1891

Ísafold, 5. sept. 1891, 18. árg., 71. tbl., bls. 282:

Ölfusárbrúin.
Vistaflutningur og "hressingar" ganga nú héðan austur að brúarstæði, til þess að hinn væntanlegi mannfjöldi þar vígsludaginn þurfi eigi að fasta. Líklega koma og einhverjar byrgðir frá Eyrarbakka, þar sem svo skammt er á milli. Til kl. 11 f. h. á þriðjudaginn (8. þ. m.) er mælt með að aðkomumenn vestan að og sunnan muni eiga kost á að nota brúna austur yfir, gangandi, eftir ráðstöfun hr. Tryggva Gunnarssonar, og verði hún að eins lokuð upp frá því kl. 2, að hún verður opnuð fyrir fullt og allt, til umferðar fyrir menn og skepnur.


Ísafold, 5. sept. 1891, 18. árg., 71. tbl., bls. 282:

Ölfusárbrúin.
Vistaflutningur og "hressingar" ganga nú héðan austur að brúarstæði, til þess að hinn væntanlegi mannfjöldi þar vígsludaginn þurfi eigi að fasta. Líklega koma og einhverjar byrgðir frá Eyrarbakka, þar sem svo skammt er á milli. Til kl. 11 f. h. á þriðjudaginn (8. þ. m.) er mælt með að aðkomumenn vestan að og sunnan muni eiga kost á að nota brúna austur yfir, gangandi, eftir ráðstöfun hr. Tryggva Gunnarssonar, og verði hún að eins lokuð upp frá því kl. 2, að hún verður opnuð fyrir fullt og allt, til umferðar fyrir menn og skepnur.