1894

Ísafold, 22. ágúst 1894, 21. árg., 54. tbl., forsíða:

Járnbrauta- og siglingamálið
Þriðja umræðan um það mál í gær í neðri deild varð engu ósnaprari en hinar, og ærið lögn, 6-7 stundir. Ýmsar breytingartillögur voru samþ. með 14-15 atkv., ein sú helsta (um gufuskipin) þó aðeins með tólf, að viðhöfðu nafnakalli. Loks var málið í heild sinni, frumvarpið allt í einu lagi, samþykkt til fullnaðar í neðri deild í gærkveldi með 12 atkv. gegn 10, og afgreitt til efri deildar.
Þessir 10, er atkvæði greiddu á móti frv., voru: Guðl. Guðmundsson, Bened. Sveinsson, Björn Sigfússon, Guðjón Guðlaugsson, Jón Jónsson, þm. Austur-Skaptf., Jón Jónson, þm. Eyf., Sighvatur Árnason, Tryggvi Gunnarsson, Þórhallur Bjarnarson og Þorlákur Guðmundsson.
Niðurlagsgreinar frumvarpsins, er hafa inni að halda aðalkjarna þess og mestar urðu umræður um, eru nú þannig látandi, eins og neðri deild hefir frá þeim gengið:
42. gr. Landssjóður Íslands skal greiða "Hinu íslenska siglinga- og járnbrautafélagi":
1. 50.000 kr. með því skilyrði að það byggi stál eða járnbraut frá Reykjavík að minnsta kosti austur að Þjórsá, og láti lestir, er flutt geti farþega og vörur, ganga eftir járnbrautinni að minnsta kosti sex sinnum á viku, á tímabilinu frá 15. apríl til 15. nóvember ár hvert og hina mánuði ársins eins oft og við verður komið sökum snjóa.
Árgjald þetta greiðist þannig:
Jafnskjótt og brautinni er komið austur í byggð í Árnessýslu austanfjalls og lestaferð hafin á henni, skal landsstjórnin greiða félaginu árlega upphæð, er standi í sama hlutafali við nefndar 50.000 kr., sem lengd hinnar lögðu brautar við alla hina fyrirhuguðu brautarlengd allt austur að Þjórsá. En þegar brautin er fullger þangað, greiðist hið tiltekna árgjald. Öll skal brautin fullgjör og ferðir hafnar á henni áður en sjö ár eru liðin frá því lög þessi öðlast gildi, ella hefir félagið fyrgjört réttindum þeim, sem lög þessi heimila því. Sama er, ef reglulegar lestarferðir leggjast niður á brautinni eftir þann tíma.
Ef járnbraut félagsins tekst af á köflum af völdum náttúrunnar eða brýr á henni bila, skal félagið svo fljótt sem unnt er bæta hið skemmda, og skal það einskis í missa af árgjaldi sínu, þó lestir geti eigi gengið reglulega eða teppist um stund fyrir þessar orsakir.


Ísafold, 22. ágúst 1894, 21. árg., 54. tbl., forsíða:

Járnbrauta- og siglingamálið
Þriðja umræðan um það mál í gær í neðri deild varð engu ósnaprari en hinar, og ærið lögn, 6-7 stundir. Ýmsar breytingartillögur voru samþ. með 14-15 atkv., ein sú helsta (um gufuskipin) þó aðeins með tólf, að viðhöfðu nafnakalli. Loks var málið í heild sinni, frumvarpið allt í einu lagi, samþykkt til fullnaðar í neðri deild í gærkveldi með 12 atkv. gegn 10, og afgreitt til efri deildar.
Þessir 10, er atkvæði greiddu á móti frv., voru: Guðl. Guðmundsson, Bened. Sveinsson, Björn Sigfússon, Guðjón Guðlaugsson, Jón Jónsson, þm. Austur-Skaptf., Jón Jónson, þm. Eyf., Sighvatur Árnason, Tryggvi Gunnarsson, Þórhallur Bjarnarson og Þorlákur Guðmundsson.
Niðurlagsgreinar frumvarpsins, er hafa inni að halda aðalkjarna þess og mestar urðu umræður um, eru nú þannig látandi, eins og neðri deild hefir frá þeim gengið:
42. gr. Landssjóður Íslands skal greiða "Hinu íslenska siglinga- og járnbrautafélagi":
1. 50.000 kr. með því skilyrði að það byggi stál eða járnbraut frá Reykjavík að minnsta kosti austur að Þjórsá, og láti lestir, er flutt geti farþega og vörur, ganga eftir járnbrautinni að minnsta kosti sex sinnum á viku, á tímabilinu frá 15. apríl til 15. nóvember ár hvert og hina mánuði ársins eins oft og við verður komið sökum snjóa.
Árgjald þetta greiðist þannig:
Jafnskjótt og brautinni er komið austur í byggð í Árnessýslu austanfjalls og lestaferð hafin á henni, skal landsstjórnin greiða félaginu árlega upphæð, er standi í sama hlutafali við nefndar 50.000 kr., sem lengd hinnar lögðu brautar við alla hina fyrirhuguðu brautarlengd allt austur að Þjórsá. En þegar brautin er fullger þangað, greiðist hið tiltekna árgjald. Öll skal brautin fullgjör og ferðir hafnar á henni áður en sjö ár eru liðin frá því lög þessi öðlast gildi, ella hefir félagið fyrgjört réttindum þeim, sem lög þessi heimila því. Sama er, ef reglulegar lestarferðir leggjast niður á brautinni eftir þann tíma.
Ef járnbraut félagsins tekst af á köflum af völdum náttúrunnar eða brýr á henni bila, skal félagið svo fljótt sem unnt er bæta hið skemmda, og skal það einskis í missa af árgjaldi sínu, þó lestir geti eigi gengið reglulega eða teppist um stund fyrir þessar orsakir.