1891

Ísafold, 5. des. 1891, 18. árg., 97. tbl., bls. 186:

Vegagjörð í Húnavatnssýslu.
Aðal-landssjóðs-vegagjörðin í sumar sem leið, 1891, fór fram á nokkrum köflum aðalpóstleiðarinnar milli Miðfjarðarár og Stóru-Giljár í Húnavatnssýslu, og var verkstjóri Páll Jónsson vegfræðingur, er verið hefir nokkur ár í Noregi að fullnuma sig í vegagjörð, bæði bóklega og verklega. Var byrjað á vinnunni í miðjum júní og haldið áfram til septemberloka. Mannaflinn var 27 að tölu lengst af, að verkstjóra meðtöldum, sem gekk til vinnu eins og aðrir. Í vinnunni voru og hafðir 8 hestar, og 4 kerrur.
Á Miðfjarðarhálsi var langmest unnið: lagður þar nýr vegur um 3.400 faðma, frá Káradalslæk (suður frá Sporði) vestur um Sellæk, er fellur í Miðfjarðarvatn. Það kvað vera mjög vandaður og vel gerður vagnvegur, og halli hvergi meiri en 1:15, og það aðeins á einum stað.
Þar að auki var gert við eða lagðir smáspottar á 4-5 stöðum á téðum vegi, svo sem 25 faðma spotti nýr norðanvert við Dalsá í Víðidal; 174 faðma löng brú fyrir vestan Gröf í Víðidal umbætt, gerð 6 álna breið og ræsi gerð næg í gegn um hana og borið ofan í ; gjört við brú fyrir sunnan Hólabak; loks gert mikið við veginn frá Skriðuvatni út fyrir neðan Brekkukot í Sveinsstaðahreppi, meira en 2300 faðma, einkanlega á Axlarbölu, 300 faðma löngum kafla, gert mikið við tvær langar brýr þar, m. m.


Ísafold, 5. des. 1891, 18. árg., 97. tbl., bls. 186:

Vegagjörð í Húnavatnssýslu.
Aðal-landssjóðs-vegagjörðin í sumar sem leið, 1891, fór fram á nokkrum köflum aðalpóstleiðarinnar milli Miðfjarðarár og Stóru-Giljár í Húnavatnssýslu, og var verkstjóri Páll Jónsson vegfræðingur, er verið hefir nokkur ár í Noregi að fullnuma sig í vegagjörð, bæði bóklega og verklega. Var byrjað á vinnunni í miðjum júní og haldið áfram til septemberloka. Mannaflinn var 27 að tölu lengst af, að verkstjóra meðtöldum, sem gekk til vinnu eins og aðrir. Í vinnunni voru og hafðir 8 hestar, og 4 kerrur.
Á Miðfjarðarhálsi var langmest unnið: lagður þar nýr vegur um 3.400 faðma, frá Káradalslæk (suður frá Sporði) vestur um Sellæk, er fellur í Miðfjarðarvatn. Það kvað vera mjög vandaður og vel gerður vagnvegur, og halli hvergi meiri en 1:15, og það aðeins á einum stað.
Þar að auki var gert við eða lagðir smáspottar á 4-5 stöðum á téðum vegi, svo sem 25 faðma spotti nýr norðanvert við Dalsá í Víðidal; 174 faðma löng brú fyrir vestan Gröf í Víðidal umbætt, gerð 6 álna breið og ræsi gerð næg í gegn um hana og borið ofan í ; gjört við brú fyrir sunnan Hólabak; loks gert mikið við veginn frá Skriðuvatni út fyrir neðan Brekkukot í Sveinsstaðahreppi, meira en 2300 faðma, einkanlega á Axlarbölu, 300 faðma löngum kafla, gert mikið við tvær langar brýr þar, m. m.