1891

Ísafold, 14. feb. 1891, 18. árg., 13. tbl., bls. 51:

Vegargjörð á vetrardag.
Það er vottur um frábært vetrarfar og að öðru leyti í frásögur færandi, að frá því um veturnætur og nú fram í þorra-byrjun var gerður nýr vegur frá rótum milli Reykjavíkur og fiskimannahverfis þess í landi bæjarins suður við Skerjafjörð, er Kaplaskjól nefnist. Þar er mýri á milli allbreið, ófær yfirferðar, og þurfti að fara langan krók austur fyrir hana til þess að komast til bæjarins sunnan að, og þó um vegleysu. Hinn nýi vegur er vandaður vagnvegur, 6 álna breiður og 640 álna langur alls. Yfir mýrina eru vegarjaðrarnir hlaðnir úr grashnausum, en grjót lagt utan á þá, er upp úr mýrinni dregur, en hleðsla þar sem byggðin tekur við inni í bænum, yfir Selsholt.
Vegargjörð þessi er mikið vel vönduð, öllu betur en á hinum nýju þjóðvegum hér í grennd að tvennu leyti: 1., ofaníburður miklu meiri, sumsstaðar hálfu þykkri en vanalegt hefir verið, með því reynslan hefir sýnt, að ofaníburður hefir verið hafður heldur þunnur víðast hvar; 2., skurðir meðfram veginum hafðir talsvert fjær: hafður nær 3 álna (69 þml.) breiður bekkur utan með veginum í mýrinni, frá vegarjaðrinum neðanverðum út að skurðunum beggja vegna. Reynslan hefir kennt það hér, að vegirnir liggja undir skemmdum, ef skurðirnir eru hafðir öllu nær en það.
Að vegavinnu þessari unnu nær eingöngu verkfærir þurfamenn bæjarins, undir forustu okkar efnilega og ötula vegavinnustjóra Erlendar Zakaríassonar, er stikaði veginn og sagði fyrir verkum, en hafði undir sér 3-4 flokksformenn, eins og siður er til og vel greiðir fyrir verkum. Verkmenn voru rúmir 30 framan af, en tæpir tuttugu upp á síðkastið. Dýrara varð verkið fyrir það, að eigi voru tök á að hafa hesta til að aka ofaníburði.
Kostað hefir vegur þessi alls um 3.300 kr., eða um 5. kr. faðmurinn. Er þegar gerð grein fyrir, hvað valdið hefir dýrleikanum. Veðráttu verður varla um það kennt; hún gerði svo sem engan verulegan tálma, nema helst rigningarnar í haust, og verkfall varð eigi hennar vegna nema örfáa daga alls, naumast fleiri en gerist á sumardag vegna rigninga. Kaup var haft lágt, 16-20 a. um kl.-stundina, nema verkstjóranna nokkuð hærra. Meiri hluta kostnaðarins mundi hafa orðið að leggja þurfamönnum þeim, er að vegunum unnu, úr bæjarsjóði hvort sem var, þótt þeir hefðu ekkert unnið, en talsvert gelst upp í leigu fjár þess, er í veginn hefir lagt verið, með eftirgjaldi eftir túnræktarbletti o. fl., er menn föluðu fram með honum jafnskjótt sem hann var lagður.


Ísafold, 14. feb. 1891, 18. árg., 13. tbl., bls. 51:

Vegargjörð á vetrardag.
Það er vottur um frábært vetrarfar og að öðru leyti í frásögur færandi, að frá því um veturnætur og nú fram í þorra-byrjun var gerður nýr vegur frá rótum milli Reykjavíkur og fiskimannahverfis þess í landi bæjarins suður við Skerjafjörð, er Kaplaskjól nefnist. Þar er mýri á milli allbreið, ófær yfirferðar, og þurfti að fara langan krók austur fyrir hana til þess að komast til bæjarins sunnan að, og þó um vegleysu. Hinn nýi vegur er vandaður vagnvegur, 6 álna breiður og 640 álna langur alls. Yfir mýrina eru vegarjaðrarnir hlaðnir úr grashnausum, en grjót lagt utan á þá, er upp úr mýrinni dregur, en hleðsla þar sem byggðin tekur við inni í bænum, yfir Selsholt.
Vegargjörð þessi er mikið vel vönduð, öllu betur en á hinum nýju þjóðvegum hér í grennd að tvennu leyti: 1., ofaníburður miklu meiri, sumsstaðar hálfu þykkri en vanalegt hefir verið, með því reynslan hefir sýnt, að ofaníburður hefir verið hafður heldur þunnur víðast hvar; 2., skurðir meðfram veginum hafðir talsvert fjær: hafður nær 3 álna (69 þml.) breiður bekkur utan með veginum í mýrinni, frá vegarjaðrinum neðanverðum út að skurðunum beggja vegna. Reynslan hefir kennt það hér, að vegirnir liggja undir skemmdum, ef skurðirnir eru hafðir öllu nær en það.
Að vegavinnu þessari unnu nær eingöngu verkfærir þurfamenn bæjarins, undir forustu okkar efnilega og ötula vegavinnustjóra Erlendar Zakaríassonar, er stikaði veginn og sagði fyrir verkum, en hafði undir sér 3-4 flokksformenn, eins og siður er til og vel greiðir fyrir verkum. Verkmenn voru rúmir 30 framan af, en tæpir tuttugu upp á síðkastið. Dýrara varð verkið fyrir það, að eigi voru tök á að hafa hesta til að aka ofaníburði.
Kostað hefir vegur þessi alls um 3.300 kr., eða um 5. kr. faðmurinn. Er þegar gerð grein fyrir, hvað valdið hefir dýrleikanum. Veðráttu verður varla um það kennt; hún gerði svo sem engan verulegan tálma, nema helst rigningarnar í haust, og verkfall varð eigi hennar vegna nema örfáa daga alls, naumast fleiri en gerist á sumardag vegna rigninga. Kaup var haft lágt, 16-20 a. um kl.-stundina, nema verkstjóranna nokkuð hærra. Meiri hluta kostnaðarins mundi hafa orðið að leggja þurfamönnum þeim, er að vegunum unnu, úr bæjarsjóði hvort sem var, þótt þeir hefðu ekkert unnið, en talsvert gelst upp í leigu fjár þess, er í veginn hefir lagt verið, með eftirgjaldi eftir túnræktarbletti o. fl., er menn föluðu fram með honum jafnskjótt sem hann var lagður.