1891

Ísafold, 25. feb. 1891, 18. árg., 16. tbl., bls. 62:

Aðalpóstleið um Húnavatnssýslu.
Það mál var rætt á sýslufundi Húnvetninga í vetur, eins og hér segir, úr bréfi að norðan 10. þ.m.: "Eins og kunnugt er hefir menn mjög greint á um það, hvar heppilegast mundi að leggja aðalpóstveginn um austursýsluna, hvort heldur frá Stórugiljá um Reyki, fram með Svínavatni að austanverðu, og yfir um Blöndu á Tunguvaði, eða frá Stórugiljá um Blönduós fram Langadal. Fremri leiðin er að vísu beinni og mun þar af leiðandi lítið eitt skemmri, og þessi kostur hennar nægði til þess, að hinn útlendi vegfræðingur, sem átti að segja álit sitt í þessu efni, áleit rétt að gjöra hana að aðalpóstleið.
Þeir ókostir fundust honum víst ekki nema smáræði, að hér er um ekkert hentugt brúarstæði að ræða á Blöndu, og ómögulegt er að gjöra greiðan veg á þessari leið, nema með þeim stórkostnaði, sem álíta má lítt kljúfandi fyrir landssjóð, eins og fjárhagurinn er nú, og í mörg horn er að líta. Einnig er ekki að sjá, að hann hafi gjört mikið úr Svartá sem farartálma, er oft reynist hið versta vatnsfall. En þegar litið er á, að vegfræðingurinn var erlendur maður, lítt kunnugur öllum högum þjóðarinnar, er það afsakanlegt, þótt miður tækist en skyldi með þessa álitagjörð hans. Hitt gegnir fremur furðu, að meiri hluti amtsráðsins skyldu verða honum samdóma, þrátt fyrir upplýsingar minni hlutans í málinu, umboðsmanns B. G. Blöndals, sem vitanlega er gagnkunnugur leiðinni, og mælti mjög á móti áliti vegfræðingsins.
Þegar nú mál þetta kom fyrir sýslunefndina, varð það samhljóða álit allra sýslunefndarmanna, nema sýslunefndarmannsins úr Svínavatnshreppi, að póstleiðin skyldi leggjast um Blönduós og fram Langadal, og mun sú ályktun í samræmi við eindregið álit, ósk og vilja allra sýslubúa, nema Svínavatns-hreppsmanna einna, sem auðvitað þætti það mjög æskilegt, að aðalpóstleiðin lægi um sveit þeirra. En það eru ekki aðeins allflestir sýslubúar, sem eru þeirrar skoðunar, að best eigi við í alla staði, að póstleiðin liggi um Blönduós, heldur og margir merkir utanhéraðsmenn, sem gagnkunnugir eru hér í sýslu; og ástæðurnar fyrir því eru fyrst og fremst, að vegurinn er svo góður á þeirri leið, að það yrði margfalt minni kostnaður, að gjöra hann að góðri póstleið, heldur en hina fyrrnefndu syðri leið. Í öðru lagi er skammt frá Blönduós eitthvert hið ágætasta brúarstæði á Blöndu, sem til er. Í þriðja lagi virðist það eiga vel við, að póstleiðin liggi um Blönduós, þar sem hann er hinn fjölfarnasti staður sýslunnar, og má með réttu nefnast miðdepill hennar, að því er snertir samgöngur og viðskipti sýslubúa. Margt er það fleira, sem mælir með því, að Blönduósleiðin verðu aðalpóstleið, og þar sem vegalengdarmunur er næsta lítill á henni og hinni fremri leið, búast menn við æskilegum úrslitum í þessu máli, samkvæmt tillögum sýslunefndarinnar, einkum þar sem landshöfðingi vor hefir nú sjálfur séð þessar umræddu leiðir, og þarf ekki að byggja það á sögusögn vegfræðingsins né annarra, hvað muni kostnaðarminnst og sýslubúum hagfelldast í þessu tilliti.


Ísafold, 25. feb. 1891, 18. árg., 16. tbl., bls. 62:

Aðalpóstleið um Húnavatnssýslu.
Það mál var rætt á sýslufundi Húnvetninga í vetur, eins og hér segir, úr bréfi að norðan 10. þ.m.: "Eins og kunnugt er hefir menn mjög greint á um það, hvar heppilegast mundi að leggja aðalpóstveginn um austursýsluna, hvort heldur frá Stórugiljá um Reyki, fram með Svínavatni að austanverðu, og yfir um Blöndu á Tunguvaði, eða frá Stórugiljá um Blönduós fram Langadal. Fremri leiðin er að vísu beinni og mun þar af leiðandi lítið eitt skemmri, og þessi kostur hennar nægði til þess, að hinn útlendi vegfræðingur, sem átti að segja álit sitt í þessu efni, áleit rétt að gjöra hana að aðalpóstleið.
Þeir ókostir fundust honum víst ekki nema smáræði, að hér er um ekkert hentugt brúarstæði að ræða á Blöndu, og ómögulegt er að gjöra greiðan veg á þessari leið, nema með þeim stórkostnaði, sem álíta má lítt kljúfandi fyrir landssjóð, eins og fjárhagurinn er nú, og í mörg horn er að líta. Einnig er ekki að sjá, að hann hafi gjört mikið úr Svartá sem farartálma, er oft reynist hið versta vatnsfall. En þegar litið er á, að vegfræðingurinn var erlendur maður, lítt kunnugur öllum högum þjóðarinnar, er það afsakanlegt, þótt miður tækist en skyldi með þessa álitagjörð hans. Hitt gegnir fremur furðu, að meiri hluti amtsráðsins skyldu verða honum samdóma, þrátt fyrir upplýsingar minni hlutans í málinu, umboðsmanns B. G. Blöndals, sem vitanlega er gagnkunnugur leiðinni, og mælti mjög á móti áliti vegfræðingsins.
Þegar nú mál þetta kom fyrir sýslunefndina, varð það samhljóða álit allra sýslunefndarmanna, nema sýslunefndarmannsins úr Svínavatnshreppi, að póstleiðin skyldi leggjast um Blönduós og fram Langadal, og mun sú ályktun í samræmi við eindregið álit, ósk og vilja allra sýslubúa, nema Svínavatns-hreppsmanna einna, sem auðvitað þætti það mjög æskilegt, að aðalpóstleiðin lægi um sveit þeirra. En það eru ekki aðeins allflestir sýslubúar, sem eru þeirrar skoðunar, að best eigi við í alla staði, að póstleiðin liggi um Blönduós, heldur og margir merkir utanhéraðsmenn, sem gagnkunnugir eru hér í sýslu; og ástæðurnar fyrir því eru fyrst og fremst, að vegurinn er svo góður á þeirri leið, að það yrði margfalt minni kostnaður, að gjöra hann að góðri póstleið, heldur en hina fyrrnefndu syðri leið. Í öðru lagi er skammt frá Blönduós eitthvert hið ágætasta brúarstæði á Blöndu, sem til er. Í þriðja lagi virðist það eiga vel við, að póstleiðin liggi um Blönduós, þar sem hann er hinn fjölfarnasti staður sýslunnar, og má með réttu nefnast miðdepill hennar, að því er snertir samgöngur og viðskipti sýslubúa. Margt er það fleira, sem mælir með því, að Blönduósleiðin verðu aðalpóstleið, og þar sem vegalengdarmunur er næsta lítill á henni og hinni fremri leið, búast menn við æskilegum úrslitum í þessu máli, samkvæmt tillögum sýslunefndarinnar, einkum þar sem landshöfðingi vor hefir nú sjálfur séð þessar umræddu leiðir, og þarf ekki að byggja það á sögusögn vegfræðingsins né annarra, hvað muni kostnaðarminnst og sýslubúum hagfelldast í þessu tilliti.