1891

Ísafold, 16. des. 1891, 18. árg., 100. tbl., forsíða:

Meira um vegagjörð upp frá Ölfusárbrúnni.
Eftirfarandi grein frá hr. Ísleifi presti Gíslasyni í Arnarbæli, sem riturð er í leiðréttingarskyni við greinina í Ísaf. 17. okt. þ. á., gjörir raunar eigi nema staðfestir það sem þar er sýnt fram á; að vegur þessi hafi orðið slysalega dýr, fyrir óheppni eða handvömm þess eða þeirra, er fyrir honum áttu að ráða, og var því haldið fram í áminnstri grein, að ábyrgðin hvíldi á hinum danska vegfræðing, er hafði tekið að sér að ákveða vegarstefnuna og mæla og afmarka vegarstæðið. Nú vill prestur taka á sig nokkuð af þessari ábyrgð, sem sé að því er snertir færsluna á vegarstefnunni, og er það að vísu drengilega gjört, en það getur naumast tekist gilt. Hvorki prest (hinn heiðr. höf,) né aðra ber að skoða öðruvísi en ábyrgðarlausa ráðanauta hans. Þeir kunna að hafa sagt honum eitt hver, eins og gjörist, en hann var að skera úr, eftir sinni vegfræðisþekkingu, og hún hlaut að vera einhlít til þess að sjá, að misráðið var, að velja það vegarstæði, sem hann gerði, eins og reynslan sýndi. Dýjamergðina er, að kunnugra vitni, áhöld um á báðum vegastefnunum, og snjóþyngsli slíkt hið sama, en mesti munur á því, hve vegarstæði Erlendar Zakaríassonar er jafnlendara og þar að auki ágætur ofaníburður þar á hentugasta stað. Það sem prestur telur löst á vestri vegarstefnunni, að vegurinn hefði ofan til orðið að liggja utan í lágri brún eða dálitlum halla, það munu þeir, er til réttrar vegagjörðar þekkja, vilja kalla kost; því þá er miklu hægra en ella að veita vatni frá veginum, og þó að nokkur smáræsi þurfi gegnum hann til þess, þá eru þau marfalt ómaks-og kostnaðarminni en niðurgröftur (gegn um mishæðir) og verja veginn þar að auki miklu betur en skurðir fram með honum .
Hinn heiðraði höf. berst alveg við skuggann sinn, þar sem hann er að bera af sér athugasemdina um sérplægnisástæðu fyrir vegarstefnubreytingunni. Kunnugir vissu, að hann býr of fjarri til þess, að slíkt væri einu sinni hugsanlegt, en ókunnugir vissu eigi, að hann hefði nærri þessu vegagjörðarráðabruggi komið. Var því engin leið að því, að neinn grunur gæti á hann fallið, auk þess sem hann er of valinkunnur maður til þess, að þess háttar grunur færi að taka heim á honum alveg út í bláinn.
Í greininni í Ísaf í haust var giskað á, að kostnaðurinn við vegarspotta þessa mundi hafa komið 2-3.000 fram yfir áætlun eða með öðrum orðum hlaupið fram um 50%. Nú munu menn vera orðnir það nær, að líklegra er það þokist nær 100%, þ. e. að kostnaðurinn hafi orðið 9-10.000 kr., í stað 5.000. Og það sjá allir að er stórhneyksli, á ekki lengri vegarkafla en þetta er eða vandameiri, - einir 1300 faðmar, yfir torfærulitla mýri og sumt móa- og melholt. - Vitanlega er til lítils að fást um orðinn hlut, er eigi verður aftur tekinn. En "til þess eru víti til að varast þau", og var það auðvitað tilgangurinn með greininni í haust, er þessi eftirfarandi grein gjörir fremur að styrkja en veikja, ef rétt er að gáð. - Til hægriverka höfum vér skotið inn í hana smá athugasemdum á stöku stað, milli hornklofa.

* * *
Það hefir dregist fyrir mér þangað til nú, að gjöra nokkrar athugasemdir við ritstjórnargrein í 83. tölublaði Ísafoldar um "vegargjörð upp frá Ölfusárbrúnni", og biðja yður, herra ritstjóri, að veita þeim viðtöku í blað yðar. Ég finn mér því fremur skylt, að leiðrétta það, sem mér virðist vera mishermt í þessari grein, þar sem ég var að nokkru leyti viðriðinn breytingu þá á vegarstefnunni, er verkfræðingur v. Ripperda gjörði frá uppástungu Erlendar verkstjóra Zakaríassonar, með því að ég sem nokkurn veginn kunnugur maður hér í sveitinni, bæði sumar og vetur, var kvaddur til að vera með hr. Ripp. og gefa honum nauðsynlegar upplýsingar, er hann ákvæði vegarstefnuna. Þegar taka skyldi ákvörðun um stefnuna, fórum við fyrst eftir því svæði, er Erl. Zak. hafði í fyrra vetur talið tiltækilegast fyrir veginn, og er mýrinni þar svo varið, þegar lengra dregur upp eftir henni, nær fjallinu, að þar sem að vegurinn hefði átt að liggja, utan í lágri brún, er einlægt dýjakerfi [ekki meira en á hinum veginum], og hleðst þar upp í frostum margra feta þykkur ís, og í leysingum hefði vatnsrennsli allt stefnt á þveran veginn og útheimt fjölda af vatnsrennum og timburbrúm [áður svarað]. Þetta var E.Z. ekki fyllilega kunnugt um, er hann ákvað sína vegarstefnu, því að bæði var þá auð jörð, og sá, sem með honum var til leiðbeiningar, ekki svo kunnugur sem skyldi á þessum stöðvum [það var þó vel greindur bóndi af næstu bæjum]. Verkfræðingnum leist þegar mjög illa á, að leggja veginn um þetta svæði, og því fremur, er ég skýrði honum frá, hversu þar væri umhorfs á vetrum og í vorleysingum [ekki hóti lakara en á eystri leiðinni, að ókunnugra manna vitni]. Þá fór ég með honum nokkru austar yfir mýrina, þar sem hún er hæst og halli er yfir höfuð jafn í sömu stefnu, sem vegurinn átti að liggja, og kvaðst hann þá í engum vafa um, að þessi stefna væri stórum heppilegri, úr því að ekki væri að ræða um beina stefnu eftir endilangri mýrinni að "Kögunarhól" í stefnu á "Kambaveginn"; en það var svo mikið og dýrt verk, að hvorki var líklegt að fé fengist til þess, og var ekki tími til að ljúka því á þessu sumri; það lá því ekki fyrir, heldur hitt, að gjöra sem fyrst veg frá brúnni, þar sem tiltækilegast væri, upp á hinn gamla veg með fram Ingólfsfjalli. Þeir sem kunnugir eru þessum stöðvum, sérstaklega á vetrum og í vorleysingum, geta því naumast betur séð, en að hér hafi einmitt verið "betri (lítill) krókur en kelda", og að hr. R. sé í þessu efni, hvað vegarstefnuna snertir, alls eigi ámælisverður, þar sem hann gjörði sér far um, að leita sér allra þeirra upplýsinga er föng voru á, áður en hann ákvað stefnuna [en óheppinn með að nota "upplýsingarnar"]. Annað mál er það, að ekki verður betur séð, en að honum hafi missést í því, að binda sig of mjög við þráðbeina stefnu á veginum yfir mýrina, og því lagði hann fyrir, að grafa gegn um tvo mýrarbala, þær einu mishæðir, sem eru á mýrinni á þessum vegi [en því miður svo slæmar, að það hleypti kostnaðinum gífurlega fram], og við það lenti, er svo djúpt var grafið niður, í þessum "dýjum og fenjum", sem greinin getur um, því annars eru þar engin dý, að heita má [annað fannst vegagjörðarmönnunum]; og það voru einmitt þessir tveir kaflar, sem gjörðu veginn svo óvanalega dýran; en hjá því hefði mátt sneiða, sjálfsagt á öðrum staðnum og að líkindum á báðum stöðunum, með því að hafa litla bugðu á veginum. Eins verður það ekki fegrað, að ýmsir krókar voru ákveðnir af honum á veginum um holtin og móana næst brúnni, sem ekki varð annað séð en að væru óþarfir, en til talsverða kostnaðarauka, enda var horfið frá þeirri stefnu, er betur fór, eftir að landshöfðingi hafði verið á ferðinni.
Þar sem greinin nefnir vegarstefnu Erl. Zack. sem liggjandi "fram hjá Árbæ", þá er það alveg rangt [hártogun er að kveða svo ríkt að orði]; hans stefna kemur hvergi nærri þeim bæ [nær en hin]; þvert á móti verður hún því nær alveg samferða stefnu v. Ripp. Hinn nýi vegur liggur að fjallinu þar, sem það liggur lengst til suðurs (næst Ölvesárbrúnni), og verður þá ekki vel skiljanlegt, hvernig sá vegur, sem lægi meira skáhalt til vinstri handar (vegarstefnu E. Z.) og sem lægi að fjallinu eftir að það er farið að beygjast lítið eitt til útnorðurs, ætti að geta verið 20 föðmum styttri en sá, sem liggur þverara að fjallinu, en báðar stefnurnar liggja, eins og áður er sagt, fyrst um sinn saman á hinum endanum (frá brúnni). Auðvitað hef ég ekki mælt þetta nema með augunum; en mér er óskiljanlegt annað en að hér hljóti í greininni að vera "hausavíxl", sem menn kalla, eða vel það, og breytist þá reikningurinn talsvert við það [nei, engin hausavíxl; báðar vegalengdir mældar reglulega með mælisnúru, en ekki tómum augunum; eystri leiðin er svo mislend, og það gjörir hana lengri]; og auk þess mun bæði vera vel í lagt með vegalengdina á þessum spotta með fjallinu, þar sem hún er talin 400 faðmar [ekki fullyrt, en áætlað; er áreiðanlega nær 4 en 3 hundr. föðm.], og þar heldur ekki stórkostlega erfitt með vegargjörð eða viðhald, þar sem íburður er alveg við hendina.
Sú tilgáta í greininni, að vegfræðingnum hafi af, sérplægnisástæðum, verið ranglega talin trú um", að vegarstefna E. Z. væri ýmsum annmörkum bundin, getur eftir kringumstæðum ekki vel komist að. Hér var engum til að dreifa nema mér; því v. Ripp, leitaði ekki upplýsinga nema hjá mér, og skildi ekki aðra en mig í það sinn. En nú vill svo óheppilega til, að ég hef alls engin not af þessum vegi fyrir sjálfan mig, í hvorri stefnunni sem hann hefði legið, og get ekki haft tækifæri til að fara hann, nema með því að gjöra mér mjög bagalegan krók, sem þó hefði verið fylgt. Land á ég heldur ekki nálægt þessum stöðvum, og því gat ég ekki "talið honum ranglega trú um" neitt, af ótta við jarðraskir eða öðru þvílíku óhagræði. En þótt ég hefði verið landeigandi, hefði ég samt mátt þakka fyrir, að vegurinn væri lagður um þetta svæði, því við það hefði máske orðið þurrkað upp eitthvað af dýjunum, sem á því liggja [allir því miður ekki svo hyggnir].
Ég vona, að þegar þér, herra ritstjóri, kynnið yður betur þetta mál [þarf ekki að gjöra það betur], verðið þér mér samdóma um, að hér sé ekki um annað eins voðaefni að ræða og greinin yðar gefur í skyn [seint um skör fram fundið að vanhyggjueyðslu á almannafé]. aðalmisfellan á þessari vegargjörð er gröfturinn gegn um mýrarbalana, sem jók kostnaðinn svo mjög [og mjög langt að sækja ofaníburð ofan til í miðri mýrinni, rétt hjá árbæjarstekk]; en að öðru leyti virðist vel viðunandi þessi litli krókur upp að fjallinu, sem líka var nærfellt hinn sami eftir stefnu E. Z., og þetta því fremur, ef veginum verður framhaldið frá Ingólfsfjalli (við "Kögunarhól") hér um bil í beina stefnu á "Kambaveginn".
Arnarbæli 28. nóv. 1891. Virðingarfyllst.
Ísl. Gíslason.


Ísafold, 16. des. 1891, 18. árg., 100. tbl., forsíða:

Meira um vegagjörð upp frá Ölfusárbrúnni.
Eftirfarandi grein frá hr. Ísleifi presti Gíslasyni í Arnarbæli, sem riturð er í leiðréttingarskyni við greinina í Ísaf. 17. okt. þ. á., gjörir raunar eigi nema staðfestir það sem þar er sýnt fram á; að vegur þessi hafi orðið slysalega dýr, fyrir óheppni eða handvömm þess eða þeirra, er fyrir honum áttu að ráða, og var því haldið fram í áminnstri grein, að ábyrgðin hvíldi á hinum danska vegfræðing, er hafði tekið að sér að ákveða vegarstefnuna og mæla og afmarka vegarstæðið. Nú vill prestur taka á sig nokkuð af þessari ábyrgð, sem sé að því er snertir færsluna á vegarstefnunni, og er það að vísu drengilega gjört, en það getur naumast tekist gilt. Hvorki prest (hinn heiðr. höf,) né aðra ber að skoða öðruvísi en ábyrgðarlausa ráðanauta hans. Þeir kunna að hafa sagt honum eitt hver, eins og gjörist, en hann var að skera úr, eftir sinni vegfræðisþekkingu, og hún hlaut að vera einhlít til þess að sjá, að misráðið var, að velja það vegarstæði, sem hann gerði, eins og reynslan sýndi. Dýjamergðina er, að kunnugra vitni, áhöld um á báðum vegastefnunum, og snjóþyngsli slíkt hið sama, en mesti munur á því, hve vegarstæði Erlendar Zakaríassonar er jafnlendara og þar að auki ágætur ofaníburður þar á hentugasta stað. Það sem prestur telur löst á vestri vegarstefnunni, að vegurinn hefði ofan til orðið að liggja utan í lágri brún eða dálitlum halla, það munu þeir, er til réttrar vegagjörðar þekkja, vilja kalla kost; því þá er miklu hægra en ella að veita vatni frá veginum, og þó að nokkur smáræsi þurfi gegnum hann til þess, þá eru þau marfalt ómaks-og kostnaðarminni en niðurgröftur (gegn um mishæðir) og verja veginn þar að auki miklu betur en skurðir fram með honum .
Hinn heiðraði höf. berst alveg við skuggann sinn, þar sem hann er að bera af sér athugasemdina um sérplægnisástæðu fyrir vegarstefnubreytingunni. Kunnugir vissu, að hann býr of fjarri til þess, að slíkt væri einu sinni hugsanlegt, en ókunnugir vissu eigi, að hann hefði nærri þessu vegagjörðarráðabruggi komið. Var því engin leið að því, að neinn grunur gæti á hann fallið, auk þess sem hann er of valinkunnur maður til þess, að þess háttar grunur færi að taka heim á honum alveg út í bláinn.
Í greininni í Ísaf í haust var giskað á, að kostnaðurinn við vegarspotta þessa mundi hafa komið 2-3.000 fram yfir áætlun eða með öðrum orðum hlaupið fram um 50%. Nú munu menn vera orðnir það nær, að líklegra er það þokist nær 100%, þ. e. að kostnaðurinn hafi orðið 9-10.000 kr., í stað 5.000. Og það sjá allir að er stórhneyksli, á ekki lengri vegarkafla en þetta er eða vandameiri, - einir 1300 faðmar, yfir torfærulitla mýri og sumt móa- og melholt. - Vitanlega er til lítils að fást um orðinn hlut, er eigi verður aftur tekinn. En "til þess eru víti til að varast þau", og var það auðvitað tilgangurinn með greininni í haust, er þessi eftirfarandi grein gjörir fremur að styrkja en veikja, ef rétt er að gáð. - Til hægriverka höfum vér skotið inn í hana smá athugasemdum á stöku stað, milli hornklofa.

* * *
Það hefir dregist fyrir mér þangað til nú, að gjöra nokkrar athugasemdir við ritstjórnargrein í 83. tölublaði Ísafoldar um "vegargjörð upp frá Ölfusárbrúnni", og biðja yður, herra ritstjóri, að veita þeim viðtöku í blað yðar. Ég finn mér því fremur skylt, að leiðrétta það, sem mér virðist vera mishermt í þessari grein, þar sem ég var að nokkru leyti viðriðinn breytingu þá á vegarstefnunni, er verkfræðingur v. Ripperda gjörði frá uppástungu Erlendar verkstjóra Zakaríassonar, með því að ég sem nokkurn veginn kunnugur maður hér í sveitinni, bæði sumar og vetur, var kvaddur til að vera með hr. Ripp. og gefa honum nauðsynlegar upplýsingar, er hann ákvæði vegarstefnuna. Þegar taka skyldi ákvörðun um stefnuna, fórum við fyrst eftir því svæði, er Erl. Zak. hafði í fyrra vetur talið tiltækilegast fyrir veginn, og er mýrinni þar svo varið, þegar lengra dregur upp eftir henni, nær fjallinu, að þar sem að vegurinn hefði átt að liggja, utan í lágri brún, er einlægt dýjakerfi [ekki meira en á hinum veginum], og hleðst þar upp í frostum margra feta þykkur ís, og í leysingum hefði vatnsrennsli allt stefnt á þveran veginn og útheimt fjölda af vatnsrennum og timburbrúm [áður svarað]. Þetta var E.Z. ekki fyllilega kunnugt um, er hann ákvað sína vegarstefnu, því að bæði var þá auð jörð, og sá, sem með honum var til leiðbeiningar, ekki svo kunnugur sem skyldi á þessum stöðvum [það var þó vel greindur bóndi af næstu bæjum]. Verkfræðingnum leist þegar mjög illa á, að leggja veginn um þetta svæði, og því fremur, er ég skýrði honum frá, hversu þar væri umhorfs á vetrum og í vorleysingum [ekki hóti lakara en á eystri leiðinni, að ókunnugra manna vitni]. Þá fór ég með honum nokkru austar yfir mýrina, þar sem hún er hæst og halli er yfir höfuð jafn í sömu stefnu, sem vegurinn átti að liggja, og kvaðst hann þá í engum vafa um, að þessi stefna væri stórum heppilegri, úr því að ekki væri að ræða um beina stefnu eftir endilangri mýrinni að "Kögunarhól" í stefnu á "Kambaveginn"; en það var svo mikið og dýrt verk, að hvorki var líklegt að fé fengist til þess, og var ekki tími til að ljúka því á þessu sumri; það lá því ekki fyrir, heldur hitt, að gjöra sem fyrst veg frá brúnni, þar sem tiltækilegast væri, upp á hinn gamla veg með fram Ingólfsfjalli. Þeir sem kunnugir eru þessum stöðvum, sérstaklega á vetrum og í vorleysingum, geta því naumast betur séð, en að hér hafi einmitt verið "betri (lítill) krókur en kelda", og að hr. R. sé í þessu efni, hvað vegarstefnuna snertir, alls eigi ámælisverður, þar sem hann gjörði sér far um, að leita sér allra þeirra upplýsinga er föng voru á, áður en hann ákvað stefnuna [en óheppinn með að nota "upplýsingarnar"]. Annað mál er það, að ekki verður betur séð, en að honum hafi missést í því, að binda sig of mjög við þráðbeina stefnu á veginum yfir mýrina, og því lagði hann fyrir, að grafa gegn um tvo mýrarbala, þær einu mishæðir, sem eru á mýrinni á þessum vegi [en því miður svo slæmar, að það hleypti kostnaðinum gífurlega fram], og við það lenti, er svo djúpt var grafið niður, í þessum "dýjum og fenjum", sem greinin getur um, því annars eru þar engin dý, að heita má [annað fannst vegagjörðarmönnunum]; og það voru einmitt þessir tveir kaflar, sem gjörðu veginn svo óvanalega dýran; en hjá því hefði mátt sneiða, sjálfsagt á öðrum staðnum og að líkindum á báðum stöðunum, með því að hafa litla bugðu á veginum. Eins verður það ekki fegrað, að ýmsir krókar voru ákveðnir af honum á veginum um holtin og móana næst brúnni, sem ekki varð annað séð en að væru óþarfir, en til talsverða kostnaðarauka, enda var horfið frá þeirri stefnu, er betur fór, eftir að landshöfðingi hafði verið á ferðinni.
Þar sem greinin nefnir vegarstefnu Erl. Zack. sem liggjandi "fram hjá Árbæ", þá er það alveg rangt [hártogun er að kveða svo ríkt að orði]; hans stefna kemur hvergi nærri þeim bæ [nær en hin]; þvert á móti verður hún því nær alveg samferða stefnu v. Ripp. Hinn nýi vegur liggur að fjallinu þar, sem það liggur lengst til suðurs (næst Ölvesárbrúnni), og verður þá ekki vel skiljanlegt, hvernig sá vegur, sem lægi meira skáhalt til vinstri handar (vegarstefnu E. Z.) og sem lægi að fjallinu eftir að það er farið að beygjast lítið eitt til útnorðurs, ætti að geta verið 20 föðmum styttri en sá, sem liggur þverara að fjallinu, en báðar stefnurnar liggja, eins og áður er sagt, fyrst um sinn saman á hinum endanum (frá brúnni). Auðvitað hef ég ekki mælt þetta nema með augunum; en mér er óskiljanlegt annað en að hér hljóti í greininni að vera "hausavíxl", sem menn kalla, eða vel það, og breytist þá reikningurinn talsvert við það [nei, engin hausavíxl; báðar vegalengdir mældar reglulega með mælisnúru, en ekki tómum augunum; eystri leiðin er svo mislend, og það gjörir hana lengri]; og auk þess mun bæði vera vel í lagt með vegalengdina á þessum spotta með fjallinu, þar sem hún er talin 400 faðmar [ekki fullyrt, en áætlað; er áreiðanlega nær 4 en 3 hundr. föðm.], og þar heldur ekki stórkostlega erfitt með vegargjörð eða viðhald, þar sem íburður er alveg við hendina.
Sú tilgáta í greininni, að vegfræðingnum hafi af, sérplægnisástæðum, verið ranglega talin trú um", að vegarstefna E. Z. væri ýmsum annmörkum bundin, getur eftir kringumstæðum ekki vel komist að. Hér var engum til að dreifa nema mér; því v. Ripp, leitaði ekki upplýsinga nema hjá mér, og skildi ekki aðra en mig í það sinn. En nú vill svo óheppilega til, að ég hef alls engin not af þessum vegi fyrir sjálfan mig, í hvorri stefnunni sem hann hefði legið, og get ekki haft tækifæri til að fara hann, nema með því að gjöra mér mjög bagalegan krók, sem þó hefði verið fylgt. Land á ég heldur ekki nálægt þessum stöðvum, og því gat ég ekki "talið honum ranglega trú um" neitt, af ótta við jarðraskir eða öðru þvílíku óhagræði. En þótt ég hefði verið landeigandi, hefði ég samt mátt þakka fyrir, að vegurinn væri lagður um þetta svæði, því við það hefði máske orðið þurrkað upp eitthvað af dýjunum, sem á því liggja [allir því miður ekki svo hyggnir].
Ég vona, að þegar þér, herra ritstjóri, kynnið yður betur þetta mál [þarf ekki að gjöra það betur], verðið þér mér samdóma um, að hér sé ekki um annað eins voðaefni að ræða og greinin yðar gefur í skyn [seint um skör fram fundið að vanhyggjueyðslu á almannafé]. aðalmisfellan á þessari vegargjörð er gröfturinn gegn um mýrarbalana, sem jók kostnaðinn svo mjög [og mjög langt að sækja ofaníburð ofan til í miðri mýrinni, rétt hjá árbæjarstekk]; en að öðru leyti virðist vel viðunandi þessi litli krókur upp að fjallinu, sem líka var nærfellt hinn sami eftir stefnu E. Z., og þetta því fremur, ef veginum verður framhaldið frá Ingólfsfjalli (við "Kögunarhól") hér um bil í beina stefnu á "Kambaveginn".
Arnarbæli 28. nóv. 1891. Virðingarfyllst.
Ísl. Gíslason.