1891

Ísafold, 12. ágúst 1891, 18. árg., 64. tbl., forsíða:

Brúartollsmálið.
Það er gaman að geta farið Ölfusárbrúna nýju og aðrar væntanlegar brýr yfir stórár landsins alveg viðstöðu- og tafarlaust og alveg eftirlitslaust, alveg afskiptalaust um, hversu hirðulauslega eða gapalega sem brúin er notuð. Það er bæði gaman og frjálslegt, - já, smellandi f-r-r-r-jálslegt. Það er skemmtilegt, að komast hjá gjöldum, smáum og stórum, og óviðjafnalega ánægjulegt, að geta látið landssjóð borga fyrir sig. Vitanlega er enginn samjöfnuður á því, að gjalda 10 a. í brúartoll og geta fyrir það komist hiklaust og þurrum fótum yfir stórkostlegt vatnsfall, eða að greiða 25 a. í ferjutoll og hafa þar á ofan langa töf og verða að sundleggja hestum sínum, með talsverðri hættu oft og tíðum; en þó er betra sem betra er, að hafa hin miklu þægindi, sem brúin veitir, og þurfa alls ekkert fyrir að gjalda.
Þannig horfir málið við frá þeirra sjónarmiði, er brúna eiga að nota.
En - gamanið er minna fyrir hina, sem eiga að "borga gildið", þ.e. bera kostnaðinn af ótolluðum og gæslulausum brúm yfir stórár landsins. Því það fer saman, að þær séu ótollaðar og gæslulausar. Stendur svo á því, að nákvæmri, daglegri gæslu verður ekkert úr, þegar til framkvæmdanna kemur, nema þar sé samfara tollheimta. Tollheimtan krefst stöðugrar návistar tollheimtu- og gæslumannsins við brúna eða á henni, hvenær sem um hana er farið, og með því einu móti er hægt að afstýra harðri reið eða annarri ógætilegri meðferð á rúnni. Án tollheimtu yrði það eftirlit naumast trútt, þótt launað væri allvel á annan hátt. En öðruvísi gæslu en stöðugrar, daglegrar gæslu er hégómi eða þá að minnsta kosti óþarfi að kosta fé til að neinum mun. Því slík gæsla getur eigi náð lengra en að segja til, ef fúi eða ryð sést á brúnni. Það geta næstu búendur auðvitað gert- lengra getur þeirra eftirliti ekki náð - fyrir peninga; en slíkt eftirlit er heldur ekki nein ofætlun fyrir næsta yfirvald, sýslumann eða þá hreppstjóra, sem mundu eiga þar leið um eða nærri nokkrum sinnum á ári, og meira þarf ekki til þess. Toll-leysið og gæsluleysið er, hvað Ölfusárbrúna snertir, gaman-laust fyrir sýslusjóði Árnesinga og Rangvellinga, sem verða að svara út árlega stórfé í afborgun og vexti af láni til brúarinnar, án þess að fá einn eyri í tekjur af brúnni, og þar að auki að taka sinn þátt í viðhaldskostnaðinum; það er gamanlaust fyrir íbúa Suðuramtsins, sem eiga að endurgjalda helming lánsins og ávaxta, úr jafnaðarsjóði, þótt ekkert gagn hafi af brúnni margir hverjir, heilar sýslur, er þarfnast brúa hjá sér og fá ekki; það er gamanlaust fyrir landssjóð, sem lagt hefir nú til gefins 42.000 kr. til brúar þessarar, má búast við að þurfa einnig að taka þátt í viðhaldskostnaðinum og loks á sínum tíma að gefa aftur stórfé til þess að endurreisa brúna, þegar þar að kemur, fyr eða síðar. Landssjóður, sem enn á eftir óbrúaðar flestar stórár á landinu og hefir þar að auki í nógu mörg horn að líta önnur.
í stað þess að með tolli, mjög vægum tolli, og þar með fylgjandi brúargæslu hefði mátt safna sjóði, er staðið gæti straum af þessum kostnaði, ef til vill öllum eða mestöllum.
Hún er ekki á neinum rökum byggð, sú mótbára, að gæslukostnaðurinn, laun brúarvarðarins, muni vinna upp megnið af brúartollstekjunum. Eða hvaða laun hefir sæluhúsvörðurinn á Kolviðarhóli. Það er smátt, og hafa þó jafnan orði fullnýtir menn til að sækja um þá sýslu, en hálfu örðugra til bjargar með alla hluti og aðdrátta þar upp á heiði en í miðri byggð í blómlegri sveit, þar sem að öllum líkindum mundi upp rísa dálítið þorp með tímanum, þar sem eigi einungis einn maður, heldur jafnvel margir mundu geta haft allgóðan atvinnuauka af því að sinna margvíslegum þörfum ferðamana.
Það er naumast hyggilegt af þingi og stjórn, að skella skolleyrum við ráðum og tillögum þess manns, er langfremst getur af þekkingu um það talað, hins góðfræga forstöðumanns þessa langmesta samgöngumannvirkis hér á landi, hr. Tr. G. Það er naumast hyggilegt fyrir landssjóðs hönd, að drepa hendi við þeim fjárstyrk, er fá má upp úr brúartolli, án þess að nokkur geti með neinum rökum borið sig illa yfir þeirri álögu, sem yrði að minnsta kosti helmingi lægri en ferjutollur er nú.
Það er hégómi að vitna í það, þótt brúartollar séu fátíðir nú orðið í öðrum löndum. Því þar eru flestar brýr ekki annað en partur af járnbraut, sem eigendur hennar (járnbrautarinnar) taka af fulla vöxtu og viðhaldskostnað með álagi á fargjald og flutningskaup með járnbrautarlestunum. Auk þess verðum vér að sníða oss stakk eftir vorum smáa vexti. Hafi aðrar þjóðir, meðan fátækar voru eins og vér, og þó ekki jafnfátækar, þóst þurfa að láta þá, sem notuðu kostnaðarsöm mannvirki, gjalda eitthvað eftir þau, til þess að létta byrði á almenningi, hví skyldi oss þá láandi, þótt vér gerðum slíkt hið sama.


Ísafold, 12. ágúst 1891, 18. árg., 64. tbl., forsíða:

Brúartollsmálið.
Það er gaman að geta farið Ölfusárbrúna nýju og aðrar væntanlegar brýr yfir stórár landsins alveg viðstöðu- og tafarlaust og alveg eftirlitslaust, alveg afskiptalaust um, hversu hirðulauslega eða gapalega sem brúin er notuð. Það er bæði gaman og frjálslegt, - já, smellandi f-r-r-r-jálslegt. Það er skemmtilegt, að komast hjá gjöldum, smáum og stórum, og óviðjafnalega ánægjulegt, að geta látið landssjóð borga fyrir sig. Vitanlega er enginn samjöfnuður á því, að gjalda 10 a. í brúartoll og geta fyrir það komist hiklaust og þurrum fótum yfir stórkostlegt vatnsfall, eða að greiða 25 a. í ferjutoll og hafa þar á ofan langa töf og verða að sundleggja hestum sínum, með talsverðri hættu oft og tíðum; en þó er betra sem betra er, að hafa hin miklu þægindi, sem brúin veitir, og þurfa alls ekkert fyrir að gjalda.
Þannig horfir málið við frá þeirra sjónarmiði, er brúna eiga að nota.
En - gamanið er minna fyrir hina, sem eiga að "borga gildið", þ.e. bera kostnaðinn af ótolluðum og gæslulausum brúm yfir stórár landsins. Því það fer saman, að þær séu ótollaðar og gæslulausar. Stendur svo á því, að nákvæmri, daglegri gæslu verður ekkert úr, þegar til framkvæmdanna kemur, nema þar sé samfara tollheimta. Tollheimtan krefst stöðugrar návistar tollheimtu- og gæslumannsins við brúna eða á henni, hvenær sem um hana er farið, og með því einu móti er hægt að afstýra harðri reið eða annarri ógætilegri meðferð á rúnni. Án tollheimtu yrði það eftirlit naumast trútt, þótt launað væri allvel á annan hátt. En öðruvísi gæslu en stöðugrar, daglegrar gæslu er hégómi eða þá að minnsta kosti óþarfi að kosta fé til að neinum mun. Því slík gæsla getur eigi náð lengra en að segja til, ef fúi eða ryð sést á brúnni. Það geta næstu búendur auðvitað gert- lengra getur þeirra eftirliti ekki náð - fyrir peninga; en slíkt eftirlit er heldur ekki nein ofætlun fyrir næsta yfirvald, sýslumann eða þá hreppstjóra, sem mundu eiga þar leið um eða nærri nokkrum sinnum á ári, og meira þarf ekki til þess. Toll-leysið og gæsluleysið er, hvað Ölfusárbrúna snertir, gaman-laust fyrir sýslusjóði Árnesinga og Rangvellinga, sem verða að svara út árlega stórfé í afborgun og vexti af láni til brúarinnar, án þess að fá einn eyri í tekjur af brúnni, og þar að auki að taka sinn þátt í viðhaldskostnaðinum; það er gamanlaust fyrir íbúa Suðuramtsins, sem eiga að endurgjalda helming lánsins og ávaxta, úr jafnaðarsjóði, þótt ekkert gagn hafi af brúnni margir hverjir, heilar sýslur, er þarfnast brúa hjá sér og fá ekki; það er gamanlaust fyrir landssjóð, sem lagt hefir nú til gefins 42.000 kr. til brúar þessarar, má búast við að þurfa einnig að taka þátt í viðhaldskostnaðinum og loks á sínum tíma að gefa aftur stórfé til þess að endurreisa brúna, þegar þar að kemur, fyr eða síðar. Landssjóður, sem enn á eftir óbrúaðar flestar stórár á landinu og hefir þar að auki í nógu mörg horn að líta önnur.
í stað þess að með tolli, mjög vægum tolli, og þar með fylgjandi brúargæslu hefði mátt safna sjóði, er staðið gæti straum af þessum kostnaði, ef til vill öllum eða mestöllum.
Hún er ekki á neinum rökum byggð, sú mótbára, að gæslukostnaðurinn, laun brúarvarðarins, muni vinna upp megnið af brúartollstekjunum. Eða hvaða laun hefir sæluhúsvörðurinn á Kolviðarhóli. Það er smátt, og hafa þó jafnan orði fullnýtir menn til að sækja um þá sýslu, en hálfu örðugra til bjargar með alla hluti og aðdrátta þar upp á heiði en í miðri byggð í blómlegri sveit, þar sem að öllum líkindum mundi upp rísa dálítið þorp með tímanum, þar sem eigi einungis einn maður, heldur jafnvel margir mundu geta haft allgóðan atvinnuauka af því að sinna margvíslegum þörfum ferðamana.
Það er naumast hyggilegt af þingi og stjórn, að skella skolleyrum við ráðum og tillögum þess manns, er langfremst getur af þekkingu um það talað, hins góðfræga forstöðumanns þessa langmesta samgöngumannvirkis hér á landi, hr. Tr. G. Það er naumast hyggilegt fyrir landssjóðs hönd, að drepa hendi við þeim fjárstyrk, er fá má upp úr brúartolli, án þess að nokkur geti með neinum rökum borið sig illa yfir þeirri álögu, sem yrði að minnsta kosti helmingi lægri en ferjutollur er nú.
Það er hégómi að vitna í það, þótt brúartollar séu fátíðir nú orðið í öðrum löndum. Því þar eru flestar brýr ekki annað en partur af járnbraut, sem eigendur hennar (járnbrautarinnar) taka af fulla vöxtu og viðhaldskostnað með álagi á fargjald og flutningskaup með járnbrautarlestunum. Auk þess verðum vér að sníða oss stakk eftir vorum smáa vexti. Hafi aðrar þjóðir, meðan fátækar voru eins og vér, og þó ekki jafnfátækar, þóst þurfa að láta þá, sem notuðu kostnaðarsöm mannvirki, gjalda eitthvað eftir þau, til þess að létta byrði á almenningi, hví skyldi oss þá láandi, þótt vér gerðum slíkt hið sama.