1891

Ísafold, 17. okt. 1891, 18. árg., 83. tbl., forsíða:

Vegagjörð upp frá Ölfusárbrúnni.
Til þess að Ölfusárbrúin yrði notuð undir eins tálmunarlaust, þurfti að gjöra ferðamönnum fært yfir vegleysu þá, mýri og móa, sem er á milli alfaravegarins meðfram Ingólfsfjalli og brúarsporðsins vestari, eins og skýrt var frá í Ísafold í fyrra. En úr því svo var, þótti réttast að gjöra þar þegar fullkominn veg, góða akbraut, eins og hinir nýju vegarkaflar hafa verið hafðir, er lagðir hafa verið á landssjóðs kostnað hin síðari árin, frá því lærðir vegfræðingar fóru að skipta sér af því. Fyrir því var að undirlagi lands-höfðingja vegarstæði um þetta pláss skoðað. Í vetur sem leið, af Erlendi Zakaríassyni, og tekið til starfa á miðju sumri, skömmu eftir að alþingi var sett og fengið vilyrði þingmanna fyrir áætlaðri fjárveitingu til vegarspotta þessa. Hefir verkinu síðan verið haldið áfram til skamms tíma, eða 10. þ. m., er því var að fullu lokið, en byrjað var það 7. júlí. Verkstjóri hefir Erlendur Zakaríasson verið, og segja þeir, sem séð hafa, veginn mjög vel af hendi leystan; enda er þetta eigi fyrsti vegurinn, sem Erlendur hefir gert og gert vel.
En vegarspotti þessi er að líkindum einhver hinn dýrasti, er hér hefir gerður verið. Hann er rétt viðlíka á lengd og ráð var fyrir gjört í áætluninni, og kunnugir vita, að ekki er um miklar torfærur að tefla á því svæði, er hann liggur um. Mundu því flestir hafa fortekið, að faðmurinn af honum mundi geta kostað stórum meira en á var ætlað, 4 kr., eða um 5.000 kr. vegurinn allur. En raunin mun hafa orðið sú, að vegurinn kosti þriðjung meir, eitthvað á 8. þúsund, líklega nær 8 en 7 þúsundum. Unnu að honum um 30 manna til jafnaðar hér um bil 80 virka daga, með 8-10 hestum og 4-5 vögnum, auk mikilla vinnutóla annarra (100 planka til að aka eftir o. s. frv., m. m.). Í stað 4 kr. kostaði vegurinn 10. kr. faðmurinn á einum kafla, eigi allstuttum, um 150 faðma, en á sumum köflum öðrum 6-7 faðma. Lengd vegarins alls er 1322 faðmar.
Þá er nú eigi tiltökumál, þótt slíkar áætlanir standi engan veginn fyllilega heima. En að svona stórkostleg skekkja skuli geta átt sér stað, það er eitthvað bogið, nú þegar búið er þó í mörg ár að fást við slíkar áætlanir og leggja vegi eftir þeim. Annaðhvort hlýtur sú iðn enn að vera í furðu mikilli bernsku hjá oss, eða þá að hér er um slysalega handvömm að tefla.
Það mun ekki leyna sér, að þetta, sem síðar var nefnt, hafi hreppt vegargjörð þá er hér ræðir um.
Eftir uppástungu Erl. Zak. átti vegurinn að liggja nokkuð á snið upp frá brúnni út á við upp undir fjallið. Með þeirri stefnu mælti þegar það atriðið, að þá styttist vegurinn með fjallinu nokkuð, en hann verður að gjöra að akvegi fyr eða síðar, og er þá hreinn gróði hver faðmur, sem sparast af honum, að öðru jöfnu. Því lengra en að brúarveginum þarf eigi þjóð-vegurinn með fjallinu ekki að ná nokkurn tíma; framhald hans kemur eigi að notum nema örfáum bæjum lengra upp með því. Þar að auki var mikið jafnlent á þessu svæði, svo að hvergi þurfti að grafa niður né hækka upp svo teljandi væri, til þess að fá veginn hæfilega jafnsléttan. Loks hagar svo til, að þótt vegurinn þannig lagður kæmi talsvert utar saman við Ingólfsfjallsveginn heldur en ef stefnt var þverbeint frá brúnni upp undir fjallið, þá hefði hann samt eigi orðið hóti lengri, heldur jafnvel nokkrum föðmum styttri, 1300 faðmar í stað 1322. Og geri maður 400 faðma langt bilið með fjallinu milli þessara tveggja vegarstefna, þá er það, að kjósa hina eystri, beint upp undir fjallið, sama sem að láta landssjóð kosta 1722 faðma veg þar, sem komast mátti af með 1300 faðma.
Hver stefnan giska menn nú á að kosin hafi verið á endanum?
Hver nema einmitt sú sem ver gegndi, hin eystri, sem skapar landssjóði á að giska 1732 faðma vegarlengd til lagningar að upphafi og síðan til viðhalds um aldur og æfi, í stað 1300.
Vitanlega getur svo staðið á og stendur margsinnis svo á, að betri er krókur en kelda, að betri er meiri vegalengd, vegna miklu greiðara vegarstæðis þar og þar af leiðandi kostnaðarminni að öllu samtöldu, þrátt fyrir lengdarmuninn. En því fer svo fjarri, að slíku væri hér til að dreifa, að eystra vegarstæðið var einmitt miklu ógreiðara, miklu torfærumeira, sem sýnir sig best á því, hve dýrt hefir orðið að leggja þar veginn, um mikinn kafla af því að minnsta kosti. Þar er sem sé mishæðótt, svo grafa þurfi stórum niður veginn sumsstaðar og hækka upp þess á milli, en sumsstaðar kviksyndis-dý og -fen, er gerði vegarvinnuna afar-erfiða og kostnaðarsama.
En hverjum gátu orðið svona mislagðar hendur í eigi meira vandamáli en þetta virðist hafa verið?
Svo ógeðfellt sem það er að hallmæla manni á bak, en svo má það heita, að rita um hann ámæli á honum ókunna tungu í fjarlægu landi, það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur. Sagan er þá sú, að það var hinn danski verkfræðingur. v. Ripperda, er Kaupmannahafnarstjórnardeildin hafði útvalið til umsjónar af sinni hálfu við Ölfusárbrúarsmíðið í sumar, - það var hann, er réð þessari óhappabreytingu á vegarstefnunni, mældi hinn nýja veg og sagði fyrir um alla tilhögun á honum. Hafði landshöfðingja að sögn verið boðin hans liðveisla til að segja fyrir um vegagjörð þar, sem hann næði til frá brúnni í sumar, kostnaðarlaust, með því að hann hafði fullt kaup frá öðrum hvort sem var. Hefir landshöfðingi að líkindum eigi þóst mega eða viljað hafna svo góðu boði, þar sem hann hafði og engan lærðan verkfræðing sér við hönd.
Hvað hann hefir haft fyrir sér, er hann hafnaði vegarstefnu Erlendar, og færði sig svona langt austur á við, af jafnlendi á óslétt land, fenjótt og dýótt, mun flestum óljóst. Því látum svo vera, að honum hafi verið talin ranglega trú um, frá mönnum, er af sérplægnisástæðu var ekki sama hvar vegurinn var, að hann lægi miklu fremur undir vatnságangi og snjóa á vetrum á vestari staðnum, fram hjá Árbæ, þá var honum eigi ofætlun, að sjá hið rétta, að sjá það sem kunnugum ber saman um, að álíkt er um snjóþyngsli og þ.h. á báðum stöðunum, en jafnlendið og sérhvað annað, er áður hefir talið verið, mælti með Árbæjarstefnunni. Þar við bættust svo býsna miklar hallajafna-reikningsvillur hjá honum, er aukið hefðu enn kostnaðinn mikið, ef þær hefðu fengið að standa. Loks sparaðist þó nokkur hundruð króna kostnaður fyrir það, að horfið var frá vegarstefnu hans, er niður eftir dró, niður fyrir mýrina, eftir að landshöfðingi var búinn að sjá hana, þegar hann kom austur að vígja brúna, og leist eigi betur á en svo, að sögn; enda kom hinn útlendi verkfræðingur eigi nærri verkinu upp frá því.
Tvö-þrjú þúsund krónur er reyndar eigi mikið fé í sjálfu sér, og vitaskuld er alls eigi við að búast, að ekki vilji til því líkur halli við og við á nokkuð stórum fyrirtækjum, er sjá má eftir á, að hægt hefði verið að komast hjá. En það er mikið fé þar, sem lítið er af að taka og ekki meiri en aðalupphæðin er; allur kostnaðurinn til þessa ofurlitla vegarspotta.
Lærdómurinn, sem leiða má út úr þessu óhappi, þessari handvömm, - hann er sá, sem Ísafold hefir margsinnis vikið á, hvílík ráðleysa það er, að ætla sér að bjargast að föngum til með verkfróðra aðstoð við mannvirki á almennings kostnað, í stað þess að hafa hér fastan vandlega valinn verkfræðing, útlendan eða innlendan, mann, sem ekki þarf að fara hót eftir annarra sögusögn, og hefir von bráðara í huganum greinilegt yfirlit yfir, hvernig vegir eigi að liggja um landið, og framfylgir því, svo eigi þurfi að vera að hlaupa í vegargjörð hingað og þagnað að handa hófi, án þess að vita, hvernig þeir molar falla í aðalbygginguna, né annað, sem vita þarf og leggja niður fyrir fram, eigi nokkurn tíma að fást sæmileg trygging fyrir því, að vegabótafé landsins eigi varpað á glæ fyrir ráðleysu og handvömm.
Aðfengnir verkfræðingar um stuttan tíma eru harla gagnslitlir á við það sem þeir geta orðið, og hljóta að verða, séu þeir vel valdir, ef þeir ílengjast hér. Takist valið heppilega, svo sem segja má vafalaust um þá Hovdenak og Siwertson, þá eru þeir tapaðir óðara en þeir fara að kynnast, í stað þess að þá ríður hvað mest á að halda í slíka menn. Takist það miður, geta þeir orðið til tjóns og ekki annars. En því oftar sem þarf að vera að útvega slíka menn, því hættara er við að valið misheppnist. Enda er þeim, sem ráða eiga, ætlandi að leggja sig betur í framkróka um valið, er það á að verða til frambúðar, auk þess sem þá má til frekari varúðar ráða manninn að eins til bráðabirgða fyrst um sinn og festa hann eigi í embættinu nema hann reynist vel.


Ísafold, 17. okt. 1891, 18. árg., 83. tbl., forsíða:

Vegagjörð upp frá Ölfusárbrúnni.
Til þess að Ölfusárbrúin yrði notuð undir eins tálmunarlaust, þurfti að gjöra ferðamönnum fært yfir vegleysu þá, mýri og móa, sem er á milli alfaravegarins meðfram Ingólfsfjalli og brúarsporðsins vestari, eins og skýrt var frá í Ísafold í fyrra. En úr því svo var, þótti réttast að gjöra þar þegar fullkominn veg, góða akbraut, eins og hinir nýju vegarkaflar hafa verið hafðir, er lagðir hafa verið á landssjóðs kostnað hin síðari árin, frá því lærðir vegfræðingar fóru að skipta sér af því. Fyrir því var að undirlagi lands-höfðingja vegarstæði um þetta pláss skoðað. Í vetur sem leið, af Erlendi Zakaríassyni, og tekið til starfa á miðju sumri, skömmu eftir að alþingi var sett og fengið vilyrði þingmanna fyrir áætlaðri fjárveitingu til vegarspotta þessa. Hefir verkinu síðan verið haldið áfram til skamms tíma, eða 10. þ. m., er því var að fullu lokið, en byrjað var það 7. júlí. Verkstjóri hefir Erlendur Zakaríasson verið, og segja þeir, sem séð hafa, veginn mjög vel af hendi leystan; enda er þetta eigi fyrsti vegurinn, sem Erlendur hefir gert og gert vel.
En vegarspotti þessi er að líkindum einhver hinn dýrasti, er hér hefir gerður verið. Hann er rétt viðlíka á lengd og ráð var fyrir gjört í áætluninni, og kunnugir vita, að ekki er um miklar torfærur að tefla á því svæði, er hann liggur um. Mundu því flestir hafa fortekið, að faðmurinn af honum mundi geta kostað stórum meira en á var ætlað, 4 kr., eða um 5.000 kr. vegurinn allur. En raunin mun hafa orðið sú, að vegurinn kosti þriðjung meir, eitthvað á 8. þúsund, líklega nær 8 en 7 þúsundum. Unnu að honum um 30 manna til jafnaðar hér um bil 80 virka daga, með 8-10 hestum og 4-5 vögnum, auk mikilla vinnutóla annarra (100 planka til að aka eftir o. s. frv., m. m.). Í stað 4 kr. kostaði vegurinn 10. kr. faðmurinn á einum kafla, eigi allstuttum, um 150 faðma, en á sumum köflum öðrum 6-7 faðma. Lengd vegarins alls er 1322 faðmar.
Þá er nú eigi tiltökumál, þótt slíkar áætlanir standi engan veginn fyllilega heima. En að svona stórkostleg skekkja skuli geta átt sér stað, það er eitthvað bogið, nú þegar búið er þó í mörg ár að fást við slíkar áætlanir og leggja vegi eftir þeim. Annaðhvort hlýtur sú iðn enn að vera í furðu mikilli bernsku hjá oss, eða þá að hér er um slysalega handvömm að tefla.
Það mun ekki leyna sér, að þetta, sem síðar var nefnt, hafi hreppt vegargjörð þá er hér ræðir um.
Eftir uppástungu Erl. Zak. átti vegurinn að liggja nokkuð á snið upp frá brúnni út á við upp undir fjallið. Með þeirri stefnu mælti þegar það atriðið, að þá styttist vegurinn með fjallinu nokkuð, en hann verður að gjöra að akvegi fyr eða síðar, og er þá hreinn gróði hver faðmur, sem sparast af honum, að öðru jöfnu. Því lengra en að brúarveginum þarf eigi þjóð-vegurinn með fjallinu ekki að ná nokkurn tíma; framhald hans kemur eigi að notum nema örfáum bæjum lengra upp með því. Þar að auki var mikið jafnlent á þessu svæði, svo að hvergi þurfti að grafa niður né hækka upp svo teljandi væri, til þess að fá veginn hæfilega jafnsléttan. Loks hagar svo til, að þótt vegurinn þannig lagður kæmi talsvert utar saman við Ingólfsfjallsveginn heldur en ef stefnt var þverbeint frá brúnni upp undir fjallið, þá hefði hann samt eigi orðið hóti lengri, heldur jafnvel nokkrum föðmum styttri, 1300 faðmar í stað 1322. Og geri maður 400 faðma langt bilið með fjallinu milli þessara tveggja vegarstefna, þá er það, að kjósa hina eystri, beint upp undir fjallið, sama sem að láta landssjóð kosta 1722 faðma veg þar, sem komast mátti af með 1300 faðma.
Hver stefnan giska menn nú á að kosin hafi verið á endanum?
Hver nema einmitt sú sem ver gegndi, hin eystri, sem skapar landssjóði á að giska 1732 faðma vegarlengd til lagningar að upphafi og síðan til viðhalds um aldur og æfi, í stað 1300.
Vitanlega getur svo staðið á og stendur margsinnis svo á, að betri er krókur en kelda, að betri er meiri vegalengd, vegna miklu greiðara vegarstæðis þar og þar af leiðandi kostnaðarminni að öllu samtöldu, þrátt fyrir lengdarmuninn. En því fer svo fjarri, að slíku væri hér til að dreifa, að eystra vegarstæðið var einmitt miklu ógreiðara, miklu torfærumeira, sem sýnir sig best á því, hve dýrt hefir orðið að leggja þar veginn, um mikinn kafla af því að minnsta kosti. Þar er sem sé mishæðótt, svo grafa þurfi stórum niður veginn sumsstaðar og hækka upp þess á milli, en sumsstaðar kviksyndis-dý og -fen, er gerði vegarvinnuna afar-erfiða og kostnaðarsama.
En hverjum gátu orðið svona mislagðar hendur í eigi meira vandamáli en þetta virðist hafa verið?
Svo ógeðfellt sem það er að hallmæla manni á bak, en svo má það heita, að rita um hann ámæli á honum ókunna tungu í fjarlægu landi, það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur. Sagan er þá sú, að það var hinn danski verkfræðingur. v. Ripperda, er Kaupmannahafnarstjórnardeildin hafði útvalið til umsjónar af sinni hálfu við Ölfusárbrúarsmíðið í sumar, - það var hann, er réð þessari óhappabreytingu á vegarstefnunni, mældi hinn nýja veg og sagði fyrir um alla tilhögun á honum. Hafði landshöfðingja að sögn verið boðin hans liðveisla til að segja fyrir um vegagjörð þar, sem hann næði til frá brúnni í sumar, kostnaðarlaust, með því að hann hafði fullt kaup frá öðrum hvort sem var. Hefir landshöfðingi að líkindum eigi þóst mega eða viljað hafna svo góðu boði, þar sem hann hafði og engan lærðan verkfræðing sér við hönd.
Hvað hann hefir haft fyrir sér, er hann hafnaði vegarstefnu Erlendar, og færði sig svona langt austur á við, af jafnlendi á óslétt land, fenjótt og dýótt, mun flestum óljóst. Því látum svo vera, að honum hafi verið talin ranglega trú um, frá mönnum, er af sérplægnisástæðu var ekki sama hvar vegurinn var, að hann lægi miklu fremur undir vatnságangi og snjóa á vetrum á vestari staðnum, fram hjá Árbæ, þá var honum eigi ofætlun, að sjá hið rétta, að sjá það sem kunnugum ber saman um, að álíkt er um snjóþyngsli og þ.h. á báðum stöðunum, en jafnlendið og sérhvað annað, er áður hefir talið verið, mælti með Árbæjarstefnunni. Þar við bættust svo býsna miklar hallajafna-reikningsvillur hjá honum, er aukið hefðu enn kostnaðinn mikið, ef þær hefðu fengið að standa. Loks sparaðist þó nokkur hundruð króna kostnaður fyrir það, að horfið var frá vegarstefnu hans, er niður eftir dró, niður fyrir mýrina, eftir að landshöfðingi var búinn að sjá hana, þegar hann kom austur að vígja brúna, og leist eigi betur á en svo, að sögn; enda kom hinn útlendi verkfræðingur eigi nærri verkinu upp frá því.
Tvö-þrjú þúsund krónur er reyndar eigi mikið fé í sjálfu sér, og vitaskuld er alls eigi við að búast, að ekki vilji til því líkur halli við og við á nokkuð stórum fyrirtækjum, er sjá má eftir á, að hægt hefði verið að komast hjá. En það er mikið fé þar, sem lítið er af að taka og ekki meiri en aðalupphæðin er; allur kostnaðurinn til þessa ofurlitla vegarspotta.
Lærdómurinn, sem leiða má út úr þessu óhappi, þessari handvömm, - hann er sá, sem Ísafold hefir margsinnis vikið á, hvílík ráðleysa það er, að ætla sér að bjargast að föngum til með verkfróðra aðstoð við mannvirki á almennings kostnað, í stað þess að hafa hér fastan vandlega valinn verkfræðing, útlendan eða innlendan, mann, sem ekki þarf að fara hót eftir annarra sögusögn, og hefir von bráðara í huganum greinilegt yfirlit yfir, hvernig vegir eigi að liggja um landið, og framfylgir því, svo eigi þurfi að vera að hlaupa í vegargjörð hingað og þagnað að handa hófi, án þess að vita, hvernig þeir molar falla í aðalbygginguna, né annað, sem vita þarf og leggja niður fyrir fram, eigi nokkurn tíma að fást sæmileg trygging fyrir því, að vegabótafé landsins eigi varpað á glæ fyrir ráðleysu og handvömm.
Aðfengnir verkfræðingar um stuttan tíma eru harla gagnslitlir á við það sem þeir geta orðið, og hljóta að verða, séu þeir vel valdir, ef þeir ílengjast hér. Takist valið heppilega, svo sem segja má vafalaust um þá Hovdenak og Siwertson, þá eru þeir tapaðir óðara en þeir fara að kynnast, í stað þess að þá ríður hvað mest á að halda í slíka menn. Takist það miður, geta þeir orðið til tjóns og ekki annars. En því oftar sem þarf að vera að útvega slíka menn, því hættara er við að valið misheppnist. Enda er þeim, sem ráða eiga, ætlandi að leggja sig betur í framkróka um valið, er það á að verða til frambúðar, auk þess sem þá má til frekari varúðar ráða manninn að eins til bráðabirgða fyrst um sinn og festa hann eigi í embættinu nema hann reynist vel.