1891

Þjóðólfur, 2. feb. 1891, 43. árg., 6. tbl., bls. 24:

Um Ölvesárbrúna.
Um Ölvesárbrúna er oss skrifað 29. f. m. úr Árnessýslu: "Brúin er öll komin að brúarstæðinu, öll smærri stykki hafa verið látin inn í húsið, sem er þar, en það, sem illt er að hreyfa, er haft úti Aksturinn hefur gegnið ágætlega og sýndu menn hér góð samtök og dugnað í því verki; nú seinustu dagana voru 50 til 60 menn við aksturinn. Flest brúarstykkin eru 160 til 600 pd. að þyngd og þar yfir, að undanteknum strengjunum, sem eru 6000 til 7000 pd. 34 menn þurfti til að draga þyngstu strengina, en hinir minni voru hafðir tveir á í einu og drógu þá fleiri; strengirnir voru hafðir tvöfaldir á sleðunum og hver sleðinn aftan í öðrum með þriggja álna millibili, og á þann hátt veittist fremur létt að draga þá".


Þjóðólfur, 2. feb. 1891, 43. árg., 6. tbl., bls. 24:

Um Ölvesárbrúna.
Um Ölvesárbrúna er oss skrifað 29. f. m. úr Árnessýslu: "Brúin er öll komin að brúarstæðinu, öll smærri stykki hafa verið látin inn í húsið, sem er þar, en það, sem illt er að hreyfa, er haft úti Aksturinn hefur gegnið ágætlega og sýndu menn hér góð samtök og dugnað í því verki; nú seinustu dagana voru 50 til 60 menn við aksturinn. Flest brúarstykkin eru 160 til 600 pd. að þyngd og þar yfir, að undanteknum strengjunum, sem eru 6000 til 7000 pd. 34 menn þurfti til að draga þyngstu strengina, en hinir minni voru hafðir tveir á í einu og drógu þá fleiri; strengirnir voru hafðir tvöfaldir á sleðunum og hver sleðinn aftan í öðrum með þriggja álna millibili, og á þann hátt veittist fremur létt að draga þá".