1891

Ísafold, 15. ágúst 1891, 18. árg., 65. tbl., bls. 259:

Alþingi.
XIX.
Afgreidd lög frá Alþingi frá því síðast:
XVIII. Fjáraukalögin fyrir árin 1890 og 1891. Veitt alls um 12.600 kr. Þar af til vegarins frá Ingólfsfjalli niður að Ölfusárbrúnni (sem nú er verið að leggja) 5.000 kr.; til fjallvega (vegagjörðar á Mosfellsheiði 1891) 2.500 kr.; styrkur til gufubátsferða á Faxaflóa sumarið 1891 3.000 kr.; til bráðabyrgðauppbótar fátækum brauðum 1891 (Sauðlauksdal) 250 kr.; til tímakennslu í lærða skólanum (í sjúkdómsforföllum adjunkts B. Jenssonar) 768 kr.; til aðgjörðar á skólahúsinu á Möðruvöllum 500 kr.; styrkur handa einum manni (stúdent Karl Nikulássyni) til að búa sig undir að verða dýralæknir hér á landi 300 kr.


Ísafold, 15. ágúst 1891, 18. árg., 65. tbl., bls. 259:

Alþingi.
XIX.
Afgreidd lög frá Alþingi frá því síðast:
XVIII. Fjáraukalögin fyrir árin 1890 og 1891. Veitt alls um 12.600 kr. Þar af til vegarins frá Ingólfsfjalli niður að Ölfusárbrúnni (sem nú er verið að leggja) 5.000 kr.; til fjallvega (vegagjörðar á Mosfellsheiði 1891) 2.500 kr.; styrkur til gufubátsferða á Faxaflóa sumarið 1891 3.000 kr.; til bráðabyrgðauppbótar fátækum brauðum 1891 (Sauðlauksdal) 250 kr.; til tímakennslu í lærða skólanum (í sjúkdómsforföllum adjunkts B. Jenssonar) 768 kr.; til aðgjörðar á skólahúsinu á Möðruvöllum 500 kr.; styrkur handa einum manni (stúdent Karl Nikulássyni) til að búa sig undir að verða dýralæknir hér á landi 300 kr.