1893

Þjóðólfur, 27. jan. 1893, 45. árg., 4. tbl., bls. 14:

Árnessýslu (Biskupstungum) 10. janúar
"Um nýjar framfarir í héraði þessu er fátt að segja, og er það vorkunn nú fremur en að undanförnu, því að þetta ár kreppir að mönnum í fleiru en einu tilliti og dregur úr framkvæmdum.
¿¿..
Vegabætur og samgöngur eru nú einnig að verða meir og meir umhugsunarefni almennings; vegir hér innansveitar eru illir, og þó að allmiklu fé sé kostað til þeirra á hverju vori, sér þess litla staði; veldur því bæði kunnáttuleysi í vegagerð og svo hitt, að svo víða þarf viðgerðar, að hvergi verður á einum stað gert neitt verulegt. Til þess að bæta nokkuð úr hinu fyrra, hefur nú hreppsnefndin beðið landshöfðingja að veita 1-2 mönnum héðan úr sveit atvinnu við vegagerð (á þjóðvegum) næsta sumar, í því skyni, að þeir verði á eftir hæfari til að leggja vegi innanhrepps. Talsverður áhugi er vaknaður á því að koma brú á Brúará í stað ómyndarinnar, sem nú er; Erlendur Zakaríasson, vegagerðarmaður, skoðaði í haust brúarstæði á henni og taldi kostnað við að brúa hana eigi nema um 1.200 kr., ef hún væri brúuð rétt fyrir neðan brúna, sem nú er. En jafnframt sló hann því fram til íhugunar, hvort eigi mundi heppilegra að hugsa um dragferju á Brúará neðan til, og leggja svo leiðina út Grímsnes, brúa Sogið nálægt Alviðru og koma svo á þjóðveginn sunnan undir Ingólfsfjalli. Sú leið hefur þann mikla kost, að hún væri um leið beinasti vegur niður á Eyrarbakka, sem vonandi er að verði með tímanum aðalkaupstaður Sunnlendinga. Vér bíðum nú með forvitni og eftirvæntingu glöggrar skýrslu um dragferjuna á Héraðsvötnum, því að, ef það sýnist, að hægt sé að koma dragferju á Brúará neðan til, þá munu margir það heldur kjósa, en brú þar efra. Hvort sem væri mundu Tungnamenn verða að leggja fé til að nokkrum hluta, þó að á sýsluvegi sé, því að vegasjóður Árnesinga hefur í svo mörg horn að líta, að hann mundi eigi gjöra það einn.


Þjóðólfur, 27. jan. 1893, 45. árg., 4. tbl., bls. 14:

Árnessýslu (Biskupstungum) 10. janúar
"Um nýjar framfarir í héraði þessu er fátt að segja, og er það vorkunn nú fremur en að undanförnu, því að þetta ár kreppir að mönnum í fleiru en einu tilliti og dregur úr framkvæmdum.
¿¿..
Vegabætur og samgöngur eru nú einnig að verða meir og meir umhugsunarefni almennings; vegir hér innansveitar eru illir, og þó að allmiklu fé sé kostað til þeirra á hverju vori, sér þess litla staði; veldur því bæði kunnáttuleysi í vegagerð og svo hitt, að svo víða þarf viðgerðar, að hvergi verður á einum stað gert neitt verulegt. Til þess að bæta nokkuð úr hinu fyrra, hefur nú hreppsnefndin beðið landshöfðingja að veita 1-2 mönnum héðan úr sveit atvinnu við vegagerð (á þjóðvegum) næsta sumar, í því skyni, að þeir verði á eftir hæfari til að leggja vegi innanhrepps. Talsverður áhugi er vaknaður á því að koma brú á Brúará í stað ómyndarinnar, sem nú er; Erlendur Zakaríasson, vegagerðarmaður, skoðaði í haust brúarstæði á henni og taldi kostnað við að brúa hana eigi nema um 1.200 kr., ef hún væri brúuð rétt fyrir neðan brúna, sem nú er. En jafnframt sló hann því fram til íhugunar, hvort eigi mundi heppilegra að hugsa um dragferju á Brúará neðan til, og leggja svo leiðina út Grímsnes, brúa Sogið nálægt Alviðru og koma svo á þjóðveginn sunnan undir Ingólfsfjalli. Sú leið hefur þann mikla kost, að hún væri um leið beinasti vegur niður á Eyrarbakka, sem vonandi er að verði með tímanum aðalkaupstaður Sunnlendinga. Vér bíðum nú með forvitni og eftirvæntingu glöggrar skýrslu um dragferjuna á Héraðsvötnum, því að, ef það sýnist, að hægt sé að koma dragferju á Brúará neðan til, þá munu margir það heldur kjósa, en brú þar efra. Hvort sem væri mundu Tungnamenn verða að leggja fé til að nokkrum hluta, þó að á sýsluvegi sé, því að vegasjóður Árnesinga hefur í svo mörg horn að líta, að hann mundi eigi gjöra það einn.