er hann fyrst fór að kynnast hinum örðugu vöruflutningum hér neðan úr fjörðunum upp yfir hinar bröttu heiðar.
Árið 1890 reyndi O. W. að komast í Lagarfljótsós með flatbotnaðri skútu, fermdri trjáviði. En hún stóð í Ósnum og varp svo fljótt sandi að henni, að henni varð eigi náð af grynningunum, og tapaði O. W. á þeirri tilraun sinni nálægt 2000 kr.
Árið 1892 keypti O. W. hjólskipið "Njörð", sem hann lét svo gufuskipið "Skude" draga hingað upp. Fór O. W. svo þegar með "Njörð" með ýmsum vörum upp í Lagarfljótsós. En skipið reyndist bæði of djúpskreytt og of langt til þess að snúa því eftir hinum mörgu grynningum sem eru í Fljótinu, og varð eigi hægt að hafa það til siglinga í Ósinn, og lítil nota af því síðan til annarra hluta, svo O. W. mun hafa haft nær 15.000 kr. skaða á þessari annarri tilraun til þess að komast í Ósinn.
Í þessum 2 ferðum kannaði hann nákvæmlega Ósinn og neðri hluta Fljótsins.
Í vetur keypti hann lítinn, en sterkan, grunnskreiðan gufubát, sem svo flutti upp hingað á "barkskipi".
Þann 27. f. m. lagði hann héðan af stað í fyrra skiptið, með "Vaagen", með vörur upp að Ósnum, og dró "Vaagen" gufubátinn og stóran uppskipunarpramma - sem tekur undir þiljum, er O. W. hefir látið byggja yfir hann, um 30 smálestir - upp að Ósnum, eftir litla viðdvöl á Borgarfirði sökum ókyrrs veðurs og sjávar.
Lagði O. W. þegar með hinn nýja gufubát í Ósinn og dró hann hinn stóra flutningspramma, fullan með vörur úr "Vaagen", er lá þar rétt fyrir utan Ósmynnið.
Straumurinn í Ósnum reyndist með útfallinu ákaflega mikill; en til þess að létta undir dráttinn, lét O. W. leggja útí mestu straumhörkuna 4000 faðma langan kaðal, festan við akkeri, er hann svo skipaði nokkrum mönnum í framstafn gufubátsins til að draga sig eftir; létti það mikið ferðina.
9 stórpramma flutti O. W. inn í Ósinn, fermda með allskonar vörum til Héraðsmanna, og flutti svo aftur hingað ull fyrir þá til baka. Hefir O. W. flutt mikið af kaupstaðarvörunni upp að Húsey. En hinum litla gufubát veittist, sem vonlegt var, örðugt að draga þetta mikla bákn, prammann, fermdan á eftir sér á móti straumnum eftir öllum þeim krókum, sem eru á Fljótinu. Mun O. W. hafa í hyggju að láta smíða til næsta árs 2 minni flutningspramma, og þá ætlar hann að uppskipunin muni ganga fullt eins greiðlega við Lagarfljótsós eins og hér niður á Seyðisfirði, því gufubáturinn hefir sýnt sig einkar haganlegur og vikaliðugur í straumnum og bugðunum á Fljótinu.
Það er ætlan Otto Wathnes að koma von bráðar gufubátsferðum á efri hluta Lagarfljóts, alla leið upp að Brekku í Fljótsdal, svo framarlega sem hann fær þar til opinberan styrk.
Hann hefir aðeins tekið 1 kr. fyrir að flytja hestburðinn héðan af Seyðisfirði og innum Lagarfljótsós af matvöru, og hálfu minna fyrir borðvið, t.d. 1 kr. fyrir að flytja 12 borð, og sjá allir, hvílíkur hagnaður þvílíkur flutningur er öllum Úthéraðsmönnum um túnasláttinn, og þá mundi flutningurinn eftir efri hluta Lagarfljótsós alla leið upp í Fljótsdal vera Upphéraðsmönnum engu minna hagræðari sem vonandi er að alþingi styðji (ólæsilegt) framkvæmdum á með hæfilegri fjárveitingu á móts við kringumliggjandi héruð.
Uppsiglingin á Lagarfljótsós er þá á komin, til ánægju fyrir alla þá, er unnið hafa að þessu mikilsverða fyrirtæki, og til stórhagnaðar fyrir helming Fljótsdalshéraðs, sem vonandi er að bráðum megi verða allt aðnjótandi þeirra hagsmuna, sem af henni leiða.
Þess væri og óskandi, að þessi uppsigling í eitthvert stærsta vatnsfall landsins yrði til góðrar fyrirmyndar til þess að reynt væri að koma vörum uppí stórósana á hinum mikla hafnalausa svæði frá Reykjanesskaga austur að Lónsheiði, sem mundi verða til ómetanlegs gagns fyrir þessar blíðviðrasömustu sveitir landsins, en sem eiga svo langsótta aðflutninga, að mikið dregur frá bjargræðistímanum.
Ísafold, 28. júlí 1894, 21. árg., 47. tbl., forsíða:
Höfundur þessa ferðapistils segir margar dagleiðir ógreiðari nú en fyrir 30-40 árum.


Austri, 13. júlí 1894, 4. árg., 20. tbl., forsíða:

Uppsiglingin í Lagarfljótsós.
Uppsiglingin í Lagarfljótsós er nú á komin í góðu lagi fyrir dugnað og úthald Otto Wathne, og einhuga fylgi alþingismanna vorra Múlasýslubúa, bæði á alþingi og heima í héraði.
Otto Wathne hefir nú gjört 3 tilraunir til þess að komast í Lagarfljósós, og kostað til þess miklu fé, því þessi uppsigling hefir verið honum mikið áhugamál frá því er hann fyrst fór að kynnast hinum örðugu vöruflutningum hér neðan úr fjörðunum upp yfir hinar bröttu heiðar.
Árið 1890 reyndi O. W. að komast í Lagarfljótsós með flatbotnaðri skútu, fermdri trjáviði. En hún stóð í Ósnum og varp svo fljótt sandi að henni, að henni varð eigi náð af grynningunum, og tapaði O. W. á þeirri tilraun sinni nálægt 2000 kr.
Árið 1892 keypti O. W. hjólskipið "Njörð", sem hann lét svo gufuskipið "Skude" draga hingað upp. Fór O. W. svo þegar með "Njörð" með ýmsum vörum upp í Lagarfljótsós. En skipið reyndist bæði of djúpskreytt og of langt til þess að snúa því eftir hinum mörgu grynningum sem eru í Fljótinu, og varð eigi hægt að hafa það til siglinga í Ósinn, og lítil nota af því síðan til annarra hluta, svo O. W. mun hafa haft nær 15.000 kr. skaða á þessari annarri tilraun til þess að komast í Ósinn.
Í þessum 2 ferðum kannaði hann nákvæmlega Ósinn og neðri hluta Fljótsins.
Í vetur keypti hann lítinn, en sterkan, grunnskreiðan gufubát, sem svo flutti upp hingað á "barkskipi".
Þann 27. f. m. lagði hann héðan af stað í fyrra skiptið, með "Vaagen", með vörur upp að Ósnum, og dró "Vaagen" gufubátinn og stóran uppskipunarpramma - sem tekur undir þiljum, er O. W. hefir látið byggja yfir hann, um 30 smálestir - upp að Ósnum, eftir litla viðdvöl á Borgarfirði sökum ókyrrs veðurs og sjávar.
Lagði O. W. þegar með hinn nýja gufubát í Ósinn og dró hann hinn stóra flutningspramma, fullan með vörur úr "Vaagen", er lá þar rétt fyrir utan Ósmynnið.
Straumurinn í Ósnum reyndist með útfallinu ákaflega mikill; en til þess að létta undir dráttinn, lét O. W. leggja útí mestu straumhörkuna 4000 faðma langan kaðal, festan við akkeri, er hann svo skipaði nokkrum mönnum í framstafn gufubátsins til að draga sig eftir; létti það mikið ferðina.
9 stórpramma flutti O. W. inn í Ósinn, fermda með allskonar vörum til Héraðsmanna, og flutti svo aftur hingað ull fyrir þá til baka. Hefir O. W. flutt mikið af kaupstaðarvörunni upp að Húsey. En hinum litla gufubát veittist, sem vonlegt var, örðugt að draga þetta mikla bákn, prammann, fermdan á eftir sér á móti straumnum eftir öllum þeim krókum, sem eru á Fljótinu. Mun O. W. hafa í hyggju að láta smíða til næsta árs 2 minni flutningspramma, og þá ætlar hann að uppskipunin muni ganga fullt eins greiðlega við Lagarfljótsós eins og hér niður á Seyðisfirði, því gufubáturinn hefir sýnt sig einkar haganlegur og vikaliðugur í straumnum og bugðunum á Fljótinu.
Það er ætlan Otto Wathnes að koma von bráðar gufubátsferðum á efri hluta Lagarfljóts, alla leið upp að Brekku í Fljótsdal, svo framarlega sem hann fær þar til opinberan styrk.
Hann hefir aðeins tekið 1 kr. fyrir að flytja hestburðinn héðan af Seyðisfirði og innum Lagarfljótsós af matvöru, og hálfu minna fyrir borðvið, t.d. 1 kr. fyrir að flytja 12 borð, og sjá allir, hvílíkur hagnaður þvílíkur flutningur er öllum Úthéraðsmönnum um túnasláttinn, og þá mundi flutningurinn eftir efri hluta Lagarfljótsós alla leið upp í Fljótsdal vera Upphéraðsmönnum engu minna hagræðari sem vonandi er að alþingi styðji (ólæsilegt) framkvæmdum á með hæfilegri fjárveitingu á móts við kringumliggjandi héruð.
Uppsiglingin á Lagarfljótsós er þá á komin, til ánægju fyrir alla þá, er unnið hafa að þessu mikilsverða fyrirtæki, og til stórhagnaðar fyrir helming Fljótsdalshéraðs, sem vonandi er að bráðum megi verða allt aðnjótandi þeirra hagsmuna, sem af henni leiða.
Þess væri og óskandi, að þessi uppsigling í eitthvert stærsta vatnsfall landsins yrði til góðrar fyrirmyndar til þess að reynt væri að koma vörum uppí stórósana á hinum mikla hafnalausa svæði frá Reykjanesskaga austur að Lónsheiði, sem mundi verða til ómetanlegs gagns fyrir þessar blíðviðrasömustu sveitir landsins, en sem eiga svo langsótta aðflutninga, að mikið dregur frá bjargræðistímanum.
Ísafold, 28. júlí 1894, 21. árg., 47. tbl., forsíða:
Höfundur þessa ferðapistils segir margar dagleiðir ógreiðari nú en fyrir 30-40 árum.