1893

Ísafold, 21. okt. 1893, 20. árg., 70. tbl., bls. 278:

Vegagerð.
Nú er hætt landsvegavinnu að þessu sinni fyrir nokkru, - í vikunni sem leið síðast á Mosfellsheiði. Vegurinn, sem þar hefir verið lagður, frá Hólmsbrú langt upp á móts við Seljadali, er rúmar 10 rastir (kilom.), en þó eftir að bera ofan í 2 ½ röst; en eftir rúmar 5 rastir þar til kemur saman við Mosfellsheiðarveginn við Borgarhólamel. Það er með öðrum orðum rétt míla eða 7 ½ röst, sem fullger hefir verið af vegi þessum í sumar, og mikið vel gert að sjá, af Erlendi Zakaríassyni með þremur tylftum verkmanna á rúmum 20 vikum, auk 2 ½ rastar, sem aðeins vantar í ofaníburð. Við Hvítárbrúna nýju hefir og verið lagður góður vegarspotti í sumar, rúm 2 ½ röst, yfir mýrina að norðanverðu, af Árna Zakaríassyni. Loks hefir verið talsvert unnið á Austfjörðum, af Páli Jónssyni, sem síðar mun frá skýrt.


Ísafold, 21. okt. 1893, 20. árg., 70. tbl., bls. 278:

Vegagerð.
Nú er hætt landsvegavinnu að þessu sinni fyrir nokkru, - í vikunni sem leið síðast á Mosfellsheiði. Vegurinn, sem þar hefir verið lagður, frá Hólmsbrú langt upp á móts við Seljadali, er rúmar 10 rastir (kilom.), en þó eftir að bera ofan í 2 ½ röst; en eftir rúmar 5 rastir þar til kemur saman við Mosfellsheiðarveginn við Borgarhólamel. Það er með öðrum orðum rétt míla eða 7 ½ röst, sem fullger hefir verið af vegi þessum í sumar, og mikið vel gert að sjá, af Erlendi Zakaríassyni með þremur tylftum verkmanna á rúmum 20 vikum, auk 2 ½ rastar, sem aðeins vantar í ofaníburð. Við Hvítárbrúna nýju hefir og verið lagður góður vegarspotti í sumar, rúm 2 ½ röst, yfir mýrina að norðanverðu, af Árna Zakaríassyni. Loks hefir verið talsvert unnið á Austfjörðum, af Páli Jónssyni, sem síðar mun frá skýrt.