1889

Ísafold, 4. sept. 1889, 16. árg., 71. tbl., 282:

Brúaðar ár
Skagfirðingar hafa sýnt lofsverðan áhuga á að brúa hjá sér ár, og unnið talsvert að því, með ráðstöfun sýslunefndarinnar. "Í vetur var gjört að mun við brýr þær, er lagðar voru fyrir fáum árum á Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá" er Ísaf. skrifað þar að norðan. "Nú var fenginn til að standa fyrir viðgjörðinni óðalsbóndi Einar B. Guðmundsson á Hraunum, sem nýlega hafði lagt brú á Grafará, nálægt Hofsós, og lýsir sú brú mikilli hagsýni og vandvirkni smiðsins. Yfirbygging er á öllum þessum brúm, sem ber mjög þunga þeirra. Að brúm á hinum straumhörðu illu ám vorum er sönn framför, eins og öllu, er greiðir fyrir samgöngum.
Öðrum, sem þurfa að leggja brýr yfir smáár, kynni að vera fróðleikur og leiðbeining að þessari lýsing á brúnni yfir Grafará:
"Brúin er 31 al. á lengd út á brúartrésenda og 3 ál. 8 þuml. á breidd. Brúartrén eru úr 6" spýtum, sett saman í miðjunni, og neðan á samskeytin negld júfferta, er nær 3 ½ al. út frá samskeytunum hvoru megin. Ofan á brúartrén koma sperrur með 6 áln. kálfa að ofan, og er risið á þeim 4 áln., mælt frá brúartrénu í efri brún sperruhornanna. Neðan á sperruhornin eru settir vel negldir krappar og miltisspengur ofan á; þar í gegn um gengur járnás og niður um brúartréð, með haus á að neðan og tvöföldum skrúfróm að ofan; eru síðan negld trébönd úr plönkum eftir endilöngum brúarkjálkanum í sperrurnar að ofan og brúartréð að neðan, með tveggja álna milli bili, og er í hverjum enda á þeim hafður hnoðnagli úr galvaníseruðu járni og 2 reknaglar. Jafna trébönd þessi burðarafl sperranna á brúnni sjálfri og setja allt í sjálfheldu, svo ekkert getur látið til; en til þess enn betur að styrkja það, eru settar skakkstýfur frá járnásunum frá brúartrénu upp undir miðjan kálfann, aðrar skakkstýfur aftur á móti út undir sperrukjálkann, og þær þriðju þar á móti ofan í pall, sem settur er úr plönkum innan í hornin, til að styrkja sjálfa brúarsporðana. Vel er búið um sperrutærnar á brúartrésendunum með nöglum og miltisspöngum, því eiginlega liggur burðarafl sperranna á viðspyrnuaflinu þar. Þegar smíðaðir voru brúarkjálkarnir, var höfð þriggja þumlunga bugða upp úr brúartrjánum, og er sú bugða söm og jöfn enn.
Brú þessi mun hafa kostað, að öllum vinnulaunum meðtöldum, nálægt 900 kr., en þar fyrir utan eru grjótstöplar, er hlaðnir voru undir sporðana.


Ísafold, 4. sept. 1889, 16. árg., 71. tbl., 282:

Brúaðar ár
Skagfirðingar hafa sýnt lofsverðan áhuga á að brúa hjá sér ár, og unnið talsvert að því, með ráðstöfun sýslunefndarinnar. "Í vetur var gjört að mun við brýr þær, er lagðar voru fyrir fáum árum á Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá" er Ísaf. skrifað þar að norðan. "Nú var fenginn til að standa fyrir viðgjörðinni óðalsbóndi Einar B. Guðmundsson á Hraunum, sem nýlega hafði lagt brú á Grafará, nálægt Hofsós, og lýsir sú brú mikilli hagsýni og vandvirkni smiðsins. Yfirbygging er á öllum þessum brúm, sem ber mjög þunga þeirra. Að brúm á hinum straumhörðu illu ám vorum er sönn framför, eins og öllu, er greiðir fyrir samgöngum.
Öðrum, sem þurfa að leggja brýr yfir smáár, kynni að vera fróðleikur og leiðbeining að þessari lýsing á brúnni yfir Grafará:
"Brúin er 31 al. á lengd út á brúartrésenda og 3 ál. 8 þuml. á breidd. Brúartrén eru úr 6" spýtum, sett saman í miðjunni, og neðan á samskeytin negld júfferta, er nær 3 ½ al. út frá samskeytunum hvoru megin. Ofan á brúartrén koma sperrur með 6 áln. kálfa að ofan, og er risið á þeim 4 áln., mælt frá brúartrénu í efri brún sperruhornanna. Neðan á sperruhornin eru settir vel negldir krappar og miltisspengur ofan á; þar í gegn um gengur járnás og niður um brúartréð, með haus á að neðan og tvöföldum skrúfróm að ofan; eru síðan negld trébönd úr plönkum eftir endilöngum brúarkjálkanum í sperrurnar að ofan og brúartréð að neðan, með tveggja álna milli bili, og er í hverjum enda á þeim hafður hnoðnagli úr galvaníseruðu járni og 2 reknaglar. Jafna trébönd þessi burðarafl sperranna á brúnni sjálfri og setja allt í sjálfheldu, svo ekkert getur látið til; en til þess enn betur að styrkja það, eru settar skakkstýfur frá járnásunum frá brúartrénu upp undir miðjan kálfann, aðrar skakkstýfur aftur á móti út undir sperrukjálkann, og þær þriðju þar á móti ofan í pall, sem settur er úr plönkum innan í hornin, til að styrkja sjálfa brúarsporðana. Vel er búið um sperrutærnar á brúartrésendunum með nöglum og miltisspöngum, því eiginlega liggur burðarafl sperranna á viðspyrnuaflinu þar. Þegar smíðaðir voru brúarkjálkarnir, var höfð þriggja þumlunga bugða upp úr brúartrjánum, og er sú bugða söm og jöfn enn.
Brú þessi mun hafa kostað, að öllum vinnulaunum meðtöldum, nálægt 900 kr., en þar fyrir utan eru grjótstöplar, er hlaðnir voru undir sporðana.