1887

Ísafold, 23. júlí 1887, 14. árg., 38. tbl., bls. 131:

Vegalög.
Það er frv. Er búið í nefnd í neðri deild (Þór. Böðv., Gr. Th., Jónas Jónassen, Þorst. Jónsson, Páll Briem). – Vegum skal skipt í aðalpóstvegi; auka-póstvegi, fjallvegi og bæja- og kirkjuvegi.
Aðalpóstvegir eru: 1) frá Reykjavík til Ísafjarðar, 2) frá Rvík til Akureyrar, 3) frá Akureyri til Seyðisfjarðar, 4) frá Rvík til Prestsbakka, 5) frá Prestsbakka til Eskifjarðar. Þeir skulu vera 6 álna breiðir að minnsta kosti, og eigi með meiri halla en 3-4 þuml. Á hverri alin. Þeir skulu yfir höfuð kostaðir úr landssjóði, þar á meðal brýr á læki og smá-ár, en á stærri ám skal fyrst um sinn hafa áreiðanlegar ferjur, er lána skal fé til úr landssjóði um 5 ára tíma með hálfum lagavöxtum gegn á byrgð sýslunefnda.
Auka-póstvegi kosta sýslufélögin með 1 kr. 50 a. gjaldi fyrir hvern verkfæran mann 20-60 ára. Þeir skulu vera 5 álna breiðir að minnsta kosti og að öðru eins og aðalpóstvegir.
Fjallvegi, sem ekki eru póstvegir, skal því aðeins bæta, að brýna nauðsyn beri til. Kostnaðurinn greiðist úr landssjóði.
Bæja- og kirkjuvegir skulu vera 3 álna breiðir. Hreppafélögin kosta þá með 1 kr. 50 a. gjaldi fyrir hvern verkfæran karlmann eða 12 stunda vinnu með fæði og áhöldum.


Ísafold, 23. júlí 1887, 14. árg., 38. tbl., bls. 131:

Vegalög.
Það er frv. Er búið í nefnd í neðri deild (Þór. Böðv., Gr. Th., Jónas Jónassen, Þorst. Jónsson, Páll Briem). – Vegum skal skipt í aðalpóstvegi; auka-póstvegi, fjallvegi og bæja- og kirkjuvegi.
Aðalpóstvegir eru: 1) frá Reykjavík til Ísafjarðar, 2) frá Rvík til Akureyrar, 3) frá Akureyri til Seyðisfjarðar, 4) frá Rvík til Prestsbakka, 5) frá Prestsbakka til Eskifjarðar. Þeir skulu vera 6 álna breiðir að minnsta kosti, og eigi með meiri halla en 3-4 þuml. Á hverri alin. Þeir skulu yfir höfuð kostaðir úr landssjóði, þar á meðal brýr á læki og smá-ár, en á stærri ám skal fyrst um sinn hafa áreiðanlegar ferjur, er lána skal fé til úr landssjóði um 5 ára tíma með hálfum lagavöxtum gegn á byrgð sýslunefnda.
Auka-póstvegi kosta sýslufélögin með 1 kr. 50 a. gjaldi fyrir hvern verkfæran mann 20-60 ára. Þeir skulu vera 5 álna breiðir að minnsta kosti og að öðru eins og aðalpóstvegir.
Fjallvegi, sem ekki eru póstvegir, skal því aðeins bæta, að brýna nauðsyn beri til. Kostnaðurinn greiðist úr landssjóði.
Bæja- og kirkjuvegir skulu vera 3 álna breiðir. Hreppafélögin kosta þá með 1 kr. 50 a. gjaldi fyrir hvern verkfæran karlmann eða 12 stunda vinnu með fæði og áhöldum.