1893

Ísafold, 4. nóv. 1893, 20. árg., 72. tbl., forsíða:

Gufubátsferðirnar um Faxaflóa.
Þessi fyrsta almennilega tilraun með gufubátsferðir hér um flóann, er gerð var á bátnum Elínu í sumar, hefir lánast miklu, miklu betur en jafnvel formælendur slíks nytsemdar-fyrirtækis höfðu gert sér í hugarlund, hvað þá heldur hinir, er töldu öll tormerki á, að það gæti þrifist, og vildu jafnvel gera úr því eintóman loftkastala, er því var fyrst hreyft í Ísafold fyrir nokkrum árum. En þægindin að slíkum ferðum fá menn seint fullrómað, í samanburði við hitt, að hrekjast á opnum bátum og slíta sér út við árina, og láta sér þar á ofan legast oft marga daga í senn.
Fleiri ferðum en 12 á sumrinu var eigi ráð fyrir gert né farið jafnvel fram á af réttum hlutaðeigendum í fyrra vetur. En þær urðu 2-3 falt fleiri. Þær urðu 34 norður á bóginn, til Borgarfjarðar, og 28 á suðurkjálkann; auk 3-4 skemmtiferða til Hvalfjarðar m. m. Báturinn fór 26 ferðir alla leið til Borgarness. Hann kom 65 sinnum við á Akranesi, 40 sinnum í Keflavík, 25 sinnum í Vogum og á Vatnsleysuströnd, fór 15 ferðir suður í Garð, kom 14 sinnum á Straumfjörð og 12 sinnum á Hafnarfjörð.
Tala farþega með bátnum varð alls 2716. Þar af fóru langflestir milli Reykjavíkur og Borgarness, eða 910 alls. Milli Akraness og Reykjavíkur 617, milli Reykjavíkur og Keflavíkur 395, milli Reykjavíkur og Straumfjarðar 145, og milli Reykjavíkur og Garðs 123. Annars nær talan hvergi 100; mest 99, milli Borgarness og Akraness. Milli sumra viðkomustaðanna (eingöngu) hefir jafnvel eigi farið nema 1 hræða alls, svo sem Akraness og Búða, Akraness og Maríuhafnar, Reykjavíkur og Vatnsleysu, Njarðvíkur og Kaflavíkur og milli Keflavíkur og Garðs; milli Rvíkur og Grindavíkur enginn.
Viðlíka mikla vinnu að tekjum til hefir báturinn haft við vöruflutning eins og mannflutning, að meðtöldum flutningum fyrir verslun útgerðarmannsins sjálfs, er nemur nálægt ¼. Er og leiðin milli Reykjavíkur og Borgarness þar lang-efst á blaði, en þá leiðin milli Reykjavíkur og Akraness.
Varla þarf að efa, að með svona mikilli notkun bátsins hafi ferðir hans í sumar borgað sig. Hitt er annað mál, að útgerðarmaður gæti auðvitað skaðast samt á fyrirtækinu, ef selja þyrfti bátinn bráðlega öðruvísi en með fullu verði.
Eftir samningnum við bæjarstjórn og sýslunefndir þarf báturinn eigi að fara nema 12 ferðir að sumri, - aldrei farið fram á meira. En færri en í sumar verða þær fráleitt hafðar, eftir þá reynslu sem nú er fengin, með því líka að þær verða sjálfsagt látnar byrja talsvert fyr. Ákjósanlegast væri, að þær væru enn tíðari, og umfram allt sem reglubundnastar, ekki vegna þess, að flutningaþörfin heimti kannske meira en í sumar er var, heldur af því, að tíðar, reglubundnar og fyrirfram fastákveðnar ferðir eru skilyrði fyrir því, að samgöngur um þetta svæði taki þeim stakkaskiptum, sem vera ætti, sem sé: að ferðalög á opnum bátum legðust hér um bil alveg niður á ferðasvæði gufubátsins þann tíma árs, sem hann er á ferðinni, en það ætti í rauninni að vera sem mestur hluti ársins. Vitanlega yrði lítið að gera þá í sumum ferðunum, og stundum jafnvel ekkert. En það mundi sannast, að afnot bátsins yrði samt sem áður ekki einungis notasælli fyrir almenning með því lagi, heldur jafnvel drýgri fyrir pyngju útgerðarmannsins, er fram liðu stundir.
Til þess að ná þessum tilgangi þyrfti báturinn að fara tvisvar í viku milli Borgarness og Reykjavíkur, sömu vissu vikudagana, en um heyannir ekki nema annaðhvort einu sinni í viku eða öllu heldur tvívegis aðra hvora viku. Þetta mundi nóg að sinni, en minna ekki nóg. Meðal annars mundu þá t. d. langferðamenn norðan úr landi og vestan eigi bera við að fara landveg lengra en í Bogarfjörð, en sjóveg þaðan til Reykjavíkur, sér til mikils hægðarauka, flýtis og hestasparnaðar.


Ísafold, 4. nóv. 1893, 20. árg., 72. tbl., forsíða:

Gufubátsferðirnar um Faxaflóa.
Þessi fyrsta almennilega tilraun með gufubátsferðir hér um flóann, er gerð var á bátnum Elínu í sumar, hefir lánast miklu, miklu betur en jafnvel formælendur slíks nytsemdar-fyrirtækis höfðu gert sér í hugarlund, hvað þá heldur hinir, er töldu öll tormerki á, að það gæti þrifist, og vildu jafnvel gera úr því eintóman loftkastala, er því var fyrst hreyft í Ísafold fyrir nokkrum árum. En þægindin að slíkum ferðum fá menn seint fullrómað, í samanburði við hitt, að hrekjast á opnum bátum og slíta sér út við árina, og láta sér þar á ofan legast oft marga daga í senn.
Fleiri ferðum en 12 á sumrinu var eigi ráð fyrir gert né farið jafnvel fram á af réttum hlutaðeigendum í fyrra vetur. En þær urðu 2-3 falt fleiri. Þær urðu 34 norður á bóginn, til Borgarfjarðar, og 28 á suðurkjálkann; auk 3-4 skemmtiferða til Hvalfjarðar m. m. Báturinn fór 26 ferðir alla leið til Borgarness. Hann kom 65 sinnum við á Akranesi, 40 sinnum í Keflavík, 25 sinnum í Vogum og á Vatnsleysuströnd, fór 15 ferðir suður í Garð, kom 14 sinnum á Straumfjörð og 12 sinnum á Hafnarfjörð.
Tala farþega með bátnum varð alls 2716. Þar af fóru langflestir milli Reykjavíkur og Borgarness, eða 910 alls. Milli Akraness og Reykjavíkur 617, milli Reykjavíkur og Keflavíkur 395, milli Reykjavíkur og Straumfjarðar 145, og milli Reykjavíkur og Garðs 123. Annars nær talan hvergi 100; mest 99, milli Borgarness og Akraness. Milli sumra viðkomustaðanna (eingöngu) hefir jafnvel eigi farið nema 1 hræða alls, svo sem Akraness og Búða, Akraness og Maríuhafnar, Reykjavíkur og Vatnsleysu, Njarðvíkur og Kaflavíkur og milli Keflavíkur og Garðs; milli Rvíkur og Grindavíkur enginn.
Viðlíka mikla vinnu að tekjum til hefir báturinn haft við vöruflutning eins og mannflutning, að meðtöldum flutningum fyrir verslun útgerðarmannsins sjálfs, er nemur nálægt ¼. Er og leiðin milli Reykjavíkur og Borgarness þar lang-efst á blaði, en þá leiðin milli Reykjavíkur og Akraness.
Varla þarf að efa, að með svona mikilli notkun bátsins hafi ferðir hans í sumar borgað sig. Hitt er annað mál, að útgerðarmaður gæti auðvitað skaðast samt á fyrirtækinu, ef selja þyrfti bátinn bráðlega öðruvísi en með fullu verði.
Eftir samningnum við bæjarstjórn og sýslunefndir þarf báturinn eigi að fara nema 12 ferðir að sumri, - aldrei farið fram á meira. En færri en í sumar verða þær fráleitt hafðar, eftir þá reynslu sem nú er fengin, með því líka að þær verða sjálfsagt látnar byrja talsvert fyr. Ákjósanlegast væri, að þær væru enn tíðari, og umfram allt sem reglubundnastar, ekki vegna þess, að flutningaþörfin heimti kannske meira en í sumar er var, heldur af því, að tíðar, reglubundnar og fyrirfram fastákveðnar ferðir eru skilyrði fyrir því, að samgöngur um þetta svæði taki þeim stakkaskiptum, sem vera ætti, sem sé: að ferðalög á opnum bátum legðust hér um bil alveg niður á ferðasvæði gufubátsins þann tíma árs, sem hann er á ferðinni, en það ætti í rauninni að vera sem mestur hluti ársins. Vitanlega yrði lítið að gera þá í sumum ferðunum, og stundum jafnvel ekkert. En það mundi sannast, að afnot bátsins yrði samt sem áður ekki einungis notasælli fyrir almenning með því lagi, heldur jafnvel drýgri fyrir pyngju útgerðarmannsins, er fram liðu stundir.
Til þess að ná þessum tilgangi þyrfti báturinn að fara tvisvar í viku milli Borgarness og Reykjavíkur, sömu vissu vikudagana, en um heyannir ekki nema annaðhvort einu sinni í viku eða öllu heldur tvívegis aðra hvora viku. Þetta mundi nóg að sinni, en minna ekki nóg. Meðal annars mundu þá t. d. langferðamenn norðan úr landi og vestan eigi bera við að fara landveg lengra en í Bogarfjörð, en sjóveg þaðan til Reykjavíkur, sér til mikils hægðarauka, flýtis og hestasparnaðar.