1891

Þjóðólfur, 17. júlí 1891, 43. árg., 32. tbl., bls. 134:

Alþingi.
III.
Þingmannafrumvörp þessi hafa við bæst síðan seinast:
....
Samgöngufrumvarp: séra Jens ákveður, að landssjóður skuli halda úti á sinn kostnað gufuskipi í strandferðum við landið ár hvert eigi skemur en 7 mánuði; skipið skal landssjóður leigja. Landsh. á eftir tillögum Alþingis að semja ferðaáætlun þess, skipa framkvæmdarstjóra, til að stjórna strandferðunum, en sameinað alþingi kýs meðráðamenn hans.
Allir vegir á landinu eiga að vera: 1. aðalflutningabrautir upp frá kaupstöðum og helstu hafnstöðum, og skal landssjóður kosta þá og láta þá sitja fyrir öðrum vegum; 2. aðalpóstvegur, 3. fjallvegir, sem landssjóður skal einnig kosta báða, 4. sýsluvegir og 5. hreppavegir. Nefnd: Jens P., Sk. Thor., Sig. St., Þorv. Kjer. og Árni Jónsson.


Þjóðólfur, 17. júlí 1891, 43. árg., 32. tbl., bls. 134:

Alþingi.
III.
Þingmannafrumvörp þessi hafa við bæst síðan seinast:
....
Samgöngufrumvarp: séra Jens ákveður, að landssjóður skuli halda úti á sinn kostnað gufuskipi í strandferðum við landið ár hvert eigi skemur en 7 mánuði; skipið skal landssjóður leigja. Landsh. á eftir tillögum Alþingis að semja ferðaáætlun þess, skipa framkvæmdarstjóra, til að stjórna strandferðunum, en sameinað alþingi kýs meðráðamenn hans.
Allir vegir á landinu eiga að vera: 1. aðalflutningabrautir upp frá kaupstöðum og helstu hafnstöðum, og skal landssjóður kosta þá og láta þá sitja fyrir öðrum vegum; 2. aðalpóstvegur, 3. fjallvegir, sem landssjóður skal einnig kosta báða, 4. sýsluvegir og 5. hreppavegir. Nefnd: Jens P., Sk. Thor., Sig. St., Þorv. Kjer. og Árni Jónsson.