1894

Ísafold, 11. ágúst 1894, 21. árg., 51. tbl., bls. 202:

Höfuðkauptún á Austfjörðum
Áður en ég fyrir fullt og allt skilst við þetta mál, er ég hefi verið að reyna að skýra fyrir mönnum með hógværum orðum, skal ég leyfa mér að andmæla öllu, er ritstjóri "Austra" segir um þetta mál í 10. tbl. sínu þ.á. Hann hefir ráðist á greinar mínar með mikilli ókurteisi og ómerkum útúrsnúningum.
Umsögn minni um ísalögin, dýpið, hafnirnar og byggingarplássið á Reyðarfirði og Seyðisfirði breyti ég ekki, hvað svo sem ritstjórinn segir um hugsunarreglur mínar. Allt sem hann ber fram fyrir lesendur sína til að svara mér, er svo lagað, að þar kemst engin skynsemi að; eða hverju á að svara manni, sem leyfir sér að bera saman Reyðarfjörð og Skjálfandaflóa sem hafnir? Hingað til hefir á íslensku verið gjörður mismunur á flóa og firði.
Að svo mæltu vil ég fara nokkrum orðum um grein þá, er maðurinn, sem lagði vegina á Fjarðarheiði í fyrra, hefir ritað í 18. tbl. Ísafoldar þ.á. út af sömu umsögn minni og "Austra" um veginn.
Það getur verið, að ég hafi tekið of djúpt í árinni, eða haft of víðtækt orð, nefnilega að segja, að vegurinn hafi verið orðinn illfær eftir fyrstu rigningu; en þetta sagði ég af því, að þá var þetta almannarómur í héraðinu. Ég heyrði marga segja það; en ekki fór ég veginn sjálfur.
Þetta ár er enn ekkert hægt að segja um, hvernig vegurinn hefir staðist. Hann var enn mestmegnis ókominn upp úr snjó um fráfærur, 26. f. mán. Síðan efir verið besta tíð, og vonandi er, að heiðin hafi nú um miðjan þennan mánuð verið að mestu runnin. En hvaða vit er í að kosta miklu fé til þar, sem landslagi er svo háttað, að aldrei verður lagður vegur, sem stenst til langframa? Fjarðarheiði er oftast einungis snjólaus eða máske snjólítil frá miðjum júlí til októbermánaðar; ef illa viðrar, eru þar oft komnar ófærur og snjór löngu fyrir þennan tíma. Árlegt viðhald á Fjarðarheiðarvegi fyrir 4-5000 kr. hefi ég aldrei talið sem sjálfsagt; mín hugsun, ef hún væri rétt skilin, var sú, að vegurinn gæti aldrei staðið nema með miklum árlegum kostnaði, og það munu líka allir skynberandi menn játa; góðan veg verður aldrei hægt að leggja þar, sem er samfara bratti og snjóþyngsli fram á sumar.
Að lokum skal ég enn einu sinni bera það fram, að enginn vegur úr Héraði til Fjarða mun verða jafn góður og kostnaðarlítill og Fagradalsvegurinn til Búðareyrar. Þessu til sönnunar skal ég geta þess, að Fagridalur var runninn tæpum hálfum mánuði fyrir krossmessu. Sama var að segja um Þórdalsheiði og Eskifjarðarheiði; en yfir þær er óhentugra að leggja veg, vegna afstöðunnar við Búðareyri; svo eru þar og bæði gil, klappir og vond vatnsföll yfir að fara. Umfram allt er vonandi að landshöfðingi, amtsráð og sýslunefndir leggist á eitt með að athuga vel framvegis, hvar fjallvegi (sem aðra vegi) skuli leggja um landið með sem minnstum kostnaði, en til afnota fyrir sem flesta. Það fer illa á því, að hver sveitin og kaupstaðurinn keppist við annan um að ná í sem mesta peninga til að laga til hjá sér, en engum dettur í huga að tala um, aðkoma sér saman um með óhlutdrægni, hvað gagnlegast væri fyrir fleiri sveitir og sýslur, en í því tilliti ætti stjórn og þing að koma vitinu fyrir menn, ef unnt er.
Ég vona, herra ritstjóri, að ég þurfi ekki oftar að ónáða yður, ég ætla nú, hvað sem tautar, að hætta að togast á við ritstjóra "Austra" út af þessu máli.
Ritað í júlímánuði 1894.
Austurlandsvinur.


Ísafold, 11. ágúst 1894, 21. árg., 51. tbl., bls. 202:

Höfuðkauptún á Austfjörðum
Áður en ég fyrir fullt og allt skilst við þetta mál, er ég hefi verið að reyna að skýra fyrir mönnum með hógværum orðum, skal ég leyfa mér að andmæla öllu, er ritstjóri "Austra" segir um þetta mál í 10. tbl. sínu þ.á. Hann hefir ráðist á greinar mínar með mikilli ókurteisi og ómerkum útúrsnúningum.
Umsögn minni um ísalögin, dýpið, hafnirnar og byggingarplássið á Reyðarfirði og Seyðisfirði breyti ég ekki, hvað svo sem ritstjórinn segir um hugsunarreglur mínar. Allt sem hann ber fram fyrir lesendur sína til að svara mér, er svo lagað, að þar kemst engin skynsemi að; eða hverju á að svara manni, sem leyfir sér að bera saman Reyðarfjörð og Skjálfandaflóa sem hafnir? Hingað til hefir á íslensku verið gjörður mismunur á flóa og firði.
Að svo mæltu vil ég fara nokkrum orðum um grein þá, er maðurinn, sem lagði vegina á Fjarðarheiði í fyrra, hefir ritað í 18. tbl. Ísafoldar þ.á. út af sömu umsögn minni og "Austra" um veginn.
Það getur verið, að ég hafi tekið of djúpt í árinni, eða haft of víðtækt orð, nefnilega að segja, að vegurinn hafi verið orðinn illfær eftir fyrstu rigningu; en þetta sagði ég af því, að þá var þetta almannarómur í héraðinu. Ég heyrði marga segja það; en ekki fór ég veginn sjálfur.
Þetta ár er enn ekkert hægt að segja um, hvernig vegurinn hefir staðist. Hann var enn mestmegnis ókominn upp úr snjó um fráfærur, 26. f. mán. Síðan efir verið besta tíð, og vonandi er, að heiðin hafi nú um miðjan þennan mánuð verið að mestu runnin. En hvaða vit er í að kosta miklu fé til þar, sem landslagi er svo háttað, að aldrei verður lagður vegur, sem stenst til langframa? Fjarðarheiði er oftast einungis snjólaus eða máske snjólítil frá miðjum júlí til októbermánaðar; ef illa viðrar, eru þar oft komnar ófærur og snjór löngu fyrir þennan tíma. Árlegt viðhald á Fjarðarheiðarvegi fyrir 4-5000 kr. hefi ég aldrei talið sem sjálfsagt; mín hugsun, ef hún væri rétt skilin, var sú, að vegurinn gæti aldrei staðið nema með miklum árlegum kostnaði, og það munu líka allir skynberandi menn játa; góðan veg verður aldrei hægt að leggja þar, sem er samfara bratti og snjóþyngsli fram á sumar.
Að lokum skal ég enn einu sinni bera það fram, að enginn vegur úr Héraði til Fjarða mun verða jafn góður og kostnaðarlítill og Fagradalsvegurinn til Búðareyrar. Þessu til sönnunar skal ég geta þess, að Fagridalur var runninn tæpum hálfum mánuði fyrir krossmessu. Sama var að segja um Þórdalsheiði og Eskifjarðarheiði; en yfir þær er óhentugra að leggja veg, vegna afstöðunnar við Búðareyri; svo eru þar og bæði gil, klappir og vond vatnsföll yfir að fara. Umfram allt er vonandi að landshöfðingi, amtsráð og sýslunefndir leggist á eitt með að athuga vel framvegis, hvar fjallvegi (sem aðra vegi) skuli leggja um landið með sem minnstum kostnaði, en til afnota fyrir sem flesta. Það fer illa á því, að hver sveitin og kaupstaðurinn keppist við annan um að ná í sem mesta peninga til að laga til hjá sér, en engum dettur í huga að tala um, aðkoma sér saman um með óhlutdrægni, hvað gagnlegast væri fyrir fleiri sveitir og sýslur, en í því tilliti ætti stjórn og þing að koma vitinu fyrir menn, ef unnt er.
Ég vona, herra ritstjóri, að ég þurfi ekki oftar að ónáða yður, ég ætla nú, hvað sem tautar, að hætta að togast á við ritstjóra "Austra" út af þessu máli.
Ritað í júlímánuði 1894.
Austurlandsvinur.