1893

Þjóðólfur, 19. júlí 1893, 45. árg., 34. tbl., bls. 184:

Alþingi.
IV.
Brúartollar. Jón Þórarinsson og þm. Skaftfellinga bera fram frumvarp um brúartoll á Ölfusá og Þjórsá minnst 20 au. fyrir lausríðandi mann, 10 au. fyrir klyfjahest, gangandi mann, lausan hest og nautgrip en 5 au. fyrir hverja sauðkind. Tollheimtan af Ölfusár-brúnni á að byrja 1. jan. 1894 og af hinni jafnskjótt sem hún er fullger. Aftur á móti á landssjóður að gefa upp 20.000 kr. lán sýslnanna og jafnaðarsjóðs til Ölfusárbrúarinnar.


Þjóðólfur, 19. júlí 1893, 45. árg., 34. tbl., bls. 184:

Alþingi.
IV.
Brúartollar. Jón Þórarinsson og þm. Skaftfellinga bera fram frumvarp um brúartoll á Ölfusá og Þjórsá minnst 20 au. fyrir lausríðandi mann, 10 au. fyrir klyfjahest, gangandi mann, lausan hest og nautgrip en 5 au. fyrir hverja sauðkind. Tollheimtan af Ölfusár-brúnni á að byrja 1. jan. 1894 og af hinni jafnskjótt sem hún er fullger. Aftur á móti á landssjóður að gefa upp 20.000 kr. lán sýslnanna og jafnaðarsjóðs til Ölfusárbrúarinnar.