1886

Þjóðólfur, 13. ágúst 1886, 38. árg., 35. tbl., bls. 139:

Fréttapistill
Úr Ísafjarðarsýslu 14. júlí 1886.
Tíð hefur mátt heita fremur stirð til lands, og fremur kuldasöm, enda hefur hafísinn öðru hverju legið landfastur við Horn; grasvöxtur hefur því almennt orðið í minna lagi. Útlitið gat þó engan veginn talist slæmt, þar eð afli er öllu meiri en í fyrra, ef fiskur hefði verið í þolanlegu verði, en 35 kr. fyrir skpd. segir lítið upp í skuldirnar hjá sumum. Kaupmenn kvað ætla að söngla sama tóninn og í fyrra, hafa góð orð að sumrinu, en vörulítið að vetrinum; þykir slíkt borga sig best. Efnaðri bændur við Djúp munu helst hafa í hyggju, að reyna að panta vörur og senda sjálfir fiskinn á útlendan markað. Undanfarin sumur hafa kaupmenn sent verslunarskip eftir vörum bænda og flutt þeim aftur nauðsynjavöru, að sögn, mest til að sporna við hinum fyrirhugaða gufubát, en nú munu þeir þykjast hafa kveðið þann draug niður, og ætla því engin skip að senda í sumar. Vonandi er, að þetta verði til að opna augu sumra þeirra, er með hnúum og hnefum hafa barist gegn þessu velferðarmáli sýslunnar. Um allan norðurhluta sýslunnar á sjórinn að vera eini þjóðvegurinn; að leggja fé til vorra svo nefndu sýsluvega, er liggja í einlægum krákustígum kringum allt Djúp, er að kasta silfri í sæ. Þeir, sem kunnugir eru hér vestra furða sig á því, að amtsráðinu skuli eigi hafa hugsast að taka eitthvað af sýsluvegagjaldinu, og verja því í öðrum sýslum amtsins, þar sem það yrði að einhverju liði. Slíkt kynni að vísu að koma í bága við hreppapólitíkina, en eigi við almenna skynsemi.


Þjóðólfur, 13. ágúst 1886, 38. árg., 35. tbl., bls. 139:

Fréttapistill
Úr Ísafjarðarsýslu 14. júlí 1886.
Tíð hefur mátt heita fremur stirð til lands, og fremur kuldasöm, enda hefur hafísinn öðru hverju legið landfastur við Horn; grasvöxtur hefur því almennt orðið í minna lagi. Útlitið gat þó engan veginn talist slæmt, þar eð afli er öllu meiri en í fyrra, ef fiskur hefði verið í þolanlegu verði, en 35 kr. fyrir skpd. segir lítið upp í skuldirnar hjá sumum. Kaupmenn kvað ætla að söngla sama tóninn og í fyrra, hafa góð orð að sumrinu, en vörulítið að vetrinum; þykir slíkt borga sig best. Efnaðri bændur við Djúp munu helst hafa í hyggju, að reyna að panta vörur og senda sjálfir fiskinn á útlendan markað. Undanfarin sumur hafa kaupmenn sent verslunarskip eftir vörum bænda og flutt þeim aftur nauðsynjavöru, að sögn, mest til að sporna við hinum fyrirhugaða gufubát, en nú munu þeir þykjast hafa kveðið þann draug niður, og ætla því engin skip að senda í sumar. Vonandi er, að þetta verði til að opna augu sumra þeirra, er með hnúum og hnefum hafa barist gegn þessu velferðarmáli sýslunnar. Um allan norðurhluta sýslunnar á sjórinn að vera eini þjóðvegurinn; að leggja fé til vorra svo nefndu sýsluvega, er liggja í einlægum krákustígum kringum allt Djúp, er að kasta silfri í sæ. Þeir, sem kunnugir eru hér vestra furða sig á því, að amtsráðinu skuli eigi hafa hugsast að taka eitthvað af sýsluvegagjaldinu, og verja því í öðrum sýslum amtsins, þar sem það yrði að einhverju liði. Slíkt kynni að vísu að koma í bága við hreppapólitíkina, en eigi við almenna skynsemi.