1887

Austri, 18. ágúst 1887, 4. árg., 15. tbl., bls. 59:

Það mun mörgum kunnugt, að rekin hefur verið fjörug verslun á Seyðisfirði nú í nokkur ár, og er það ekki ólíklegt, því þangað sækja allir héraðsmenn nauðsynjar sínar og úr öllum næstu fjörðum, nokkrir úr Skriðdal og allir austan megin Jökulsár á dal og nokkrir norðan megin; alls munu það vera 12 hreppar sem sækja verslun þangað og eru 8 af þeim fyrir ofan fjall.
Það mun enginn geta ímyndað sér, sem fer yfir fjallveginn á milli Seyðisfjarðar og Héraðs að það sé Þjóðvegur, sem jafnmikil umferð er yfir; óhætt er að fullyrða, að hvergi á Austurlandi er önnur eins umferð yfir fjallveg og þar, þessu fylgir svo mikill ókostur að þess mun ekki finnast dæmi, því vegurinn yfir Fjarðarheiði er að kalla ófær, maður getur álitið að þar megi klöngrast með lausa hesta. Þar eru ófærar forarkeldur og hvergi sést brú, því þó þær hafi verið hlaðnar, þá eru þær eyðilagðar af vatnsgangi; niður í stöfum er sumsstaðar farið eftir klappastöllum bröttum og sniðhalt í klettum, og þess á milli eru djúpar götur fullar með stórgrýti, sem veltur ofan í þær á vorin í leysingum, aðgjörð á vegi þar, nú sem stendur er alls engin, en nokkrum sinnum mun vera búið að gjöra við veg þar og miklir peningar eyddir en allt til einskis. Á þessu þyrfti að ráða bót hið bráðasta, og ættu heldur mest allar vegabætur í Norður-Múlasýslu að vera óunnar eitt ár og leggjast til Vestdalsheiði, og mundi þar þá verða fær vegur, en þetta er allt of lítið fé, því það skal vel vanda sem lengi á að standa, þar ætti að leggja veg sem hægt væri að aka vögnum á ef mögulegt er og með því móti gæti margur komist af með færri hesta í Héraðinu.
Vegna þess að ekki mundi vera fært að aka yfir heiðina fyrr en seinni part sumars, að vegur væri orðinn þurr, væri æskilegt að eiga hús fyrir ofan fjall til að geyma í vörur, því verið gæti að menn vildu kaupa flutning uppyfir, ef falt væri af þeim sem næst byggju; sjálfsagt þyrftu vagnar að vera nokkrir og yrðu hrepparnir að eiga þá í félagi.
Það er auðvitað að hver korntunna yrði nokkuð dýrari þegar búið væri að flytja hana uppyfir, en það er spursmál hvort það yrði meira en peningar sem menn spara við það að fara sjaldan í kaupstaði; sá sem kemur þar oft, eyðir ævinlega einhverju til óþarfa og það þó sparsemdarmenn séu og ætíð kemur einhver kostnaður þegar maður kemur á höndlunarstaðinn, og oft fara menn vetrarferðir og teppast og eyða stórfé og missa stundum hesta á leiðinni og margur lífið.
Þó að bæði sé styttra og betra að leggja veg til Reyðarfjarðar nefnilega á Fagradal, eins og ritað var um í Austra 3. árg., þá er það svo mikið lengra fyrir Úthéraðsmenn, engu styttra fyrir Upphérað og þar að auki svo mikil bygging á Seyðisfirði, sem verslanir eiga útlendar og innlanda, að það sýnist óhugsandi að það sé eyðilagt, og nú, sem stendur, munu menn hugsa að koma þar upp pöntunarhúsi.
Það er óneitanlegt, að miklu auðveldara er að leggja góðan veg um Fagradal en allar leiðir aðrar frá Héraðinu til sjóar, en það mælir margt á móti því, að það geti verið eins þægilegt eins og sækja verslun á Seyðisfjörð.
Það er aðalgallinn á vegagjörð hér, að það eru sjaldan menn við það, sem hafa verulega gott vit á vegagjörð, eftir því sem þeir eru í öðrum löndum, það er oftast að þeir sjá vel út þegar þeir eru nýhlaðnir, en eyðileggjast fljótlega af vatnsgangi, og er það fyrir óvandaðan ofaníburð.
Það er fullkomlega að heyra á vegfræðingnum, sem ferðaðist hér um, og skrifaði í Andvara 11. árg., að leggja megi góðan veg fyrir vagna yfir Vestdalsheiði.
Að leggja veg yfir fjallvegi svo vandaða að vagnar (ólæsilegt) þarf að vera lærður vegfræðingur fyrir verkinu.
Það er mjög lítið sem vér Íslendingar höfum lagt okkur eftir vegfræði og sýnist það þó nauðsynlegt.
Nú er einn landi að læra vegfræði í Noregi, og ætlar að koma hér upp á Seyðisfjörð í sumar og ætti hann þá að fá strax forþénustu að bæta veg til Seyðisfjarðar.
Ritað í aprílm. 1887.
G. S.


Austri, 18. ágúst 1887, 4. árg., 15. tbl., bls. 59:

Það mun mörgum kunnugt, að rekin hefur verið fjörug verslun á Seyðisfirði nú í nokkur ár, og er það ekki ólíklegt, því þangað sækja allir héraðsmenn nauðsynjar sínar og úr öllum næstu fjörðum, nokkrir úr Skriðdal og allir austan megin Jökulsár á dal og nokkrir norðan megin; alls munu það vera 12 hreppar sem sækja verslun þangað og eru 8 af þeim fyrir ofan fjall.
Það mun enginn geta ímyndað sér, sem fer yfir fjallveginn á milli Seyðisfjarðar og Héraðs að það sé Þjóðvegur, sem jafnmikil umferð er yfir; óhætt er að fullyrða, að hvergi á Austurlandi er önnur eins umferð yfir fjallveg og þar, þessu fylgir svo mikill ókostur að þess mun ekki finnast dæmi, því vegurinn yfir Fjarðarheiði er að kalla ófær, maður getur álitið að þar megi klöngrast með lausa hesta. Þar eru ófærar forarkeldur og hvergi sést brú, því þó þær hafi verið hlaðnar, þá eru þær eyðilagðar af vatnsgangi; niður í stöfum er sumsstaðar farið eftir klappastöllum bröttum og sniðhalt í klettum, og þess á milli eru djúpar götur fullar með stórgrýti, sem veltur ofan í þær á vorin í leysingum, aðgjörð á vegi þar, nú sem stendur er alls engin, en nokkrum sinnum mun vera búið að gjöra við veg þar og miklir peningar eyddir en allt til einskis. Á þessu þyrfti að ráða bót hið bráðasta, og ættu heldur mest allar vegabætur í Norður-Múlasýslu að vera óunnar eitt ár og leggjast til Vestdalsheiði, og mundi þar þá verða fær vegur, en þetta er allt of lítið fé, því það skal vel vanda sem lengi á að standa, þar ætti að leggja veg sem hægt væri að aka vögnum á ef mögulegt er og með því móti gæti margur komist af með færri hesta í Héraðinu.
Vegna þess að ekki mundi vera fært að aka yfir heiðina fyrr en seinni part sumars, að vegur væri orðinn þurr, væri æskilegt að eiga hús fyrir ofan fjall til að geyma í vörur, því verið gæti að menn vildu kaupa flutning uppyfir, ef falt væri af þeim sem næst byggju; sjálfsagt þyrftu vagnar að vera nokkrir og yrðu hrepparnir að eiga þá í félagi.
Það er auðvitað að hver korntunna yrði nokkuð dýrari þegar búið væri að flytja hana uppyfir, en það er spursmál hvort það yrði meira en peningar sem menn spara við það að fara sjaldan í kaupstaði; sá sem kemur þar oft, eyðir ævinlega einhverju til óþarfa og það þó sparsemdarmenn séu og ætíð kemur einhver kostnaður þegar maður kemur á höndlunarstaðinn, og oft fara menn vetrarferðir og teppast og eyða stórfé og missa stundum hesta á leiðinni og margur lífið.
Þó að bæði sé styttra og betra að leggja veg til Reyðarfjarðar nefnilega á Fagradal, eins og ritað var um í Austra 3. árg., þá er það svo mikið lengra fyrir Úthéraðsmenn, engu styttra fyrir Upphérað og þar að auki svo mikil bygging á Seyðisfirði, sem verslanir eiga útlendar og innlanda, að það sýnist óhugsandi að það sé eyðilagt, og nú, sem stendur, munu menn hugsa að koma þar upp pöntunarhúsi.
Það er óneitanlegt, að miklu auðveldara er að leggja góðan veg um Fagradal en allar leiðir aðrar frá Héraðinu til sjóar, en það mælir margt á móti því, að það geti verið eins þægilegt eins og sækja verslun á Seyðisfjörð.
Það er aðalgallinn á vegagjörð hér, að það eru sjaldan menn við það, sem hafa verulega gott vit á vegagjörð, eftir því sem þeir eru í öðrum löndum, það er oftast að þeir sjá vel út þegar þeir eru nýhlaðnir, en eyðileggjast fljótlega af vatnsgangi, og er það fyrir óvandaðan ofaníburð.
Það er fullkomlega að heyra á vegfræðingnum, sem ferðaðist hér um, og skrifaði í Andvara 11. árg., að leggja megi góðan veg fyrir vagna yfir Vestdalsheiði.
Að leggja veg yfir fjallvegi svo vandaða að vagnar (ólæsilegt) þarf að vera lærður vegfræðingur fyrir verkinu.
Það er mjög lítið sem vér Íslendingar höfum lagt okkur eftir vegfræði og sýnist það þó nauðsynlegt.
Nú er einn landi að læra vegfræði í Noregi, og ætlar að koma hér upp á Seyðisfjörð í sumar og ætti hann þá að fá strax forþénustu að bæta veg til Seyðisfjarðar.
Ritað í aprílm. 1887.
G. S.