1893

Austri, 29. nóv. 1893, 3. árg., 33. tbl., bls. 131:

Fjarðarheiði
Í 27. tbl. "Austra" þ. á. er grein um vegagjörðina á Fjarðarheiði næstliðið sumar og er í henni ekkert ofhól um Pál vegfræðing Jónsson og þá félaga hans, heldur hreinn og beinn sannleiki, að þeir unnu verk sitt með trú og dyggð o. s. frv.
Í greininni er skýrt frá vegabótinni í heild sinni, að mestu leyti. - Vegi og vörðum - og hvað væri ábótavant við veginn norðan til á heiðinni, en höf. hefir ekki getið um, hvað vörðunum er ábótavant, og er það sjálfsagt af ókunnugleik, vil ég því leyfa mér að fara um þær nokkrum orðum.
Allir kunnugir vita að vörðurnar ná nú orðið yfir alla heiðina brúna á milli; (af norðurbrún og á austurbrún á Felli) og sýnist í fljótu bragði að það munu duga: en samt sem áður virðist ekki einhlítt að vörðurnar nái ekki yfir lengra svæði en þær gjöra. Að norðan (Héraðsmegin) þyrftu þær að ná ofan að hinum svokallaða Fardagafossi, að minnsta kosti, og að austan (Seyðisfjarðar megin) ofan á hinn svo nefnda Neðri-Staf og mundu vörðurnar verða að samanlögðu - austan og norðan - á að giska 20-25. Það eru mörg dæmi til þess að menn hafa villst mikið afvega á þessari leið (ofan beggja vegna), þó þeir hafi komist óvilltir af sjálfri heiðinni; auðvitað mun fleirum hafa orðið villuhættara Seyðisfjarðar megin, enda er mjög villugjarnt milli Efra-Stafs og Neðra-Stafs, þegar slétt er orðið með fönn af hverri brekku og hæð og ekkert er við að styðjast. Það má óhætt trúa því, að nú munu menn verða óragari að leggja til heiðarinnar en áður, þó dimmt sé veður, þegar vörðurnar eru yfir sjálfa heiðina, en hvað dugar það ef þeir ná þeim aldrei? Og þó þeir næðu þeim, þá eiga þeir það á hættu, hvernig þeim muni reiða af ofan hinu megin.
Af því margir fara á vetrum yfir heiði þessa, ættu nú Norður- og Suðurmúlasýslurnar, að leggja fé fram á næsta sumri til varðanna, svo þær komist þá strax upp, en bíða ekki eftir því í óvissu, hvort þingið lætur nokkuð af hendi rakna til þessarar heiðar framvegis eða ekki.
Fjarðarseli. Ritað í Október 1893.
Vigfús Ólafsson.


Austri, 29. nóv. 1893, 3. árg., 33. tbl., bls. 131:

Fjarðarheiði
Í 27. tbl. "Austra" þ. á. er grein um vegagjörðina á Fjarðarheiði næstliðið sumar og er í henni ekkert ofhól um Pál vegfræðing Jónsson og þá félaga hans, heldur hreinn og beinn sannleiki, að þeir unnu verk sitt með trú og dyggð o. s. frv.
Í greininni er skýrt frá vegabótinni í heild sinni, að mestu leyti. - Vegi og vörðum - og hvað væri ábótavant við veginn norðan til á heiðinni, en höf. hefir ekki getið um, hvað vörðunum er ábótavant, og er það sjálfsagt af ókunnugleik, vil ég því leyfa mér að fara um þær nokkrum orðum.
Allir kunnugir vita að vörðurnar ná nú orðið yfir alla heiðina brúna á milli; (af norðurbrún og á austurbrún á Felli) og sýnist í fljótu bragði að það munu duga: en samt sem áður virðist ekki einhlítt að vörðurnar nái ekki yfir lengra svæði en þær gjöra. Að norðan (Héraðsmegin) þyrftu þær að ná ofan að hinum svokallaða Fardagafossi, að minnsta kosti, og að austan (Seyðisfjarðar megin) ofan á hinn svo nefnda Neðri-Staf og mundu vörðurnar verða að samanlögðu - austan og norðan - á að giska 20-25. Það eru mörg dæmi til þess að menn hafa villst mikið afvega á þessari leið (ofan beggja vegna), þó þeir hafi komist óvilltir af sjálfri heiðinni; auðvitað mun fleirum hafa orðið villuhættara Seyðisfjarðar megin, enda er mjög villugjarnt milli Efra-Stafs og Neðra-Stafs, þegar slétt er orðið með fönn af hverri brekku og hæð og ekkert er við að styðjast. Það má óhætt trúa því, að nú munu menn verða óragari að leggja til heiðarinnar en áður, þó dimmt sé veður, þegar vörðurnar eru yfir sjálfa heiðina, en hvað dugar það ef þeir ná þeim aldrei? Og þó þeir næðu þeim, þá eiga þeir það á hættu, hvernig þeim muni reiða af ofan hinu megin.
Af því margir fara á vetrum yfir heiði þessa, ættu nú Norður- og Suðurmúlasýslurnar, að leggja fé fram á næsta sumri til varðanna, svo þær komist þá strax upp, en bíða ekki eftir því í óvissu, hvort þingið lætur nokkuð af hendi rakna til þessarar heiðar framvegis eða ekki.
Fjarðarseli. Ritað í Október 1893.
Vigfús Ólafsson.