1893

Ísafold, 24. júní 1893, 20. árg., 40. tbl., bls. 158:

Fjárlaganýmæli.
Ætlað er á 1.140.000 króna tekjur til handa landssjóði á fjárlagatímabilinu 1894 - 1895, og að 44.000 kr. verði afgangs að því loknu.
Meðal nýmæla í frumvarpi stjórnarinnar er helst nefnandi talsverð hækkun á vegabótafénu, upp í 68.000 kr. alls hvort árið. Þar af eru 3.000 ætluð verkfræðing (Sig. Thor.) 50.000 til vegabóta á aðalpóstleiðum og 15.000 til fjallvega. Helmingnum af 50.000 hvort árið á að verja til Hellisheiðarvegarins, sem er rúml. 2½ míla og áætlað að kosta muni framundir 5 kr. faðmurinn eða alls um 50.000 kr., þannig gerður, að nota megi hann sem akveg. Hinum helmingnum af aðalpóstleiðafénu hugsar stjórnin sér að verja til að leggja veg yfir Borgarfjörð að Kláffossbrúnni beggja vegna; ennfremur til að ljúka við veginn yfir Húnavatnssýslu til Blönduóss, er unnið hefir verið að 2 sumur undanfarin, og loks um norðurhluta Suður-Múlasýslu frá Reyðarfirði upp að Lagarfljóti.
Af 15.000 til fjallvega hvort árið er ráðgert að 12.000 fari til þess að ljúka við akveg yfir Mosfellsheiði til Þingvalla. "Eru það einkum skemmtiferðir útlendra ferðamanna, sem hafðar eru í huga, þegar um þessa vegagerð er að ræða; hvar sem litið er, fara þess konar skemmtiferðir í vöxt, og mundi mega gjöra ráð fyrir, að aðsókn ferðamanna til Íslands yrði meiri, ef gjört yrði meira til þess, að ferðalagið yrði þeim þægilegast, en af því mundi í aðra hönd leiða ekki lítinn hagnað fyrir landið, eins og reynsla annarra landa sýnir". Því sem þá er eftir af fjallavegafénu er helst hugsað til að verja til vegabóta á Kaldadal og Grímstungna heiði.
¿¿¿


Ísafold, 24. júní 1893, 20. árg., 40. tbl., bls. 158:

Fjárlaganýmæli.
Ætlað er á 1.140.000 króna tekjur til handa landssjóði á fjárlagatímabilinu 1894 - 1895, og að 44.000 kr. verði afgangs að því loknu.
Meðal nýmæla í frumvarpi stjórnarinnar er helst nefnandi talsverð hækkun á vegabótafénu, upp í 68.000 kr. alls hvort árið. Þar af eru 3.000 ætluð verkfræðing (Sig. Thor.) 50.000 til vegabóta á aðalpóstleiðum og 15.000 til fjallvega. Helmingnum af 50.000 hvort árið á að verja til Hellisheiðarvegarins, sem er rúml. 2½ míla og áætlað að kosta muni framundir 5 kr. faðmurinn eða alls um 50.000 kr., þannig gerður, að nota megi hann sem akveg. Hinum helmingnum af aðalpóstleiðafénu hugsar stjórnin sér að verja til að leggja veg yfir Borgarfjörð að Kláffossbrúnni beggja vegna; ennfremur til að ljúka við veginn yfir Húnavatnssýslu til Blönduóss, er unnið hefir verið að 2 sumur undanfarin, og loks um norðurhluta Suður-Múlasýslu frá Reyðarfirði upp að Lagarfljóti.
Af 15.000 til fjallvega hvort árið er ráðgert að 12.000 fari til þess að ljúka við akveg yfir Mosfellsheiði til Þingvalla. "Eru það einkum skemmtiferðir útlendra ferðamanna, sem hafðar eru í huga, þegar um þessa vegagerð er að ræða; hvar sem litið er, fara þess konar skemmtiferðir í vöxt, og mundi mega gjöra ráð fyrir, að aðsókn ferðamanna til Íslands yrði meiri, ef gjört yrði meira til þess, að ferðalagið yrði þeim þægilegast, en af því mundi í aðra hönd leiða ekki lítinn hagnað fyrir landið, eins og reynsla annarra landa sýnir". Því sem þá er eftir af fjallavegafénu er helst hugsað til að verja til vegabóta á Kaldadal og Grímstungna heiði.
¿¿¿