1886

Ísafold, 4. ágúst 1886, 13. árg., 32. tbl., bls. 126:

Nokkur orð um bygging þjóðgarða og samgöngur í
Vestur-Skaftafellssýslu.
..... Ég vil aðeins nefnda hér tvær meinsemdir af mörgum, sem Skaftafellssýslu eru mjög til niðurdreps og erfiðleika, hvað búnaðinum viðvíkur, sem að minni hyggju væri sannarlega nauðsynlegt að veita eftirtekt, ef vera kynni, þó seint sé, að bót yrði ráðin á því, að minnsta kosti að nokkru leyti. Þessar meinsemdir eru:
1., hin óhagkvæma tilhögun á byggingu þjóðgarða; og
2., hinar erfiðu og stundum því nær ómögulegu samgöngur. .....
...... Hvað hinu síðarnefnda viðvíkur, þá er það almennt viðurkennt, að greiðar samgöngu eru eitt hið helsta skilyrði fyrir framförum í menntunarlegu og búnaðarlegu tilliti. En að því er greiðar samgöngur snertir, þá er Skaftafellssýsla að því leyti eins og sett á hala veraldar og útilokuð frá þeim í samanburði við önnur héruð landsins. Það er margt, sem hér gerir samgöngurnar torveldar, bæði það, að sýslan er sundurskorin af stórum vatnsföllum og eyðisöndum, og svo hitt, að allar samgöngur á sjó eru ómögulegar vegna hafnaleysis og þar af leiðandi ekkert kauptún í allri sýslunni. Þess vegna verða sýslubúum allir aðdrættir afar erfiðir og kostnaðarsamir, þar sem þeir verða að fara allar sínar kaupstaðarferðir annaðhvort vestur á Eyrarbakka eða austur á Papós, sem, eins og kunnugt er, er mjög langur og erfiður yfirferðar. Þrátt fyrir það, þótt talsverðar vegabætur séu gerðar árlega og töluverðu fé kostað til þeirra, þá geta samgöngur á þessu sviði landsins samt sem áður aldrei orðið greiðar landslagsins vegna, nema því eins, að þær verði greiddar á sjó. Því aðeins, að menn gætu fundið einhver ráð til þess á þann þátt að efla samgöngurnar hér í sýslu, gætu þær orðið greiðar og að tilætluðum notum. Það er því sannarlega nauðsynlegt, að það yrði sem fyrst nákvæmlega rannsakað, hvað helst væri auðið að gera samgöngunum til eflingar; ef veruleg bót yrði á þeim ráðin, mundi það verða eitt hið helsta Skaftafellssýslu til viðreisnar.
Ritað í júnímán. 1886.


Ísafold, 4. ágúst 1886, 13. árg., 32. tbl., bls. 126:

Nokkur orð um bygging þjóðgarða og samgöngur í
Vestur-Skaftafellssýslu.
..... Ég vil aðeins nefnda hér tvær meinsemdir af mörgum, sem Skaftafellssýslu eru mjög til niðurdreps og erfiðleika, hvað búnaðinum viðvíkur, sem að minni hyggju væri sannarlega nauðsynlegt að veita eftirtekt, ef vera kynni, þó seint sé, að bót yrði ráðin á því, að minnsta kosti að nokkru leyti. Þessar meinsemdir eru:
1., hin óhagkvæma tilhögun á byggingu þjóðgarða; og
2., hinar erfiðu og stundum því nær ómögulegu samgöngur. .....
...... Hvað hinu síðarnefnda viðvíkur, þá er það almennt viðurkennt, að greiðar samgöngu eru eitt hið helsta skilyrði fyrir framförum í menntunarlegu og búnaðarlegu tilliti. En að því er greiðar samgöngur snertir, þá er Skaftafellssýsla að því leyti eins og sett á hala veraldar og útilokuð frá þeim í samanburði við önnur héruð landsins. Það er margt, sem hér gerir samgöngurnar torveldar, bæði það, að sýslan er sundurskorin af stórum vatnsföllum og eyðisöndum, og svo hitt, að allar samgöngur á sjó eru ómögulegar vegna hafnaleysis og þar af leiðandi ekkert kauptún í allri sýslunni. Þess vegna verða sýslubúum allir aðdrættir afar erfiðir og kostnaðarsamir, þar sem þeir verða að fara allar sínar kaupstaðarferðir annaðhvort vestur á Eyrarbakka eða austur á Papós, sem, eins og kunnugt er, er mjög langur og erfiður yfirferðar. Þrátt fyrir það, þótt talsverðar vegabætur séu gerðar árlega og töluverðu fé kostað til þeirra, þá geta samgöngur á þessu sviði landsins samt sem áður aldrei orðið greiðar landslagsins vegna, nema því eins, að þær verði greiddar á sjó. Því aðeins, að menn gætu fundið einhver ráð til þess á þann þátt að efla samgöngurnar hér í sýslu, gætu þær orðið greiðar og að tilætluðum notum. Það er því sannarlega nauðsynlegt, að það yrði sem fyrst nákvæmlega rannsakað, hvað helst væri auðið að gera samgöngunum til eflingar; ef veruleg bót yrði á þeim ráðin, mundi það verða eitt hið helsta Skaftafellssýslu til viðreisnar.
Ritað í júnímán. 1886.