1887

Þjóðólfur, 23. ágúst 1887, 39. árg., 38. tbl., bls. 151:

Lög afgreidd frá þinginu
XIII.
Lög um brúargjörð á Ölfusá.
“1. gr. Til brúargjörðar á Ölfusá má verja allt að 40.000 kr. Úr landsjóði, með því skilyrði að sýslufélög Árness- og Rangárvallasýslu og jafnaðarsjóður suðuramtsins leggi til fyrirtækisins allt að 20.000 kr. Eða sem svari helmingnum af því, sem landsjóður leggur til.
2. gr. Ráðgjafanum fyrir Ísland veitist heimild til að veita sýslufélögum Árness- og Rangárvallasýslu og jafnaðarsjóði suðuramtsins allt að 20.000 kr. lán úr landsjóði. Lán þetta ávaxtast og endurgelst með 965,25 kr. á ári í 45 ár.
3. gr. Vextir og afborganir byrja að greiðast þrem árum síðar en lánið er greitt til fulls úr landsjóði, þannig: helmingurinn úr sýslusjóðum Árness og Rangárvallasýslu, er skiptist á nefnd sýslufélög eftir hlutfallinu milli samanlagðrar tölu lausafjárhundraða og jarðarhundraða í þeim ár hvert, en hinn helmingurinn úr jafnaðarsjóði suðuramtsins.
4. gr. Landstjórnin annast um byggingu brúarinnar og gerir allar nauðsynlegar ráðstafanir lögum þessum til framkvæmdar. Þegar brúin er komin á, hefur landstjórinn og umsjón yfir henni.
5. gr. Um kostnað brúnni til viðhalds skal síðar ákveðið með lögum.”


Þjóðólfur, 23. ágúst 1887, 39. árg., 38. tbl., bls. 151:

Lög afgreidd frá þinginu
XIII.
Lög um brúargjörð á Ölfusá.
“1. gr. Til brúargjörðar á Ölfusá má verja allt að 40.000 kr. Úr landsjóði, með því skilyrði að sýslufélög Árness- og Rangárvallasýslu og jafnaðarsjóður suðuramtsins leggi til fyrirtækisins allt að 20.000 kr. Eða sem svari helmingnum af því, sem landsjóður leggur til.
2. gr. Ráðgjafanum fyrir Ísland veitist heimild til að veita sýslufélögum Árness- og Rangárvallasýslu og jafnaðarsjóði suðuramtsins allt að 20.000 kr. lán úr landsjóði. Lán þetta ávaxtast og endurgelst með 965,25 kr. á ári í 45 ár.
3. gr. Vextir og afborganir byrja að greiðast þrem árum síðar en lánið er greitt til fulls úr landsjóði, þannig: helmingurinn úr sýslusjóðum Árness og Rangárvallasýslu, er skiptist á nefnd sýslufélög eftir hlutfallinu milli samanlagðrar tölu lausafjárhundraða og jarðarhundraða í þeim ár hvert, en hinn helmingurinn úr jafnaðarsjóði suðuramtsins.
4. gr. Landstjórnin annast um byggingu brúarinnar og gerir allar nauðsynlegar ráðstafanir lögum þessum til framkvæmdar. Þegar brúin er komin á, hefur landstjórinn og umsjón yfir henni.
5. gr. Um kostnað brúnni til viðhalds skal síðar ákveðið með lögum.”