1891

Þjóðólfur, 23. janúar 1891, 43. árg., 4. tbl., forsíða:

Nokkur orð um vegagjörð.
Hingað til hefur vegagjörð hér á landi verið hagað þannig, að sinn vegspottinn hefur verið gerður hvert árið, eitt árið á þessum stað, hitt árið á öðrum stað. Þessi skipting er mjög óheppileg; notin verða svo lítil að þessum vegspottum, sem unnið er að hér og hvar; stefnuleysi og ósamkvæmni kemur fram í verkinu, vegagjörðin verður miklu dýrari en ella, því að flutningur á verkfærum fram og aftur og öllu, sem til verksins heyrir, kostar ótrúlega mikið, þar sem allt verður að flytja á hestum, en engu verður ekið á vögnum. Ef aftur á móti væri haldið áfram sama veginum ár eftir ár, hyrfi því nær allur þessi flutningskostnaður. Þegar áhöldin hafa einu sinni verið flutt þangað, færi flutningurinn úr því fram jafnframt því sem verkið væri unnið. Það er því mín skoðun, að halda ætti áfram sama veginum ár eftir ár, þangað til hann er búinn. Þetta ætti að geta orðið að minnsta kosti með tvo aðalvegi í senn. En auk þess ætti þá að gera vegspotta hingað og þangað, þar sem mest á liggur.
Að halda þannig áfram tveim aðalvegum samfleytt ár eftir ár, er þó auðvitað ekki mögulegt, nema þingið veiti meira fé til vegagjörða, en það hefur hingað til gert, en það ætti þingið að geta, er nýju tollarnir eru farnir að hafa áhrif á fjárhaginn. Það eru sérstaklega tveir aðalvegir, sem að mínu áliti ættu helst að sitja fyrir, fyrst áframhaldið af Svínahraunsveginum austur fyrir Hellisheiði, sem nauðsynlegt væri að héldi áfram, til að setja austursýslurnar í samband við Reykjavík og sjávarsveitirnar fram með Faxaflóa. Þessi vegur er víst einhver fjölfarnasti vegur á landinu, þar sem að honum liggja 3 sýslur, sem mjög lítið geta notað sjóleiðina sökum hafnaleysis.
Hinn vegurinn er norður-póstleiðin, sem ekki væri vanþörf á þótt eitthvað væri gjört við.
Það er því mín tillaga, að næsta þing veiti 60-70.000 kr. alls til vegagjörða á næsta fjárhagstímabili, þar af til áðurnefndra tveggja aðalvega 20-25.000 kr. til hvors þeirra. Þá mætti vinna nokkurn veginn tafarlaust að áframhaldinu ár eftir ár. Það sem eftir væri af peningum, gæti svo gengið til vegagjörðar, þar sem brýnust nauðsyn væri til að leggja eða gjöra við veg, sem landssjóður ætti að kosta. Eftir næsta fjárhagstímabil gæti vel verið, að þingið sæi sér fært að leggja nokkuð meira til vegagjörða, svo að byrjað yrði á þriðja staðnum fyrir alvöru.
Í sambandi við þetta á Mosfellsheiðarveginn. Yfir sjálfa heiðina er nú kominn allgóður vegur vestan frá Leirdalsrás austur að Þrívörðum, skammt fyrir ofan Vilborgarkeldu, en þaðan frá og austur úr á Árnessýsla að kosta veginn, með því að það er sýsluvegur Árnessýslu, en frá Leirdalsrás og niður úr á Gullbringusýsla að kosta hann, af því að það er sýsluvegur Gullbringusýslu, en það er víst, að sýslurnar fara seint eða aldrei að kosta þennan veg, allra síst Gullbringusýsla, sem ekkert beinlínis gagn hefur af veginum, þessi vegur þyrfti þá að koma, sem allra fyrst, því að fyrst og fremst er mikil umferð um hann úr efri partinum af Árnessýslu og að norðan og flestallir útlendir ferðamenn nota hann, sérstaklega þeir, sem fara til Þingvalla, Geysis og Heklu. Ef góður vegur væri alla þessa leið, gæti það orðið heldur til að laða útlendinga hingað til lands, sem væri mikilsvert, því að það eru ekki svo litlir peningar, sem þeir skilja hér eftir fyrir hestalán, greiða og ýmislegt fleira. Mér þætti því heppilegast, að þessi vegur að minnsta kosti og jafnvel allir aðalvegir, þótt ekki séu póstvegir, kæmust undir stjórn landsstjórnarinnar og landssjóður kostaði þá að miklu leyti, en sýslusjóður í þeirri sýslu, sem vegurinn væri gjörður í, legði þó nokkuð til, eftir því sem þingið ákvæði nánara um hvern veg fyrir sig.
Vegagjörðarmaður.


Þjóðólfur, 23. janúar 1891, 43. árg., 4. tbl., forsíða:

Nokkur orð um vegagjörð.
Hingað til hefur vegagjörð hér á landi verið hagað þannig, að sinn vegspottinn hefur verið gerður hvert árið, eitt árið á þessum stað, hitt árið á öðrum stað. Þessi skipting er mjög óheppileg; notin verða svo lítil að þessum vegspottum, sem unnið er að hér og hvar; stefnuleysi og ósamkvæmni kemur fram í verkinu, vegagjörðin verður miklu dýrari en ella, því að flutningur á verkfærum fram og aftur og öllu, sem til verksins heyrir, kostar ótrúlega mikið, þar sem allt verður að flytja á hestum, en engu verður ekið á vögnum. Ef aftur á móti væri haldið áfram sama veginum ár eftir ár, hyrfi því nær allur þessi flutningskostnaður. Þegar áhöldin hafa einu sinni verið flutt þangað, færi flutningurinn úr því fram jafnframt því sem verkið væri unnið. Það er því mín skoðun, að halda ætti áfram sama veginum ár eftir ár, þangað til hann er búinn. Þetta ætti að geta orðið að minnsta kosti með tvo aðalvegi í senn. En auk þess ætti þá að gera vegspotta hingað og þangað, þar sem mest á liggur.
Að halda þannig áfram tveim aðalvegum samfleytt ár eftir ár, er þó auðvitað ekki mögulegt, nema þingið veiti meira fé til vegagjörða, en það hefur hingað til gert, en það ætti þingið að geta, er nýju tollarnir eru farnir að hafa áhrif á fjárhaginn. Það eru sérstaklega tveir aðalvegir, sem að mínu áliti ættu helst að sitja fyrir, fyrst áframhaldið af Svínahraunsveginum austur fyrir Hellisheiði, sem nauðsynlegt væri að héldi áfram, til að setja austursýslurnar í samband við Reykjavík og sjávarsveitirnar fram með Faxaflóa. Þessi vegur er víst einhver fjölfarnasti vegur á landinu, þar sem að honum liggja 3 sýslur, sem mjög lítið geta notað sjóleiðina sökum hafnaleysis.
Hinn vegurinn er norður-póstleiðin, sem ekki væri vanþörf á þótt eitthvað væri gjört við.
Það er því mín tillaga, að næsta þing veiti 60-70.000 kr. alls til vegagjörða á næsta fjárhagstímabili, þar af til áðurnefndra tveggja aðalvega 20-25.000 kr. til hvors þeirra. Þá mætti vinna nokkurn veginn tafarlaust að áframhaldinu ár eftir ár. Það sem eftir væri af peningum, gæti svo gengið til vegagjörðar, þar sem brýnust nauðsyn væri til að leggja eða gjöra við veg, sem landssjóður ætti að kosta. Eftir næsta fjárhagstímabil gæti vel verið, að þingið sæi sér fært að leggja nokkuð meira til vegagjörða, svo að byrjað yrði á þriðja staðnum fyrir alvöru.
Í sambandi við þetta á Mosfellsheiðarveginn. Yfir sjálfa heiðina er nú kominn allgóður vegur vestan frá Leirdalsrás austur að Þrívörðum, skammt fyrir ofan Vilborgarkeldu, en þaðan frá og austur úr á Árnessýsla að kosta veginn, með því að það er sýsluvegur Árnessýslu, en frá Leirdalsrás og niður úr á Gullbringusýsla að kosta hann, af því að það er sýsluvegur Gullbringusýslu, en það er víst, að sýslurnar fara seint eða aldrei að kosta þennan veg, allra síst Gullbringusýsla, sem ekkert beinlínis gagn hefur af veginum, þessi vegur þyrfti þá að koma, sem allra fyrst, því að fyrst og fremst er mikil umferð um hann úr efri partinum af Árnessýslu og að norðan og flestallir útlendir ferðamenn nota hann, sérstaklega þeir, sem fara til Þingvalla, Geysis og Heklu. Ef góður vegur væri alla þessa leið, gæti það orðið heldur til að laða útlendinga hingað til lands, sem væri mikilsvert, því að það eru ekki svo litlir peningar, sem þeir skilja hér eftir fyrir hestalán, greiða og ýmislegt fleira. Mér þætti því heppilegast, að þessi vegur að minnsta kosti og jafnvel allir aðalvegir, þótt ekki séu póstvegir, kæmust undir stjórn landsstjórnarinnar og landssjóður kostaði þá að miklu leyti, en sýslusjóður í þeirri sýslu, sem vegurinn væri gjörður í, legði þó nokkuð til, eftir því sem þingið ákvæði nánara um hvern veg fyrir sig.
Vegagjörðarmaður.