1893

Þjóðólfur, 4. ágúst 1893, 45. árg., 37. tbl., forsíða:

Alþingi.
VII.
Brúartollur. Nefnd sú, er skipuð var til að íhuga frumv. um tollgreiðslu af brúnum yfir Ölfusá og Þjórsá, hefur ekki komið saman. Minni hlutinn (Guðl. Guðm. og Jón Þórarinsson) heldur tollinum eindregið fram, en vill hafa hann nokkru lægri, en upphaflega var farið fram á. Meiri hlutinn (þingmenn Rangvellinga og 1. þm. Árnesinga) vill engan toll hafa, og hefur komið fram með nýtt frumvarp þess efnis, að landshöfðingi hafi yfirumsjón með brúnum, að kostnaðinn við gæslu þeirra skuli greiða úr sýslusjóðum Árness- og Rangárvallasýslu, en allan kostnað, er viðhald þeirra útheimtir, úr landssjóði. Við 1. umr. þessa máls í Nd. mælti landsh. með þessu nýja frumv. og í gær var það samþykkt í deildinni við 2. umr. Tollfrumv. þar með fallið.
Lög afgreidd frá alþingi eru nú orðin alls 14. Fjögur hafa áður verið nefnd hér í blaðinu. Hin eru:
12. Lög um brúargjörð á Þjórsá (75.000 kr. fjárframlag úr landssjóði til brúar á Þjórsá hjá Þjótanda).


Þjóðólfur, 4. ágúst 1893, 45. árg., 37. tbl., forsíða:

Alþingi.
VII.
Brúartollur. Nefnd sú, er skipuð var til að íhuga frumv. um tollgreiðslu af brúnum yfir Ölfusá og Þjórsá, hefur ekki komið saman. Minni hlutinn (Guðl. Guðm. og Jón Þórarinsson) heldur tollinum eindregið fram, en vill hafa hann nokkru lægri, en upphaflega var farið fram á. Meiri hlutinn (þingmenn Rangvellinga og 1. þm. Árnesinga) vill engan toll hafa, og hefur komið fram með nýtt frumvarp þess efnis, að landshöfðingi hafi yfirumsjón með brúnum, að kostnaðinn við gæslu þeirra skuli greiða úr sýslusjóðum Árness- og Rangárvallasýslu, en allan kostnað, er viðhald þeirra útheimtir, úr landssjóði. Við 1. umr. þessa máls í Nd. mælti landsh. með þessu nýja frumv. og í gær var það samþykkt í deildinni við 2. umr. Tollfrumv. þar með fallið.
Lög afgreidd frá alþingi eru nú orðin alls 14. Fjögur hafa áður verið nefnd hér í blaðinu. Hin eru:
12. Lög um brúargjörð á Þjórsá (75.000 kr. fjárframlag úr landssjóði til brúar á Þjórsá hjá Þjótanda).