1886

Austri, 11. mars 1886, 3. árg., 6. tbl., forsíða:

Nokkur orð
Um vegi og samgöngur á Austurlandi
“Það skal fyrst til allra orða,
að undirstaðan rétt sé fundin”.
Þegar ég las skýrslu vegfræðings Hovdenaks til landshöfðingja í síðasta Andvara um vegina á Austurlandi, duttu mér í hug þessi vísu orð. Nú á tímum láta allar menntaðar þjóðir sér annt um að ná þeirri undirstöðu, sem endingarbest er á að byggja. Og hvergi sýnist meiri þörf á að ná réttri undirstöðu, en þegar leggja skal veg, er flýta á fyrir samgöngum og gera alla flutninga léttari og kostnaðarminni.
Við Íslendingar erum langt á eftir tímanum það er snertir vegi og samgöngur, og flest það er til framfara horfir. Reyndar stöndum við flestum þjóðum ver að vígi í tilliti til vega og samganga. Og verður því þó ekki neitað, að undir góðum samgöngum er framför okkar og velmegun að miklu leyti komin. Að minni hyggju er það einkum fernt sem tálmar framför okkar í þessu efni: fjöllin, strjálbyggðin, peningaskorturinn og fyrirhyggjuleysið, og ætla ég að fara nokkrum orðum um hvert þeirra.
I.
Há, brött og fannsæl fjöll liggja næstum allstaðar milli Héraðs og Fjarða. Eftir skýrslu Hovdenaks, er áður er nefnd, má sjá að honum eru aðeins kunnir hinir verstu fjallgarðar frá Héraðsflóa til Eskifjarðar. Hovdenak mun fyrstur manna hafa lítið þekkjandi augum yfir Austurland það er til vegalagninga kemur. Því miður hefur honum ekki verið bent lengra suður á leið, og hefur þó náttúran þar á einum stað rofið hina háu Fjallgirðingu og fram boðið þar auðveldan og hættulausan veg, og er furða að sú leið skuli enn ekki hafa verið vandlega skoðuð. Ég efast ekki um að Hovdenak hefði þótts finna það sem hann leitaði að, ef hann hefði farið um Fagradal. Flestum hér eystra er kunnugt, að Fagridalur sker fjöllin sundur frá botni Reyðarfjarðar að Lagarfljóti, og það svo djúpt að hvergi er halli að mun. Líka er alkunnugt, hversu háar, fannsælar og hættulegar Vestdalsheiði og Fjarðarheiði eru. Er fjarska mikill munur á brattleika þeirra og Fagradals auk snjóa og hættu. Fagridalur er auður, þegar ekki sést á dökkan díl á vegum þessara háu heiða. Vegurinn yfir Vestdalsheiði mundi kafinn snjó og ófærð, þegar fara mætti auðan og þurran veg yfir Fagradal. Þá er og hallamunurinn. – Frá botni Reyðarfjarðar inn að Skriðuhól, sem ber hæst í dalnum þeim megin, er vegalengdin á að giska 3000-4000 faðmar. En hæð hólsins yfir sjávarmál mun vera 15-20 faðmar. Ætti þá halli á þeirri leið að vera hérum bil sem 1:200. Nú segir Hovdenak í skýrslu sinni, að á vegi sem hallar 1:10, megi aka 800 pundum á einum hesti, en á halla 1:20 400 pundum eða allt að því hálfu meira. Hversu miklu meira mætti aka á vegi yfir Fagradal er hefði hallan 1:200. Af þessum litla samanburði má sjá mismun á flutningshæfileika þess vegar er minnstan hefur hallan móti hinum halla meiri.
Frá Skriðuhól í Græfur er dalurinn hallalaus að kalla; þaðan að Lagarfljóti mun hallinn líkur því sem áður. Þá er vegaefnið alstaðar við höndina á dalnum, bæði nægt grjót og góður ofaníburður. Svo mun og skynsamlega lagður vegur þar að mestu öruggur fyrir skemmdum af vatnagangi og hlaupum.
Hovdenak gerir ráð fyrir, að í vellögðum vegi kosti hver faðmur 3.80 kr. Eftir mælingu hans er vegalengd af Seyðisfirði yfir Vestdalsheiði og Hálsa að Tókastöðum 11420 faðmar. Ætti þá sá vegur að kosta 43.396 kr. auk brúa. Frá botni Reyðarfjarðar að Lagarfljóti mun vegalengdin vera nálægt 20 föðmum. Nú mun óhætt mega fullyrða, að vegur yfir Fagradal sé þeim mun auðlagðari, að hver faðmur kostaði ekki meir en 1,90 kr. eða hálfu minna; allur sá vegur kostaði þá um 35.000 króna. Brýr þyrfti ekki nema yfir Köldukvísl og Eyvindará. Lengdarmunur á vegum er auðsjáanlega ekki takandi til greina í samanburði við hallamuninn eða flutningshæfilegleikann. Því fullyrða má, að hvergi á dalnum sé halli er nem 1:20.
Af framangreindum ástæðum ræð ég þá alvarlega til að Fagridalur sé mældur að hæð og lengd, og vandlega skoðaður af vegfróðum manni, áður en stórfé verður grafið undir ís og fönn á Vestdalsheiði eða örðum háfjöllum, þar sem akvegur gæti aldrei orðið að tilætluðum notum, né til sparnaðar fyrir almenning, þótt stórfé væri til kostað.
II.
Um strjálbyggðina, sem vanalega gerir vegalagningu hér á landi svo kostnaðarsama, þarf ekki mörgum orðum hér að fara, því að kæmist hæfilegur akvegur að hagkvæmum stað við Lagarfljót, mundi þegar verða fenginn á það eimbátur, hæfilegur til að draga flutningsbáta fram og aftur og yrði þá óvíða tilfinnanleg vegalengd heim að bæjum. Þverlína Héraðsins milli fjalls og fljóts mun óvíða vera fjögur þúsund faðmar og hvergi yfir það. Enda mundu og þá verða farið að bæta vegina milli bæjanna, ef einn aðalvegur væri kominn frá sjá upp í Hérað.
III.
Úr peningaleysinu í þessu tilliti ættu féhirslur landsins að bæta, og sýnist því ekki vera ástæða til að berja við fjárskorti. Landsjóð ætti mest að brúka til almennra þarfa, og væri því óhætt að hann legði talsvert fé fram til svo nauðsynlegs fyrirtækis, er aðalframför eins hins fjölríkasta héraðs á landinu er undir komin.
Sá vegur, sem lagður er einungis undir hestafætur, borgar sig aldrei, ef akveg má koma við. Verði hestum fækkað, má spara fé til stórra muna. Setjum svo að á öllu Fljótsdalshéraði að meðtöldum Jökuldal og Hlíð, séu fullir 200 bæir. EF nú með góðum og hallalitlum akvegi mætti komast af með 3 hæstum færra frá hverjum bæ, þá yrðu það 600 hestar. Ég geri ráð fyrir að hestur albúinn til flutninga með þar til heyrandi áhöldum kosti að minnsta kosti 80 krónur, 600 hestar kosta þá 48.000 kr. Til að flytja á hestum þessum þurfa 100 karlmenn fullgildir til vinnu, ríðandi. Ég skal ekki gera þeim meira en 14 dagsverk af árinu til flutninga. Það er annars mikils til oflítið. Ef hverjum þeirra er ætlað 3 kr. um daginn verða það alls 4.200 kr. 100 reiðhestar með tygjum 120 kr. hver, alls 12.000 kr. Allur kostnaður 64.200 kr. Þetta er höfuðstóll sem útgjöld hvíla á. Ég geri ráð fyrir að þessir hestar endist til jafnaðar 10 ár. Fóður hvers hests og viðhald á tygjum um árið tel ég 30 kr., verður þá kostnaður á 700 hestum í 10 ár 210.000 kr. og daglaun hinna 100 manna í 9 ár 37.800 kr. Með höfuðstólnum 64.200 kr. verður það allt 314.000 kr. Eftir 10 ár þarf að gera nýjan kostnað og svo koll af kolli mann fram af manni meðan svona stendur. Þetta er stórfé og mun þó oflítið í lagt. Annað dæmi: Hovdenak gerir ráð fyrir (Andvari XI bls. 182) að flutt sé af Seyðisfirði á 20 hestum daglega allt árið. Nú skal meta hestlánið 4 kr., alls 80 kr., 3 menn ríðandi, daglaun 3 kr., alls 9 kr., hestur handa þeim, hver 4 kr. alls 12, samtalið 101 kr. á dag. Um árið verður það 36.865 kr., í 10 ár 368.650 kr. eða nokkru meir en í fyrra dæminu. Þetta telur Hovdenak þó oflítið, sem og mun rétt vera. Niðurstaðan verður, hvernig sem á allt er litið, að kostnaður við flutning á hestum er óútreiknanlegur og hinn mesti tálmi fyrir framfarir og velmegun manna. Svo lítur út sem flestir taki lítið eftir þessum gífurlega kostnaði, og kemur það líklega af því, að þetta eru óbeinlínis útgjöld, er menn hafa vanist hver fram af öðrum. Nú er sannarlega mál að reyna að kippa þessu í lag og taka að verja þessu fé á annan hátt, og koma á akveg á hagkvæmum stað; við það mundi sparast fé til stórra muna. Enda ætti ekki að vera erfitt að koma á akveg yfir Fagradal; hann mundi ekki kosta eins mikið og Héraðið eyðir á einu ári til flutninga af Seyðisfirði; úr landsjóði mundi fást talsvert fé til jafn áríðandi fyrirtækis sem það væri, og almenningur mundi fús á að leggja sinn hluta til, þegar honum væri orðið skiljanlegt hið fjarska mikla gagn af góðum akvegi á hentugum stað.
Sumir kunna að hafa það á móti máli mínu að engin verslun sé á innsveit Reyðarfjarðar og því þýðingarlaust að leggja veg yfir Fagradal, og þegar Hovdenak var látinn skoða og mæla vegina hér á Austurlandi, er eins og þetta hafi vakað fyrir mönnum. En það er misskilningur. Höfuðatriðið er, að aðalvegur frá sjó að Lagarfljóti verði lagður á þeim stað sem er halla-, hættu- og kostnaðarminnstur, snjóléttastur og óhættastur fyrir skemmdum. Allt þetta hefur Fagridalur fram yfir alla aðra vegi, sem til Héraðs liggja, sýnist því engum vafa bundið að kjósa þann veginn. Við þá verslunarstaði sem nú eru, Seyðisfjörð og Eskifjörð, stoðar ekki að miða aðalverslunarveg. Það getur ekki samrýmst kröfum núlega tímans og þörf vorri á framförum. Reyndar var ekki furða, þó að Héraðsmenn yrðu fegnir, þegar verslun fyrst byrjaði á Seyðisfirði fyrir fullum 30 árum eins og þá stóð, því að þá var ekki um annan verslunarstað að gera en Eskifjörð, en þar hefur aldrei farið orð af frjálsri og hagfelldri verslun. Nú ættu menn að sjá betur hvað best gegnir, nú eru skipsferðir orðnar léttari og tíðari, svo að ekkert virðist vera því til fyrirstöðu, að vörur verði færðar á þann stað, sem hentugast er að flytja þær frá upp í landið. Seyðisfjörður getur heldur aldrei þrifist sem aðalbær á Austfjörðum. Til þess vantar hann alla hæfilegleika: vegir eru hættulegir og erfiðir og geta aldrei orðið að verulegum notum, þótt miklu yrði til þeirra kostað; landbúnaður er lítill, húsastæði víða mjög hættuleg o.fl. Innsveit Reyðarfjarðar hefur alla kosti til þess að þar gæti myndast aðalbær Austurlands; það mun og reynast að brátt eykst aðsókn og bygging við Reyðarfjörð. Nú hafa Héraðsmenn pantað upp vörur í vor, ættu þá þeir sem búa ofarlega á Héraði að fá vörurnar fluttar á Reyðarfjörð og flytja þær upp í Fagradal. Menn mundu þá komast að raun um, að betra er að fara hann veglausan eins og hann er, heldur en Vestdals- Fjarðarheiðar með vegnefnum þeim, er á þeim eru.
IV.
Óframsýnin hefur gert allmikið til að eyða fé að gagnslausu í vegi og drepa niður áhuga manna með vegabætur. Reyndar er búið að verja miklu fé til vegagerða, en víðast hefur það farið svo afkáralega, að þess sjást engin merki; vegirnir lagðir á svo óhentugum stöðum og svo klaufalega gerðir, að verra er að fara þá en vegleysu, t.d. vegurinn frá Lagarfljóti fram Völluna; fáum mundi koma í hug að fara þann veg vegna krókanna, þó að betur hefði verið lagður; nýlagður var hann víða vegleysu verri, enda nú allvíða horfinn. Þá er Eskifjarðarheiði; hvað gagnar að varpa fleiri þúsundum króna í þann veg? Já, það er póstvegur!! Póstur kann að geta notað hann 2-3 ferðir um hásumarið; aðrir fara ekki þá leið, að teljandi sé. Er nokkur framsýni í að fleygja stórfé í veg þar? Vörður eru hlaðnar á stöku stöðum; goli nokkuð að ráði fjúka þær um; og meðan þær standa, getur enginn sá er áttir hefur misst, áttað sig á þeim, því að ekkert er áttamerkið, engin föst stefna, einlægur krókastígur. Þótt hvað eina af slíku káki, kosti ekki stórfé, þá safnast er saman kemur. Við höfum ekki stórfé til að sóa. Því verra er að sjá stundum almennings fé eytt til einskis. Að vísu hafa þeir er vinna að vegagerðum, allgóð daglaun, og þeir fáu er vinna verkið verða oft hinir einu, er gagn hafa af veglagningunni. Varning almennings fjár til sumra vegagerða líkist launahækkun sumra embættismanna, hún auðgar einstaka menn, en bætir ekki úr þörfum almennings.
Og mörgum er að kenna um óreglu þá er á sér stað í tilliti til þess, hvernig fé er varið til vegagerða. Stundum tiltaka sýslunefndir hvar veg skuli leggja eða lagfæra. Amtmaður leggur úrskurð á og sendir aftur sýslumanni; hann útvegar menn til að vinna verkið og semur um borgun; eru þá stundum þeir teknir er fyrst bjóðast, hvort sem þeir kunna nokkuð að því verki eða ekki. Launin eru greidd, hvernig sem verkið er unnið. Náttúrlega er sýslumaðurinn enginn vegfræðingur og amtmaðurinn of langt burtu, enda er hann ekki betri. Þetta sjá margir og líkar illa, en þeir hafa því miður hvorki kjark né þekking til að kippa því í lag. Það eldir enn eftir af gamla áþjánarandanum, að álíta allt gullvægt sem frá yfirvöldunum kemur, og telja sér óskylt að hafa hönd í bagga með, þó að um almennt gagn sé að ræða. Það er ekki meining mín að ásaka sýslumenn eða gera lítið úr þeirra góða vilja, enginn tekur sig meiri mann en hann er.
Nú er full þörf á að sameina kraftana og koma sem fljótast á góðum akvegi frá sjó og til Héraðs yfir Fagradal. Kæmist hann á, mundi almenningi aukast efni til og áhugi á að bæta útkrókana eftir þörfum.
Það sem að framan er ritað, er einungis ætlað til að benda á þann veg er ég tel vissastan og reynast mun áreiðanlegastur. Þeir sem mér eru færari, ættu að gera hér við athugasemdir og koma máli þessu sem fyrst áleiðis.
Margt vantar hér að athuga, svo sem kostnað þann er hvílir á akvegi, akhesta, kerrur, vagna o.fl., og bera það saman við kostnað þann, sem nú er við flutninga á hestum og við hestaveg. Ég þekki þetta ekki til hlítar, þótt mér sé það ekki með öllu ókunnugt, en ég vona að þeir sem betur eru til færir, muni ekki liggja á liði sínu, heldur rita um þetta. Enda er hér um almennt nauðsynjamál að ræða, mál sem er undirstaða auðsældar og velmegunar aldra og óborinna kynslóða. Það væri því sómi okkar sem nú lifum, að hafa fundið hina réttu undirstöðu, er niðjar vorir gætu með ánægju byggt ofan á.
Dalbúi.


Austri, 11. mars 1886, 3. árg., 6. tbl., forsíða:

Nokkur orð
Um vegi og samgöngur á Austurlandi
“Það skal fyrst til allra orða,
að undirstaðan rétt sé fundin”.
Þegar ég las skýrslu vegfræðings Hovdenaks til landshöfðingja í síðasta Andvara um vegina á Austurlandi, duttu mér í hug þessi vísu orð. Nú á tímum láta allar menntaðar þjóðir sér annt um að ná þeirri undirstöðu, sem endingarbest er á að byggja. Og hvergi sýnist meiri þörf á að ná réttri undirstöðu, en þegar leggja skal veg, er flýta á fyrir samgöngum og gera alla flutninga léttari og kostnaðarminni.
Við Íslendingar erum langt á eftir tímanum það er snertir vegi og samgöngur, og flest það er til framfara horfir. Reyndar stöndum við flestum þjóðum ver að vígi í tilliti til vega og samganga. Og verður því þó ekki neitað, að undir góðum samgöngum er framför okkar og velmegun að miklu leyti komin. Að minni hyggju er það einkum fernt sem tálmar framför okkar í þessu efni: fjöllin, strjálbyggðin, peningaskorturinn og fyrirhyggjuleysið, og ætla ég að fara nokkrum orðum um hvert þeirra.
I.
Há, brött og fannsæl fjöll liggja næstum allstaðar milli Héraðs og Fjarða. Eftir skýrslu Hovdenaks, er áður er nefnd, má sjá að honum eru aðeins kunnir hinir verstu fjallgarðar frá Héraðsflóa til Eskifjarðar. Hovdenak mun fyrstur manna hafa lítið þekkjandi augum yfir Austurland það er til vegalagninga kemur. Því miður hefur honum ekki verið bent lengra suður á leið, og hefur þó náttúran þar á einum stað rofið hina háu Fjallgirðingu og fram boðið þar auðveldan og hættulausan veg, og er furða að sú leið skuli enn ekki hafa verið vandlega skoðuð. Ég efast ekki um að Hovdenak hefði þótts finna það sem hann leitaði að, ef hann hefði farið um Fagradal. Flestum hér eystra er kunnugt, að Fagridalur sker fjöllin sundur frá botni Reyðarfjarðar að Lagarfljóti, og það svo djúpt að hvergi er halli að mun. Líka er alkunnugt, hversu háar, fannsælar og hættulegar Vestdalsheiði og Fjarðarheiði eru. Er fjarska mikill munur á brattleika þeirra og Fagradals auk snjóa og hættu. Fagridalur er auður, þegar ekki sést á dökkan díl á vegum þessara háu heiða. Vegurinn yfir Vestdalsheiði mundi kafinn snjó og ófærð, þegar fara mætti auðan og þurran veg yfir Fagradal. Þá er og hallamunurinn. – Frá botni Reyðarfjarðar inn að Skriðuhól, sem ber hæst í dalnum þeim megin, er vegalengdin á að giska 3000-4000 faðmar. En hæð hólsins yfir sjávarmál mun vera 15-20 faðmar. Ætti þá halli á þeirri leið að vera hérum bil sem 1:200. Nú segir Hovdenak í skýrslu sinni, að á vegi sem hallar 1:10, megi aka 800 pundum á einum hesti, en á halla 1:20 400 pundum eða allt að því hálfu meira. Hversu miklu meira mætti aka á vegi yfir Fagradal er hefði hallan 1:200. Af þessum litla samanburði má sjá mismun á flutningshæfileika þess vegar er minnstan hefur hallan móti hinum halla meiri.
Frá Skriðuhól í Græfur er dalurinn hallalaus að kalla; þaðan að Lagarfljóti mun hallinn líkur því sem áður. Þá er vegaefnið alstaðar við höndina á dalnum, bæði nægt grjót og góður ofaníburður. Svo mun og skynsamlega lagður vegur þar að mestu öruggur fyrir skemmdum af vatnagangi og hlaupum.
Hovdenak gerir ráð fyrir, að í vellögðum vegi kosti hver faðmur 3.80 kr. Eftir mælingu hans er vegalengd af Seyðisfirði yfir Vestdalsheiði og Hálsa að Tókastöðum 11420 faðmar. Ætti þá sá vegur að kosta 43.396 kr. auk brúa. Frá botni Reyðarfjarðar að Lagarfljóti mun vegalengdin vera nálægt 20 föðmum. Nú mun óhætt mega fullyrða, að vegur yfir Fagradal sé þeim mun auðlagðari, að hver faðmur kostaði ekki meir en 1,90 kr. eða hálfu minna; allur sá vegur kostaði þá um 35.000 króna. Brýr þyrfti ekki nema yfir Köldukvísl og Eyvindará. Lengdarmunur á vegum er auðsjáanlega ekki takandi til greina í samanburði við hallamuninn eða flutningshæfilegleikann. Því fullyrða má, að hvergi á dalnum sé halli er nem 1:20.
Af framangreindum ástæðum ræð ég þá alvarlega til að Fagridalur sé mældur að hæð og lengd, og vandlega skoðaður af vegfróðum manni, áður en stórfé verður grafið undir ís og fönn á Vestdalsheiði eða örðum háfjöllum, þar sem akvegur gæti aldrei orðið að tilætluðum notum, né til sparnaðar fyrir almenning, þótt stórfé væri til kostað.
II.
Um strjálbyggðina, sem vanalega gerir vegalagningu hér á landi svo kostnaðarsama, þarf ekki mörgum orðum hér að fara, því að kæmist hæfilegur akvegur að hagkvæmum stað við Lagarfljót, mundi þegar verða fenginn á það eimbátur, hæfilegur til að draga flutningsbáta fram og aftur og yrði þá óvíða tilfinnanleg vegalengd heim að bæjum. Þverlína Héraðsins milli fjalls og fljóts mun óvíða vera fjögur þúsund faðmar og hvergi yfir það. Enda mundu og þá verða farið að bæta vegina milli bæjanna, ef einn aðalvegur væri kominn frá sjá upp í Hérað.
III.
Úr peningaleysinu í þessu tilliti ættu féhirslur landsins að bæta, og sýnist því ekki vera ástæða til að berja við fjárskorti. Landsjóð ætti mest að brúka til almennra þarfa, og væri því óhætt að hann legði talsvert fé fram til svo nauðsynlegs fyrirtækis, er aðalframför eins hins fjölríkasta héraðs á landinu er undir komin.
Sá vegur, sem lagður er einungis undir hestafætur, borgar sig aldrei, ef akveg má koma við. Verði hestum fækkað, má spara fé til stórra muna. Setjum svo að á öllu Fljótsdalshéraði að meðtöldum Jökuldal og Hlíð, séu fullir 200 bæir. EF nú með góðum og hallalitlum akvegi mætti komast af með 3 hæstum færra frá hverjum bæ, þá yrðu það 600 hestar. Ég geri ráð fyrir að hestur albúinn til flutninga með þar til heyrandi áhöldum kosti að minnsta kosti 80 krónur, 600 hestar kosta þá 48.000 kr. Til að flytja á hestum þessum þurfa 100 karlmenn fullgildir til vinnu, ríðandi. Ég skal ekki gera þeim meira en 14 dagsverk af árinu til flutninga. Það er annars mikils til oflítið. Ef hverjum þeirra er ætlað 3 kr. um daginn verða það alls 4.200 kr. 100 reiðhestar með tygjum 120 kr. hver, alls 12.000 kr. Allur kostnaður 64.200 kr. Þetta er höfuðstóll sem útgjöld hvíla á. Ég geri ráð fyrir að þessir hestar endist til jafnaðar 10 ár. Fóður hvers hests og viðhald á tygjum um árið tel ég 30 kr., verður þá kostnaður á 700 hestum í 10 ár 210.000 kr. og daglaun hinna 100 manna í 9 ár 37.800 kr. Með höfuðstólnum 64.200 kr. verður það allt 314.000 kr. Eftir 10 ár þarf að gera nýjan kostnað og svo koll af kolli mann fram af manni meðan svona stendur. Þetta er stórfé og mun þó oflítið í lagt. Annað dæmi: Hovdenak gerir ráð fyrir (Andvari XI bls. 182) að flutt sé af Seyðisfirði á 20 hestum daglega allt árið. Nú skal meta hestlánið 4 kr., alls 80 kr., 3 menn ríðandi, daglaun 3 kr., alls 9 kr., hestur handa þeim, hver 4 kr. alls 12, samtalið 101 kr. á dag. Um árið verður það 36.865 kr., í 10 ár 368.650 kr. eða nokkru meir en í fyrra dæminu. Þetta telur Hovdenak þó oflítið, sem og mun rétt vera. Niðurstaðan verður, hvernig sem á allt er litið, að kostnaður við flutning á hestum er óútreiknanlegur og hinn mesti tálmi fyrir framfarir og velmegun manna. Svo lítur út sem flestir taki lítið eftir þessum gífurlega kostnaði, og kemur það líklega af því, að þetta eru óbeinlínis útgjöld, er menn hafa vanist hver fram af öðrum. Nú er sannarlega mál að reyna að kippa þessu í lag og taka að verja þessu fé á annan hátt, og koma á akveg á hagkvæmum stað; við það mundi sparast fé til stórra muna. Enda ætti ekki að vera erfitt að koma á akveg yfir Fagradal; hann mundi ekki kosta eins mikið og Héraðið eyðir á einu ári til flutninga af Seyðisfirði; úr landsjóði mundi fást talsvert fé til jafn áríðandi fyrirtækis sem það væri, og almenningur mundi fús á að leggja sinn hluta til, þegar honum væri orðið skiljanlegt hið fjarska mikla gagn af góðum akvegi á hentugum stað.
Sumir kunna að hafa það á móti máli mínu að engin verslun sé á innsveit Reyðarfjarðar og því þýðingarlaust að leggja veg yfir Fagradal, og þegar Hovdenak var látinn skoða og mæla vegina hér á Austurlandi, er eins og þetta hafi vakað fyrir mönnum. En það er misskilningur. Höfuðatriðið er, að aðalvegur frá sjó að Lagarfljóti verði lagður á þeim stað sem er halla-, hættu- og kostnaðarminnstur, snjóléttastur og óhættastur fyrir skemmdum. Allt þetta hefur Fagridalur fram yfir alla aðra vegi, sem til Héraðs liggja, sýnist því engum vafa bundið að kjósa þann veginn. Við þá verslunarstaði sem nú eru, Seyðisfjörð og Eskifjörð, stoðar ekki að miða aðalverslunarveg. Það getur ekki samrýmst kröfum núlega tímans og þörf vorri á framförum. Reyndar var ekki furða, þó að Héraðsmenn yrðu fegnir, þegar verslun fyrst byrjaði á Seyðisfirði fyrir fullum 30 árum eins og þá stóð, því að þá var ekki um annan verslunarstað að gera en Eskifjörð, en þar hefur aldrei farið orð af frjálsri og hagfelldri verslun. Nú ættu menn að sjá betur hvað best gegnir, nú eru skipsferðir orðnar léttari og tíðari, svo að ekkert virðist vera því til fyrirstöðu, að vörur verði færðar á þann stað, sem hentugast er að flytja þær frá upp í landið. Seyðisfjörður getur heldur aldrei þrifist sem aðalbær á Austfjörðum. Til þess vantar hann alla hæfilegleika: vegir eru hættulegir og erfiðir og geta aldrei orðið að verulegum notum, þótt miklu yrði til þeirra kostað; landbúnaður er lítill, húsastæði víða mjög hættuleg o.fl. Innsveit Reyðarfjarðar hefur alla kosti til þess að þar gæti myndast aðalbær Austurlands; það mun og reynast að brátt eykst aðsókn og bygging við Reyðarfjörð. Nú hafa Héraðsmenn pantað upp vörur í vor, ættu þá þeir sem búa ofarlega á Héraði að fá vörurnar fluttar á Reyðarfjörð og flytja þær upp í Fagradal. Menn mundu þá komast að raun um, að betra er að fara hann veglausan eins og hann er, heldur en Vestdals- Fjarðarheiðar með vegnefnum þeim, er á þeim eru.
IV.
Óframsýnin hefur gert allmikið til að eyða fé að gagnslausu í vegi og drepa niður áhuga manna með vegabætur. Reyndar er búið að verja miklu fé til vegagerða, en víðast hefur það farið svo afkáralega, að þess sjást engin merki; vegirnir lagðir á svo óhentugum stöðum og svo klaufalega gerðir, að verra er að fara þá en vegleysu, t.d. vegurinn frá Lagarfljóti fram Völluna; fáum mundi koma í hug að fara þann veg vegna krókanna, þó að betur hefði verið lagður; nýlagður var hann víða vegleysu verri, enda nú allvíða horfinn. Þá er Eskifjarðarheiði; hvað gagnar að varpa fleiri þúsundum króna í þann veg? Já, það er póstvegur!! Póstur kann að geta notað hann 2-3 ferðir um hásumarið; aðrir fara ekki þá leið, að teljandi sé. Er nokkur framsýni í að fleygja stórfé í veg þar? Vörður eru hlaðnar á stöku stöðum; goli nokkuð að ráði fjúka þær um; og meðan þær standa, getur enginn sá er áttir hefur misst, áttað sig á þeim, því að ekkert er áttamerkið, engin föst stefna, einlægur krókastígur. Þótt hvað eina af slíku káki, kosti ekki stórfé, þá safnast er saman kemur. Við höfum ekki stórfé til að sóa. Því verra er að sjá stundum almennings fé eytt til einskis. Að vísu hafa þeir er vinna að vegagerðum, allgóð daglaun, og þeir fáu er vinna verkið verða oft hinir einu, er gagn hafa af veglagningunni. Varning almennings fjár til sumra vegagerða líkist launahækkun sumra embættismanna, hún auðgar einstaka menn, en bætir ekki úr þörfum almennings.
Og mörgum er að kenna um óreglu þá er á sér stað í tilliti til þess, hvernig fé er varið til vegagerða. Stundum tiltaka sýslunefndir hvar veg skuli leggja eða lagfæra. Amtmaður leggur úrskurð á og sendir aftur sýslumanni; hann útvegar menn til að vinna verkið og semur um borgun; eru þá stundum þeir teknir er fyrst bjóðast, hvort sem þeir kunna nokkuð að því verki eða ekki. Launin eru greidd, hvernig sem verkið er unnið. Náttúrlega er sýslumaðurinn enginn vegfræðingur og amtmaðurinn of langt burtu, enda er hann ekki betri. Þetta sjá margir og líkar illa, en þeir hafa því miður hvorki kjark né þekking til að kippa því í lag. Það eldir enn eftir af gamla áþjánarandanum, að álíta allt gullvægt sem frá yfirvöldunum kemur, og telja sér óskylt að hafa hönd í bagga með, þó að um almennt gagn sé að ræða. Það er ekki meining mín að ásaka sýslumenn eða gera lítið úr þeirra góða vilja, enginn tekur sig meiri mann en hann er.
Nú er full þörf á að sameina kraftana og koma sem fljótast á góðum akvegi frá sjó og til Héraðs yfir Fagradal. Kæmist hann á, mundi almenningi aukast efni til og áhugi á að bæta útkrókana eftir þörfum.
Það sem að framan er ritað, er einungis ætlað til að benda á þann veg er ég tel vissastan og reynast mun áreiðanlegastur. Þeir sem mér eru færari, ættu að gera hér við athugasemdir og koma máli þessu sem fyrst áleiðis.
Margt vantar hér að athuga, svo sem kostnað þann er hvílir á akvegi, akhesta, kerrur, vagna o.fl., og bera það saman við kostnað þann, sem nú er við flutninga á hestum og við hestaveg. Ég þekki þetta ekki til hlítar, þótt mér sé það ekki með öllu ókunnugt, en ég vona að þeir sem betur eru til færir, muni ekki liggja á liði sínu, heldur rita um þetta. Enda er hér um almennt nauðsynjamál að ræða, mál sem er undirstaða auðsældar og velmegunar aldra og óborinna kynslóða. Það væri því sómi okkar sem nú lifum, að hafa fundið hina réttu undirstöðu, er niðjar vorir gætu með ánægju byggt ofan á.
Dalbúi.