1893

Austri, 12. okt. 1893, 3. árg., 27. tbl., bls. 107:

Fjarðarheiði
Fjarðarheiði er nú algjör byggða í milli hvað vegabót þá snertir, er landssjóður lét vegabótastjóra Pál Jónsson gjöra þar í sumar við tólfta mann, og er það allmikið verk á ekki lengri tíma og eftir ekki fleiri menn. Sýnir það verkhyggni og dugnað vegabótastjórans og verkamannanna, enda mun áframhaldið við verkið hafa verið hið besta og verkið yfir höfuð prýðilega af hendi leyst á svo löngum vegi: 10.610 faðmar öll leiðin og þar af nær 900 upphleyptur og brúaður vegur með hliðarræsum og löngum brúm með ofaníburði, er víða þurfti að sækja all-langt að. Svo hafa verið hlaðnar í sumar á veginum 44 vörður að nýju, en 30 endurbættar til muna, og er það allt mikið verk og vel af hendi leyst, og þó er nú hver varða töluvert ódýrari en hinar fyrri voru, enda er auðvitað, að mönnum smámsaman lærist betur öll vörðuhleðsla, eins og allt annað er til vegabótavinnu heyrir, og því hefðum vér óskað þess, að Austlendingar hefðu unnið meir að þessari vegabót, heldur en varð nú að þessu sinni, því þeir mundu margt hafa getað lært af svo duglegum og æfðum verkstjóra sem Páll Jónsson er; og svo er og eðlilegast, að það fé, er landssjóður leggur til vegagjörða hingað og þangað um landið lendi að miklu leyti í þeim héruðum er vinnan er unnin í, og hér mundi og hafa verið gott rúm fyrir meiri hluta tillagsins úr landssjóði.
En oss er kunnugt um, að hér er hvorki sýslumanni eða vegabótastjóra um að kenna, því verkmenn héðan að austan höfðu ekki gefið sig fram í tíma.
Vér höfum eigi viljað undanfella að geta þessa, þó það eigi komi sjálfri vegabótinni við, - til þess Austfirðingar gæti þess í tíma að verða eigi af vinnunni í vegabót þeirri, er ráðgjörð er milli Jökulsár og Lagarfljóts yfir Hróarstungu á næsta sumri, bæði vegna lærdóms, og svo líka fyrir forþénustu sakir.
Þó vegurinn yfir Fjarðarheiði sé að mestu leyti aðeins ruddur, þá er að honum mesti fararléttir, svo nú má fara heiðina á sumardag á nær þriðjungi styttri tíma en áður. Þó hefði verið mjög æskilegt, að fé og tími hefði leyft að gjöra lengri og íburðarbetri einar 2-4 brýr norðan til á heiðinni. En aftur má heita snilldarverk á veginum á sumum stöðum, t. d. í svo nefndu Miðhúsaklifi, sem er svo vel sprengt og upphlaðið, að þess verður nú ekki vart, og svo aftur fyrir neðan svonefnda Mýrarbrekku hérna megin, þar sem vegurinn er lagður yfir all-djúpt gil, er hlaðinn hefir verið grjótveggur, allt að 7 álna hár, sem er mjög vandað verk.


Austri, 12. okt. 1893, 3. árg., 27. tbl., bls. 107:

Fjarðarheiði
Fjarðarheiði er nú algjör byggða í milli hvað vegabót þá snertir, er landssjóður lét vegabótastjóra Pál Jónsson gjöra þar í sumar við tólfta mann, og er það allmikið verk á ekki lengri tíma og eftir ekki fleiri menn. Sýnir það verkhyggni og dugnað vegabótastjórans og verkamannanna, enda mun áframhaldið við verkið hafa verið hið besta og verkið yfir höfuð prýðilega af hendi leyst á svo löngum vegi: 10.610 faðmar öll leiðin og þar af nær 900 upphleyptur og brúaður vegur með hliðarræsum og löngum brúm með ofaníburði, er víða þurfti að sækja all-langt að. Svo hafa verið hlaðnar í sumar á veginum 44 vörður að nýju, en 30 endurbættar til muna, og er það allt mikið verk og vel af hendi leyst, og þó er nú hver varða töluvert ódýrari en hinar fyrri voru, enda er auðvitað, að mönnum smámsaman lærist betur öll vörðuhleðsla, eins og allt annað er til vegabótavinnu heyrir, og því hefðum vér óskað þess, að Austlendingar hefðu unnið meir að þessari vegabót, heldur en varð nú að þessu sinni, því þeir mundu margt hafa getað lært af svo duglegum og æfðum verkstjóra sem Páll Jónsson er; og svo er og eðlilegast, að það fé, er landssjóður leggur til vegagjörða hingað og þangað um landið lendi að miklu leyti í þeim héruðum er vinnan er unnin í, og hér mundi og hafa verið gott rúm fyrir meiri hluta tillagsins úr landssjóði.
En oss er kunnugt um, að hér er hvorki sýslumanni eða vegabótastjóra um að kenna, því verkmenn héðan að austan höfðu ekki gefið sig fram í tíma.
Vér höfum eigi viljað undanfella að geta þessa, þó það eigi komi sjálfri vegabótinni við, - til þess Austfirðingar gæti þess í tíma að verða eigi af vinnunni í vegabót þeirri, er ráðgjörð er milli Jökulsár og Lagarfljóts yfir Hróarstungu á næsta sumri, bæði vegna lærdóms, og svo líka fyrir forþénustu sakir.
Þó vegurinn yfir Fjarðarheiði sé að mestu leyti aðeins ruddur, þá er að honum mesti fararléttir, svo nú má fara heiðina á sumardag á nær þriðjungi styttri tíma en áður. Þó hefði verið mjög æskilegt, að fé og tími hefði leyft að gjöra lengri og íburðarbetri einar 2-4 brýr norðan til á heiðinni. En aftur má heita snilldarverk á veginum á sumum stöðum, t. d. í svo nefndu Miðhúsaklifi, sem er svo vel sprengt og upphlaðið, að þess verður nú ekki vart, og svo aftur fyrir neðan svonefnda Mýrarbrekku hérna megin, þar sem vegurinn er lagður yfir all-djúpt gil, er hlaðinn hefir verið grjótveggur, allt að 7 álna hár, sem er mjög vandað verk.