1889

Ísafold, 23. feb. 1889, 16. árg., 16. tbl., forsíða:

Aðalpóstleið í Húnavatnssýslu
Þetta mál er alþjóðarmál, þó einn fjórðung lands snerti mest, af því að öll þjóðin (landssjóður) á að kosta aðalpóstleiðina, og öll þjóðin hefir gagn af henni fyrir póstana og leira. Ég vænti því að þér, herra ritstjóri, leyfið eftirfylgjandi línum inngöngu í blað yðar, þær gefa lesendum blaðsins kost á að sjá fleiri hliðar máls þessa, en þá sem P. í Ísaf. XV 59 og 60 fram setur, en eigi er nema hálfsögð sagan þá einn segir. Ég leyfi mér að álíta mig einn af hinum kunnugu á svæðum þeim, er rætt er hér um, þar eð þau liggja í prestaköllum þeim, er ég hefi þjónað, öðru í 10 ár, en hinu í 3 ár. Eftir þekkingu minni um þessar slóðir er lýsing herra P. á þeim svo úr garði gjörð, að mig stór-furðar á, að jafn-kunnugur maður og skynsamur, sem ég hygg þennan P. vera, skuli ætlast til, að hún sannfæri nokkurn mann, er til þekkir. Hinir, sem ókunnugir eru, geta haldið, að lýsing hans sé sönn og rétt; en af því hún er það ekki, er nauðsynlegt að hún sé leiðrétt.
Þegar svona stendur á, að leggja á nýjan veg, er margt að aðgæta. Hið helsta er að minni hyggju: 1., að vegurinn sé hentuglega lagður fyrir þá, er nota eiga; 2., að hann sé eðlilega lagður eftir tilhögun lands og sveita; 3., að hann sé eigi með óþarfa krókum, heldur sem stystur og beinastur að unnt er; 4., að hann verði sem endingarbestur; 5., að hann sé sem ódýrastur; 6., að sem minnstar torfærur séu á leiðinni. Öll þessi atriði fela í sér mörg fleiri, og flest þeirra verður að skoða í sambandi hvort við annað.
Sá fyrsti, sem á að nota veg þennan, er pósturinn. Auðvitað vill hann, sem ferðamaður, að vegurinn sé sem stystur og tálmaminnstur. Pósturinn er þjónn þjóðarinnar, þjóðin eða þeir, sem nota eiga póstinn, vilja að hann sé sem fljótastur í ferðum, því við það sparast tími og fé, og farartálmar séu sem minnstir; við það græða allir. Allur almenningur á og að nota veginn, því um leið og það er póstvegur, er það þjóðvegur. Allir ferðamenn vilja flýta sér, ef eigi eru flökkumenn, því þeir hafa hag af því, en öllum er innrætt að vilja fremur hafa hag en halla.
Fæst nú þessi hagur með því, að leggja póstleiðina upp hjá Tindum að Holtastöðum fram Langadal, eða frá Laxá fram með Svínavatni að Finnstunguvaði eða -ferju á Blöndu?
Ég leyfi mér að segja, að allir menn með viti, er mæla vilja af sanngirni, hljóti þó að játa, að leiðin frá Laxá upp að Bólstaðarhlíð sé styttri, ef farið er fram Svínavatnshrepp, heldur en upp hjá Tindum fram Langadal. Lítið á uppdrátt Íslands. Sá sem neitar þessu getur alveg eins neitað því, að bein leið frá og að sama stað sé styttri en krókaleið, eða jafnvel sagt, að það, sem er hvítt sé svart. Frá Laxá fer pósturinn upp hjá Tindum í norðaustur-átt, að Blöndu eða Holtastöðum; Blanda rennur í norður, en um leið nokkuð til vesturs, og myndar við leið póstsins frá Laxá nær rétt horn; frá Holtastöðum fer pósturinn fram með allri Blöndu í Langadal í nærri há-suður, 7 bæjarleiðir, fram að ármótum Svartár og Blöndu; þar kemur annað horn á leið hans, upp að Bólstaðarhlíð fram með Svartá, sem, þegar kemur út að Hlíð, rennur að mestu til vesturs í Blöndu. Þessi leið póstsins er því líkust afar stórri Z (setu). En sá, sem fer frá Laxá fram Svínavatnshrepp með fram Svínavatni, fer mikið til beina leið til austurs; að eins er lítill sveigur frá Tunguvaði út fyrir hálstaglið milli Svartár og Blöndu. Þá sem ekki þekkja þessa leið, bið ég að líta á uppdráttinn, til að sjá, hvor sannara segir, ég eða P., sem segir krókinn eftir Langadalnum engu lengri en sveiginn frá ármótum Svarár og Blöndu fram að Tunguvaði. Ég hefði aldrei hugsað P., ef hann er sá, sem ég held, geta komið með slík fjarmæli.
Með þessu álít ég sannað, að fremri vegurinn sé styttri en hinn ytri, og að því leyti hentugri fyrir alla þá, er nota eiga, nema þá, sem ætla sér til Langdælinga einna.
Hver vegurinn er eðlilegri? Allir beinir vegir eru eðlilegri en krókavegir, og ef litið er á póstleiðina annarsstaðar í sýslunni, já póstleiðina alveg af Akureyri og vestur í Húnavatnssýslu, þá liggur hún alstaðar svo beint sem hægt er, þangað til nú á að gjöra lykkju á leiðina fyrir Langdælinga eina á öllu Norðurlandi, og landið allt á að kosta krókinn. Gaman verður þegar landssjóður er orðinn svo ríkur, að pósturinn getur farið fram í hvern dal; það mundu flestir dalabúar kjósa. Engum kemur þó til hugar, að láta póstinn fara fram í Vatnsdal, t. d.; hann er þó fjölbyggður, og þar sitja sýslumaður og prófastur. Það væri þó allt eins eðlilegt, að hann færi frá Sveinsstöðum, úr því hann þarf að fara yfir um á Skriðuvaði, fram að Gilsstöðum eða Hvammi eða Kornsá, eins og frá Bólstaðarhlíð út að Holtastöðum; eða þegar póstur fer um Skagafjörð, lítur hann hvorki til hægri né vinstri frá Víðimýri; hann gæti þó eins vel farið fram að Mælifelli t. d. eða út að Glaumbæ.
P. segir, að eðlilegast sé, að aðalpóstleiðin liggi eftir miðri sýslu, en er hér ekki í því tilliti að eins bitamunur? Á svæðinu frá Reykjum að Blöndu er byggðin mjóst út og suður, nfl. að eins Torfalækjar og Svínavatns hreppar; fari nú póstur eftir Langadal, liggur leið hans frá Blöndu vestur um ysta hluta Svínavatnshrepps, en fari hann með fram vatninu, fer hann um miðjan Svínavatnshrepp. Þessi er munurinn. Slíkur hégómi getur eigi tekist til greina.
Þegar ræða er um aðalleið, er þá eigi eðlilegast að hún liggi þar, sem flestir fara jafnvel á vegleysu? Enginn getur neitað, að vegurinn fram með Svínavatni er vondur að sumrinu, því þar hefir aldrei verið neitt gjört að vegi; en þó fer þessa vegleysu bæði póstur og allur almenningur.
Af hverju? Af þeirri einföldu ástæðu, að þeim finnst það eðlilegra og styttra, hvað þá ef vegur væri lagður þar. Að vetrinum hefir náttúran lagt veginn eftir sjálfu vatninu, sem er meiri hluti leiðarinnar frá Reykjum að Blöndu. Sumarliði póstur, skynsamur og gætinn maður, hefir í blöðunum lýst yfir áliti sínu á báðum leiðum, og kveðst ekki fara ytri leiðina nema tilneyddur, og til þess hefir hann neyðst 3 eða 4 sinnum í milli 10 og 20 ár. Er nú ekki hlægilegt að segja við þennan mann: "Mig varðar ekkert um, vað þú segir; það er betra og eðlilegra, að þú farir þennan krók, heldur en beint, og þó hvorki þú eða aðrir fari ytri leiðina, er nú það skynsamast, og sýslu- og þjóðarhagur, að verja nokkrum þúsundum króna í veg upp hjá Tindum og fram Langadal".
Enn fremur má líta á það, að vegur þessi á að standa í sambandi við póstveg Skagfirðinga og kemur saman við hann á Vatnsskarði. Hvort er nú eðlilegra og hentugra, að hann komi saman við hann úr sem beinastri átt vestan yfir Blöndu, eða eftir einlægum krókum?
Þá er að vita, á hverjum staðnum hann muni endingarbetri, og stendur endingin í nánu sambandi við 5. atriðið, kostnaðinn. Um þessi atriðið getur hvorugur okkar P. dæmt með neinni vissu; til þess þarf einmitt vegfræðing. En til þess þarf engan vegfræðing, að sjá, að vegi, sem liggur eftir bröttum fjallshlíðum, er meiri hætta búin af skriðum og vatnsrennsli, en þeim vegi, sem lagður er á láglendi fjarri öllum skriðuhalla. En vegurinn ytri getur eigi legið nema eftir fjallshlíðunum austanvert við Langadal, en fremri vegurinn eftir ýmist flötum mýrum eða holtum. Herra P. er sjálfsagt kunnugri gróðraefnunum í jarðveginum í Svínavatnshrepp en ég; en hann verður að fyrirgefa, þótt ég ekki að óreyndu trúi honum betur en öðrum skynsömum mönnum, þegar ræða er um vegarefni. Mikill hluti af veginum hans er nú líka í Svínavatnshrepp, svo að í hvorn veginn sem tekinn er, verður að hafa jarðveg Svínavatnshrepps. En hvað snertir brýrnar, sem P. er svo hrifinn yfir (Tindabrúin), frá vatninu upp að Blöndu, þá er þess að geta, að áður en sú brú komst á, var þjarkað fram og aftur, og álitu sumri eins og nú, að hentugast væri, að leggja veginn einmitt fram með Svínavatni að Tunguvaði, og það bæði stuttleika vegna og vegna þess, að betra efni í veg væri þar, en í flóunum upp að Tindum; þetta hefir vegastjórinn sjálfur sagt mér, enda er hin svo nefnda Tindabrú nú sjaldfarin og oftar en hitt ófær; en þegar hún var lögð, mun hafa ráðið mestu, að þá bjó sýslumaður Húnvetninga í Langadal, og eini kaupstaður sýslunnar Skagaströnd, svo margir áttu leið þarna um. Nú er þetta hvorttveggja horfið, og naumast nokkur maður úr Húnavatnssýslu nema Vindhælishreppur og nokkur hluti af Engihlíðarhrepp, sem eru langt fyrir utan þessa vegi, reka nú verslun á Skagaströnd.
Nei, brú þessi hefir aldrei eflt tign Húnavatnssýslu, og betra er, þó seint sé, að hætta einhvern tíma við gamla vitleysu, en efla hana.
Rétt fyrir ofan, þar sem vegurinn ætti að liggja fram með Svínavatni (fremri leiðin), liggja melhólar og börð á löngu svæði og holt; að vegarefni, t.d. möl, sé ekki í melum, fær ekki einu sinni herra P. mig til að trúa; grjót virðist og vera bæði þar og í bökkum vatnsins, þó ég viti að meira sé til af því í Langadalsfjalli. Löng brú upp að Svínavatnsbænum, sem einmitt er á leiðinni, var malarborin í vor með bestu möl. Orð herra P. um vegarefnisleysi í Svínavatnshreppi eru því marklítil enn sem komið er; en um þetta getur vegfræðingur best borið. En sé eins gott efni í veg fremri leiðina sem á ytri leiðinni, en þar (fremra) engar hættur af bratta, skriðum og vatnsrennsli, ætli fremri vegurinn verði þá ekki eins varanlegur eða varanlegri en ytri vegurinn í fjallinu og Tinda-flóanum?; og þegar hann nú ómótmælanlega er styttri, eðlilegri og ég leyfi mér að segja öllum, nema Langdælingum, hentugri, munu þá þessir kostir eigi um leið gjöra fremri leiðina ódýrari?
En þá eru farartálmarnir. P. segir, að farartálmar fremri leiðarinnar stafi af ótryggum ferjustað hjá Löngumýri (eða Tunguferju), af Svartá, sem sé oft ófær fyrir flóð, ruðning, vaðleysur, og ég veit ekki hvað og hvað; enn fremur fyrir hættuleg svellalög fyrir framan ármót Blöndnu og Svartár; en telur ytri leiðinni til gildis ágætan ferjustað á Holtastöðum (vöð nefndir hann ekki, og er það eðlilegt), góðan vetrarveg eftir Langadal, og svellaleysi fyrir utan ármót. Áður en ég reyni að mæla á móti öllum þessu stóra sannleika (!), vil ég spyrja bæði hann og aðra, hvort óþarfur vegarkrókur sé eigi teljandi farartálmi? Ef menn játa mér þessu, bið ég góða menn að tileinka hann þeirri leiðinni, er á hann (Langadalsveginum), en ekki hinni fremri; og skoðum nú hitt. Ég neita því ekki, að það kunni að geta átt sér stað, að óferjandi sé á Ámundahyl, þegar ferjandi er á Holtastöðum, og að Svará verði of mikil til að ríða hana, en það er það hæsta að þetta geti átt sér stað einu sinni eða tvisvar á mörgum árum, og þó það komi fyrir árlega eða tvisvar á ári, sem ekki er hægt að gjöra ráð fyrir, þá væri það þó aldrei annað en undantekningar frá hinni almennu reglu, að vanalega og nær alltaf er fært yfir Blöndu hér fremra. En ætti þá að láta örfáar undantekningar ráða meiru en hið almenna og vanalega? Ætti einn lítilfjörlegur ósköstur annarrar leiðarinnar að gjöra hana óhæfa ef hún hefir alla aðalkosti fram yfir hina? Ég verð að segja nei. En þarna bætist nú við, að sannleikurinn í sögn P. um farartálmana fram frá er eigi öllum eins auðséður eins og P. Mér var vel kunnugt um dæmið, sem P. tilfærir, að í fyrra hafi orðið óferjandi; flóði í anni var afar-mikið, ferjumaðurinn var nýr og óvanur, og veikur í hendi; gamli ferjumaðurinn, sem sat hinu megin árinnar sagði, að ferjandi hefði verið. Þetta er sannleikurinn um tálmann. En skyldi nú ekki einnig koma fyrir tálmi á ferjustaðnum á Holtastöðum? Þar er áin lygnari og flöt mjög; eðlilega standa þar því stíflur í henni af krapi og ruðningi, lengur en fremra, svo að ost er þar ófært þegar orðið er vel fært fremra annaðhvort að ferja eða ríða. Fremra er að velja um oftast ferju eða vað, og eru aðeins fáeinir faðmar milli Tunguvaðs og -ferju, mörg vöð, t.d. Móvað og Strengjavað, eru skammt þar fyrir utan, en á ytri leiðinni, ja, vöð nefnir P. þar ekki, því þau eru þar engin til fyr en Hrafnseyrarvað yst í Langadal. Vaðnefna er stundum til fyrir utan Geitisskarð, langt fyrir utan ferjuna, en bæði djúpt og ótryggt. Vöð eru þó vanalegi og algengasti vegurinn yfir ár; en verði leiðin lögð hið ytra, er eigi umtalsmál að nokkur maður eða póstur spari sér tíma og fé með því að ríða Blöndu, jafnvel ekki um há-sumarið, þar eð vöð eru þar ekki til. Skyldi þetta eigi þykja hart lögmál? Við Svartá bjó ég í 10 ár og átti auðvitað á öllum ársins tímum yfir hana að sækja. Alls einu sinni tepptist ég við hana fyrir flóðs sakir; en allar sprænur geta orðið ófærar, og einnig hún. Er rétt að búa til óþarfa króka þessa vegna, óhentuga og kostnaðarsama? Af Finnstungueyrum er verulegt þrautavað á Svartá víðar en á einum stað; milli Gils og Fjósa er vað, sem oft er fært þegar annarsstaðar er ófært. Skammt þar frá er lygn hylur, sem leggur fljótt, og væri jafnvel tiltækilegur ferjustaður; ferja á Svará væri tilvinnandi, ef nauðsynlegt þætti. Að svartá sé oft ófær vegna ruðnings, er með öllu ósatt; hún er ströng með kaldavermslivatni, hrein-ryður sig, og hefi ég aldrei séð við hana ófæran ruðning. Aftur setur Blanda ruðning svo á Langadalseyrar, að eftir þeim er ófarandi. Daginn eftir flóðið mikla í fyrra vetur horfði ég af Tunguneshlaði yfir ruðninginn í Langadal, að hann lá víða upp í brekkur. Á Holtastöðum verður og óferjandi fyrir krapa og jakaburð. Hlíðará, sem liggur á leið póstsins utan Lagnadal, nefnir P. ekki; en þó hún sé minni en Svartá, er hún oft verri yfirferðar en Svartá. Ég skil ekki P., þegar hann er að tala um hættuleg svellalög fyrir framan ármót. Það er aðeins eitt stutt klif, stundum vont, en sem aldrei þarf að fara og er krókur að fara einmitt að vetrinum, ef farin er fremri leiðin, en má til að fara þegar komið er utan Langadal. Fyrir framan klifið eru hallalitlar grundir upp að Hlíð. P. hlýtur að ætla póstinum að ríða ójárnað, ef hann er hræddur við að hann ríði þar á vetrum. Fyrir utan klifið, eða ármótin, kemur fyrst hætta; þar liggur vegurinn í brattri skriðuhlíð og kaldavermslirennsli ofan fjallið, og fellur Blanda á löngum kafla fast að brekkunni; þar eru svellin og ísbunkarnir hættulegu, sem jafnvel vel járnaður hestur getur fallið á.
Þetta, sem ég hér hefi sagt af 13 ára þekkingu minni og af óhlutdrægri sannfæringu; álít ég mig eigi þurfa fleira til að hrekja lýsingu herra P. Ýmsa ósamkvæmni við sjálfan hann í grein hans, hirði ég ekki um. En bið lesendurna að yfirvega báðar lýsingarnar, og að því búnu spyr ég þá: Hverja leiðina á fremur að kjósa fyrir aðalpóst- og þjóðleið yfir Húnavatnssýslu.
Auðkúlu 3. febr. 1889
Stefán M. Jónsson.


Ísafold, 23. feb. 1889, 16. árg., 16. tbl., forsíða:

Aðalpóstleið í Húnavatnssýslu
Þetta mál er alþjóðarmál, þó einn fjórðung lands snerti mest, af því að öll þjóðin (landssjóður) á að kosta aðalpóstleiðina, og öll þjóðin hefir gagn af henni fyrir póstana og leira. Ég vænti því að þér, herra ritstjóri, leyfið eftirfylgjandi línum inngöngu í blað yðar, þær gefa lesendum blaðsins kost á að sjá fleiri hliðar máls þessa, en þá sem P. í Ísaf. XV 59 og 60 fram setur, en eigi er nema hálfsögð sagan þá einn segir. Ég leyfi mér að álíta mig einn af hinum kunnugu á svæðum þeim, er rætt er hér um, þar eð þau liggja í prestaköllum þeim, er ég hefi þjónað, öðru í 10 ár, en hinu í 3 ár. Eftir þekkingu minni um þessar slóðir er lýsing herra P. á þeim svo úr garði gjörð, að mig stór-furðar á, að jafn-kunnugur maður og skynsamur, sem ég hygg þennan P. vera, skuli ætlast til, að hún sannfæri nokkurn mann, er til þekkir. Hinir, sem ókunnugir eru, geta haldið, að lýsing hans sé sönn og rétt; en af því hún er það ekki, er nauðsynlegt að hún sé leiðrétt.
Þegar svona stendur á, að leggja á nýjan veg, er margt að aðgæta. Hið helsta er að minni hyggju: 1., að vegurinn sé hentuglega lagður fyrir þá, er nota eiga; 2., að hann sé eðlilega lagður eftir tilhögun lands og sveita; 3., að hann sé eigi með óþarfa krókum, heldur sem stystur og beinastur að unnt er; 4., að hann verði sem endingarbestur; 5., að hann sé sem ódýrastur; 6., að sem minnstar torfærur séu á leiðinni. Öll þessi atriði fela í sér mörg fleiri, og flest þeirra verður að skoða í sambandi hvort við annað.
Sá fyrsti, sem á að nota veg þennan, er pósturinn. Auðvitað vill hann, sem ferðamaður, að vegurinn sé sem stystur og tálmaminnstur. Pósturinn er þjónn þjóðarinnar, þjóðin eða þeir, sem nota eiga póstinn, vilja að hann sé sem fljótastur í ferðum, því við það sparast tími og fé, og farartálmar séu sem minnstir; við það græða allir. Allur almenningur á og að nota veginn, því um leið og það er póstvegur, er það þjóðvegur. Allir ferðamenn vilja flýta sér, ef eigi eru flökkumenn, því þeir hafa hag af því, en öllum er innrætt að vilja fremur hafa hag en halla.
Fæst nú þessi hagur með því, að leggja póstleiðina upp hjá Tindum að Holtastöðum fram Langadal, eða frá Laxá fram með Svínavatni að Finnstunguvaði eða -ferju á Blöndu?
Ég leyfi mér að segja, að allir menn með viti, er mæla vilja af sanngirni, hljóti þó að játa, að leiðin frá Laxá upp að Bólstaðarhlíð sé styttri, ef farið er fram Svínavatnshrepp, heldur en upp hjá Tindum fram Langadal. Lítið á uppdrátt Íslands. Sá sem neitar þessu getur alveg eins neitað því, að bein leið frá og að sama stað sé styttri en krókaleið, eða jafnvel sagt, að það, sem er hvítt sé svart. Frá Laxá fer pósturinn upp hjá Tindum í norðaustur-átt, að Blöndu eða Holtastöðum; Blanda rennur í norður, en um leið nokkuð til vesturs, og myndar við leið póstsins frá Laxá nær rétt horn; frá Holtastöðum fer pósturinn fram með allri Blöndu í Langadal í nærri há-suður, 7 bæjarleiðir, fram að ármótum Svartár og Blöndu; þar kemur annað horn á leið hans, upp að Bólstaðarhlíð fram með Svartá, sem, þegar kemur út að Hlíð, rennur að mestu til vesturs í Blöndu. Þessi leið póstsins er því líkust afar stórri Z (setu). En sá, sem fer frá Laxá fram Svínavatnshrepp með fram Svínavatni, fer mikið til beina leið til austurs; að eins er lítill sveigur frá Tunguvaði út fyrir hálstaglið milli Svartár og Blöndu. Þá sem ekki þekkja þessa leið, bið ég að líta á uppdráttinn, til að sjá, hvor sannara segir, ég eða P., sem segir krókinn eftir Langadalnum engu lengri en sveiginn frá ármótum Svarár og Blöndu fram að Tunguvaði. Ég hefði aldrei hugsað P., ef hann er sá, sem ég held, geta komið með slík fjarmæli.
Með þessu álít ég sannað, að fremri vegurinn sé styttri en hinn ytri, og að því leyti hentugri fyrir alla þá, er nota eiga, nema þá, sem ætla sér til Langdælinga einna.
Hver vegurinn er eðlilegri? Allir beinir vegir eru eðlilegri en krókavegir, og ef litið er á póstleiðina annarsstaðar í sýslunni, já póstleiðina alveg af Akureyri og vestur í Húnavatnssýslu, þá liggur hún alstaðar svo beint sem hægt er, þangað til nú á að gjöra lykkju á leiðina fyrir Langdælinga eina á öllu Norðurlandi, og landið allt á að kosta krókinn. Gaman verður þegar landssjóður er orðinn svo ríkur, að pósturinn getur farið fram í hvern dal; það mundu flestir dalabúar kjósa. Engum kemur þó til hugar, að láta póstinn fara fram í Vatnsdal, t. d.; hann er þó fjölbyggður, og þar sitja sýslumaður og prófastur. Það væri þó allt eins eðlilegt, að hann færi frá Sveinsstöðum, úr því hann þarf að fara yfir um á Skriðuvaði, fram að Gilsstöðum eða Hvammi eða Kornsá, eins og frá Bólstaðarhlíð út að Holtastöðum; eða þegar póstur fer um Skagafjörð, lítur hann hvorki til hægri né vinstri frá Víðimýri; hann gæti þó eins vel farið fram að Mælifelli t. d. eða út að Glaumbæ.
P. segir, að eðlilegast sé, að aðalpóstleiðin liggi eftir miðri sýslu, en er hér ekki í því tilliti að eins bitamunur? Á svæðinu frá Reykjum að Blöndu er byggðin mjóst út og suður, nfl. að eins Torfalækjar og Svínavatns hreppar; fari nú póstur eftir Langadal, liggur leið hans frá Blöndu vestur um ysta hluta Svínavatnshrepps, en fari hann með fram vatninu, fer hann um miðjan Svínavatnshrepp. Þessi er munurinn. Slíkur hégómi getur eigi tekist til greina.
Þegar ræða er um aðalleið, er þá eigi eðlilegast að hún liggi þar, sem flestir fara jafnvel á vegleysu? Enginn getur neitað, að vegurinn fram með Svínavatni er vondur að sumrinu, því þar hefir aldrei verið neitt gjört að vegi; en þó fer þessa vegleysu bæði póstur og allur almenningur.
Af hverju? Af þeirri einföldu ástæðu, að þeim finnst það eðlilegra og styttra, hvað þá ef vegur væri lagður þar. Að vetrinum hefir náttúran lagt veginn eftir sjálfu vatninu, sem er meiri hluti leiðarinnar frá Reykjum að Blöndu. Sumarliði póstur, skynsamur og gætinn maður, hefir í blöðunum lýst yfir áliti sínu á báðum leiðum, og kveðst ekki fara ytri leiðina nema tilneyddur, og til þess hefir hann neyðst 3 eða 4 sinnum í milli 10 og 20 ár. Er nú ekki hlægilegt að segja við þennan mann: "Mig varðar ekkert um, vað þú segir; það er betra og eðlilegra, að þú farir þennan krók, heldur en beint, og þó hvorki þú eða aðrir fari ytri leiðina, er nú það skynsamast, og sýslu- og þjóðarhagur, að verja nokkrum þúsundum króna í veg upp hjá Tindum og fram Langadal".
Enn fremur má líta á það, að vegur þessi á að standa í sambandi við póstveg Skagfirðinga og kemur saman við hann á Vatnsskarði. Hvort er nú eðlilegra og hentugra, að hann komi saman við hann úr sem beinastri átt vestan yfir Blöndu, eða eftir einlægum krókum?
Þá er að vita, á hverjum staðnum hann muni endingarbetri, og stendur endingin í nánu sambandi við 5. atriðið, kostnaðinn. Um þessi atriðið getur hvorugur okkar P. dæmt með neinni vissu; til þess þarf einmitt vegfræðing. En til þess þarf engan vegfræðing, að sjá, að vegi, sem liggur eftir bröttum fjallshlíðum, er meiri hætta búin af skriðum og vatnsrennsli, en þeim vegi, sem lagður er á láglendi fjarri öllum skriðuhalla. En vegurinn ytri getur eigi legið nema eftir fjallshlíðunum austanvert við Langadal, en fremri vegurinn eftir ýmist flötum mýrum eða holtum. Herra P. er sjálfsagt kunnugri gróðraefnunum í jarðveginum í Svínavatnshrepp en ég; en hann verður að fyrirgefa, þótt ég ekki að óreyndu trúi honum betur en öðrum skynsömum mönnum, þegar ræða er um vegarefni. Mikill hluti af veginum hans er nú líka í Svínavatnshrepp, svo að í hvorn veginn sem tekinn er, verður að hafa jarðveg Svínavatnshrepps. En hvað snertir brýrnar, sem P. er svo hrifinn yfir (Tindabrúin), frá vatninu upp að Blöndu, þá er þess að geta, að áður en sú brú komst á, var þjarkað fram og aftur, og álitu sumri eins og nú, að hentugast væri, að leggja veginn einmitt fram með Svínavatni að Tunguvaði, og það bæði stuttleika vegna og vegna þess, að betra efni í veg væri þar, en í flóunum upp að Tindum; þetta hefir vegastjórinn sjálfur sagt mér, enda er hin svo nefnda Tindabrú nú sjaldfarin og oftar en hitt ófær; en þegar hún var lögð, mun hafa ráðið mestu, að þá bjó sýslumaður Húnvetninga í Langadal, og eini kaupstaður sýslunnar Skagaströnd, svo margir áttu leið þarna um. Nú er þetta hvorttveggja horfið, og naumast nokkur maður úr Húnavatnssýslu nema Vindhælishreppur og nokkur hluti af Engihlíðarhrepp, sem eru langt fyrir utan þessa vegi, reka nú verslun á Skagaströnd.
Nei, brú þessi hefir aldrei eflt tign Húnavatnssýslu, og betra er, þó seint sé, að hætta einhvern tíma við gamla vitleysu, en efla hana.
Rétt fyrir ofan, þar sem vegurinn ætti að liggja fram með Svínavatni (fremri leiðin), liggja melhólar og börð á löngu svæði og holt; að vegarefni, t.d. möl, sé ekki í melum, fær ekki einu sinni herra P. mig til að trúa; grjót virðist og vera bæði þar og í bökkum vatnsins, þó ég viti að meira sé til af því í Langadalsfjalli. Löng brú upp að Svínavatnsbænum, sem einmitt er á leiðinni, var malarborin í vor með bestu möl. Orð herra P. um vegarefnisleysi í Svínavatnshreppi eru því marklítil enn sem komið er; en um þetta getur vegfræðingur best borið. En sé eins gott efni í veg fremri leiðina sem á ytri leiðinni, en þar (fremra) engar hættur af bratta, skriðum og vatnsrennsli, ætli fremri vegurinn verði þá ekki eins varanlegur eða varanlegri en ytri vegurinn í fjallinu og Tinda-flóanum?; og þegar hann nú ómótmælanlega er styttri, eðlilegri og ég leyfi mér að segja öllum, nema Langdælingum, hentugri, munu þá þessir kostir eigi um leið gjöra fremri leiðina ódýrari?
En þá eru farartálmarnir. P. segir, að farartálmar fremri leiðarinnar stafi af ótryggum ferjustað hjá Löngumýri (eða Tunguferju), af Svartá, sem sé oft ófær fyrir flóð, ruðning, vaðleysur, og ég veit ekki hvað og hvað; enn fremur fyrir hættuleg svellalög fyrir framan ármót Blöndnu og Svartár; en telur ytri leiðinni til gildis ágætan ferjustað á Holtastöðum (vöð nefndir hann ekki, og er það eðlilegt), góðan vetrarveg eftir Langadal, og svellaleysi fyrir utan ármót. Áður en ég reyni að mæla á móti öllum þessu stóra sannleika (!), vil ég spyrja bæði hann og aðra, hvort óþarfur vegarkrókur sé eigi teljandi farartálmi? Ef menn játa mér þessu, bið ég góða menn að tileinka hann þeirri leiðinni, er á hann (Langadalsveginum), en ekki hinni fremri; og skoðum nú hitt. Ég neita því ekki, að það kunni að geta átt sér stað, að óferjandi sé á Ámundahyl, þegar ferjandi er á Holtastöðum, og að Svará verði of mikil til að ríða hana, en það er það hæsta að þetta geti átt sér stað einu sinni eða tvisvar á mörgum árum, og þó það komi fyrir árlega eða tvisvar á ári, sem ekki er hægt að gjöra ráð fyrir, þá væri það þó aldrei annað en undantekningar frá hinni almennu reglu, að vanalega og nær alltaf er fært yfir Blöndu hér fremra. En ætti þá að láta örfáar undantekningar ráða meiru en hið almenna og vanalega? Ætti einn lítilfjörlegur ósköstur annarrar leiðarinnar að gjöra hana óhæfa ef hún hefir alla aðalkosti fram yfir hina? Ég verð að segja nei. En þarna bætist nú við, að sannleikurinn í sögn P. um farartálmana fram frá er eigi öllum eins auðséður eins og P. Mér var vel kunnugt um dæmið, sem P. tilfærir, að í fyrra hafi orðið óferjandi; flóði í anni var afar-mikið, ferjumaðurinn var nýr og óvanur, og veikur í hendi; gamli ferjumaðurinn, sem sat hinu megin árinnar sagði, að ferjandi hefði verið. Þetta er sannleikurinn um tálmann. En skyldi nú ekki einnig koma fyrir tálmi á ferjustaðnum á Holtastöðum? Þar er áin lygnari og flöt mjög; eðlilega standa þar því stíflur í henni af krapi og ruðningi, lengur en fremra, svo að ost er þar ófært þegar orðið er vel fært fremra annaðhvort að ferja eða ríða. Fremra er að velja um oftast ferju eða vað, og eru aðeins fáeinir faðmar milli Tunguvaðs og -ferju, mörg vöð, t.d. Móvað og Strengjavað, eru skammt þar fyrir utan, en á ytri leiðinni, ja, vöð nefnir P. þar ekki, því þau eru þar engin til fyr en Hrafnseyrarvað yst í Langadal. Vaðnefna er stundum til fyrir utan Geitisskarð, langt fyrir utan ferjuna, en bæði djúpt og ótryggt. Vöð eru þó vanalegi og algengasti vegurinn yfir ár; en verði leiðin lögð hið ytra, er eigi umtalsmál að nokkur maður eða póstur spari sér tíma og fé með því að ríða Blöndu, jafnvel ekki um há-sumarið, þar eð vöð eru þar ekki til. Skyldi þetta eigi þykja hart lögmál? Við Svartá bjó ég í 10 ár og átti auðvitað á öllum ársins tímum yfir hana að sækja. Alls einu sinni tepptist ég við hana fyrir flóðs sakir; en allar sprænur geta orðið ófærar, og einnig hún. Er rétt að búa til óþarfa króka þessa vegna, óhentuga og kostnaðarsama? Af Finnstungueyrum er verulegt þrautavað á Svartá víðar en á einum stað; milli Gils og Fjósa er vað, sem oft er fært þegar annarsstaðar er ófært. Skammt þar frá er lygn hylur, sem leggur fljótt, og væri jafnvel tiltækilegur ferjustaður; ferja á Svará væri tilvinnandi, ef nauðsynlegt þætti. Að svartá sé oft ófær vegna ruðnings, er með öllu ósatt; hún er ströng með kaldavermslivatni, hrein-ryður sig, og hefi ég aldrei séð við hana ófæran ruðning. Aftur setur Blanda ruðning svo á Langadalseyrar, að eftir þeim er ófarandi. Daginn eftir flóðið mikla í fyrra vetur horfði ég af Tunguneshlaði yfir ruðninginn í Langadal, að hann lá víða upp í brekkur. Á Holtastöðum verður og óferjandi fyrir krapa og jakaburð. Hlíðará, sem liggur á leið póstsins utan Lagnadal, nefnir P. ekki; en þó hún sé minni en Svartá, er hún oft verri yfirferðar en Svartá. Ég skil ekki P., þegar hann er að tala um hættuleg svellalög fyrir framan ármót. Það er aðeins eitt stutt klif, stundum vont, en sem aldrei þarf að fara og er krókur að fara einmitt að vetrinum, ef farin er fremri leiðin, en má til að fara þegar komið er utan Langadal. Fyrir framan klifið eru hallalitlar grundir upp að Hlíð. P. hlýtur að ætla póstinum að ríða ójárnað, ef hann er hræddur við að hann ríði þar á vetrum. Fyrir utan klifið, eða ármótin, kemur fyrst hætta; þar liggur vegurinn í brattri skriðuhlíð og kaldavermslirennsli ofan fjallið, og fellur Blanda á löngum kafla fast að brekkunni; þar eru svellin og ísbunkarnir hættulegu, sem jafnvel vel járnaður hestur getur fallið á.
Þetta, sem ég hér hefi sagt af 13 ára þekkingu minni og af óhlutdrægri sannfæringu; álít ég mig eigi þurfa fleira til að hrekja lýsingu herra P. Ýmsa ósamkvæmni við sjálfan hann í grein hans, hirði ég ekki um. En bið lesendurna að yfirvega báðar lýsingarnar, og að því búnu spyr ég þá: Hverja leiðina á fremur að kjósa fyrir aðalpóst- og þjóðleið yfir Húnavatnssýslu.
Auðkúlu 3. febr. 1889
Stefán M. Jónsson.