1891

Austri, 30. okt. 1891, 1. árg., 9. tbl., forsíða:

Sýslufundurinn.
Ár 1891 fimmtudaginn 8. október var sýslunefndarfundur fyrir Norður-Múlasýslu haldinn að Egilsstöðum á Völlum samkv. áskorun meiri hluta sýslunefndarmanna. Var svo til ætlast samkv. áskorun þessari að fundurinn væri sameinaður fyrir báðar Múlasýslur, en af sýslunefndarmönnunum úr Suður-Múlasýslu eru aðeins mættir sýslunefndarmennirnir úr Skeggjastaðahreppi, Vopnafj.hr., Hlíðarhreppi, Fellahr. Fjótsdhr. Tunguhreppi, Hjaltastaðahr., Loðmundarfjarðarhreppi, og varð því eigi haldinn sameinaður sýslufundur fyrir báðar Múlasýslur. En þó að þau málefni, er gáfu tilefni til fundarins, vörðuðu báðar Múlasýslur, var það gjört að samþykkt, að ræða þau frá hálfu sýslunefndar Norður-Múlasýslu.
Var svo tekið til umræðu:
1. Um gufubátsferðir á Austfjörðum og hluttekning sýslufélagsins í þeim kostnaði, er þær mundu hafa í för með sér, gagnvart styrk þeim, er veittur er á fjárlögunum fyrir 1892-93 úr landssjóði.
Eftir nokkrar umræður var samþykkt í einu hljóði svohljóðandi ályktun:
Sýslunefndin samþykkir, að styrkur sá, er veittur er á fjárlögunum fyrir 1892 og 93 (6.000 kr. fyrir bæði árin) til gufubátsferða á Austfjörðum, verði veittur sveitafélögunum á Fljótsdalshéraði til að koma á gufubátsferðum um Lagarfljótsós og ákveður að leggja fram 1.000 kr. úr sýslusjóði Norður-Múlasýslu til þess fyrirtækis fyrir bæði árin, þó með því skilyrði, að eigi verði lögð frekari byrði á sýslufélagið til þess fyrirtækis þessi 2 ár.
2. Um vegagjörð á Fjarðarheiði.
Eftir nokkrar umræður var samþykkt í einu hljóði: Að skora á landsstjórnina, að veita næsta ár af því fé, er veitt er á fjárlögunum til vegagjörða, 5.000 kr. til vegagjörðar á póstleiðinni um Fjarðarheiði af Fjarðaröldu upp til sýslumóta.
3. Um kaup á trébrú þeirri, er kaupm. O. Wathne hefir látið byggja yfir Fjarðará í Seyðisfirði.
Eftir nokkrar umræður var samþykkt í einu hljóði þessi ályktun:
Sýslunefndin tjáir sig fúsa til, að taka einhvern þátt í að borga brúna yfir Fjarðará ef Suður-Múlasýsla, Seyðisfjarðarhreppur, kaupm. O. Wathne og pöntunarfélag Fljótsdalshéraðs taka einnig þátt í borguninni, en sér sér ekki fært að tiltaka neina upphæð, fyr en brúin er virt af óvilhöllum virðingarmönnum.
........


Austri, 30. okt. 1891, 1. árg., 9. tbl., forsíða:

Sýslufundurinn.
Ár 1891 fimmtudaginn 8. október var sýslunefndarfundur fyrir Norður-Múlasýslu haldinn að Egilsstöðum á Völlum samkv. áskorun meiri hluta sýslunefndarmanna. Var svo til ætlast samkv. áskorun þessari að fundurinn væri sameinaður fyrir báðar Múlasýslur, en af sýslunefndarmönnunum úr Suður-Múlasýslu eru aðeins mættir sýslunefndarmennirnir úr Skeggjastaðahreppi, Vopnafj.hr., Hlíðarhreppi, Fellahr. Fjótsdhr. Tunguhreppi, Hjaltastaðahr., Loðmundarfjarðarhreppi, og varð því eigi haldinn sameinaður sýslufundur fyrir báðar Múlasýslur. En þó að þau málefni, er gáfu tilefni til fundarins, vörðuðu báðar Múlasýslur, var það gjört að samþykkt, að ræða þau frá hálfu sýslunefndar Norður-Múlasýslu.
Var svo tekið til umræðu:
1. Um gufubátsferðir á Austfjörðum og hluttekning sýslufélagsins í þeim kostnaði, er þær mundu hafa í för með sér, gagnvart styrk þeim, er veittur er á fjárlögunum fyrir 1892-93 úr landssjóði.
Eftir nokkrar umræður var samþykkt í einu hljóði svohljóðandi ályktun:
Sýslunefndin samþykkir, að styrkur sá, er veittur er á fjárlögunum fyrir 1892 og 93 (6.000 kr. fyrir bæði árin) til gufubátsferða á Austfjörðum, verði veittur sveitafélögunum á Fljótsdalshéraði til að koma á gufubátsferðum um Lagarfljótsós og ákveður að leggja fram 1.000 kr. úr sýslusjóði Norður-Múlasýslu til þess fyrirtækis fyrir bæði árin, þó með því skilyrði, að eigi verði lögð frekari byrði á sýslufélagið til þess fyrirtækis þessi 2 ár.
2. Um vegagjörð á Fjarðarheiði.
Eftir nokkrar umræður var samþykkt í einu hljóði: Að skora á landsstjórnina, að veita næsta ár af því fé, er veitt er á fjárlögunum til vegagjörða, 5.000 kr. til vegagjörðar á póstleiðinni um Fjarðarheiði af Fjarðaröldu upp til sýslumóta.
3. Um kaup á trébrú þeirri, er kaupm. O. Wathne hefir látið byggja yfir Fjarðará í Seyðisfirði.
Eftir nokkrar umræður var samþykkt í einu hljóði þessi ályktun:
Sýslunefndin tjáir sig fúsa til, að taka einhvern þátt í að borga brúna yfir Fjarðará ef Suður-Múlasýsla, Seyðisfjarðarhreppur, kaupm. O. Wathne og pöntunarfélag Fljótsdalshéraðs taka einnig þátt í borguninni, en sér sér ekki fært að tiltaka neina upphæð, fyr en brúin er virt af óvilhöllum virðingarmönnum.
........