1893

Ísafold, 1. júlí 1893, 20. árg., 42. tbl., forsíða:

Þingið.
Það er jafnan illt í þingbyrjun að spá fyrir því, hvernig því muni reiða af og hvað það muni helst afreka; en aldrei er það örðugra en þegar þingið er að miklu leyti skipað nýjum mönnum, óreyndum við svo mikils háttar afskipti af landsins gagni og nauðsynjum. Hér eru eigi til fastir þingflokkar, er menn skipi sér í þegar við kosningar til þingsins, með ákveðinni stefnu og ákveðnu ætlunarverki, svo sem algengt er meðal þroskaðri þjóða. Yfirlýsingar og ályktanir þingmálafunda er og nauðalítið að marka yfirleitt, með því að þeir eru svo margir sóttir með hangandi hendi og mikilli deyfð. Það er helst eitthvað á því að byggja, hafi þingmaðurinn eða þingmennirnir sjálfir látið uppi ákveðnar skoðanir á þingmálafundi og fundarmenn aðhyllist þær. En það er hvergi nærri ætíð því að heilsa.
¿¿..
Að öðrum málum mun samgöngumálið hafa mestan byr á þessu þingi. Þjórsárbrúin verður sjálfsagt lögleidd, og vegabótafé að líkindum aukið að mun. Gufubátastyrkur sömuleiðis heldur aukinn en hitt, og strandferðir færðar aftur í sama horf og á undan þessu fjárhagstímabili, nokkuð umbætt þó.


Ísafold, 1. júlí 1893, 20. árg., 42. tbl., forsíða:

Þingið.
Það er jafnan illt í þingbyrjun að spá fyrir því, hvernig því muni reiða af og hvað það muni helst afreka; en aldrei er það örðugra en þegar þingið er að miklu leyti skipað nýjum mönnum, óreyndum við svo mikils háttar afskipti af landsins gagni og nauðsynjum. Hér eru eigi til fastir þingflokkar, er menn skipi sér í þegar við kosningar til þingsins, með ákveðinni stefnu og ákveðnu ætlunarverki, svo sem algengt er meðal þroskaðri þjóða. Yfirlýsingar og ályktanir þingmálafunda er og nauðalítið að marka yfirleitt, með því að þeir eru svo margir sóttir með hangandi hendi og mikilli deyfð. Það er helst eitthvað á því að byggja, hafi þingmaðurinn eða þingmennirnir sjálfir látið uppi ákveðnar skoðanir á þingmálafundi og fundarmenn aðhyllist þær. En það er hvergi nærri ætíð því að heilsa.
¿¿..
Að öðrum málum mun samgöngumálið hafa mestan byr á þessu þingi. Þjórsárbrúin verður sjálfsagt lögleidd, og vegabótafé að líkindum aukið að mun. Gufubátastyrkur sömuleiðis heldur aukinn en hitt, og strandferðir færðar aftur í sama horf og á undan þessu fjárhagstímabili, nokkuð umbætt þó.