1885

Þjóðólfur, 18. júlí 1885, 37. árg., 28. tbl., bls. 110:

Vegamálið og auglýsingamálið á Alþingi.
Eftir Heyranda í holti.
Af þeim frumvörpum, sem felld hafa verið á þinginu, er vert að geta tveggja. Annað þeirra var næsta mikilsvert. Það var frumvarp um breyting á vegalögunum 15. okt. 1875, þess efnis, að með fjallvegum skyldi “telja alla aðalpóstvegi í byggðum”. Þessi breyting, þótt eigi væri stór, mundi hafa gert það að verkum, að landssjóður kostaði allar vegabætur á aðalpóstvegum.
Þórarinn Böðvarsson var flutningsmaður og gat þess meðal annars, að mest riði á vegabótum á hinum fjölförnustu vegum, og það væru einmitt póstvegirnir, en með því fyrirkomulagi sem nú er, fengist eigi fullnægjandi vegabætur á þeim. Í sama strenginn tók landshöfðingi. Arnl. Ólafss. var og með því; en þar á móti hugði J. Sig., að of mikil byrði á landssjóði og afskiptaleysi í vegagjörðum frá sýslunefndanna hálfu mundi leiða af því, ef frumvarp þetta yrði að lögum.
E. Briem talaði og á móti því; sagðist að vísu vera hinum samdóma um, að póstvegirnir ættu að komast á landsjóð, en væri því þó mótfallinn nú, af því að öll vegalöggjöf vor þyrfti endurbóta við, en til þess ekki tími á þessu þingi; þess vegna best að fella þetta frumvarp, enda mætti með fjárlögunum veita talsvert fé til vegabóta á póstvegunum er nægði fyrst um sinn. Á sama máli voru og Þ.G. og Þ. M. En J. Ólafss. kvaðst ekki geta fallist á skoðun E. Briems í þessu máli. Heppilegast væri fyrir oss, sem höfum þing svo sjaldan, og svo stutt í hvert skipti, að hugsa ekki um að vera að koma á stórum lagabálkum í einu, fyrr en nægur undirbúningur væri fenginn, en þessi undirbúningur fengist einmitt best með því að kippa hinu bráðnauðsynlegasta í lag með smálögum, enda væri nú farið að hafa þá aðferð ó landbúnaðarlagamálinu. Það hefir heldur ekki tekist vel fyrir þinginu með lagabálkana; það sýna lögin um skipun prestakalla 28/2 1880.
Þetta mikla nauðsynjamál var fellt með 13 atkvæðum á móti 7.
Þeir Þ. Böðv. og Arnl. Ólafss. hafa aftur komið fram með frumvarp um líkt efni, en í öðru formi. Ef það nær eigi samþykki þingsins, mætti að minnsta kosti ætlast til þess af þinginu, að það veitti með fjárlögum ríflega fé til vegabóta á póstvegunum. ¿¿.


Þjóðólfur, 18. júlí 1885, 37. árg., 28. tbl., bls. 110:

Vegamálið og auglýsingamálið á Alþingi.
Eftir Heyranda í holti.
Af þeim frumvörpum, sem felld hafa verið á þinginu, er vert að geta tveggja. Annað þeirra var næsta mikilsvert. Það var frumvarp um breyting á vegalögunum 15. okt. 1875, þess efnis, að með fjallvegum skyldi “telja alla aðalpóstvegi í byggðum”. Þessi breyting, þótt eigi væri stór, mundi hafa gert það að verkum, að landssjóður kostaði allar vegabætur á aðalpóstvegum.
Þórarinn Böðvarsson var flutningsmaður og gat þess meðal annars, að mest riði á vegabótum á hinum fjölförnustu vegum, og það væru einmitt póstvegirnir, en með því fyrirkomulagi sem nú er, fengist eigi fullnægjandi vegabætur á þeim. Í sama strenginn tók landshöfðingi. Arnl. Ólafss. var og með því; en þar á móti hugði J. Sig., að of mikil byrði á landssjóði og afskiptaleysi í vegagjörðum frá sýslunefndanna hálfu mundi leiða af því, ef frumvarp þetta yrði að lögum.
E. Briem talaði og á móti því; sagðist að vísu vera hinum samdóma um, að póstvegirnir ættu að komast á landsjóð, en væri því þó mótfallinn nú, af því að öll vegalöggjöf vor þyrfti endurbóta við, en til þess ekki tími á þessu þingi; þess vegna best að fella þetta frumvarp, enda mætti með fjárlögunum veita talsvert fé til vegabóta á póstvegunum er nægði fyrst um sinn. Á sama máli voru og Þ.G. og Þ. M. En J. Ólafss. kvaðst ekki geta fallist á skoðun E. Briems í þessu máli. Heppilegast væri fyrir oss, sem höfum þing svo sjaldan, og svo stutt í hvert skipti, að hugsa ekki um að vera að koma á stórum lagabálkum í einu, fyrr en nægur undirbúningur væri fenginn, en þessi undirbúningur fengist einmitt best með því að kippa hinu bráðnauðsynlegasta í lag með smálögum, enda væri nú farið að hafa þá aðferð ó landbúnaðarlagamálinu. Það hefir heldur ekki tekist vel fyrir þinginu með lagabálkana; það sýna lögin um skipun prestakalla 28/2 1880.
Þetta mikla nauðsynjamál var fellt með 13 atkvæðum á móti 7.
Þeir Þ. Böðv. og Arnl. Ólafss. hafa aftur komið fram með frumvarp um líkt efni, en í öðru formi. Ef það nær eigi samþykki þingsins, mætti að minnsta kosti ætlast til þess af þinginu, að það veitti með fjárlögum ríflega fé til vegabóta á póstvegunum. ¿¿.