1894

Ísafold, 3. okt. 1894, 21. árg., 66. tbl., bls. 262:

Gjöf til vegagerðar.
Herra Hans Ellefsen á Önundarfirði hefir gefið 167 kr. 85 a., sem er nokkuð af verði fyrir skotmannshlut, er honum bar úr hval þeim, er dauður fannst og róinn var upp í Skagann í fyrra, til verulegrar vagnvegagjörðar á Skaganum, með þeim skilyrðum, að hreppsfélagið legði til þeirrar vegagjörðar 250 kr. og vegur þessi yrði forsvaranlega fullgjörður á næsta ári og skyldi hreppsnefndin í Ytri-Akraneshreppi hafa alla framkvæmd á starfa þessum.
Ég sem hefi fært hreppsnefndinni gjafabréfið og á sínum tíma á að afhenda gjöfina, hefi þá ánægju, að mega færa hinum veglynda gefanda innilegt þakklæti hreppsnefndarinnar fyrir þessa höfðinglegu gjöf, og jafnframt vil ég skýra frá, hvernig hreppsnefndin hefir nú þegar uppfyllt hin tilteknu skilyrði.
Nýr upphleyptur vegur, 120 faðmar á lengd, 6 álnir á breidd að ofan, þráðbeinn og næstum láréttur, er lagður og fullgerður á hentugum stað þvert yfir Skagann; æfður vegaverkstjóri (Sigurgeir Gíslason) hefir ráðið fyrir vinnunni og er frágangur allur á veginum traustur og laglegur, plássprýði og fyrirmynd, enda hefir vegurinn kostað allt að þúsund krónum, að meðreiknuðu landi því, er undir hann varð að kaupa. Sést á því, að hreppsnefndin hefir fyllilega og fúslega uppfyllt hin áðurnefndu skilyrði.
30. sept. 1894.
Hallgr. Jónsson.


Ísafold, 3. okt. 1894, 21. árg., 66. tbl., bls. 262:

Gjöf til vegagerðar.
Herra Hans Ellefsen á Önundarfirði hefir gefið 167 kr. 85 a., sem er nokkuð af verði fyrir skotmannshlut, er honum bar úr hval þeim, er dauður fannst og róinn var upp í Skagann í fyrra, til verulegrar vagnvegagjörðar á Skaganum, með þeim skilyrðum, að hreppsfélagið legði til þeirrar vegagjörðar 250 kr. og vegur þessi yrði forsvaranlega fullgjörður á næsta ári og skyldi hreppsnefndin í Ytri-Akraneshreppi hafa alla framkvæmd á starfa þessum.
Ég sem hefi fært hreppsnefndinni gjafabréfið og á sínum tíma á að afhenda gjöfina, hefi þá ánægju, að mega færa hinum veglynda gefanda innilegt þakklæti hreppsnefndarinnar fyrir þessa höfðinglegu gjöf, og jafnframt vil ég skýra frá, hvernig hreppsnefndin hefir nú þegar uppfyllt hin tilteknu skilyrði.
Nýr upphleyptur vegur, 120 faðmar á lengd, 6 álnir á breidd að ofan, þráðbeinn og næstum láréttur, er lagður og fullgerður á hentugum stað þvert yfir Skagann; æfður vegaverkstjóri (Sigurgeir Gíslason) hefir ráðið fyrir vinnunni og er frágangur allur á veginum traustur og laglegur, plássprýði og fyrirmynd, enda hefir vegurinn kostað allt að þúsund krónum, að meðreiknuðu landi því, er undir hann varð að kaupa. Sést á því, að hreppsnefndin hefir fyllilega og fúslega uppfyllt hin áðurnefndu skilyrði.
30. sept. 1894.
Hallgr. Jónsson.