1889

Ísafold, 8. maí 1889, 16. árg., 37. tbl., 147:

Gufubátsmálið
Málið um gufubátsferðir um Faxaflóa m. m., er hreyft var í Ísafold um daginn, er nú orðið efst á dagskrá hér í höfuðstaðnum og mun jafnvel ríkt í huga almennings í nærsveitunum líka. Það sýnir, að hér er um áþreifanlega almenningsheill að tefla, og er jafnframt gleðilegur vottur þess, að hér geta menn þó sinnt öðru en hinum og þessum bæjarlífshégóma, eða umfram hitt, að bauka hver í sínu horni.
Samt er óvíst, hvort nokkur verulegur rekspölur hefði nú komist á málið, ef ekki hefði vakist upp utanbæjarmaður, síra Jens Pálsson, ötull og fjörmikill framfaramaður, til að koma verklegri hreyfingu á það.
Það er skiljanlegt, að hann, hinn nýi prestur að Útskálum í Garði, einhverju hinu mesta fiskisældarplássi á landinu, fyndi brátt til þess, öðrum fremur, hve óbærilegan hnekki samgönguleysið gjörir, ekki síst í veltiári, þegar nóg er að starfa og hver stund er dýrmæt, - allur vinnusparnaður og hægðarauki dýrmætur. Hann mun hafa haft gufubátsmálið í huga lengi nokkuð, og hefir tekið sig til í haust er var með að reyna að útvega sér ýmsar skýringar því viðvíkjandi, utanlands og innan, í því skyni að koma einhverju áleiðis í þá átt. Jafnframt hefir hann og þeir félagar, Þórður læknir Thoroddsen í Keflavík, skrifast á í vegur um málið við ýmsa málsmetandi menn í öðrum héruðum, þar sem einhver áhugi í líka átt hefir gjört vart við sig, svo sem einkum við Ísafjarðardjúp. Fyrir nokkrum dögum kom hann hingað til bæjarins í því skyni að koma hér á stofn einhverjum vísi til hlutafélags, er tæki að sér að koma á og halda uppi reglulegum gufubátsferðum meðfram vesturströnd landsins, frá Faxaflóa til Ísafjarðardjúps, að báðum fjörðum meðtöldum. Hann boðaði síðan ýmsa embættismenn og kaupmenn bæjarins o. fl. til fundar í fyrra kvöld, og hafði skýrt þeim um leið frá aðalhugmynd sinni um málið, með prentuðu blaði, á þessa leið:
Til athugunar um gufubátsmálið:
I. Tilgangur.
1. Að greiða þeim meginstraum verslunarinnar, sem frá mörkuðunum í útlöndum streymir til Reykjavíkur, eðlilegt og frjálst rennsli frá höfuðstað og hjarta landsins út um héruð og sveitir, og jafnframt greiða innlendri sveita- og sjávarvöru hagfellda leið til aðalmarkaða suður- og vesturlands, Reykjavíkur og Ísafjarðar.
2. Að tengja saman hin ýmsu héruð og sveitir með því að greiða fyrir mannferðum og verslun með innlendar afurðir; og
3. í öllum greinum að bæta hið ómetanlega og líttbærilega böl, sem samgönguleysið, eða mikill skortur samgangna veldur í verslun, búnaði og öllum atvinnugreinum.
II. Ferðasvæði
Hið fyrirhugaða ferðasvæði gufuskipsins er vesturströnd Íslands, sunnan frá Reykjanesi og vestur að Rit norðan Ísafjarðardjúps.
Kostir þessa ferðasvæðis eru þessir:
1. Hafís tálmar eigi ferðum skipsins.
2. Hafnir eru nægar og góðar og ströndin mjög vogskorin.
3. Reykjavík, Ísafjörður og 7 sýslur landsins hafa bein afnot af skipinu; en á svæði þessu öllu eru samtals um 27.000 íbúar, eða 3/8 hlutar allra Íslendinga.
4. Í mannfjöldanum og verslunar-magninu, (einkum Reykjavíkur og Ísafjarðar), og mismun búnaðar og afurða í héruðum þeim, er skipið geta notað, er fólgin trygging fyrir því, að mjög miklir og margbreyttir flutningar hljóti að bjóðast skipinu á þessari strönd, fremur en á nokkurri annarri jafnlangri strönd á Íslandi.
III. Áætlað verkefni.
1. Vöruflutningar útlendrar og innlendrar verslunarvöru frá vörubúrum (magasinum) kaupmanna og að þeim.
2. Vöruflutningar innlendrar matvöru (kjöts, feitmetis, skreiðar o. fl.) til markaða, sem myndast meiri og minni á öllum komustöðvum skipsins.
3. Flutningur innlendrar iðnaðarvöru, svo sem skófatnaðar, smíðisgripa, vaðmála o. fl.
4. Mannflutningar, t. d. vermanna, kaupafólks, skólapilta og þingmanna að vestan, auk annarra ferðamanna, innlendra og útlendra.
5. Póstflutningur til vesturlands og þaðan aftur.
6. Vöruflutningur milli Íslands og annarra landa í viðlögum, eða jafnvel erlendis, þá er skipið annaðhvort ætti erindi til útlanda, eða á þeim tíma árs, er skortur yrði á flutningum heima fyrir.
IV. Kostnaður
Samkvæmt skýrslum, sem hr. ingenieur N. Hovdenak hefur af mestu alúð og velvild og með mikilli fyrirhöfn og nákvæmni útvegað hjá áreiðanlegustu mönnum í Noregi sunnaverðum, er þess konar mál hafa með höndum, verður kostnaðurinn í allra mesta lagi þessi.
A. Áætlað af Hovdenak.
1. Gufuskip, að stærð 100 tons brutto, en 70 netto, með káetuplássi handa meira en 10 farþegum, gott sjóskip, haffært, traust kostar nýsmíðað 50.000 kr.
2. Vátrygging 9-10 % af verðinu¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿ 5.000 kr.
3. Mannahald, viðhald skips og áhalda, kol og ljós o.s. frv.
60 kr. á dag; 300 ferðadagur á ári gjöra¿¿¿¿¿¿¿. 18.000 kr.
4. Laun strandferðastjórans (Forretningsförerens) 3.000 kr.
föst + 2 % af brúttó-ágóða, áætlað 700 kr. ¿¿¿¿¿¿ 3.700 kr.
5. Óviss útgjöld og ófyrirsjáanleg ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿. 300 kr.
6. Rentur og afborgun af skipsverðinu 6% ¿¿¿¿¿¿¿ 3.000 kr
80.000 kr
Hinn árlegi kostnaður verður eftir þessari áætlun alls 30.000 krónur, en þess er að gæta, að þótt vátryggingin yrði svona afardýr fyrst í stað, hlyti hún brátt að lækka í verði.
Herra Hovdenak gjörir ráð fyrir, að skipstjóri fái í laun 100 krónur um mánuðinn, auk 4% af bruttotekjum, og fæði ókeypis á skipinu; getur hann þess, að duglegur skipstjóri ætlist til þess að fá alls og alls 2000 krónur í laun auk ókeypis fæðis á skipi. - 5 menn telur hann þurfa auk skipstjóra:
V. Væntanlegar tekjur og sérstök hlunnindi.
1. Um arðinn af ferðum skipsins, flutningsgjald og farþega m. m., er ekki hægt að gjöra neina rökstudda áætlun. Aðeins má nefna svo sem dæmi til skýringar, að væri skip á þessari stærð látið vera í förum milli Íslands og Skotlands allt árið nema 2 miðsvetrarmánuðina, og því ætlaðir 15 dagar til hverrar ferðar fram og aftur, þ.e. 20 ferðir á ári, þá fengist upp úr því um 29.000 kr. í flutningsgjald, ef það flytti út fisk, og inn aftur salt og kol og kornvörur, að þriðjungi hverja vörutegund, sem sé með því að reikna flutningsgjaldið eins og með póstskipinu 16 kr. pr. ton af fiski, 13 ½ kr. af kolum og salti, og 18 kr. af korni. Eru í þessum reikningi samt ætluð 24 tons (af 70) til kolaforða fyrir skipið í hverri ferð. Væri svo aðeins gert ráð fyrir 3 farþegum í hverri ferð fram og aftur, og fargjaldið haft talsvert lægra en með póstskipunum, eða 100 kr. fram og aftur, þá yrðu það þó samtals 6.000 krónur.
2. Landssjóður tryggir væntanlega hlutafélagi því, er skipið á og heldur uppi strandferðunum, hæfilega vexti af hlutabréfaupphæðinni fyrstu árin.
3. Skipið ætti að geta fengið undanþágu undan hafnar- og vita-gjöldum og öllum slíkum útgjöldum til hins opinbera.
4. Endurgjald fyrir póstflutninga.
Á fundinum kom fram sú skoðun, að efasamt væri, hvort einn gufubátur mundi endast til að fara um allt þetta svæði, sem hér er ráð fyrir gjört, ef hann ætti að horna alla firði, eftir þörfum manna, einkanlega t. d. kringum kauptíð á sumrin. Jafnframt var því haldið fram, að gufubátur á þessari stærð hlyti að geta haft nóg að gjöra mikinn part árs, þótt hann væri ekki látinn hafa undir nema Faxaflóa einn, svo framarlega sem hann væri notaður eins og ástæður væri til. Aftur héldu aðrir því fram, að forsjálla væri að hafa verkefni bátsins heldur of mikið en of lítið fyrst í stað að minnsta kosti, til þess að vera vissari um, að fá kostnaðinn endurgoldinn; það væri hægara að færa út kvíarnar seinna, ef reynslan sýndi, að nóg væri að gjöra á hinu stærra svæði fyrir fleiri en einn bát. Í annan stað mundi ekki veita af öllu hinu stærra svæði til að hafa saman hina áætluðu innstæðu í hlutabréfum, 80.000 kr.
Undirtektir urðu hinar bestu undir málið að öðru leyti. Var meðal annars sýnt fram á, að jafn mikilsverð umbót á samgöngum hlyti að koma ekki einungis almenningi í góðar þarfir, heldur einnig kaupmönnum hvað helst - til vöruflutninga milli höfuðkaupstaðanna, Reykjavíkur og Ísafjarðar annars vegar, en smáverslunarstaðanna hins vegar; með tímanum mundi hinir stærri kaupmenn og efnamestu fara að reka stórkaupmannaverslun eingöngu eða mestmegnis, í höfuðkaupstöðunum, og byrgja upp smáborgara bæði þar og einkanlega í hinum smærri verslunarstöðum eða til sveita. Þá mundi fara að komast miklu eðlilegra og hagfeldara lag á verslunina en nú gerist.
Umræðurnar stóðu fullar 3 klukkustundir, og hnigu allar í eina átt, að styðja málið.
Síðan var samþykkt í einu hljóði, að stofnað skyldi til hlutafélags, er hefði þann tilgang, að koma á innlendum gufuskipsferðum á Faxaflóa og svo jafnframt við vesturland, ef því yrði við komið og ástæður leyfðu. Rituðu fundarmenn, um 20, undir skuldbindingarskjal um að kaupa hlutabréf í félaginu, og kusu bráðabirgðastjórn, er stofna skyldi til almennra áskrifta til fyrirtækisins og annast um að fundur yrði haldinn í félaginu í júnímánuði þ. á., þar sem félagið gæti orðið að fullu stofnsett og lög samin fyrir það m. m.
Hlutabréfin var ráðgjört að láta hljóða upp á 100 kr., og að féð yrði greitt smátt og smátt, í fernu lagi, 25 kr. í einu af hverju hlutabréfi 11. sept og 11. des. 1889, og 11. mars og 11. júní 1890.
Í bráðabirgðastjórnina voru kosnir á fundinum: Árni Thorsteinsson landfógeti, síra Jens Pálsson og Sigfús Eymundsson agent, en þeir skyldu aftur bæta við sig 2 mönnum, til þess að 5 yrðu í stjórninni alls, og kusu þeir daginn eftir til viðbótar þá Steingrím Johnsen kaupmann og Björn Jónsson ritstjóra.
Fundur til að semja lög fyrir félagið m. m., hefur nú verið ákveðinn 29. júní þ. á., og kaupmönnum og öðrum helstu mönnum, bæði embættismönnum og bændum, á hinu fyrirhugaða ferðasvæði gufubátsins send áskorun frá bráðabirgðastjórninni um að safna áskriftum fyrir hlutabréfum til fyrirtækisins.


Ísafold, 8. maí 1889, 16. árg., 37. tbl., 147:

Gufubátsmálið
Málið um gufubátsferðir um Faxaflóa m. m., er hreyft var í Ísafold um daginn, er nú orðið efst á dagskrá hér í höfuðstaðnum og mun jafnvel ríkt í huga almennings í nærsveitunum líka. Það sýnir, að hér er um áþreifanlega almenningsheill að tefla, og er jafnframt gleðilegur vottur þess, að hér geta menn þó sinnt öðru en hinum og þessum bæjarlífshégóma, eða umfram hitt, að bauka hver í sínu horni.
Samt er óvíst, hvort nokkur verulegur rekspölur hefði nú komist á málið, ef ekki hefði vakist upp utanbæjarmaður, síra Jens Pálsson, ötull og fjörmikill framfaramaður, til að koma verklegri hreyfingu á það.
Það er skiljanlegt, að hann, hinn nýi prestur að Útskálum í Garði, einhverju hinu mesta fiskisældarplássi á landinu, fyndi brátt til þess, öðrum fremur, hve óbærilegan hnekki samgönguleysið gjörir, ekki síst í veltiári, þegar nóg er að starfa og hver stund er dýrmæt, - allur vinnusparnaður og hægðarauki dýrmætur. Hann mun hafa haft gufubátsmálið í huga lengi nokkuð, og hefir tekið sig til í haust er var með að reyna að útvega sér ýmsar skýringar því viðvíkjandi, utanlands og innan, í því skyni að koma einhverju áleiðis í þá átt. Jafnframt hefir hann og þeir félagar, Þórður læknir Thoroddsen í Keflavík, skrifast á í vegur um málið við ýmsa málsmetandi menn í öðrum héruðum, þar sem einhver áhugi í líka átt hefir gjört vart við sig, svo sem einkum við Ísafjarðardjúp. Fyrir nokkrum dögum kom hann hingað til bæjarins í því skyni að koma hér á stofn einhverjum vísi til hlutafélags, er tæki að sér að koma á og halda uppi reglulegum gufubátsferðum meðfram vesturströnd landsins, frá Faxaflóa til Ísafjarðardjúps, að báðum fjörðum meðtöldum. Hann boðaði síðan ýmsa embættismenn og kaupmenn bæjarins o. fl. til fundar í fyrra kvöld, og hafði skýrt þeim um leið frá aðalhugmynd sinni um málið, með prentuðu blaði, á þessa leið:
Til athugunar um gufubátsmálið:
I. Tilgangur.
1. Að greiða þeim meginstraum verslunarinnar, sem frá mörkuðunum í útlöndum streymir til Reykjavíkur, eðlilegt og frjálst rennsli frá höfuðstað og hjarta landsins út um héruð og sveitir, og jafnframt greiða innlendri sveita- og sjávarvöru hagfellda leið til aðalmarkaða suður- og vesturlands, Reykjavíkur og Ísafjarðar.
2. Að tengja saman hin ýmsu héruð og sveitir með því að greiða fyrir mannferðum og verslun með innlendar afurðir; og
3. í öllum greinum að bæta hið ómetanlega og líttbærilega böl, sem samgönguleysið, eða mikill skortur samgangna veldur í verslun, búnaði og öllum atvinnugreinum.
II. Ferðasvæði
Hið fyrirhugaða ferðasvæði gufuskipsins er vesturströnd Íslands, sunnan frá Reykjanesi og vestur að Rit norðan Ísafjarðardjúps.
Kostir þessa ferðasvæðis eru þessir:
1. Hafís tálmar eigi ferðum skipsins.
2. Hafnir eru nægar og góðar og ströndin mjög vogskorin.
3. Reykjavík, Ísafjörður og 7 sýslur landsins hafa bein afnot af skipinu; en á svæði þessu öllu eru samtals um 27.000 íbúar, eða 3/8 hlutar allra Íslendinga.
4. Í mannfjöldanum og verslunar-magninu, (einkum Reykjavíkur og Ísafjarðar), og mismun búnaðar og afurða í héruðum þeim, er skipið geta notað, er fólgin trygging fyrir því, að mjög miklir og margbreyttir flutningar hljóti að bjóðast skipinu á þessari strönd, fremur en á nokkurri annarri jafnlangri strönd á Íslandi.
III. Áætlað verkefni.
1. Vöruflutningar útlendrar og innlendrar verslunarvöru frá vörubúrum (magasinum) kaupmanna og að þeim.
2. Vöruflutningar innlendrar matvöru (kjöts, feitmetis, skreiðar o. fl.) til markaða, sem myndast meiri og minni á öllum komustöðvum skipsins.
3. Flutningur innlendrar iðnaðarvöru, svo sem skófatnaðar, smíðisgripa, vaðmála o. fl.
4. Mannflutningar, t. d. vermanna, kaupafólks, skólapilta og þingmanna að vestan, auk annarra ferðamanna, innlendra og útlendra.
5. Póstflutningur til vesturlands og þaðan aftur.
6. Vöruflutningur milli Íslands og annarra landa í viðlögum, eða jafnvel erlendis, þá er skipið annaðhvort ætti erindi til útlanda, eða á þeim tíma árs, er skortur yrði á flutningum heima fyrir.
IV. Kostnaður
Samkvæmt skýrslum, sem hr. ingenieur N. Hovdenak hefur af mestu alúð og velvild og með mikilli fyrirhöfn og nákvæmni útvegað hjá áreiðanlegustu mönnum í Noregi sunnaverðum, er þess konar mál hafa með höndum, verður kostnaðurinn í allra mesta lagi þessi.
A. Áætlað af Hovdenak.
1. Gufuskip, að stærð 100 tons brutto, en 70 netto, með káetuplássi handa meira en 10 farþegum, gott sjóskip, haffært, traust kostar nýsmíðað 50.000 kr.
2. Vátrygging 9-10 % af verðinu¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿ 5.000 kr.
3. Mannahald, viðhald skips og áhalda, kol og ljós o.s. frv.
60 kr. á dag; 300 ferðadagur á ári gjöra¿¿¿¿¿¿¿. 18.000 kr.
4. Laun strandferðastjórans (Forretningsförerens) 3.000 kr.
föst + 2 % af brúttó-ágóða, áætlað 700 kr. ¿¿¿¿¿¿ 3.700 kr.
5. Óviss útgjöld og ófyrirsjáanleg ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿. 300 kr.
6. Rentur og afborgun af skipsverðinu 6% ¿¿¿¿¿¿¿ 3.000 kr
80.000 kr
Hinn árlegi kostnaður verður eftir þessari áætlun alls 30.000 krónur, en þess er að gæta, að þótt vátryggingin yrði svona afardýr fyrst í stað, hlyti hún brátt að lækka í verði.
Herra Hovdenak gjörir ráð fyrir, að skipstjóri fái í laun 100 krónur um mánuðinn, auk 4% af bruttotekjum, og fæði ókeypis á skipinu; getur hann þess, að duglegur skipstjóri ætlist til þess að fá alls og alls 2000 krónur í laun auk ókeypis fæðis á skipi. - 5 menn telur hann þurfa auk skipstjóra:
V. Væntanlegar tekjur og sérstök hlunnindi.
1. Um arðinn af ferðum skipsins, flutningsgjald og farþega m. m., er ekki hægt að gjöra neina rökstudda áætlun. Aðeins má nefna svo sem dæmi til skýringar, að væri skip á þessari stærð látið vera í förum milli Íslands og Skotlands allt árið nema 2 miðsvetrarmánuðina, og því ætlaðir 15 dagar til hverrar ferðar fram og aftur, þ.e. 20 ferðir á ári, þá fengist upp úr því um 29.000 kr. í flutningsgjald, ef það flytti út fisk, og inn aftur salt og kol og kornvörur, að þriðjungi hverja vörutegund, sem sé með því að reikna flutningsgjaldið eins og með póstskipinu 16 kr. pr. ton af fiski, 13 ½ kr. af kolum og salti, og 18 kr. af korni. Eru í þessum reikningi samt ætluð 24 tons (af 70) til kolaforða fyrir skipið í hverri ferð. Væri svo aðeins gert ráð fyrir 3 farþegum í hverri ferð fram og aftur, og fargjaldið haft talsvert lægra en með póstskipunum, eða 100 kr. fram og aftur, þá yrðu það þó samtals 6.000 krónur.
2. Landssjóður tryggir væntanlega hlutafélagi því, er skipið á og heldur uppi strandferðunum, hæfilega vexti af hlutabréfaupphæðinni fyrstu árin.
3. Skipið ætti að geta fengið undanþágu undan hafnar- og vita-gjöldum og öllum slíkum útgjöldum til hins opinbera.
4. Endurgjald fyrir póstflutninga.
Á fundinum kom fram sú skoðun, að efasamt væri, hvort einn gufubátur mundi endast til að fara um allt þetta svæði, sem hér er ráð fyrir gjört, ef hann ætti að horna alla firði, eftir þörfum manna, einkanlega t. d. kringum kauptíð á sumrin. Jafnframt var því haldið fram, að gufubátur á þessari stærð hlyti að geta haft nóg að gjöra mikinn part árs, þótt hann væri ekki látinn hafa undir nema Faxaflóa einn, svo framarlega sem hann væri notaður eins og ástæður væri til. Aftur héldu aðrir því fram, að forsjálla væri að hafa verkefni bátsins heldur of mikið en of lítið fyrst í stað að minnsta kosti, til þess að vera vissari um, að fá kostnaðinn endurgoldinn; það væri hægara að færa út kvíarnar seinna, ef reynslan sýndi, að nóg væri að gjöra á hinu stærra svæði fyrir fleiri en einn bát. Í annan stað mundi ekki veita af öllu hinu stærra svæði til að hafa saman hina áætluðu innstæðu í hlutabréfum, 80.000 kr.
Undirtektir urðu hinar bestu undir málið að öðru leyti. Var meðal annars sýnt fram á, að jafn mikilsverð umbót á samgöngum hlyti að koma ekki einungis almenningi í góðar þarfir, heldur einnig kaupmönnum hvað helst - til vöruflutninga milli höfuðkaupstaðanna, Reykjavíkur og Ísafjarðar annars vegar, en smáverslunarstaðanna hins vegar; með tímanum mundi hinir stærri kaupmenn og efnamestu fara að reka stórkaupmannaverslun eingöngu eða mestmegnis, í höfuðkaupstöðunum, og byrgja upp smáborgara bæði þar og einkanlega í hinum smærri verslunarstöðum eða til sveita. Þá mundi fara að komast miklu eðlilegra og hagfeldara lag á verslunina en nú gerist.
Umræðurnar stóðu fullar 3 klukkustundir, og hnigu allar í eina átt, að styðja málið.
Síðan var samþykkt í einu hljóði, að stofnað skyldi til hlutafélags, er hefði þann tilgang, að koma á innlendum gufuskipsferðum á Faxaflóa og svo jafnframt við vesturland, ef því yrði við komið og ástæður leyfðu. Rituðu fundarmenn, um 20, undir skuldbindingarskjal um að kaupa hlutabréf í félaginu, og kusu bráðabirgðastjórn, er stofna skyldi til almennra áskrifta til fyrirtækisins og annast um að fundur yrði haldinn í félaginu í júnímánuði þ. á., þar sem félagið gæti orðið að fullu stofnsett og lög samin fyrir það m. m.
Hlutabréfin var ráðgjört að láta hljóða upp á 100 kr., og að féð yrði greitt smátt og smátt, í fernu lagi, 25 kr. í einu af hverju hlutabréfi 11. sept og 11. des. 1889, og 11. mars og 11. júní 1890.
Í bráðabirgðastjórnina voru kosnir á fundinum: Árni Thorsteinsson landfógeti, síra Jens Pálsson og Sigfús Eymundsson agent, en þeir skyldu aftur bæta við sig 2 mönnum, til þess að 5 yrðu í stjórninni alls, og kusu þeir daginn eftir til viðbótar þá Steingrím Johnsen kaupmann og Björn Jónsson ritstjóra.
Fundur til að semja lög fyrir félagið m. m., hefur nú verið ákveðinn 29. júní þ. á., og kaupmönnum og öðrum helstu mönnum, bæði embættismönnum og bændum, á hinu fyrirhugaða ferðasvæði gufubátsins send áskorun frá bráðabirgðastjórninni um að safna áskriftum fyrir hlutabréfum til fyrirtækisins.